Réttindi...

Þegar maður er barn, þá hafa foreldrar manns réttindi yfir manni. Þau segja manni hvað maður má og má ekki gera. Manni er kennt góða mannasiði, manni er kennt að vera kurteis, manni er kennt að stela ekki eða lemja aðra krakka, manni er kennt allt milli himins og jarðar, ekki satt?

Svo verður maður fullorðinn, maður eignast sín eigin börn. Þá byrjar maður að kenna börnunum sínum góða mannasiði, að vera kurties, að stela ekki eða lemja aðra krakka, maður kennir þeim allt milli himins og jarðar, ekki satt?

Verður maður einhverntímann nógu fullorðinn svo að foreldrar manns hætti að horfa á mann sem barn, eða verður maður alltaf litla barn foreldra sinna? Ég velti mér uppúr þessu núna, af því að ég er fullorðin, á börn, og er dóttir foreldra minna. Ég horfi oft á börnin mín, og hugsa með mér, þegar þau eru fullorðin, á ég eftir að sætta mig við það og tala við þau eins og þau séu fullorðin, EÐA mun ég horfa á þau og sjá litla barnið mitt?

Ég var að tala við mömmu mína......

Ég veit þið eruð hissa.....

Og hvað gerðist......

Við spjölluðum saman, og var ég mjög ánægð að heyra í henni, ef ég segi satt frá. Hver vill virkilega gefast upp á foreldrum sínum? Hvaða foreldri vill virkilega gefast upp á barni sínu? Ég hef spjallað hér mikið um mínar tilfinningar í garð margra, en uppá síðkastið þá hef ég spjallað mikið um mömmu mína, og fjölskyldu mína. Ég hef ALDREI verið með óvirðingu í garð foreldra minna, né hef ég sagt ljóta hluti um þau. Ég ber of mikla virðingu fyrir þeim, þannig að ég hef passað mig á að tala aldrei illa um þau. Þið sem lesið bloggið mitt reglulega vitið að það er búið að vera stirt á milli mín og foreldra minna, í meira en ár. Þið vitið líka að ég er búin að vera mjög sár vegna þess.

Samtalið okkar mömmu var ágætt. Við vorum mjög kurteisar við hvor aðra, og það var mjög gott að tala við hana. Við ákváðum að það sé best að leyfa liðnu að vera liðið, og að núna byrjum við uppá nýtt, strokum bara yfir það sem er búið að gerast og byrjum uppá nýtt. Ókei.... en hvað um tilfinningar mínar? Eigum við ekki að tala um það sem hefur gerst? Það sem hefur verið sagt?

Málið er bara það, að ég og mamma erum eins líkar og vatn og olía, eins og svart og hvítt, þið skiljið? Því verður bara ekki breytt. Ég get ekki breytt henni, hún getur ekki breytt mér. Það er erfitt þegar tvær manneskjur eru eins ólíkar og við mæðgur, það er erfitt að ræða ýmis mál, það er erfitt að tjá sig, það er erfitt að ganga frá hlutum. Ég veit bara það, að ég á eina mömmu. Mér hefur aldrei langað til þess að rífast, skammast, og berjast við hana. Eins og Michael Jackson sagði, I´m a lover, not a fighter.... það er ég einmitt....

Ég var beðin um að hætta að skrifa um persónuleg mál hér á blogginu. Ég sagði mömmu að ég nota bloggið til þess að tjá mig, og að ég muni gera það áfram. Ég lét hana líka vita að ég er ekki að segja ljóta hluti um hana, né pabba. Hún sagðist nú ALDREI hafa lesið bloggið mitt, en var búin að heyra frá Annasi bróður mínum og öðrum að ég væri að tjá mig um persónuleg mál á netinu, sem hún samþykkir ekki. Ég virði hennar skoðun, ég virði hennar frelsi, ég virði hennar tjáningar aðferð. Ég vona að hún muni og geti virt mínar skoðanir, mitt frelsi, og mína tjáningar aðferð. Þetta er ein af mínum bestu tjáningar aðferðum, ástæðan er sú að ég get talað á íslensku, skrifað um allt og ekkert, og ég létti á mér, í hvert einasta skipti sem ég skrifa hér. Þetta er mín dagbók, þetta er mín aðferð, og ég vona að allir skilji að ég er ekki að reyna að særa neinn, ég er bara að tjá mig. Ég hef alltaf tekið það sterkt fram, ég er ekki að reyna að særa neinn, gera neinum illt, eða valda neinum óþægindum. Ég veit að það eru margir í fjölskyldu minni sem vilja helst ekki ræða mál sem eru óþægileg, hvort sem að það sé um peninga, fjölskyldumál, ástina, ofbeldi, kynþáttahatur, og svo lengi mætti telja. Ég er ekki ein af þeim, það er bara sannleikurinn.

Ég hef ákveðið að vera sterk, og ég hef ákveðið að vera ÉG. Eins og Mary J. Blige sagði í lagi sínu, I can only be me.... Er það ekki það eina sem að við getum verið, við sjálf. Ég mun halda áfram að vera ég, ég mun halda áfram að blogga, ég mun halda áfram að ræða mínar tilfinningar, og mínar skoðanir, og mitt líf hér í Bandaríkjunum. Ég mun halda áfram að vera ég, fædd Bertha Jónína Arnarsdóttir, ættleidd og alin upp sem Bertha Jónína Sigmundsdóttir, gift og fráskilin sem Bertha Jónína Greene, og trúlofuð og verðandi Bertha Jónína Le Blanc. Ég mun halda áfram að gera mitt besta, ég mun halda áfram að tala opinskátt og hreinskilningslega um mitt líf, ég mun halda áfram að vera hér á blogginu sú sama og þið þekkið. Ég vona bara, að einhvern daginn, að hún mamma mín setjist niður, með sígó og kaffibollann sinn, og lesi í gegnum öll bloggin mín. Ég held að ef hún geri það, þá muni hún skilja betur að litla barnið hennar, fyrsta barnið hennar, sé orðið að konu, sterkri, opinskárri, virðingarfullri, fyndri, skemmtilegri, hreinskilnari, og góðri konu. Ef að hún skilur það, og sér það, þá held ég að okkar samband muni virkilega fara batnandi. Ég ætla líka að reyna að kynnast mömmu minni betur, ég er langt í frá að vera fullkomin, ég gekk líka of langt, og biðst hér með afsökunar til allra þeirra sem að voru sárir, móðgaðir, hneykslaðir, eða bara reiðir yfir því sem ég hef skrifað. Ég er ekki að reyna að sanka að mér óvinum, ég er bara að reyna að létta á mér. Stundum létti ég kannski of miklu af mér, og eins og ég sagði, ef ég hef sært einhvern með mínum orðum hér, þá biðst ég fyrirgefningar á því.

Þá er kominn tími til að fara og gera smá húsverk, smá þvott og svona. Ég er betri í heilsunni þessa vikuna, sérstaklega af því að hitinn minnkaði núna í vikunni, sem betur fer... Fyrst að ég er hress, þá fær þvotturinn að finna fyrir því, sömuleiðis íbúðin mín... Ég vonast til þess að ég geti reglulega bloggað, því mér líður alltaf svo vel á eftir. Kossar og knús til ykkar allra, til hamingju með prófið, Heiða mínWink Ástarkveðjur til ykkar allra, njótið dagsinsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Silja Þórisdóttir

Elsku Bertha þú ert frábær og halltu því bara áfram, þú ert svo sterk kona
og dugleg, ég hef smá reynslu af samskonar samskiftaleisi og þetta bara
gerir mann algjörlega ónýtann, en stundum verður það bara að vera svona, og
ef mar er í öðru landi þá er lítið hægt að gera nema endalaust vera að
hringja og þá kanski fjárlögin hjá manni leifa það ekki .  En elsku kellan
mín hugsaðu bara um þig og fjölskilduna, börnín þín og tilvonandi husband
þetta á allt eftir að fara vel, farðu bara með bænirnar og biddu fyrir
fjölskildu þinni hér heima, gerðu það alltaf þegar þú ert að fara að hugsa
um þau, ég lofa það virkar. Og ekki gleima svo að þakka jesú ef vel gengur.
Nú er þetta orðið soldið halelúja og ég þekki þig ekki neitt en ég get
alveg verið trúsystir þín, í alvöru. Mér finst svo vænt um þig og ég skal
hafa þig í mínum bænum líka. Góður Guð varðveiti ykkur og fari nú að gefa
ykkur stórt bleikt hús, svo það verði nógu pláss fyrir ykkur öll.....

nóg í bili lovjú all all all knús og kremj handa þér þín bloggvinkona
vsilja 
 
 

Vigdís Silja Þórisdóttir, 20.5.2008 kl. 23:42

2 identicon

Maður á alltaf að vera maður sjálfur - ekki einhver annar fyrir einhvern annan. Foreldrar geta oft verið erfiðir en þeir geta líka verið yndislegir. Halt þú áfram að vera góð fyrirmynd og móðir barnanna þinna, notaðu bloggið áfram en vertu líka undir það búin að sumum kann að líka það verr. Hvort sem þeir lesi bloggið þitt með sígó og kaffi, eða mjólk og súkkulaðikexi.... skiptir ekki öllu. Þinn réttur sem einstaklings er að gera þetta. Á meðan þín fjölskylda (Tim og krakkarnir) styður þig í skrifum þínum - haltu því áfram.

Ég verð hér á Íslandi með kaffibolla og enga sígó ... þoli ekki retturnar... yeach!!!

Sólin skín á mig núna ... gott ef Berthubros leynist ekki þarna einhvers staðar

Knús og kveðjur dúllan mín

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Eins og alltaf, takk elskurnar.... Það á enginn betri blogg vini en ég, það er bara alveg satt!!!!!!!

Kæra Vigdís mín - kærar þakkir fyrir athugasemdina þína, þú hefur alveg rétt fyrir þér, og ég þakka alltaf Jesús og Guði fyrir allt sem ég hef, og bið fyrir öllum sem ég þekki, þó svo að ég sé ekki á sömu blaði og þau, takk kærlega!!!!

Elsku Doddi minn - eins og alltaf þá fæ ég Doddabros beint í hjartað þegar þú skrifar hér inná, þú ert alltaf jafn yndislegur.... ég vona að allt gangi vel hjá þér, ég var að fylgjast með Eurovision og Ísland komst í aðalkeppnina, ég er svona happy Kossar og knús yfir hafið, þú ert æði

Bertha Sigmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband