Sumarfríið, skógareldar, og skemmtilegheit!!

Að vera ein heima með fjögur spræk, full af orku, og skemmtileg börn er ekki bara skemmtilegt, líka erfitt og þreytandi stundum. Bara sjö vikur þangað til skólinn byrjar aftur, og þó svo að ég hlakka til, þá verð ég eflaust einmana þegar sumarfríinu lýkur.

Þar sem fjármálin eru alltaf erfið, ekki bara hjá okkur, heldur útum allan heim heyrir maður, þá veit ég að þið vitið vel hversu erfitt það getur verið að hafa efni á að gera skemmtilega og dýra hluti allt sumarið. Þessvegna höfum við bara gert marga skemmtilega hluti, sem eru annaðhvort ókeypis, eða mjög ódýrir. Við erum með stundarskrá yfir sumarið, meðal annars þá förum við og syndum í sundlauginni okkar tvisvar í viku, lesum bækur, og föndrum. Svo á þriðjudögum og fimmtudögum þá keyri ég Tim í vinnuna og tek bílinn og fer með krakkana í park. Við erum búin að fara í marga mismunandi parks sem við höfum aldrei heimsótt áður. Einn þeirra var fullur af geitum, hestum og kúm. Þá var sko gaman að sjá öll dýrin, og svo fórum við í klukkutíma göngutúr í náttúrunni. Núna í vikunni er planið að fara í park sem er með helli, og þá getum við virkilega skoðað snáka, og hver veit, kannski rekumst við á fjallaljónFrown

Þar sem oft er erfitt að finna hluti sem eru ókeypis eða ódýrir, þá erum við búin að leggja höfuðin okkar í bleyti, og bara búin að koma upp með ágætis hugmyndir og bara búin að hafa það mjög skemmtilegt. Maður þarf ekki alltaf að borga morðfjár til þess að hafa það gaman, ekki satt?

Hér er búið að vera mikið um skógarelda, eins og ég veit þið hafið eflaust séð í fréttunum heima. Þegar það var sem verst, þá voru skógareldarnir 804 útum Kaliforníu fylkið, HRÆÐILEGT!!! Það eru margir búnir að missa heimili sín og bara allt sem að fólkið átti, og það er rosalega sorglegt að sjá fólkið grátandi af því að það á ekkert eftir af öllu því sem það hefur unnið fyrir allt sitt líf, ekkert smá sorglegt. Sem betur fer, þar sem við erum í dalnum, þá hefur eldurinn ekki náð til okkar svæðis, en við höfum ekki séð bláan himinn í margar vikur núna, og engar stjörnur á kvöldin. Hér er svo mikill reykur í loftinu að á mörgum stöðum þá er fólk varað við að vera ekki úti of lengi, því að margir geta fengið reykeitrun, reykurinn er það mikill á mörgum stöðum. Maður telur sig heppinn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en reykeitrun hér, eins og ég sagði, margir hafa misst allt, þannig að mikilvægt er að muna hversu mikið maður hefur sjálfur. Sem betur fer hafa ekki margir dáið í öllum þessum skógareldum, en fólk hefur orðið veikt, aðallega vegna reykeitrunar, en að öðru leyti hefur fólk sloppið vel útúr þessu öllu saman. Slökkviliðsmennirnir er hetjurnar hér á slóðum, vinna dag og nótt til þess að reyna að stöðva þessa elda.

Fyrir utan þessar fréttir þá er allt við það sama hér á bæ. Heilsan er uppi og ofan, þó svo að hún fari á batnandi veg. Tim vinnur eins og brjálæðingur, og ég lifi fyrir helgarnar þegar ég hef hann hérna heima hjá mér, því þá get ég talað við fullorðna manneskju, ekki bara börninUndecided Ég vona að allir hafi það gott, og biðst afsökunar á letinni í mér að vera ekki alltaf að kommenta hjá ykkur, kæru bloggvinir, en ég les í hverri viku hjá ykkur, þið eruð auðvitað öll YNDISLEGUST og ég sakna ykkar þegar ég er í burtu. Ég sendi bara kossa og knús til ykkar allra, og afmæliskveðjur til Kalla afa á Höfn, og til Elínar vinkonu minnar í Reykjavík, vona að afmælisdagurinn ykkar hafi verið yndislegur og skemmtilegur. Þið sem trúið á Guð, viljið þið vera svo væn og biðja fyrir Berthu ömmu minni, hún handleggsbrotnaði í vikunni, og er uppi á Skjólgarði á Höfn, þar sem hugað er vel að henni. Hún er sterk hún amma mín, en þetta brot er frekar slæmt og vil ég að henni batni sem fyrst svo að verkirnir angri hana ekki. Takk til ykkar allra fyrir bænirnar, þakka ykkur fyrirfram fyrir þær. Svo segi ég bara kossar og knús í bili, farið vel með ykkur og njótið sumarsins, það verður búið áður en við vitum af.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Bertha mín. Gaman að heyra af ykkur, og það er náttúrlega algjörlega til fyrirmyndar að sjá ykkur plana skemmtilegheitin þannig að þetta kosti ykkur ekki mikið. Það er dýrt að lifa þessa dagana, og erfiðara fyrir suma, og því frábært að geta komið með lausnir eins og ykkar.

Virkilega hræðilegt að heyra um þessa skógarelda. Fær mann ávallt til að hugsa um hvað maður hefur það gott í þessu umhverfi hér.

Ég skal hugsa extra fallega til ömmu þinnar.

Kossar og knús til þín og þinna, elsku Bertha.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:05

2 identicon

Gaman að "sjá" þig aftur ! :c)  Já ég er að fara loksins í frí á miðvikudaginn í 3 vikur og þarf að finna eitthvað ódýrt eða sem kostar ekkert til að gera með mín 4 gríslinga. Erftt að plana eitthvað útidyra þar sem maður veit ekkert með veðrið á þessum klaka hehehe.... Ég er einmitt að reyna að finna eitthvað til að föndra  Einhv. uppástungur....?

Hræðinlegt þessar skógareldar ! Vonandi fer þetta minnkandi og hrós til allra slökkviliðsmennina.

Mun hugsa vel til ömmu þinnar......vonandi batnar henni fljótt.

Knús til þín

Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG dáist mikið að þér fyrir að hlú svona vel að börnunum Bertha mín, hafa svona mikið við, og föndra og mikið eiga þau gott að hafa þig sér við hlið.  Gott nesti út í lífið sem þú ert að gera þarna mín kæra. 

Það er hræðilegt að heyra með alla þessa skógarelda, og fólk að missa heimili sín og aleiguna, líka á þessum erfiðu tímum.  Það hlýtur líka að vera skelfileg tilhugsun að hafa umhverfið svona, fullt af reyk og mengun.   Vonandi sleppið þið alveg.

Leitt að heyra með ömmu þína, vonandi batnar henni fljótt og vel.  Það grær allt betur og fljótar svona á vorin og sumrin, það er staðreynd, svo hún hefur slasað sig á réttum tíma, ef svo má segja.  Knús á þig inn í daginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel í að njóta sumarsins með börnunum þínum.

kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 05:46

5 identicon

Hæ elsku Bertha og takk fyrir kvittið ;)

Já, það eru óravegir frá Hagamelnum en það sem meira er að ég gleymi aldrei þegar úvarst uppi á sviði í skólaskemmtun grunnskólans hér á Ísafirði ca. 1984-85 og varst að leika í farsaóperettu - þó ég muni varla enn út á hvað hún gekk þó man ég hvað ég hló rosalega og hvað það átti vel við þig að koma öðrum til að hlæja ;);)

Mér þykir vænt um það hvernig þú hefur haldið þessari jákvæðni og mannkærleika í gegnum súrt og sætt í lífinu - það er ekki á allra færi, því miður.

Sorglegt að heyra um skógareldana en gaman að heyra um lausnirnar á skemmtilegum hlutum að gera fyrir krakkana í náttúrunni. Best things in life are free - stendur það ekki einhversstaðar.

Ég hef stundum sent mína púka út í ævintýraleit og skrifað fyrir þá miða með einhverju sem þeir eiga að finna og koma með heim. Það getur verið allt frá kóktappa og til 4ra blaða smára, steina í allskonar stærðarhlutföllum, trjágreina, villtra blóma, tíkalls eða bara hvað sem er.

Ég man þegar ég var krakki hér vestra í den, þá var maður alltaf í boltaleikjum, pílu, eltingarleikjum o.s.frv. Það er varla að maður sjái krakka í dag úti á götum í svona leikjum, tímarnir hafa breyst svo mikið - nú gengur svo mikið út á skipulagða tómstundastarfsemi og börnin sleppa ekki við að vera mötuð að einhverju leyti :(

svo er það e.t.v. ekki alltaf hvað maður gerir með börnunum sem þau koma til með að muna eftir - það er tilfinningin; hvernig þeim leið með manni, hvort það var hlegið þar til þau fengu krampa í magann, hvort þeim fannst þau vera elskuð þá stundina ;) En gott líka að tengja góðar tilfinningar við ævintýralega hluti og uppgötvanir t.d. í park eins og þú lýsir. Ég vildi að það væri svona park hér........

Knús til þín og krakkanna og hafið það sem allra allra best í sumar,

kv. Martha

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband