Evrópskur söngur, söngleikir, og fyrsti rokkarinn vinnur...

Og Ísland komst í lokakeppnina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég var hérna öskrandi og klappandi eins og vitleysingur, og iðnaðarmennirnir hérna fyrir utan á stillusunum næstum því féllu niður þrjár hæðir útaf látunum í mérLoL

Mér er alveg sama, ef að maður getur ekki látið eins og vitleysingur þegar landið manns loksins komst í aðalkeppnina, þá veit ég ekki hvað. Svo er bara að fylgjast með hér á laugardaginn, hver veit hvernig Ísland á eftir að standa sig, en mér finnst lagið okkar bara ágætt. Ætli mér finnist það ekki skemmtilegra núna þar sem við komumst í aðalkeppnina, GO ICELAND!!!!

Ég og Heiða frænka í Sverige ætlum að hafa Eurovision partý á laugardaginn, er það ekki Heiða mín??? Eins og í fyrra???? Svo er ég með skartgripapartý hérna á laugardaginn, þannig að það er brjálað að gera.

Í dag fór ég í skólann og horfði á tvíburastelpurnar mínar syngja og dansa uppá sviði fyrir framan allan skólann. Þær eru búnar að vera í tónlistar tíma allt skólaárið, og kennararnir ákváðu að setja á svið atriði úr hinum ýmsu söngleikjum, og var þar á meðal atriði úr Hairspray, Belle og Dýrið (Beauty and the Beast, man ekki alveg hvað Belle var skýrð á íslensku...), Sounds of Music, og Guys and Dolls. Þá sungu krakkarnir ýmis lög úr þessum söngleikjum, og var þetta bara mjög flott hjá þeim. Þær voru voða feimnar eitthvað, en eftir smá tíma þá hættu þær feimninni og fóru að hafa smá gaman af því að vera uppá sviði fyrir framan næstum 500 manns.

Þetta er svona, við þurfum öll að byrja einhversstaðar, ef að maður vill ná draumum sínum, ekki satt? Þær vilja báðar syngja og dansa og leika í leikritum, en þær eru ekki alveg að fatta alla vinnuna sem fer í það að vera söngvari, dansari, eða leikari. Þetta er bara svona, börnin læra af reynslunni, vonandi á fyrstu reynslu, ef ekki, þá halda þau bara áfram að reyna.

Svo var American Idol að klárast í gær, og var þetta í fyrsta skiptið sem að rokkari var kjörinn sem sigurvegari söngvakeppnarinnar, DAVID COOKGrin Ég var nú alveg á því að David Archuleta myndi vinna, þó svo að ég héldi smá með David Cook, þannig að ég var mjög ánægð með þetta allt saman. Svo er bara að fá Ísland til þess að vinna á laugardaginn, og þá verður keppnin haldin heima á næsta ári, og þá kem ég nú bara heim og fæ mér vinnu á einhverju hóteli og þéna mér nægan pening til þess að halda eins fínt og huggulegt brúðkaup og mig langar að halda!!!

Og hana nú sagði hænan og lagðist á bakiðBlush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Woo hoo!!!

Skartgripapartý og Eurovision partý á laugardaginn?? Það verður meiriháttar gaman hjá þér!

Til hamingju með stelpurnar þínar! Það er nú átak fyrir hvern sem er - sama á hvaða aldri - að standa fyrir framan fólk og leika, flytja ræðu eða gera eitthvað. Þær hafa unnið smám saman bug á sinni hræðslu ... sem er frábært.

Og já ... ég var líka ánægður með Idolið. Flottur úrslitaþáttur, framúrskarandi keppendur og trúi því að Cook nái langt. Set hann í sama klassa og Daughtry sem hefur verið að gera góða hluti.

Knús og kveðjur og kossar og allt gott bara til þín og þinna!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband