Ísland berst um gullið...

Ég hef bara aldrei verið stoltari af að vera Íslendingur, en ég er í dag. Þó svo að ég bý ekki heima lengur, er búsett í Norður Kaliforníu, þá er ég búin að fylgjast spennt með handbolta liðinu okkar, og er ekkert smá ánægð að við séum komin í úrslitakeppnina, að keppast um gull eða silfur, ekkert smá flott hjá strákunum okkar, ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Þetta er frekar fyndið því að ég er búin að sitja hér öskrandi og æpandi, og börnin og maðurinn skilja ekkert hvað sé eiginlega af mér, en eftir smá útskýringar, þá eru þau hlaupandi um, öskrandi og æpandi, GO ICELAND, GO ICELAND!!!!!

Ég verð bara að segja að ég er sammála mörgum heima að það skiptir engu máli hvort við vinnum gullið eða silfrið, það er mikilvægast að vera sem stoltastur af þessum frábæra árangri, en ég mun samt fylgjast spennt með á sunnudaginn, eða um miðnætti annað kvöld...

ÁFRAM ÍSLAND, GO GO GO, ÁFRAM ÍSLAND, GO GO GO!!!!!


mbl.is Íslenska þjóðin fagnar sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er sammála þér .. þetta er rosaleg stemmning.. ég hef aldrei séð annað eins á Íslandi..

Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 06:10

2 identicon

Þetta er þjóðaríþrótt og þess vegna finnst mér skömm að því hvernig staðið er að handboltanum heima. Það þarf að gefa honum meira "boost" svo hann koðni ekki niður. Það er ótrúlegt að vita til þess að deildakeppnin sé í daprara lagi hér heima hjá landsliði sem er að leika til úrslita um Ólympíugull!!!

En mikið rosalega er maður stoltur og æstur og brosandi... við vöknum öll í fyrramálið og horfum á leikinn ... á meðan þetta verður um niðdimma nótt hjá ykkur, er það ekki?

Kærar íslenskar kveðjur til þín og þinna elsku Bertha. Kossar og knús ... ef þú vilt

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 10:25

3 identicon

Já það verður sko horft á hérna í fyrramálið ! Bíð sko SPENNT ! En eins og þú sagðir þá skiptir engu því þeir eru ALLAVEGA búin að vinna silfrið og það er sko GÓÐUR árangur.....en auðvitað vonum við að við vinnum gullið

Góða skemmtun esskan

Melanie Rose (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband