Litla fríið okkar, og brjálaður hiti....

Yosemite National Park 023Hér má sjá okkar stóru fjölskyldu rétt eftir að við keyrðum inní Yosemite National Park, þetta var fyrsta fjölskyldumyndin sem Þjóðverjar tóku af okkur. Í bakgrunninum má sjá El Capitan sem er í Yosemite dalnum, og svo sést aðeins í broddinn af Half Dome. En hér kemur ferðasagan.

Við lögðum í hann á föstudeginum uppúr hádegi, og það tók okkur aðeins tvo og hálfan tíma að keyra. Veðrið var mjög fallegt og útsýnið líka. Tuttugu mínútum áður en við komumst á áfangastað lá leiðin upp þetta bratta fjall, og ég ríghélt mér sko í sætið mitt því að ég er drullu lofthrædd, og leist sko ekkert á þennan bratta. En, ég lifði það af, og svo komumst við í bæinn þar sem við vorum búin að fá að gista í sumarbústað, sem að vinnufélagi ömmu barna okkar á.

Yosemite National Park 074Hér sést bústaðurinn, og það sem var enn betra er að hann var rýmri en okkar pínkulitla íbúð, það voru þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi, tvær sturtur, og risapallur með grilli og alles. Þannig að allir aldurshópar fengu sitt eigið herbergi, nema að Mikaela endaði með að sofa á gólfinu hjá tvíburunum, því að hún vildi ekki sofa hjá bróður sínum, en hann naut sín vel í sínu eigin herbergi. Ég og maðurinn fengum okkar eigið herbergi, með okkar eigin baðherbergi, og ekki nóg með það heldur var þar líka pool table (ekki man ég hvað það heitir á íslensku, afsakið ryðguðu íslenskuna mína, please). Þannig að á föstudagskvöldinu komum við okkur vel fyrir, pöntuðum hamborgara og franskar í matinn, og spiluðum pool og nutum hvors annars.

Yosemite National Park 007Ekki vorum við búin að vera í bústaðnum meira en fimm mínútur áður en við fengum gesti, nánar tiltekið þetta fallega dádýr hér til hliðar. Eigandi bústaðarins sagði okkur seinna að þetta er gæludýr þeirra, því að konan hans gefur því vatnsmelónu þegar þau eru þarna. Ekki vorum við með neina vatnsmelónu, en við gátum farið mjög nálægt því án þess að það hljóp í burtu. Seinna um kvöldið sáum við heilu fjölskyldurnar röltandi um, borðandi gras, og enginn ótti í garð fólks, sem var ótrúlegt að sjá.

Laugardagurinn kom, og ég var vakin af börnunum, sem voru búin að búa til morgunmat ásamt manninum mínum, og var hann mjög góður. Svo lögðum við í hann. Við vorum aðeins 26 mílur (40km) frá inngangi Yosemite, þannig að tuttugu mínútum síðar vorum við keyrandi í gegnum himinhá tré, og útsýnið var guðdómlegt. Tim fór til Yosemite fyrir fimmtán árum síðan, en ég og börnin vorum í okkar fyrstu heimsókn.

Yosemite National Park 040Hér til hliðar er El Capitan, sem er í Yosemite dalnum, við stoppuðum með andann í hálsinum, því að útsýnið var breathtaking, eins og Kaninn segir. Beint á móti var annar risa steinn, sem lítill foss rann niður. Á sumartímanum þá þorna flestir fossarnir í Yosemite vegna hitans, en við sáum allaveganna fimm fossa, þó svo að þeir voru litlir, þá voru þeir rosalega fallegir, ekkert á við Gullfoss, en vá, ég elska fossa. Í dalnum var mikið um læki og ár, og þar var mikið af fólki búið að leggja bílum sínum, og voru með nesti með sér, og krakkarnir léku sér í lækjunum, og þetta var allt svo friðsælt og róandi. Maðurinn minn keyrði, þannig að ég fékk að njóta útsýnisins, og tók fullt af myndum. Eftir ökutúrinn og myndatökuna, þá stoppuðum við og Tim keypti Yosemite boli á alla, og ís, og svo héldum við heim á leið, þar sem kvöldinu var eytt í rólegheitum og stjörnuglápi. Tim kom með kíkirinn sinn með sér, og við sáum Milky Way, sem er okkar galaxy (sorrý, man ekkert hvað þetta heitir allt saman, Mjólkurvegurinn, og umheimurinn, kannski...).

Á sunnudeginum var vaknað snemma, ég bjó til morgunmat, og ég keyrði, á meðan Tim fékk að slaka á og taka myndir. Við vorum búin að ákveða að keyra til Glacier Point til þess að sjá Half Dome, sem er einn af stærstu túristastöðunum í Yosemite garðinum. Sú keyrsla tók um það bil einn og hálfan tíma, og var upp enn brattari fjöll, og miklir snúningar, og ég var stundum skíthrædd að keyra þetta, en hafði ekki tíma til þess að einbeita mér að óttanum, af því að keyrslan var mikilvægari, og auðvitað vildi ég ekki skaða neinn... Yosemite National Park 066

Eftir brattar brekkur, brjálaða snúninga, mikla traffík, og smá göngu, þá blasti Half Dome við okkur. Ekkert smá flott, finnst ykkur það ekki? Við vorum uppi á 6000 feta háu fjalli (6000 feet, ekki viss í metrum), en Half Dome er 8859 feet high. Þannig að þó svo að við vorum hátt uppi þá litum við samt upp til Half Dome. Útsýnið var ótrúlegt, við sáum yfir allan dalinn, og þetta var eins og vera uppí flugvél, allt leit út fyrir að vera gervi, gervi hús, gervi tré, gervi bílar... Ég á sem betur fer góða myndavél, sem gat zoomað inn, og ég náði mikið af fallegum myndum af dalnum frá fjallartoppinum. Gráir risasteinar, græn himinhá tré, og blár himinn, GUÐDÓMLEGT!!!!

Ég verð að segja að líta yfir sköpun Guðs var yndislegt, og það var svo gott að geta notið útsýnisins í faðmi fjölskyldunnar, og að sjá börnin orðlaus (sem gerist mjög sjaldan), var enn yndislegra. Svo lá ferðin heim á leið, og við keyptum steik, kjúkling, maís, og kartöflur á grillið. Eftir matinn, þá bjó ég til smores (amerískt gúmmulaði), með sykurpúðum sem við bræddum yfir grillinu, settum það svo á milli grahams kex með súkkulaði sem bráðnaði á milli, og OH MY GOD, ekkert smá gott... Svo var keppni haldin í pool. Kalli og Mikaela kepptu (Mikaela vann), Jasmine og Janae kepptu (Janae vann), ég og Tim kepptu (ég vann), svo kepptu Mikaela og Janae (Mikaela vann), og svo var það lokakeppnin, ég á móti Mikaelu. Hver haldiði að hafi nú unnið?????? Ekki égW00t, haldiði ekki að yngsti fjölskyldumeðlimurinn rústaði okkur öllum í pool, og enginn leyfði henni að vinna, hún gerði það allt ein. Málið var það að Kalla var kastað útúr keppninni af því að hann hélt áfram að koma við kúlurnar, Jasmine náði að skjóta svörtu kúlunni (8Ball) ofan í, en sú hvíta fylgdi beint á eftir, þannig að hún tapaði, ég spilaði góða vörn á móti Tim, og hann endaði með að gera það sama og Jasmine gerði, Mikaela vann Janae með því að skjóta 8 Ball í hornið, og svo tapaði ég (var mjög jafn leikur og ég var ekki að leyfa henni að vinna, ég tek það fram), með því að skjóta svörtu kúlunni ofan í áður en ég kláraði allar kúlurnar mínar, þannig að ég tapaði á móti sjö ára dóttur minni.....

Það góða við þetta var að við skemmtum okkur konunglega, og öllum krökkunum leið vel með sjálfum sér af því að þau stóðu sig öll vel, og við vorum öll að halda með öllum, og enginn var tapsár (ókei, Kalli var það í smá stund, en eftir að ég talaði við hann, þá skemmti hann sér mjög vel líka), Jasmine var soldið fúl að hún tapaði eins og hún tapaði, því að hún skaut öllum kúlunum niður, og Janae var soldið sár að sjö ára stelpa malaði hana, EN, eftir nokkrar mínútur, þá voru allir hlæjandi, haldandi með Mikaelu á móti mér, og þá leið engum illa lengur, því að litla stúlkan malaði okkur ÖLL... og var það auðvitað mjög gott fyrir sjálfsálitið hennar....

Á mánudagsmorgninum héldum við heim á leið, vorum komin heim, aftur í pínulitlu íbúðina okkar, uppúr hádegi, og eins gaman og það var að komast í burtu, þá er alltaf gott að koma heim, því að home is where the heart is... Ég og Tim urðum nánari eftir litla ferðalagið okkar, börnin urðu nánari, og við öll urðum nánari eftir Yosemite. Þegar maður ferðast með fjölskyldunni, heimsækir nýja staði, og sérstaklega sér sköpun Guðs, þá er óhjákvæmilegt að verða ekki nánari. Það er ákveðinn friður og ró yfir mér eftir síðustu helgi, ég er búin að vera þolinmóðari, sérstaklega með heimalærdóminn (sem er búinn að vera ógeðslega mikill í fyrstu vikunni), og bara að díla við rifrildi og læti í krílunum mínum, ásamt stress, þannig að ég er mjög ánægð með að hafa komist í burtu í smá stund. Mér líður líka betur andlega, þetta ár er búið að vera mjög erfitt fyrir mig, bæði andlega og líkamlega, þessvegna er ég mjög ánægð með andlegu líðan mína eftir fríið. Það er ótrúlegt hversu mikinn mun smá tími í burtu frá hversdagsleikanum hefur á mann, og mér finnst ég sterkari til þess að díla við peningaerfiðleikana, vinnuleitina, heilsuna, og þessa blessuðu hitabylgju, sem er búin að ganga yfir alla vikuna, og er ekkert útlit að hún sé að verða búin. Það er búið að vera 100 gráðu Fahrenheit hiti alla vikuna, sem er 43-45 Celsíus, og er það klikkaður hiti, en eins og ég sagði í síðustu bloggfærslu, ég virkilega vona að þetta verði síðasta hitabylgjan... Sumarið var frekar notalegt, en það er alltaf Indian summer hér í Norður Kaliforníu í lok Ágúst, byrjun September, þannig að ég ætti nú að vera vön því, en Guð minn góður, þessi hiti er ótrúlegur...

Ég vona að þið hafið öll notið ferðasögunnar, og endilega látið mig vita þegar þið eigið leið hingað til Norður Kaliforníu, ég bendi hiklaust á Yosemite sem MUST SEE túrista stað, enda var þar samankomið fólk allstaðar frá í Bandaríkjunum, og heiminum, eins og ungu Þjóðverjarnir sem tóku myndina af okkur sex. Látið mig vita hvað ykkur finnst um myndirnar, og ég ætla að setja inn fullt af nýjum myndum í vikunni. Ég vildi líka láta ykkur vita að ég er komin með facebook, þannig að endilega kíkið á mig þar, ég er búin að finna æskuvini, menntaskólavini, Boston vini, Quincy College vini, og vini útum allan heim á facebook, ásamt fullt af ættingjum, þannig að ég er mjög ánægð með að vera komin þar inná, takk Íris mínWink Ég er búin að lofa sjálfri mér að blogga allaveganna þrisvar í viku, þannig að þið megið búast við meiri fréttum af mér og mínum, ásamt myndum og hver veit hvað annað, kannski að ég fari að birta nektarmyndir af mérBlush, bara til þess að halda áhuganum og heimsóknunum gangandi, hahahahahahahahahahahahahah.......... Kossar og knús, farið vel með ykkur og hvort annaðLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi vil ég bara segja að efsta myndin af ykkur fjölskyldunni er æðisleg. Þið eruð svo falleg saman. Annars kíkti ég auðvitað í myndaalbúmið líka og sá þar aðra fjölskyldumynd með Half Dome í bakgrunni - flott mynd þar líka (þó svo að sumar systur hafi verið lokuð augun, alveg eins, en allir svo ánægðir eitthvað.

Og í öðru lagi, þá hefurðu rétt fyrir þér: það hellast yfir mig minningar frá minni Yosemite veru fyrir rúmum 20 árum síðan, þegar ég, pabbi og eldri bróðir minn fórum þrír.

Mér finnst þessi færsla líka svo skemmtileg að lesa. Maður fær hálfpartinn að vera í för með ykkur fjölskyldunni og það þykir mér svo gaman að upplifa. Kannski út af því að ég var einu sinni þarna, en samt... bara hvernig þú segir frá og sérstaklega með tilliti til þess að það er svo hamingjusamur tónn yfir færslunni = helginni og ferðinni.

El Capitan og Half Dome eru magnaðir, en ég er líka svo hrifinn af gróðrinum og almennt bara náttúrunni þarna. Þegar ég var á ferð í svissnesku ölpunum ... þ.e. rétt undir þeim, árið 2004, þá varð ég dolfallinn af fegurðinni. Íslensk náttúra er falleg já, en hún getur verið svo falleg annars staðar líka.

Og talandi um íslensku... þá man ég ekki heldur hvað pool er kallað á því tungumáli, ég kalla það sjálfur alltaf pool. Snóker er snooker, en það er allt annað. Pool er styttri tími og skemmtilegra finnst mér. Annars get ég dottið í þetta alveg og týnt mér - og já ... ég hef sjálfur nokkrum sinnum lent í því að skjóta niður svörtu kúlunni og svo hvítu í kjölfarið

Hafðu annars ekki áhyggjur af smá slettum hér og hvar hjá þér. Íslenskan þín er svoleiðis hundrað sinnum betri en hjá mörgum blaðamönnum hér á blogginu/mbl.is og þú þarft ekki að hafa áhyggjur.

Ég og þú erum already Facebook buddies, og það er æði. Þú ert jafn frábær á öllum stöðum

En þú hefur lofað þér sjálfri að blogga allavega þrisvar í viku... sko, ég er þannig að ég þori varla að lofa svona, því mér sjálfum finnst svo leiðinlegt að standa ekki við loforð. Bloggaðu bara þegar þú getur og stefndu á að það verði þrisvar í viku ... ef það næst ekki, þá er það í lagi. Mér alla vega þykir alveg jafn vænt um þig hvort heldur sem er. Áhuginn verður alltaf til staðar hjá mér

En nektarmyndir... hmmm.... ég get sosum ekki sagt mikið þar sem ég er dóni á mínu bloggi stundum og hef birt bringu og bossamyndir af mér sjálfum... en þú þarft alla vega ekki að gera það til að halda einhverjum áhuga hjá mér.

Rauði þráðurinn í bloggi hvers og eins finnst mér er sá að fólk á að blogga um það sem það vill, þegar það vill ... án þess að viljandi meiða einhvern. Ég að vísu hef sagt ljót orð um ýmsa þjóðhöfðingja ... nefnum engin nöfn ... en ég leyfi því að standa

Takk æðislega fyrir þessa færslu, elskan mín. Þetta var gaman að lesa. Þú ert gullmoli og demantur ... fjársjóður að eiga þig að. Knús og kossar frá Akureyri og auðvitað til ykkar allra!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir að deila með okkur ferðasögunni þinni og lífi þínu í kaliforníu. þið eruð glæsileg fjölskylda !!

ég þekki svo vel þessa tilfinningju að ferðast saman fjölskyldan, þar sem maður er saman á annan hátt en vanalega og það gefur nýjar víddir í sambandið innan fjölskyldunnar. 

það er eitthvað sem getur hjálpað að byggja upp til að takast á við næsta saltfiskstímabil sem kemur alltaf. 

það hjálpar líka til að sjá fegurðina í því smáa sem við lifum í saltfisknum, að sjá að það er kannski ekki svo slæmt. en ég held að við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að miða við. það er eins og ef ekki væri nótt, en endalaus dagur, þá lærum við ekki að meta daginn. alltaf sól, en aldrei ringning og svo framvegis.

ætlað núna að kíkja á albúmið þitt og ég sendi þér endalausan kærleik yfir til usa.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Doddi minn, þú ert frábær, og alltaf svo góður að láta manni líða vel, ég get rétt svo ímyndað mér að hún Veiga sé í skýjunum allan daginn að hlusta á þig hrósa henni... Takk, kæri vinur, ég er mjög ánægð að þú hafir notið ferðasögunnar, þó svo að löng sé, og enn ánægðari er ég að sjá að ég gat minnt þig á þína ferð Þú segir það alveg satt með að vera að lofa einhverju, en ég er aðallega að reyna að lofa sjálfri mér þetta, af því að ég hef svo gaman af því að blogga, og af því að það gefur mér svo mikið, og hjálpar mér að létta á mér. Ég man þegar ég fyrst byrjaði, þá gat ég ekki beðið eftir að fara með börnin í skólann, svo að ég gæti komist í tölvuna, og sjá hvað gengi á í bloggheiminum... Þannig að ég ætla að reyna mitt besta að halda við loforðið, sérstaklega fyrir sjálfa mig, og vonandi fyrir aðra líka... Hafðu það ávallt gott, kæri vinur, og hvar hef ég eiginlega verið, ég missti af bossamyndunum, núna fer ég sko inná bloggið þitt að grumsa í gömlum færslum

Kæra Steina, takk fyrir athugasemdina. Ég er þér svo innilega sammála, að maður verður að hafa andstæður til þess að geta notið lífsins, það er mikill sannleikur í þeim orðum. Það verður alltaf eitthvað nýtt sem gerir lífið erfiðara fyrir mann, og eitthvað annað sem léttir fyrir manni, þannig að svo lengi sem að það er jafnvægi á milli þess góða og slæma, þá held ég að maður lifi ríku lífi... Að sjá fegurðina í kringum mann getur stundum verið erfitt, því að fólk tekur hlutina í kringum sig sem sjálfsagðan hlut, og maður má það ekki, því að þá missir maður af svo mikillri fegurð. Takk fyrir bloggvinskapinn, og takk aftur fyrir hlýju og fallegu orðin þín

Bertha Sigmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:47

4 identicon

Ohh fjölskyldu myndin er ÆÐI !! Ekkert smá falleg fjölskylda elsku Bertha !

Og æðislegar myndir sem þið tókuð. Skemmtileg ferða saga og ég hef ekki fengið graham kex og marshmellows með súkkulaði for ages !! Ohh langa svo að búa það til :cD

Ég er á facebook og er strax eftir að ég er búin að skrifa hér farin þangað og leita að þér hahaha.....

Alltaf....ALLTAF jafn gaman að lesa hjá þér og ég bíð alltaf spennt eftir næsta færslu :c)

Knús og kossar til þín og frábært að þið skemmtuð ykkur svona vel elsku Bertha mín :c) xxx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 19:01

5 identicon

Veistu hvað Bertha? Ég gæti alveg verið duglegari í því að hrósa henni Veigu. Ég veit hins vegar að faðmlög og ýmsar gerðir sem ekki krefjast orða gleðja hana mjög mikið. En við erum ósköp happy þessa dagana og það helst vonandi um aldur og ævi, enda engin ástæða að halda annað.

Og ef þú finnur ekki bossamyndina ... þá skal ég bara senda þér hana í netpósti!

Knús og kveðjur á þig sætasta!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband