Kalli er níu ára í dag....

August birthdays, park days, and first day of school 2008 169Hér er prinsinn minn með mömmu sinni, níu ára gamall, er hann ekki myndarlegur??????

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann sé orðinn níu ára gamall, mér finnst eins og ég átti hann í gær, hann kom í heiminn um hálf níu um morgun, var tekinn með keisara, þannig að dagsetningin var plönuð, en hann fæddist viku fyrir tímann. Allt gekk mjög vel á meðgöngunni, en um leið og drengurinn var tekinn útúr maganum á mömmu sinni, þá gerði hann sér lítið fyrir og pissaði á hanaLoL

Og hann er búinn að vera að pissa á mig síðan þá, nei, ég er að fíflast. Hann var algjör orkubolti sem lítið barn, og var alltaf á fullu, þangað til að allt í einu þá slökknaði á honum, og það gat gerst hvar sem var, í stólnum þar sem hann sat og borðaði, í hoppugrindinni, eða bara á gólfinu. Á milli eins og tveggja, þá tók hann uppá því að hlaupa fram og tilbaka milli 40 og 50 sinnum í litlu íbúðinni okkar og var það eins og fylgjast með tennisleik, fram og tibaka, fram og tilbaka...

Hann hefur alltaf verið mjög ljúfur og góður, og viðkvæmur drengur. Hann hugsar alltaf vel um aðra, þá sérstaklega systur sínar og mömmu sína, þannig að ég á ekki von á öðru en að hann eigi eftir að gera einhverja konuna mjög hamingjusama einn daginn. Hann passar mikið uppá Mikaelu, litlu systur sína, og leyfir engum að tala illa um hana, eða vera vondur við hana, þá fer hann sko og talar við krakkana sem eru leiðinlegir við hana, og lætur þá vita (sérstaklega strákana) að þau eigi sko ekki að vera vond við litlu systur hans.

Hann er mjög greindur, stendur sig mjög vel í skólanum, og er eins og svampur, sígur allt í sig. Hann er í fjórða bekk núna, og er loksins með besta vini sínum, Lance, í bekk. Honum var boðið að vera í prógrammi sem er fyrir krakka sem standa sig mjög vel í skólanum, og eru með háar einkunnir, þannig að hann fer að byrja í því, og ég vona að það eigi eftir að fara vel í hann. Hann elskar skólann, útaf lífinu, og er vaknaður á undan okkur öllum á virkum dögum, því hann getur ekki beðið eftir að komast í skólann.

Hann er eini sonur minn, og ég elska hann útaf lífinu. Hann er mér mjög mikilvægur, og var fyrsta barnið mitt. Þegar ég var sjö ára gömul, þá ákváð ég að þegar ég yrði stór, þá myndi ég eignast strák, og hann yrði skírður Karl. Ég ákváð það nafn af því að ég missti litla bróður minn þegar ég var sex ára, og hann var skírður í höfuðið á Kalla afa okkar, en hann var mjög veikur, og dó, aðeins eins árs og þriggja mánaða. Auðvitað var ég mjög ung, en ég saknaði litla bróður míns. Einn daginn segir Kalli afi minn við mig, hvenær ætlarðu nú að gefa mér nýjan Kalla? Og ég segi, þegar ég verð stór. Ég var 26 ára þegar Kalli minn fæddist, tuttugu árum eftir að bróðir minn dó, og það var sko aldrei nein spurning um nafn hans. Það sem var enn yndislegra en að eiga lítinn strák, var að hann var skírður heima á Íslandi, afi Kalli hélt á honum undir skírn, og hann var klæddur í skírnarkjólnum hans Kalla bróður míns. Sú stund var ein af þeim mikilvægustu í lífi mínu, svo mikilvæg að ég gleymdi að taka myndir, og þarf einn daginn að fá afrit af myndunum sem mamma og pabbi tóku.

Þetta er smá sögustund um hann Kalla minn, í tilefni dagsins, við erum bara að slaka á, búin að borða þennan líka fína ameríska morgunmat, svo komu amma hans og frændi (og Guðfaðir) í heimsókn, og hann er búinn að fá að vera í vídeóleik í allan dag, því mín regla er sú, að þegar þú átt afmæli, þá færð þú að gera það sem þú vilt, þannig að sonur minn fær að spila vídeóleik eins lengi og hann vill í dag, og bara í dag skal tekið fram, hahahahahaha.

Núna ætla ég að fara að baka afmælistertuna hans, ég vona að helgin ykkar sé ánægjuleg, og að allir hafi það gott. Farið vel með ykkur og hvort annaðHeart


Litla fríið okkar, og brjálaður hiti....

Yosemite National Park 023Hér má sjá okkar stóru fjölskyldu rétt eftir að við keyrðum inní Yosemite National Park, þetta var fyrsta fjölskyldumyndin sem Þjóðverjar tóku af okkur. Í bakgrunninum má sjá El Capitan sem er í Yosemite dalnum, og svo sést aðeins í broddinn af Half Dome. En hér kemur ferðasagan.

Við lögðum í hann á föstudeginum uppúr hádegi, og það tók okkur aðeins tvo og hálfan tíma að keyra. Veðrið var mjög fallegt og útsýnið líka. Tuttugu mínútum áður en við komumst á áfangastað lá leiðin upp þetta bratta fjall, og ég ríghélt mér sko í sætið mitt því að ég er drullu lofthrædd, og leist sko ekkert á þennan bratta. En, ég lifði það af, og svo komumst við í bæinn þar sem við vorum búin að fá að gista í sumarbústað, sem að vinnufélagi ömmu barna okkar á.

Yosemite National Park 074Hér sést bústaðurinn, og það sem var enn betra er að hann var rýmri en okkar pínkulitla íbúð, það voru þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi, tvær sturtur, og risapallur með grilli og alles. Þannig að allir aldurshópar fengu sitt eigið herbergi, nema að Mikaela endaði með að sofa á gólfinu hjá tvíburunum, því að hún vildi ekki sofa hjá bróður sínum, en hann naut sín vel í sínu eigin herbergi. Ég og maðurinn fengum okkar eigið herbergi, með okkar eigin baðherbergi, og ekki nóg með það heldur var þar líka pool table (ekki man ég hvað það heitir á íslensku, afsakið ryðguðu íslenskuna mína, please). Þannig að á föstudagskvöldinu komum við okkur vel fyrir, pöntuðum hamborgara og franskar í matinn, og spiluðum pool og nutum hvors annars.

Yosemite National Park 007Ekki vorum við búin að vera í bústaðnum meira en fimm mínútur áður en við fengum gesti, nánar tiltekið þetta fallega dádýr hér til hliðar. Eigandi bústaðarins sagði okkur seinna að þetta er gæludýr þeirra, því að konan hans gefur því vatnsmelónu þegar þau eru þarna. Ekki vorum við með neina vatnsmelónu, en við gátum farið mjög nálægt því án þess að það hljóp í burtu. Seinna um kvöldið sáum við heilu fjölskyldurnar röltandi um, borðandi gras, og enginn ótti í garð fólks, sem var ótrúlegt að sjá.

Laugardagurinn kom, og ég var vakin af börnunum, sem voru búin að búa til morgunmat ásamt manninum mínum, og var hann mjög góður. Svo lögðum við í hann. Við vorum aðeins 26 mílur (40km) frá inngangi Yosemite, þannig að tuttugu mínútum síðar vorum við keyrandi í gegnum himinhá tré, og útsýnið var guðdómlegt. Tim fór til Yosemite fyrir fimmtán árum síðan, en ég og börnin vorum í okkar fyrstu heimsókn.

Yosemite National Park 040Hér til hliðar er El Capitan, sem er í Yosemite dalnum, við stoppuðum með andann í hálsinum, því að útsýnið var breathtaking, eins og Kaninn segir. Beint á móti var annar risa steinn, sem lítill foss rann niður. Á sumartímanum þá þorna flestir fossarnir í Yosemite vegna hitans, en við sáum allaveganna fimm fossa, þó svo að þeir voru litlir, þá voru þeir rosalega fallegir, ekkert á við Gullfoss, en vá, ég elska fossa. Í dalnum var mikið um læki og ár, og þar var mikið af fólki búið að leggja bílum sínum, og voru með nesti með sér, og krakkarnir léku sér í lækjunum, og þetta var allt svo friðsælt og róandi. Maðurinn minn keyrði, þannig að ég fékk að njóta útsýnisins, og tók fullt af myndum. Eftir ökutúrinn og myndatökuna, þá stoppuðum við og Tim keypti Yosemite boli á alla, og ís, og svo héldum við heim á leið, þar sem kvöldinu var eytt í rólegheitum og stjörnuglápi. Tim kom með kíkirinn sinn með sér, og við sáum Milky Way, sem er okkar galaxy (sorrý, man ekkert hvað þetta heitir allt saman, Mjólkurvegurinn, og umheimurinn, kannski...).

Á sunnudeginum var vaknað snemma, ég bjó til morgunmat, og ég keyrði, á meðan Tim fékk að slaka á og taka myndir. Við vorum búin að ákveða að keyra til Glacier Point til þess að sjá Half Dome, sem er einn af stærstu túristastöðunum í Yosemite garðinum. Sú keyrsla tók um það bil einn og hálfan tíma, og var upp enn brattari fjöll, og miklir snúningar, og ég var stundum skíthrædd að keyra þetta, en hafði ekki tíma til þess að einbeita mér að óttanum, af því að keyrslan var mikilvægari, og auðvitað vildi ég ekki skaða neinn... Yosemite National Park 066

Eftir brattar brekkur, brjálaða snúninga, mikla traffík, og smá göngu, þá blasti Half Dome við okkur. Ekkert smá flott, finnst ykkur það ekki? Við vorum uppi á 6000 feta háu fjalli (6000 feet, ekki viss í metrum), en Half Dome er 8859 feet high. Þannig að þó svo að við vorum hátt uppi þá litum við samt upp til Half Dome. Útsýnið var ótrúlegt, við sáum yfir allan dalinn, og þetta var eins og vera uppí flugvél, allt leit út fyrir að vera gervi, gervi hús, gervi tré, gervi bílar... Ég á sem betur fer góða myndavél, sem gat zoomað inn, og ég náði mikið af fallegum myndum af dalnum frá fjallartoppinum. Gráir risasteinar, græn himinhá tré, og blár himinn, GUÐDÓMLEGT!!!!

Ég verð að segja að líta yfir sköpun Guðs var yndislegt, og það var svo gott að geta notið útsýnisins í faðmi fjölskyldunnar, og að sjá börnin orðlaus (sem gerist mjög sjaldan), var enn yndislegra. Svo lá ferðin heim á leið, og við keyptum steik, kjúkling, maís, og kartöflur á grillið. Eftir matinn, þá bjó ég til smores (amerískt gúmmulaði), með sykurpúðum sem við bræddum yfir grillinu, settum það svo á milli grahams kex með súkkulaði sem bráðnaði á milli, og OH MY GOD, ekkert smá gott... Svo var keppni haldin í pool. Kalli og Mikaela kepptu (Mikaela vann), Jasmine og Janae kepptu (Janae vann), ég og Tim kepptu (ég vann), svo kepptu Mikaela og Janae (Mikaela vann), og svo var það lokakeppnin, ég á móti Mikaelu. Hver haldiði að hafi nú unnið?????? Ekki égW00t, haldiði ekki að yngsti fjölskyldumeðlimurinn rústaði okkur öllum í pool, og enginn leyfði henni að vinna, hún gerði það allt ein. Málið var það að Kalla var kastað útúr keppninni af því að hann hélt áfram að koma við kúlurnar, Jasmine náði að skjóta svörtu kúlunni (8Ball) ofan í, en sú hvíta fylgdi beint á eftir, þannig að hún tapaði, ég spilaði góða vörn á móti Tim, og hann endaði með að gera það sama og Jasmine gerði, Mikaela vann Janae með því að skjóta 8 Ball í hornið, og svo tapaði ég (var mjög jafn leikur og ég var ekki að leyfa henni að vinna, ég tek það fram), með því að skjóta svörtu kúlunni ofan í áður en ég kláraði allar kúlurnar mínar, þannig að ég tapaði á móti sjö ára dóttur minni.....

Það góða við þetta var að við skemmtum okkur konunglega, og öllum krökkunum leið vel með sjálfum sér af því að þau stóðu sig öll vel, og við vorum öll að halda með öllum, og enginn var tapsár (ókei, Kalli var það í smá stund, en eftir að ég talaði við hann, þá skemmti hann sér mjög vel líka), Jasmine var soldið fúl að hún tapaði eins og hún tapaði, því að hún skaut öllum kúlunum niður, og Janae var soldið sár að sjö ára stelpa malaði hana, EN, eftir nokkrar mínútur, þá voru allir hlæjandi, haldandi með Mikaelu á móti mér, og þá leið engum illa lengur, því að litla stúlkan malaði okkur ÖLL... og var það auðvitað mjög gott fyrir sjálfsálitið hennar....

Á mánudagsmorgninum héldum við heim á leið, vorum komin heim, aftur í pínulitlu íbúðina okkar, uppúr hádegi, og eins gaman og það var að komast í burtu, þá er alltaf gott að koma heim, því að home is where the heart is... Ég og Tim urðum nánari eftir litla ferðalagið okkar, börnin urðu nánari, og við öll urðum nánari eftir Yosemite. Þegar maður ferðast með fjölskyldunni, heimsækir nýja staði, og sérstaklega sér sköpun Guðs, þá er óhjákvæmilegt að verða ekki nánari. Það er ákveðinn friður og ró yfir mér eftir síðustu helgi, ég er búin að vera þolinmóðari, sérstaklega með heimalærdóminn (sem er búinn að vera ógeðslega mikill í fyrstu vikunni), og bara að díla við rifrildi og læti í krílunum mínum, ásamt stress, þannig að ég er mjög ánægð með að hafa komist í burtu í smá stund. Mér líður líka betur andlega, þetta ár er búið að vera mjög erfitt fyrir mig, bæði andlega og líkamlega, þessvegna er ég mjög ánægð með andlegu líðan mína eftir fríið. Það er ótrúlegt hversu mikinn mun smá tími í burtu frá hversdagsleikanum hefur á mann, og mér finnst ég sterkari til þess að díla við peningaerfiðleikana, vinnuleitina, heilsuna, og þessa blessuðu hitabylgju, sem er búin að ganga yfir alla vikuna, og er ekkert útlit að hún sé að verða búin. Það er búið að vera 100 gráðu Fahrenheit hiti alla vikuna, sem er 43-45 Celsíus, og er það klikkaður hiti, en eins og ég sagði í síðustu bloggfærslu, ég virkilega vona að þetta verði síðasta hitabylgjan... Sumarið var frekar notalegt, en það er alltaf Indian summer hér í Norður Kaliforníu í lok Ágúst, byrjun September, þannig að ég ætti nú að vera vön því, en Guð minn góður, þessi hiti er ótrúlegur...

Ég vona að þið hafið öll notið ferðasögunnar, og endilega látið mig vita þegar þið eigið leið hingað til Norður Kaliforníu, ég bendi hiklaust á Yosemite sem MUST SEE túrista stað, enda var þar samankomið fólk allstaðar frá í Bandaríkjunum, og heiminum, eins og ungu Þjóðverjarnir sem tóku myndina af okkur sex. Látið mig vita hvað ykkur finnst um myndirnar, og ég ætla að setja inn fullt af nýjum myndum í vikunni. Ég vildi líka láta ykkur vita að ég er komin með facebook, þannig að endilega kíkið á mig þar, ég er búin að finna æskuvini, menntaskólavini, Boston vini, Quincy College vini, og vini útum allan heim á facebook, ásamt fullt af ættingjum, þannig að ég er mjög ánægð með að vera komin þar inná, takk Íris mínWink Ég er búin að lofa sjálfri mér að blogga allaveganna þrisvar í viku, þannig að þið megið búast við meiri fréttum af mér og mínum, ásamt myndum og hver veit hvað annað, kannski að ég fari að birta nektarmyndir af mérBlush, bara til þess að halda áhuganum og heimsóknunum gangandi, hahahahahahahahahahahahahah.......... Kossar og knús, farið vel með ykkur og hvort annaðLoL


Skólinn byrjaður, vonandi síðasta hitabylgjan...

Loksins byrjuðu krakkarnir í skólanum, í gær nánar tiltekið... Hér eru Jasmine og Janae, með vinkonu sinni henni Ivy, þær eru núna í 8. bekk, sem er síðasti bekkurinn áður en þær byrja í high school August birthdays, park days, and first day of school 2008 176      Þær voru ekkert smá spenntar að byrja í áttunda bekk, því að þær eru elstar í skólanum, þannig að þær rule the school.... eins og pink ladies í Grease myndinni.

Kalli minn byrjaði í 4. bekk, og Mikaela mín í 3. bekk, þannig að það verður brjálað að gera hjá okkur í heimalærdómnum þetta skólaárið. Mér finnst ótrúlegt þegar ég horfi á tvíburana að þær séu næstum því komnar í menntó, því að þær voru ellefu ára þegar ég hitti pabba þeirra, og núna eru þær algjörar gelgjur...

Þetta verður erfitt skólaár, af því að allir krakkarnir hafa allskonar verkefni, Kalli þarf að byggja kirkju, Mikaela sólarkerfið, og tvíburarnir eru með stórt vísinda verkefni... Hann Kalli minn var svona mikið ánægður þegar hann komst að því að besti vinur hann, Lance, er með honum í bekk, þeir eru búnir að vera bestu vinir síðan í Kindergarten, en hafa aldrei áður verið í sama bekk, þannig að það er mikil hamingja hjá honum, vonandi mun hann ekki tala of mikið við vin sinn á meðan á kennslu stendur, en ég er mjög ánægð fyrir hans hönd að vinur hans er loksins í sama bekk. Hér eru þeir tveir...August birthdays, park days, and first day of school 2008 177 þetta er leikvöllurinn bakvið þá, og nýju húsin sem kosta eina milljón dollara, takk fyrir...         

Hún Mikaela mín er í þriðja bekk, og hún er svo mikil félagsvera að það hálfa væri sko nóg. Aðalvandamálið hjá henni í fyrra var að hún gat ekki þagað, alltaf að tala og tala við vinkonur og vini sína, að í hverri viku þegar ég fékk skýrslu frá kennaranum, þá var alltaf merkt við talks instead of working... Ég er búin að tala mikið við hana og ég vona að hún eigi eftir að tala minna og læra meira í þriðja bekk. Besta vinkona hennar, Shayla, flutti til Los Angeles í Mars, og var hún rosalega leið þegar hún flutti, meira að segja vildi ekki fara í skólann í viku því að hún var svo sorgmædd. Þær voru búnar að vera í sama bekk í þrjú ár, og voru albestu vinkonur, þannig að auðvitað var sorgin mikil. Henni líður aðeins betur núna, og hún á ekki erfitt með að eignast nýja vini, en hún var mikið að leika við eina stelpu í lok skólaársins, sem blótaði mikið, og talaði mikið um kynlíf...aðeins sjö ára gömul eins og Mikaela, og mér leist nú alls ekkert á þetta kynlífs tal. Ég bað kennarann hennar Mikaelu um að passa það að þær yrðu ekki aftur í sama bekk, og sem betur fer eru þær ekki í sama bekk, og ég vona að Mikaela geti eignast nýja bestu vinkonu, sem blótar ekki og er ekki áhugasöm um kynlíf.... Það hræðir mig að vita til þess að sjö ára gömul stelpa sé að tala um kynlíf, því að börnin mín vita lítið sem ekkert á þessum aldri, fyrir utan það að það má enginn snerta kynfærin sín, og að þau verða að segja mömmu og pabba ef eitthvað svoleiðis gerist...og ég veit að þau munu segja mér, því að Mikaela sagði mér þegar jafnaldri hennar kyssti hana á kinnina og strauk yfir gullið hennar, yfir gallabuxurnar sínar... Þetta gerðist fyrir meira en ári síðan og ég trylltist, ekki útí hana, heldur útí strákinn og talaði við mömmu hans og alles. Það er hræðilegt að vita til þess að það er til veikt fólk í heiminum sem kemur við lítil börn, mér finnst það eitt það ógeðslegasta sem til er í heiminum, en því miður verður maður að tala við börnin sín, svo að þau viti hvað þau eigi að gera ef einhver snertir þau á óviðeigandi hátt, ég tala nú ekki um hér í Bandaríkjunum... August birthdays, park days, and first day of school 2008 170

Hér er svo litla rúsínan mín, kvöldið fyrir fyrsta skóladaginn, ég get svarið fyrir það, hún stækkar og stækkar, nær mér næstum því uppá nef núna, og hún er ekki orðin átta ára ennþá...

Núna um helgina er Labor Day weekend, sem er eins og Verslunarmannahelgin heima, og við ætlum loksins að fara í pínu pons frí. Leiðin liggur til Yosemite National Park, sem er tvo og hálfan tíma í burtu. Við ætlum að gista í sumarbústað, með þremur svefnherbergjum (stærri en íbúðin okkar), og er bústaðurinn við stórt vatn, þar sem við ætlum okkur að veiða í matinn. Svo ætlum við að keyra um garðinn, fara í smá göngu, og njóta fjallanna, trjánna, og stjarnanna á kvöldin... Við ætlum að taka kíkinn hans Tim með okkur, og við erum að vonast til þess að sjá Milky Way og milljón stjörnur. Ég er búin að pakka, því að við ætlum að leggja í hann snemma í fyrramálið, svo að við verðum komin uppúr hádegi á morgun. Það verður yndislegt að njóta náttúrunnar, fjallanna, vatnsins, og fjölskyldunnar. Ég veit að þetta verður góður endir á viðburðaríku sumri, og góð byrjun á nýja skólaárinu... Krakkarnir fá að skrópa í skólanum á morgun, og við komum heim á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun. Ég mun svo setjast niður á þriðjudaginn og deila ævintýrasögunni með ykkur ásamt fallegum myndum. Njótið helgarinnar, kæru vinir og vandamenn, og farið vel með ykkur...


Ísland berst um gullið...

Ég hef bara aldrei verið stoltari af að vera Íslendingur, en ég er í dag. Þó svo að ég bý ekki heima lengur, er búsett í Norður Kaliforníu, þá er ég búin að fylgjast spennt með handbolta liðinu okkar, og er ekkert smá ánægð að við séum komin í úrslitakeppnina, að keppast um gull eða silfur, ekkert smá flott hjá strákunum okkar, ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Þetta er frekar fyndið því að ég er búin að sitja hér öskrandi og æpandi, og börnin og maðurinn skilja ekkert hvað sé eiginlega af mér, en eftir smá útskýringar, þá eru þau hlaupandi um, öskrandi og æpandi, GO ICELAND, GO ICELAND!!!!!

Ég verð bara að segja að ég er sammála mörgum heima að það skiptir engu máli hvort við vinnum gullið eða silfrið, það er mikilvægast að vera sem stoltastur af þessum frábæra árangri, en ég mun samt fylgjast spennt með á sunnudaginn, eða um miðnætti annað kvöld...

ÁFRAM ÍSLAND, GO GO GO, ÁFRAM ÍSLAND, GO GO GO!!!!!


mbl.is Íslenska þjóðin fagnar sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt sidan

Elsku bestu vinir og vandamenn.

Thad er langt sidan eg gaf mer tima til thess ad setjast nidur og skrifa, og nuna harka eg af mer her i enn annari hitabylgjunni og skrifa sma. Thetta er buinn ad vera langur manudur, tho svo ad hann se rett halfnadur. Eg atti afmaeli thann 3. Agust, og var alveg barnlaus kvoldid adur. Eg og madurinn drifum okkur loksins ad sja Batman The Dark Knight, og VA, er thad eina sem eg get sagt. Myndin var gedveik a allan hatt. Eg er ekki fra thvi ad hann Heath Ledger eigi eftir ad fa oll verdlaun gefin fyrir leik sinn i thessari mynd, hann er otrulegur, og eg vona ad hann se a betri stad.

Svo kom sunnudagurinn, og tha var kurad fram a hadegi. Thegar eg for a faetur, tha bidu min blom, solblom (uppahaldsblomin min), risastor bladra sem song Happy birthday, og kort med gjafakorti fra manninum minum. Svo forum vid og nadum i grislingana, og beint a RED LOBSTER, sem er mjog godur sjavarretta veitingastadur. Thar gaeddi eg mer a silungi, raekjum, og humari. Nammi namm... Svo var deginum bara eytt i rolegheitunum her heima.

Sidar i vikunni, nanar tiltekid thann 6. Agust tha attu tviburarnir afmaeli, thaer urdu 14. ara. Eg bjo til finan morgunmat handa theim, svo var haldid i Kringluna, thar sem eg keypti a thaer buxur, bol, og skartgripi. Sidan platadi eg thaer, og sagdist aetla ad fara i park med thaer, og bara njota solarinnar. I stadinn tha for eg med thaer a rulluskauta, thegar vid lobbudum inn tha var eg buin ad plana ad hafa fullt af krokkum sem thaer thekkja hitta okkur thar med barnapiunni, og thaer voru frekar hissa, en svaka anaegdar. Thaer voru a skautum a fullu i  tvo tima, svo heldum vid heim a leid. Thaer vildu fa In&Out Burger i kvoldmat, og for eg og keypti thad handa theim, en adur en vid bordudum kvoldmat, forum vid til vinkonu minnar sem byr a somu haed og eg i blokkinni okkar, og bordudum cupcakes med ollum krokkunum sem foru med okkur a rulluskauta. Tha var sungid fyrir thaer, og thaer brostu utaf eyrum. Svo var kvoldinu eytt i ad horfa a thad sem thaer vildu i imbanum, og fraenka theirra gisti hja theim. Thaer foru ad sofa med bros uta eyru.

Vid Tim aetlum ad gefa theim glaenyja sima i lok manadarins, en svo var keypt allskonar leikir fyrir thaer og naglalokk, thannig ad thaer voru mjog anaegdar med daginn sinn. Hann madurinn minn er alveg uppgefinn eftir oll thessi afmaeli, vid thrjar innan vid thrja daga, er frekar mikid. Svo er hann Kalli naestur, thann 13. September, svo Mikaela thann 20. November, brjalad ad gera i afmaelum i lok sumars og um haustin her a okkar heimili.

Krakkarnir byrja svo i skolanum thann 27. Agust, og eins mikid og eg elska thau og dyrka, tha er mig farid ad hlakka mikid til ad fa sma frid utaf fyrir mig her a heimilinu. Eg er enn fra vinnu, en er ad plana ad fara uta vinnumarkadinn aftur, i hlutavinnu til thess ad byrja med, og sja svo til med heilsuna, hvort ad eg geti ekki farid uti fulla vinnu bradum. Mer var farid ad lida frekar mikid betur, en svo kom enn onnur hitabylgjan nuna i vikunni, thannig ad eg er soldid slopp thessa vikuna, en  thetta er bara svona.

Eg er hamingjusom, tho svo ad thad er buid ad vera vesen med fjolskylduna hans Tims uppa sidkastid. Thad er mikid um ofund hja systkynjum hans i hans gard, og tha byrja thau ad lata eins og ovitar a timum, og byrja ad ykja hluti og tala illa um folk bakvid thad, og vid erum buin ad dila vid thetta sidustu fimm daga. Thetta er buid ad taka mikid a, thvi ad tho svo ad hann var buinn ad vara mig vid akvednu folki i fjolskyldunni hans, tha hef eg aldrei sed folk snua baki vid fjolskyldu sinni eins hratt og eins illa og eg var ad upplifa. Thau eru buin ad akveda thad ad eg se vond vid tviburana, og ad eg komi betur fram vid litlu bornin en eg geri thaer, og svona gaeti eg haldid afram, thvi midur. Thetta er buid ad taka mikid a, og i stadinn fyrir ad fullordna folkid taki sig til og tali vid hvort annad, tha hlusta thau a bornin kvarta og ykja thad svo med thvi ad tala vid alla nema foreldra barnanna. Thetta er buid ad opna augu min fyrir hversu bagt sumir fullordnir virkilega hafa thad, og hversu valdarik afbrydissemi getur verid. Their sem virkilega thekkja mig, vita thad ad eg er mjog strong vid bornin min, og eg a thad til ad tala of lengi um mistok thegar thau gerast, en eitt er vist med mig, eg er mjog sanngjorn, og hef passad mig a ad koma fram vid oll bornin min a sama hatt. Eg er ekki alveg viss af hverju eg a ad ganga i gegnum thessa upplifun, en eg veit thad ad eg er margt, en vond er eg ekki. Thad er rosalega leidinlegt ad sja ad folk sem eg er buin ad vera i kringum i thrju ar, se ad tala svona illa um mig, og tala illa um manninn minn. Enn leidinlegra er ad thetta eru systkyni hans Tims, og ad thau skuli halda svona margt illt um hann og konuna hans er mjog sorglegt. Eina sem eg get gert, er ad einbeita mer ad minni fjolskyldu, og thad er Tim og bornin min fjogur.

Tim hefur gengid i gegnum thetta oft med fjolskyldunni sinni, og var buin ad vara mig vid akvednum manneskjum, en eg hugsadi bara med mer ad folk gaeti ekki verid svona ofundsjukt, og svona leidinlegt vid systkyni sin. Eg er buin ad sja fyrir mig sjalfa nuna, ad thvi midur hafdi Tim rett fyrir ser, og tha serstaklega i sambandi vid kvenfolkid i fjolskyldunni sinni. Thetta var erfid lexia, og thetta er buid ad taka mikid a, buid ad vera mikid stress sidustu fimm daga, en einhverra hluta vegna vildi Gud opna augum min fyrir akvednu folki. Leidinlegasta vid thetta allt er ad nuna er eg komin a sama stad og eg var thegar eg fyrst hitti Tim, allt sem eg er buin ad gera gott, og allt sem eg er buin ad sanna fyrir fjolskyldunni hans, er gufad upp. En, eg veit ad svo lengi sem ad Tim stydur vid mig, og er ekki ad trua lygum og yktum sogum, tha verd eg allt i lagi. Eg elska hann og tviburana mina, eg elska thaer eins mikid og min eigin tvo, ef folk getur ekki truad thvi ad eg geri alltaf mitt besta, tha er thad theirra vandamal. Eg, Tim og Gud vita hvad gengur a her dags daglega, og enginn annar. Mer lidur adeins betur ad geta lett a mer her, thvi ad sidustu fimm dagar eru bunir ad vera rosalega erfidir. Svona er lifid.

Eg aetla ad ljuka faerslunni minni med ordum sem ad madurinn minn skrifadi, hann er buinn ad skrifa ord dagsins nuna i nokkra manudi og senda ollum i gegnum sms, en vegna thess sem var ad gerast med fjolskyldu hans, tha er hann haettur. Eg vil halda hefd hans afram, thvi ad hann er brilliant madurinn minn, jakvaedur, og traustur og godur. Eg vil ekki ad allt thad goda sem hann er buinn ad skrifa hafi verid til einskins, thessvegna hef eg akvedid ad eg aetla ad byrja ad skrifa ord hans a blogginu minu, eg aetla ad reyna ad gera thad a hverjum virkum degi, ef ekki, allaveganna tvisvar til thrisvar i viku. Eg vona ad ord hans veiti ykkur huggunar, og fai ykkur til thess ad hugsa adeins um allt thad goda sem ad lifid hefur uppa ad bjoda, og lata hid neikvaeda eiga sig.

YOU MAY NOT ALWAYS BE ABLE TO CONTROL WHAT LIFE PUTS IN YOUR PATH, BUT I DO BELIEVE YOU CAN ALWAYS CONTROL WHO YOU ARE!     (Tim L)

 


Sumarfríið, skógareldar, og skemmtilegheit!!

Að vera ein heima með fjögur spræk, full af orku, og skemmtileg börn er ekki bara skemmtilegt, líka erfitt og þreytandi stundum. Bara sjö vikur þangað til skólinn byrjar aftur, og þó svo að ég hlakka til, þá verð ég eflaust einmana þegar sumarfríinu lýkur.

Þar sem fjármálin eru alltaf erfið, ekki bara hjá okkur, heldur útum allan heim heyrir maður, þá veit ég að þið vitið vel hversu erfitt það getur verið að hafa efni á að gera skemmtilega og dýra hluti allt sumarið. Þessvegna höfum við bara gert marga skemmtilega hluti, sem eru annaðhvort ókeypis, eða mjög ódýrir. Við erum með stundarskrá yfir sumarið, meðal annars þá förum við og syndum í sundlauginni okkar tvisvar í viku, lesum bækur, og föndrum. Svo á þriðjudögum og fimmtudögum þá keyri ég Tim í vinnuna og tek bílinn og fer með krakkana í park. Við erum búin að fara í marga mismunandi parks sem við höfum aldrei heimsótt áður. Einn þeirra var fullur af geitum, hestum og kúm. Þá var sko gaman að sjá öll dýrin, og svo fórum við í klukkutíma göngutúr í náttúrunni. Núna í vikunni er planið að fara í park sem er með helli, og þá getum við virkilega skoðað snáka, og hver veit, kannski rekumst við á fjallaljónFrown

Þar sem oft er erfitt að finna hluti sem eru ókeypis eða ódýrir, þá erum við búin að leggja höfuðin okkar í bleyti, og bara búin að koma upp með ágætis hugmyndir og bara búin að hafa það mjög skemmtilegt. Maður þarf ekki alltaf að borga morðfjár til þess að hafa það gaman, ekki satt?

Hér er búið að vera mikið um skógarelda, eins og ég veit þið hafið eflaust séð í fréttunum heima. Þegar það var sem verst, þá voru skógareldarnir 804 útum Kaliforníu fylkið, HRÆÐILEGT!!! Það eru margir búnir að missa heimili sín og bara allt sem að fólkið átti, og það er rosalega sorglegt að sjá fólkið grátandi af því að það á ekkert eftir af öllu því sem það hefur unnið fyrir allt sitt líf, ekkert smá sorglegt. Sem betur fer, þar sem við erum í dalnum, þá hefur eldurinn ekki náð til okkar svæðis, en við höfum ekki séð bláan himinn í margar vikur núna, og engar stjörnur á kvöldin. Hér er svo mikill reykur í loftinu að á mörgum stöðum þá er fólk varað við að vera ekki úti of lengi, því að margir geta fengið reykeitrun, reykurinn er það mikill á mörgum stöðum. Maður telur sig heppinn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en reykeitrun hér, eins og ég sagði, margir hafa misst allt, þannig að mikilvægt er að muna hversu mikið maður hefur sjálfur. Sem betur fer hafa ekki margir dáið í öllum þessum skógareldum, en fólk hefur orðið veikt, aðallega vegna reykeitrunar, en að öðru leyti hefur fólk sloppið vel útúr þessu öllu saman. Slökkviliðsmennirnir er hetjurnar hér á slóðum, vinna dag og nótt til þess að reyna að stöðva þessa elda.

Fyrir utan þessar fréttir þá er allt við það sama hér á bæ. Heilsan er uppi og ofan, þó svo að hún fari á batnandi veg. Tim vinnur eins og brjálæðingur, og ég lifi fyrir helgarnar þegar ég hef hann hérna heima hjá mér, því þá get ég talað við fullorðna manneskju, ekki bara börninUndecided Ég vona að allir hafi það gott, og biðst afsökunar á letinni í mér að vera ekki alltaf að kommenta hjá ykkur, kæru bloggvinir, en ég les í hverri viku hjá ykkur, þið eruð auðvitað öll YNDISLEGUST og ég sakna ykkar þegar ég er í burtu. Ég sendi bara kossa og knús til ykkar allra, og afmæliskveðjur til Kalla afa á Höfn, og til Elínar vinkonu minnar í Reykjavík, vona að afmælisdagurinn ykkar hafi verið yndislegur og skemmtilegur. Þið sem trúið á Guð, viljið þið vera svo væn og biðja fyrir Berthu ömmu minni, hún handleggsbrotnaði í vikunni, og er uppi á Skjólgarði á Höfn, þar sem hugað er vel að henni. Hún er sterk hún amma mín, en þetta brot er frekar slæmt og vil ég að henni batni sem fyrst svo að verkirnir angri hana ekki. Takk til ykkar allra fyrir bænirnar, þakka ykkur fyrirfram fyrir þær. Svo segi ég bara kossar og knús í bili, farið vel með ykkur og njótið sumarsins, það verður búið áður en við vitum af.... 


Langa helgin langa...

Gleðilegan Memorial Day, í gær!!!! Hér var löng helgi, þriggja daga helgi, vegna minningahelgarinnar þar sem fallnra hermanna er minnst. Og hér var sko mikið að gera... Á laugardaginn var ég með þetta blessaða skartgripa partý, og áður en það byrjaði þá var ég að reyna að fylgjast með Eurovision, en missti af fyrsta klukkutímanum vegna smá misreiknigsBlush Jæja, en ég lét þó sjá mig samt sem áður, og spjallaði við Rebekku frænku mína, og mömmu hennar á meðan við fylgdumst með keppninni, takk fyrir samfylgdina Heiða, Óli og Rebekka mín...

Síðan fór ég útí búð á meðan tvíburarnir spjölluðu og spjölluðu við Rebekku hérna á msn-inu. Svo var það skartgripapartýið, og það gekk bara ókei. Ekki komu margir, en hún Arnheiður mætti, og kærar þakkir fyrir það Arnheiður mín, það var æðislegt að hitta þig. Sko, hún Arnheiður er íslensk stelpa sem býr í Monterey, sem er 45-60 mín suður fyrir San Jose. Þar býr hún ásamt sínum bandaríska manni uppá átta ár, og sínum tveimur krúsídúllu börnum, Embla er fjögurra og hálfs (hún tók það sko skýrt fram sjálf), og Ellert er 20 mánaða.

Ég og Arnheiður þekktumst ekki frá Íslandi, en það fyndna við þetta er að hún á góðan vin sem heitir Hilmir, og ég á góða vinkonu sem heitir Ragnheiður, og eru þau gift og búa á Íslandi. Ragga var alltaf að segja henni Arnheiði að hafa samband við mig, og hún loksins gerði það. Maðurinn hennar er að vísu í hernum, þannig að hún er að flytja til Hawaii í Október. Svo er hún að segja mér að það er fullt af íslenskum stelpum í Monterey, og ekki vissi ég það neitt. Þannig að hún ætlar að kynna mér fyrir þeim, þannig að kannski verður bara glatt hér á hjalla í framtíðinni, þar sem ég fæ að fá að hafa einhverja Íslendinga í kringum mig....SmileLoLGrin

Eftir skartgripapartýið, þá spjölluðum við og spjölluðum, og hún fór ekki héðan fyrr en um hálfellefu, takk fyrir, þannig að mikið var kjaftað heima hjá mér þann daginn.... Hún er alveg frábær, og við erum búnar að ákveða að hittast næst þann 15. Júní, því að þá er verið að halda uppá íslenska þjóðhátíðardaginn hjá Íslendingafélaginu hér í Norður Kaliforníu. Þá verður grillað og íslenskar pylsur í boði, þannig að mikið gaman verður þá....

Svo var bara lagt sig, og Sunnudagurinn kom áður en ég vissi af, og þá varð ég að hoppa útí búð og versla í matinn, kom svo heim og byrjaði að kokka. Við vorum búin að bjóða báðum bræðrum hans Tim í mat, ásamt fjölskyldum, þannig að hér voru allt í allt tólf manns í mat. Ég eldaði (pantaði ekki) pizzu handa krökkunum, og silung með pasta og aspasi handa fullorðna liðinu. Svo var ég búin að kaupa þessa líka mjúku og bráðnar í munninum köku í eftirrétt, og fann ég hana í asíska bakaríinu hér í hverfinu hjá mér. Asísku bakaríin eru svipuð og heima á Íslandi, þar er hægt að fá allskonar dýrðarins kökur, þær eru dýrar á bragðið, en ekki dýrar fyrir buddunaTounge

Maturinn var mjög góður og eftirá þá horfðum við á nokkrar bíómyndir, spjölluðum saman, og höfðum það rólegt. Síðustu gestirnir fóru ekki út fyrr en uppúr tvö, þannig að þá var mín orðin þreytt. Svo í gær var bara sofið út, ruslmatur keyptur og borðaður, tekið til, horft á nokkrar bíómyndir, svo fór ég með börnin útí park, og svo var bara hoppað uppí rúm, aðeins fyrr en deginum áðurHappy Þannig að þessi langa helgi, var akkúrat það, LÖNG...........................

Og núna, þá er maðurinn minn farinn í vinnuna, krakkarnir farnir í skólann, og ég, ég sit hér geispandi á meðan ég pikka þetta inn. Þannig að ég ætla að láta þetta gott heita í dag, og núna leggst ég bara aftur inn í rúm, að hvíla mig eftir þessa löngu, löngu helgiSleeping


Evrópskur söngur, söngleikir, og fyrsti rokkarinn vinnur...

Og Ísland komst í lokakeppnina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég var hérna öskrandi og klappandi eins og vitleysingur, og iðnaðarmennirnir hérna fyrir utan á stillusunum næstum því féllu niður þrjár hæðir útaf látunum í mérLoL

Mér er alveg sama, ef að maður getur ekki látið eins og vitleysingur þegar landið manns loksins komst í aðalkeppnina, þá veit ég ekki hvað. Svo er bara að fylgjast með hér á laugardaginn, hver veit hvernig Ísland á eftir að standa sig, en mér finnst lagið okkar bara ágætt. Ætli mér finnist það ekki skemmtilegra núna þar sem við komumst í aðalkeppnina, GO ICELAND!!!!

Ég og Heiða frænka í Sverige ætlum að hafa Eurovision partý á laugardaginn, er það ekki Heiða mín??? Eins og í fyrra???? Svo er ég með skartgripapartý hérna á laugardaginn, þannig að það er brjálað að gera.

Í dag fór ég í skólann og horfði á tvíburastelpurnar mínar syngja og dansa uppá sviði fyrir framan allan skólann. Þær eru búnar að vera í tónlistar tíma allt skólaárið, og kennararnir ákváðu að setja á svið atriði úr hinum ýmsu söngleikjum, og var þar á meðal atriði úr Hairspray, Belle og Dýrið (Beauty and the Beast, man ekki alveg hvað Belle var skýrð á íslensku...), Sounds of Music, og Guys and Dolls. Þá sungu krakkarnir ýmis lög úr þessum söngleikjum, og var þetta bara mjög flott hjá þeim. Þær voru voða feimnar eitthvað, en eftir smá tíma þá hættu þær feimninni og fóru að hafa smá gaman af því að vera uppá sviði fyrir framan næstum 500 manns.

Þetta er svona, við þurfum öll að byrja einhversstaðar, ef að maður vill ná draumum sínum, ekki satt? Þær vilja báðar syngja og dansa og leika í leikritum, en þær eru ekki alveg að fatta alla vinnuna sem fer í það að vera söngvari, dansari, eða leikari. Þetta er bara svona, börnin læra af reynslunni, vonandi á fyrstu reynslu, ef ekki, þá halda þau bara áfram að reyna.

Svo var American Idol að klárast í gær, og var þetta í fyrsta skiptið sem að rokkari var kjörinn sem sigurvegari söngvakeppnarinnar, DAVID COOKGrin Ég var nú alveg á því að David Archuleta myndi vinna, þó svo að ég héldi smá með David Cook, þannig að ég var mjög ánægð með þetta allt saman. Svo er bara að fá Ísland til þess að vinna á laugardaginn, og þá verður keppnin haldin heima á næsta ári, og þá kem ég nú bara heim og fæ mér vinnu á einhverju hóteli og þéna mér nægan pening til þess að halda eins fínt og huggulegt brúðkaup og mig langar að halda!!!

Og hana nú sagði hænan og lagðist á bakiðBlush


Réttindi...

Þegar maður er barn, þá hafa foreldrar manns réttindi yfir manni. Þau segja manni hvað maður má og má ekki gera. Manni er kennt góða mannasiði, manni er kennt að vera kurteis, manni er kennt að stela ekki eða lemja aðra krakka, manni er kennt allt milli himins og jarðar, ekki satt?

Svo verður maður fullorðinn, maður eignast sín eigin börn. Þá byrjar maður að kenna börnunum sínum góða mannasiði, að vera kurties, að stela ekki eða lemja aðra krakka, maður kennir þeim allt milli himins og jarðar, ekki satt?

Verður maður einhverntímann nógu fullorðinn svo að foreldrar manns hætti að horfa á mann sem barn, eða verður maður alltaf litla barn foreldra sinna? Ég velti mér uppúr þessu núna, af því að ég er fullorðin, á börn, og er dóttir foreldra minna. Ég horfi oft á börnin mín, og hugsa með mér, þegar þau eru fullorðin, á ég eftir að sætta mig við það og tala við þau eins og þau séu fullorðin, EÐA mun ég horfa á þau og sjá litla barnið mitt?

Ég var að tala við mömmu mína......

Ég veit þið eruð hissa.....

Og hvað gerðist......

Við spjölluðum saman, og var ég mjög ánægð að heyra í henni, ef ég segi satt frá. Hver vill virkilega gefast upp á foreldrum sínum? Hvaða foreldri vill virkilega gefast upp á barni sínu? Ég hef spjallað hér mikið um mínar tilfinningar í garð margra, en uppá síðkastið þá hef ég spjallað mikið um mömmu mína, og fjölskyldu mína. Ég hef ALDREI verið með óvirðingu í garð foreldra minna, né hef ég sagt ljóta hluti um þau. Ég ber of mikla virðingu fyrir þeim, þannig að ég hef passað mig á að tala aldrei illa um þau. Þið sem lesið bloggið mitt reglulega vitið að það er búið að vera stirt á milli mín og foreldra minna, í meira en ár. Þið vitið líka að ég er búin að vera mjög sár vegna þess.

Samtalið okkar mömmu var ágætt. Við vorum mjög kurteisar við hvor aðra, og það var mjög gott að tala við hana. Við ákváðum að það sé best að leyfa liðnu að vera liðið, og að núna byrjum við uppá nýtt, strokum bara yfir það sem er búið að gerast og byrjum uppá nýtt. Ókei.... en hvað um tilfinningar mínar? Eigum við ekki að tala um það sem hefur gerst? Það sem hefur verið sagt?

Málið er bara það, að ég og mamma erum eins líkar og vatn og olía, eins og svart og hvítt, þið skiljið? Því verður bara ekki breytt. Ég get ekki breytt henni, hún getur ekki breytt mér. Það er erfitt þegar tvær manneskjur eru eins ólíkar og við mæðgur, það er erfitt að ræða ýmis mál, það er erfitt að tjá sig, það er erfitt að ganga frá hlutum. Ég veit bara það, að ég á eina mömmu. Mér hefur aldrei langað til þess að rífast, skammast, og berjast við hana. Eins og Michael Jackson sagði, I´m a lover, not a fighter.... það er ég einmitt....

Ég var beðin um að hætta að skrifa um persónuleg mál hér á blogginu. Ég sagði mömmu að ég nota bloggið til þess að tjá mig, og að ég muni gera það áfram. Ég lét hana líka vita að ég er ekki að segja ljóta hluti um hana, né pabba. Hún sagðist nú ALDREI hafa lesið bloggið mitt, en var búin að heyra frá Annasi bróður mínum og öðrum að ég væri að tjá mig um persónuleg mál á netinu, sem hún samþykkir ekki. Ég virði hennar skoðun, ég virði hennar frelsi, ég virði hennar tjáningar aðferð. Ég vona að hún muni og geti virt mínar skoðanir, mitt frelsi, og mína tjáningar aðferð. Þetta er ein af mínum bestu tjáningar aðferðum, ástæðan er sú að ég get talað á íslensku, skrifað um allt og ekkert, og ég létti á mér, í hvert einasta skipti sem ég skrifa hér. Þetta er mín dagbók, þetta er mín aðferð, og ég vona að allir skilji að ég er ekki að reyna að særa neinn, ég er bara að tjá mig. Ég hef alltaf tekið það sterkt fram, ég er ekki að reyna að særa neinn, gera neinum illt, eða valda neinum óþægindum. Ég veit að það eru margir í fjölskyldu minni sem vilja helst ekki ræða mál sem eru óþægileg, hvort sem að það sé um peninga, fjölskyldumál, ástina, ofbeldi, kynþáttahatur, og svo lengi mætti telja. Ég er ekki ein af þeim, það er bara sannleikurinn.

Ég hef ákveðið að vera sterk, og ég hef ákveðið að vera ÉG. Eins og Mary J. Blige sagði í lagi sínu, I can only be me.... Er það ekki það eina sem að við getum verið, við sjálf. Ég mun halda áfram að vera ég, ég mun halda áfram að blogga, ég mun halda áfram að ræða mínar tilfinningar, og mínar skoðanir, og mitt líf hér í Bandaríkjunum. Ég mun halda áfram að vera ég, fædd Bertha Jónína Arnarsdóttir, ættleidd og alin upp sem Bertha Jónína Sigmundsdóttir, gift og fráskilin sem Bertha Jónína Greene, og trúlofuð og verðandi Bertha Jónína Le Blanc. Ég mun halda áfram að gera mitt besta, ég mun halda áfram að tala opinskátt og hreinskilningslega um mitt líf, ég mun halda áfram að vera hér á blogginu sú sama og þið þekkið. Ég vona bara, að einhvern daginn, að hún mamma mín setjist niður, með sígó og kaffibollann sinn, og lesi í gegnum öll bloggin mín. Ég held að ef hún geri það, þá muni hún skilja betur að litla barnið hennar, fyrsta barnið hennar, sé orðið að konu, sterkri, opinskárri, virðingarfullri, fyndri, skemmtilegri, hreinskilnari, og góðri konu. Ef að hún skilur það, og sér það, þá held ég að okkar samband muni virkilega fara batnandi. Ég ætla líka að reyna að kynnast mömmu minni betur, ég er langt í frá að vera fullkomin, ég gekk líka of langt, og biðst hér með afsökunar til allra þeirra sem að voru sárir, móðgaðir, hneykslaðir, eða bara reiðir yfir því sem ég hef skrifað. Ég er ekki að reyna að sanka að mér óvinum, ég er bara að reyna að létta á mér. Stundum létti ég kannski of miklu af mér, og eins og ég sagði, ef ég hef sært einhvern með mínum orðum hér, þá biðst ég fyrirgefningar á því.

Þá er kominn tími til að fara og gera smá húsverk, smá þvott og svona. Ég er betri í heilsunni þessa vikuna, sérstaklega af því að hitinn minnkaði núna í vikunni, sem betur fer... Fyrst að ég er hress, þá fær þvotturinn að finna fyrir því, sömuleiðis íbúðin mín... Ég vonast til þess að ég geti reglulega bloggað, því mér líður alltaf svo vel á eftir. Kossar og knús til ykkar allra, til hamingju með prófið, Heiða mínWink Ástarkveðjur til ykkar allra, njótið dagsinsHeart


Hitabylgjan mikla...

Takk fyrir, hér er sko búinn að vera 37-42 stiga hiti síðastliðna viku, og þessi blessaði hiti fer líka svona illa í mig. Ég er búin að vera í algjöru blogg fríi, án þess að fatta það að heill mánuður er síðan ég bloggaði síðast. Er samt búin að tékka bloggin hjá ykkur, kæru vinir, en biðst afsökunar á að hafa ekki skrifað athugasemdir.

Hér gengur allt áfram eins og vanalega, skólinn hjá börnunum, hugsa um börnin og manninn, taka til og þrífa, og reyna að lifa þennan blessaða hita af. Fyrir utan þetta allt saman, þá er ég orðin að algjörum CNN fíkli... Ég held að þið hafið eflaust CNN heima, en ef ekki, kíkið þá bara á www.cnn.com, þessi stöð er með fréttir allan sólarhringinn, ekki bara um Bandaríkin heldur allan heiminn. Ég varð að fíkli af því að ég er búin að vera að fylgjast svo mikið með forsetakosningunum, þannig að ég varð að fíkli vegna stjórnmála...

Krakkarnir mínir eiga eftir fjórar vikur í skólanum, og eru andlega nú þegar komin í sumarfrí. Ég verð að finna útúr hvað ég vil gera með þeim í sumar, þar sem peningarnir eru litlir þá höfum við ekki efni á að borga fyrir þau í svokallaðan summer camp. Þannig að ég er að undirbúa stundarskrá handa okkur fyrir sumarið, þar sem við fimm verðum saman allan daginn, ég verð að hafa reglu á þeim svo að við drepum ekki hvort annað í þessari litlu íbúð okkar. Við erum ennþá að vinna að því að komast inní hús þetta árið, en tíminn leiðir það allt í ljós.

Jæja, ég ætla að láta þetta vera stutt og laggott í þetta skiptið, en lofa að annar mánuður mun ekki líða þangað til að ég skrifa næst... Farið vel með ykkur, ég vona að allir hafi það gott, ég hef saknað ykkar... Kossar og knús úr hitanumHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband