Kalli er níu ára í dag....

August birthdays, park days, and first day of school 2008 169Hér er prinsinn minn með mömmu sinni, níu ára gamall, er hann ekki myndarlegur??????

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann sé orðinn níu ára gamall, mér finnst eins og ég átti hann í gær, hann kom í heiminn um hálf níu um morgun, var tekinn með keisara, þannig að dagsetningin var plönuð, en hann fæddist viku fyrir tímann. Allt gekk mjög vel á meðgöngunni, en um leið og drengurinn var tekinn útúr maganum á mömmu sinni, þá gerði hann sér lítið fyrir og pissaði á hanaLoL

Og hann er búinn að vera að pissa á mig síðan þá, nei, ég er að fíflast. Hann var algjör orkubolti sem lítið barn, og var alltaf á fullu, þangað til að allt í einu þá slökknaði á honum, og það gat gerst hvar sem var, í stólnum þar sem hann sat og borðaði, í hoppugrindinni, eða bara á gólfinu. Á milli eins og tveggja, þá tók hann uppá því að hlaupa fram og tilbaka milli 40 og 50 sinnum í litlu íbúðinni okkar og var það eins og fylgjast með tennisleik, fram og tibaka, fram og tilbaka...

Hann hefur alltaf verið mjög ljúfur og góður, og viðkvæmur drengur. Hann hugsar alltaf vel um aðra, þá sérstaklega systur sínar og mömmu sína, þannig að ég á ekki von á öðru en að hann eigi eftir að gera einhverja konuna mjög hamingjusama einn daginn. Hann passar mikið uppá Mikaelu, litlu systur sína, og leyfir engum að tala illa um hana, eða vera vondur við hana, þá fer hann sko og talar við krakkana sem eru leiðinlegir við hana, og lætur þá vita (sérstaklega strákana) að þau eigi sko ekki að vera vond við litlu systur hans.

Hann er mjög greindur, stendur sig mjög vel í skólanum, og er eins og svampur, sígur allt í sig. Hann er í fjórða bekk núna, og er loksins með besta vini sínum, Lance, í bekk. Honum var boðið að vera í prógrammi sem er fyrir krakka sem standa sig mjög vel í skólanum, og eru með háar einkunnir, þannig að hann fer að byrja í því, og ég vona að það eigi eftir að fara vel í hann. Hann elskar skólann, útaf lífinu, og er vaknaður á undan okkur öllum á virkum dögum, því hann getur ekki beðið eftir að komast í skólann.

Hann er eini sonur minn, og ég elska hann útaf lífinu. Hann er mér mjög mikilvægur, og var fyrsta barnið mitt. Þegar ég var sjö ára gömul, þá ákváð ég að þegar ég yrði stór, þá myndi ég eignast strák, og hann yrði skírður Karl. Ég ákváð það nafn af því að ég missti litla bróður minn þegar ég var sex ára, og hann var skírður í höfuðið á Kalla afa okkar, en hann var mjög veikur, og dó, aðeins eins árs og þriggja mánaða. Auðvitað var ég mjög ung, en ég saknaði litla bróður míns. Einn daginn segir Kalli afi minn við mig, hvenær ætlarðu nú að gefa mér nýjan Kalla? Og ég segi, þegar ég verð stór. Ég var 26 ára þegar Kalli minn fæddist, tuttugu árum eftir að bróðir minn dó, og það var sko aldrei nein spurning um nafn hans. Það sem var enn yndislegra en að eiga lítinn strák, var að hann var skírður heima á Íslandi, afi Kalli hélt á honum undir skírn, og hann var klæddur í skírnarkjólnum hans Kalla bróður míns. Sú stund var ein af þeim mikilvægustu í lífi mínu, svo mikilvæg að ég gleymdi að taka myndir, og þarf einn daginn að fá afrit af myndunum sem mamma og pabbi tóku.

Þetta er smá sögustund um hann Kalla minn, í tilefni dagsins, við erum bara að slaka á, búin að borða þennan líka fína ameríska morgunmat, svo komu amma hans og frændi (og Guðfaðir) í heimsókn, og hann er búinn að fá að vera í vídeóleik í allan dag, því mín regla er sú, að þegar þú átt afmæli, þá færð þú að gera það sem þú vilt, þannig að sonur minn fær að spila vídeóleik eins lengi og hann vill í dag, og bara í dag skal tekið fram, hahahahahaha.

Núna ætla ég að fara að baka afmælistertuna hans, ég vona að helgin ykkar sé ánægjuleg, og að allir hafi það gott. Farið vel með ykkur og hvort annaðHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta Bertha!

Innilegar hamingjuóskir með Kalla í gær og vonandi hefur verið gaman hjá ykkur.

Kossar og knús frá Íslandinu góða - og innilegar hamingjuóskir til hans.

Kær kveðja,

            Doddi 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:25

2 identicon

Til hamingju með hann Kalla þinn :cD Vonandi eigið yndislegan dag :cD

Ég fékk alveg gæsahúð og tár þegar ég las um litla bróðir þinn og að Karl þinn sé skírður eftir honum.

Knús og kossar xxx :c)

Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Happy birthday, dear Kalli!!  You´re a great kid and no wonder that your mama is proud of you!  It´s great to hear that your doing so well in school and that you´re alway so nice to your sister!  We hope that you´ll visit us in Sweden someday, it´s been so long since we last saw you.

 Greetings from uncle Óli, aunt Heiða and all your cousins in Sweden!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með fallega drenginn þinn!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Síðbúin afmæliskveðja til sonar þíns, mikið er hann fallegur drengur Bertha mín.  Innilega til hamingju með hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:53

6 identicon

Til hamingju með drenginn :)

Seint er betra en aldrei

Dagmar Íris (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 23:02

8 identicon

Hæ, hvernig datt þér annað í hug en að þú myndir eignast falleg börn Bertha mín ;)

Innilega til hamingju með afmælisstrákinn, knús til ykkar

Martha

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 02:18

9 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég og hann Kalli minn þökkum ykkur öllum kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar, hann átti góðan dag, og svo fær hann að bjóða nokkrum vinum sínum heim til þess að gista, og þá búa þeir til sínar eigin pizzur, og fá svo að spila vídeóleiki, og horfa á bíómyndir, og bara vaka alla nóttina ef þeir vilja. Það er svo gaman að vera mamma hans Kalla, því að hann er rosalega spes, hann er mjög yndislegur og hugsar rosalega vel um mig og systur sínar, algjör herramaður... Ég er mjög stolt af honum, og mig hlakkar til að sjá hvernig honum dafnar með aldrinum.

Takk aftur, kæru vinir, fyrir allar kveðjurnar, bæði á blogginu, á facebook, og með símhringingum. Þið eruð ÆÐI PÆÐI

Bertha Sigmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:14

10 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

innilega til hamingju með fallega drenginn þinn.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 14:12

11 identicon

Sæl kæra frænka og til hamingju með drenginn þinn.  Fyrir utan að eiga myndir af því þegar að börnin mín 3 voru skírð á ég myndir af því þegar að þú skírðir hann Kalla, verð að koma þeim ti þín

Kv

Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband