Hugleiðingar...

Allan daginn hleypur hugurinn minn, og það eru allskonar upplýsingar sem hlaupa um hann. Ekki bara upplýsingar, heldur líka spurningar, væntingar, hugleiðingar. Það má kannski segja að þessa dagana er ég að reyna að finna mig.

Það er svo fyndið, því að eftir að ég fór frá fyrrverandi manninum mínum, þá var eins og ég þurfti að kynnast sjálfri mér uppá nýtt. Ég leyfði honum og sjálfri mér að breyta mér á margan hátt. Ég gekk til sálfræðings í næstum því tvö ár, og var það mjög erfitt. Það tók mig langan tíma að opna mig fyrir sála, sérstaklega þá um ofbeldið. Ef þú hugsar útí það, hver vill virkilega tala um í klukkutíma hvernig maðurinn þinn átti það til að lemja þig, skyrpa á þig, hóta þér dauða, ég meina ekki er það voða upplífgandi.

Ég man suma daga, eftir að ég sá sála, þá fór ég beint á barinn og fékk mér í glas, af því að ég var alveg upptrekkt að tala um fortíðina, þó svo að fyrrverandi var ennþá að reyna að hafa vald yfir mér, og þá í gegnum börnin. En, eins og ég segi, ég þurfti að endurkynnast sjálfri mér á þeim tíma sem ég gekk til sálfræðings.

Núna er ég að ganga í gegnum soldið svipað, sem betur fer er það ekki eins neikvætt og gerir mig ekki eins upptrekkta. Ég er virkilega að endurkynnast sjálfri mér vegna veikinda minna. Ég hef talað hér oft um veikindin mín, og ekki af því að ég vorkenni sjálfri mér, heldur bara til þess að losa um tilfinningar sem ég hef gagnvart sjúkdómnum. Ég fæ mjög mismunandi viðbrögð þegar ég segi fólki frá því að ég gangi með MS. Sumt fólk veit kannski ekki alveg hvernig þessi sjúkdómur er, og skilur bókstaflega ekki af hverju ég sé frá vinnu. Aðrir skilja aðeins betur og þá er skilningurinn aðeins meiri. Svo vita sumir nákvæmlega, og þá fæ ég góð ráð, fólk er jákvæðara þegar ég ræði þetta við það, og því reyni ég að mestu leyti að leita til þeirra þegar mig langar til þess að kvarta eða vorkenna sjálfri mér.

Það er ekki hægt að vera með leiðindi gagnvart þeim sem kunna ekki að meðhöndla svona veikinda fréttir, það er bara ekki þeim að kenna, því það veit ekki betra. En, ég tek eftir að um leið og ég heyri viðbrögð fólks, þá breytist umræðan um sjúkdóminn hjá mér. Það er auðvitað skiljanlegt, en samt leiðinlegt, því að fólk vill oft ekki skilja betur, og þá hætti ég að tala um hvernig mér líður, þegar ég tala við það fólk. Tökum til dæmis mömmu mína. Hún er mjög sterk kona, og hefur gengið í gegnum ýmislegt. Fyrir einu ári síðan þá lærisbrotnaði hún á skíðum, og var rúmliggjandi í tvo mánuði svo að beinið gæti lagað sig til. Í fyrsta lagi þá sagði mér enginn að hún hafði brotnað á skíðum á Ítalíu, og enginn hafði fyrir því að láta mig vita í næstum þrjár vikur að hún var rúmliggjandi. Ég skil ekki neitt af hverju ég get ekki náð í hana, því að aldrei svarar hún í símann. Einn daginn næ ég svo í hana, og hún segir mér af dögum sínum, og þetta hljómaði sem hryllingur sem hún var að ganga í gegnum, ég meina að vera rúmliggjandi og geta varla hreyft sig sem vikum skiptir.

Þegar ég svo loksins tala við hana, þá segir hún við mig, já það þýðir nú ekkert að væla yfir þessu, það gerir hlutina ekkert betri. Jú, það gerir hlutina víst betri, að endrum og eins gráta smá. Allaveganna, þegar ég hef talað við hana um minn sjúkdóm, þá líður mér alltaf að hún haldi að ég sé að ljúga um þetta, eða að ég sé bara aumingi, eða að ég sé bara ímyndunarveik með þetta allt saman. Henni til handar, þá hefur hún aldrei sagt það beint við mig að hún haldi að ég sé að ljúga, en í samræðum okkar þá líður mér alltaf eins og að hún sé að dæma mig sem auminga, eða lygara. Eins og ég segi, hún hefur aldrei sagt þetta beint við mig, en hún er ein af þeim sem ég get ekki talað um sjúkdóminn minn við, því að það er eins og hún fatti þetta ekki. Okkar samband, eins og þið vitið er búið að vera mjög erfitt síðasta árið, og ég hef varla talað við hana í ár núna, en þetta byrjaði eiginlega allt í fyrra þegar hún slasaðist, og enginn hafði fyrir því að láta mig vita. Hvorki pabbi, né bróðir minn. Þá leið mér loksins í síðasta skiptið, eins og ég tilheyrði ekki fjölskyldunni, því að þetta var ekki í fyrsta skipti sem að eitthvað svona kom uppá. Bróðir minn hefur lent í ýmsu, en foreldrar mínir láta mig aldrei vita.

Þegar þér hefur liðið eins og að þú sért útskúfaður úr fjölskyldunni, þá er löng leið tilbaka uppá toppinn. Svona mánuði síðan, þá talaði ég aftur við mömmu, og akkúrat þá hafði hún ekki tíma til þess að tala við mig, vegna gesta (þetta var yfir Páskana), og þegar ég sagði henni frá Vikuviðtalinu mínu, þá gat hún ekki skilið af hverju einhver vildi taka viðtal við mig í fyrsta lagi, og að hún hafði nú ekki vitað til þess að ég hefði verið skilgreind með eitt né neitt (ég sagði henni það fjórum mánuðum fyrir Páska að ég væri með MS). Allaveganna, þetta eru aðalástæðurnar fyrir því að ég tala varla við þau núna í ár, en svo koma þau fjöllum að ofan, þegar þau eru spurð af hverju ég vilji ekki tala við þau, skilja bara ekki neitt.

Þetta er eins og góður þáttur í Spaugstofunni, því að þetta er svo fáránlegt þegar maður hugsar útí þetta. En, svona er þetta bara. Þess vegna er ég núna að reyna að finna sjálfa mig í þessari súpu sem ég sit í. Ég veit svo sem fullvel hver ég er, en ég er að reyna að finna hina nýju mig, stelpuna sem er með þennan leiðindar sjúkdóm, og þarf að kunna inná hann, þarf að sætta sig 100% við hann, og þarf að byrja sitt nýja líf, sem kona með MS, ekki MS sem kona...

Fyndið að sjá að ég byrjaði að skrifa um mig og mínar hugleiðingar, og það sem ég sé þegar ég les yfir það sem ég hef skrifað, að ég er virkilega sár og ósátt að ég hafi ekki foreldra sem eru aðeins skilningsríkari, og sem að sýna mér að ég tilheyri fjölskyldunni, og að ég er mikilvægur hluti af henni, með eða án MS. Kannski er það sem ég þarf að komast yfir og sætta mig við núna, svo að ég geti loksins haldið áfram að berjast við þennan sjúkdóm, því að ég er barráttukona, ég hef barist allt mitt líf við eitthvað, þannig að ég veit að ég mun komast yfir þessa hraðahindrun. Eitt er víst, þó að það endist kannski ekki meira en í dag, þá er ég aðeins léttari núna.

Ég þakka ykkur fyrir það, mínir kæru bloggvinir...


Páskar, söknuður, og Devil wears Prada

Gleðilega Páska, fjórum dögum síðar..... Ég vona að þið hafið öll notið Páskanna...

Því miður var maðurinn minn með flensuna, sem ég var með fyrir tveimur vikum síðan. Þetta árið er flensan verri en nokkrum sinnum áður, án gríns. Ég fékk hana fyrr í mánuðinum, svo fékk Tim hana í síðustu viku. Hann labbaði innum dyrnar einn daginn eftir vinnu, og virkilega beint inní rúm, og hann var útúr heiminum í nokkra daga, greyið. Þannig að yfir Páskana var hann fárveikur, borðaði ekki neitt, ég bjó til forrétti, og svo skinku og candied yams. Candied yams eru appelsínugulu kartöflurnar, líka kallaðar sweet potatoes, en ég kaupi þær niðursoðnar, og hita þær upp ásamt púðursykri og smjöri. Svo bæti ég sykurpúðum ofan á og elda svo inní ofni, og í alvöru talað, þær eru eins og heitt sælgæti, þær eru hrikalega góðar..... börnin borðuðu og borðuðu, alsæl.

Við gerðum það vanalega, fórum í kirkju, komum heim og borðuðum forrétti. Svo kom bróðurdóttir hans Tim í heimsókn ásamt litlu stelpunum sínum, þær eru fimm og þriggja og svona líka sætar. Svo gerðum við egg hunt, og var það svaka stuð, allir með fullt af eggjum með nammi inní, og svo var borðað. Þetta var bara mjög huggulegt allt saman, en krakkarnir fengu ekki Páska körfurnar sínar (sem ég útbý alltaf handa þeim á hverju ári) af því að þau voru búin að vera óþekk fyrr í vikunni, og svona líka ljót og leiðinleg við hvort annað, þannig að engar körfur.....

Ég gaf þeim svo tækifæri að sýna mér betri hegðun, og þá gætu þau þénað körfurnar sínar í staðinn, þannig að þau eru að vinna í því, og eru búin að vera mjög góð við hvort annað í vikunni. Ég er samt með hálfan hóp af börnum síðan í gær, því að litla og litli fóru í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr tvo tíma í burtu. Hún var í fríi, og þau líka, þannig að það hentaði vel saman. Þannig að ég sit hér með söknuð í hjarta, en þau koma heim á morgun, vei.... Þetta er svo fáránlegt hvernig maður lætur, en þegar börnin eru heima, þá er svo mikill hávaði, og maður er stundum alveg að brjálast, en þegar þau eru í burtu, þá saknar maður hávaðans.

Þannig að ég er búin að fá að njóta táninganna minna í gær og í dag, og er það búið að vera yndislegt. Mikaela mín er alltaf svo abbó, sérstaklega ef þær eru mikið að knúsa mig, eða liggja á mér þegar við horfum á sjónvarp, þá kemur hún og ýtir þeim í burtu, litla afbrýðissama stúlkan. Þannig að í gærkveldi horfðum við á American Idol, svaka stuð. Í dag horfðum við á Why did I get married?, og það var mjög gaman, ég mæli með þeirri mynd. Og akkúrat núna, sit ég við tölvuna og blogga með Devil wears Prada í bakgrunninum... Lífið er ljúftSmile


Fallegur sunnudagur

Ein vika til Páskadags, takk fyrir. Ég tók eftir því fyrir fimm dögum síðan að Páskarnir eru að koma, og þeir koma mjög snemma í ár. Krakkarnir mínir eru í vorfríi vikunni eftir Páska, og einhverra hluta vegna, þá hélt ég að ég hafði mánuð í vorfríið þeirra, en svo er víst ekki...

Hér var klukkunni breytt um síðustu helgi, þannig að núna er tímamismunurinn níu klukkutímar á milli Ameríku og Íslands. Henni var breytt miklu fyrr en vanalega, eða um þremur vikum fyrr en vaninn er. Þetta er gert svo að hægt sé að safna meiri orku... Það er hugsunin á bakvið hugmyndina, þar sem núna verður dimmt úti klukkutíma seinna, þá er ætlast til að fólk noti minni orku, til dæmis, kveiki ekki á ljósum heima hjá sér, eða noti ekki hitann eins mikið o.s.fr. Þetta virkar ekki alveg, af því að núna er dimmra á morgnana, og þá þarf fólk að nota ljósin meira á morgnana, í staðinn fyrir á kvöldin, þannig að raunveruleikinn er sá að við spörum enga orku, því miður...

Dagurinn í dag er mjög fallegur, hér skín sólin og hitinn er hærri en vaninn er á þessum tíma árs. Ég er á leiðinni með börnin útá leikvöll, leyfa þeim að hlaupa um svo að orkan þeirra minnki, svo að vonandi geta þau farið að sofa á réttum tíma í kvöld þar sem skólinn kallar á þau í fyrramálið. Hún Mikaela mín er algjör ugla, hún vakir lengst frammá nótt, og á morgnana breytist hún í tígrisdýr sem sýnir mér tennurnar og öskrar þegar hún þarf að fara á fætur. Hún er svo skapgóð að eðlisfari, en ég sver það, á morgnana breytist hún í öskrandi skepnu, ég þekki hana varla...

Ég var að vísu svona sjálf sem barn, og alveg þangað til að ég varð mamma, algjör ugla. Ég gat vakað langt frammá nótt, stundum svaf ég tvo tíma og fór í skólann eða í vinnu um morguninn, og lét eins og ég var vel hvíld. Ég var að vísu ekki eins skapvond og dóttir mín, allaveganna ekki svo að ég muni. Sonur minn á annað borð þarf sinn svefn, annars er dagurinn hans ónýtur. Allt þarf að vera í réttri röð svo að hann eigi góðan dag. Hann er búinn að vera svona síðan hann var ungabarn. Hann veit við hverju má búast daglega, og ef að eitthvað breytist þá á hann í erfiðleikum. Til dæmis, ef að kennarinn hans er veikur, þá er mjög erfitt fyrir hann að díla við aukakennarann, sérstaklega ef að hann/hún fylgir ekki stundaskránni. Þegar hann var tveggja ára, þá raðaði hann alltaf öllum bílunum sínum í fullkomna, beina röð. Ef að honum tókst ekki að hafa röðina beina, þá varð hann reiður og kastaði bílunum frá sér.

Núna er hann miklu betri, en það var tímabil þar sem ég hélt að hann væri einhverfur, eða með athyglisbrest, eða eitthvað samanbert. Sem betur fer þá lagaðist hegðun hans, og ég þurfti og þarf oft enn að aðstoða hann með ákveðna hluti, af því að það er erfitt fyrir hann þegar stundarskráin breytist... Hann er svo gáfaður, drengurinn, stundum stari ég bara á hann, því að sýgur inn lærdóm, eins og blaðra sýgur í sig loft. Ég tel mig heppna að hann sé ekki veikur á einhvern hátt, því að ég á vinkonur sem þurfa að ganga í gegnum ýmislegt með sín börn, og ég bið fyrir þeim á hverjum degi.

Tvíburunum gengur vel, þær eru nýbúnar að fá einkunnirnar sínar, og þær eru að standa sig ágætlega. Einkunnirnar þeirra gætu verið betri, og ætla ég að vinna með þeim þessa síðustu mánuði og vonandi munu einkunnir þeirra batna. Þær eru því miður frekar hægar þegar kemur að því að muna hluti, og er það aðallega vegna þess að þær voru fyrirburar (er það rétt íslenska hjá mér?). Þær fæddust tvo mánuði fyrir tímann, þannig að allt þeirra líf hafa þær verið soldið eftirá í skólanum. Þær eiga mjög erfitt með minni, þær gleyma flestu, og þurfum við að minna þær oft á dag að gera ákveðna hluti. Ef ég er að tala við þær um þrjá hluti í einum samræðum, þá er það líklegt að þær eiga eftir að muna einn hlut, en ekki þrjá. Þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir mig, af því að ég tala um marga hluti í einu, og er vön að gera það við litlu börnin. Ég þarf oft að minna sjálfa mig á að tala um einn hlut í einu við tvíburana, og er að verða betri. Þetta er ekki þeim að kenna að heilarnir þeirra virka hægar en hjá flestum þrettán ára krökkum, en stundum verð ég pirruð á að endurtaka sjálfa mig tíu sinnum á dag, en ég þarf að venja mig á að vera þolinmóðari.

Jæja, þá er ég búin að tala um öll börnin, og veðrið. Mér og Tim líður vel, erum bara að slaka á núna yfir helgina, þar sem næsta vika á eftir að líða hratt og undirbúningur fyrir Páskana er byrjaður. Ég vona að helgin hjá ykkur öllum hefur verið afslappandi, og ég vona að ykkar undirbúningur gangi vel. Ég veit að margir eru á fullu að ferma börnin sín, og ég bið innilega að heilsa öllum fermingarbörnunum bæði hjá ættingjum, vinum, og bloggvinum. Það eru tuttugu og eitt ár síðan ég fermdist, og var minn árgangur sá síðasti sem fermdist í kirkjunni á Ísafirði áður en hún brann. Síðan var ný kirkja byggð á sama stað, en það er mjög sérstakt að vera síðasti árgangurinn sem fermdist í gömlu kirkjunni á Ísó.

Núna dríf ég mig útá leikvöll með litlu börnin, á meðan sólin skín, áður en myrkrið kemur, og áður en ég verð of löt til þess að nenna að fara. Kossar og knús til ykkar allra, farið vel með hvort annað og sérstaklega ykkur sjálfHeart


Eitt ár....

Ég og Tim erum búin að vera trúlofuð í eitt ár núna, til hamingju til okkarHeart Mikið leið þetta fyrsta ár trúlofunarinnar hratt, mér líður eins og ég hafi blikkað tvisvar og púff, árið er liðið.

Við erum bara hér heima í rólegheitunum í dag, erum ekkert að djamma og fagna, en erum mjög ánægð með þetta bæði. Hér er komið vor að mestu leyti, þannig að hitinn er farinn að hækka, og á meðan snjóar bara heima á Íslandi. Ég er að installa fullt af leikjum á tölvuna fyrir krakkana, gaf þeim fullt af lærdómsríkum leikjum í jólagjöf, en var aldrei búin að setja þá á tölvuna. Þannig að hér er setið yfir mér þessa stundina á meðan ég blogga, og allir að bögga mig yfir leiknum sínum...

Mér líður loksins betur, ég get svarið fyrir það, ég hélt að það ætti ekki aftur af mér að ganga, en sem betur fer þá fór mér að líða betur á föstudaginn, og er um 80% orðin góðSmile Þá byrja ég á fullu að gera allt sem var í biðstöðu á meðan ég var veik, en verð að passa mig að gera ekki of mikið, því þá byrjar vítahringurinn aftur...

Ég var að fatta það að páskarnir eru eftir tvær vikur, og eru krakkarnir í skólafríi í heila viku, og byrja þann 21. Mars, og ég hélt að þau væru í vikufríi í Apríl, en nei nei, barasta eftir tvær vikur... Ég er vön að búa til páskakörfur handa öllum krökkunum, og Tim líka, þar sem ég útbý körfu með fötum, dóti og smá nammi, og þau fá að opna hana á Páskadag. Ég var einhvernveginn á því að ég hafði heilan mánuð í þetta, en verð núna að fara að versla og ákveða hvað ég ætla að gefa þeim. Svo fáum við vanalega fjölskyldu í heimsókn, og þá verð ég að elda eitthvað gott, síðan í Ameríkunni góðu er haldin egg hunt, þá felum við plastík egg sem eru fyllt með nammi eða smápening, og börnin leita svo af þeim. Það er vonandi að veðrið verði gott, því að það er svo gaman að halda svona egg hunt úti.

Við erum ennþá að leita að stærra húsnæði, en Tim er búinn að hitta mann sem er að aðstoða okkur í húsaleitinni. Tim vill frekar kaupa en að leigja, sem er auðvitað miklu betra fyrir okkur, en við þurfum að laga gamlar skuldir og svona, þannig að við sjáum hversu langan tíma það tekur allt saman. Ég er bara að fá minn litla sjúkrapening frá ríkinu, er ekki búin að fá meðlag frá pabba barna minna í sjö mánuði núna, þannig að mínar tekjur eru frekar hlægilegar. Ég hef sagt þetta oft og segi aftur, ég veit ekki hvar ég væri án Tim, því að ég myndi ekki hafa efni á að borga leigu, bíl, bensín, og mat, hvað þá síma og sjónvarpsreikning ef ég væri einstæð. Manni blöskrar stundum hvernig farið er með fólk hér í landi draumanna, sérstaklega þegar manneskja eins og ég sem hefur alltaf unnið og borgað skatta, er ekki ríkisborgari en er með græna kortið uppá tíu ár, hefur aldrei lent í neinum vandræðum eða í kast við lögin, og hún fær $1500 á mánuði þegar hún leggst í veikindi... Leigan hjá okkur er $1072, getið þið rétt svo ímyndað ykkur hvernig lífið mitt væri ef ég væri einstæð????

Þessvegna þakka ég Guði oft og mörgum sinnum á dag fyrir Tim, Guð vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann kynnti mig fyrir honum Tim fyrir næstum þremur árum síðan. Sem betur fer hef ég líka getað aðstoðað Tim í gegnum hans veikindi, hann fór í uppskurð á hnénu fimm mánuðum eftir að við kynntumst, og þá gat ég hugsað um hann og tvíburana, þannig að við höfum bæði getað verið hvort öðru til aðstoðar á mikilvægum tímum í lífum okkar. Það er fyndið að þegar maður er ungur og maður er að slá sér upp við karlmenn, ég var oft svo hrifin af einhverjum aumingjum, giftist meira að segja einum svoleiðis... Svo verður maður aðeins eldri, og miklu vitrari, og þá fer maður að horfa á karlmenn í öðruvísi ljósi.

Það hefur oft verið erfitt fyrir mig að þiggja aðstoð annarra, sérstaklega aðstoð karlmanns, en einhverja hluta vegna þá leyfi ég Tim að aðstoða mig, og hann leyfir mér líka að aðstoða sig. Það hefur mikið að segja þegar við erum að tala um tvær manneskjur sem eru báðar þvílíkt stoltar og þrjóskar í þokkabót. Það er kraftaverki líkast að við tvö höfum þegið aðstoð frá hvort öðru, eins og ég segi, Guð...  Þegar Tim bað mín fyrir ári síðan, þá var ég í skýjunum. Mér datt nú helst í hug að sú tilfinning myndi minnka, en satt skal segja að ég er ennþá í skýjunum. Ég er ennþá yfir mig ástfangin, yfir mig stolt af að geta kallað hann unnusta minn, og mig hlakkar verulega til að geta kallað hann eiginmann minn. Ég var alveg á því að við yrðum að vera trúlofuð í eitt ár, og svo gifta okkur í sumar, en eins og þið vitið þá höfum við ákveðið að bíða þangað til næsta sumar með brúðkaupið. Þar sem tilfinningar mínar í garð Tim verða bara sterkari með hverjum degi, viku, mánuði, þá get ég rétt ímyndað mér hvernig mér mun líða að ári liðnu.

Mín von er sú að ég verð enn í skýjunum, enn meira ástfangin, enn stoltari þegar ég horfi á Tim. Það eina sem ég virkilega vona að muni breytast er heilsan mín. Þá er ekki spurning að brúðkaup verði haldið það sumarið. Mín von er sú að enn fleiri muni vera í aðstöðu til þess að ferðast til Kaliforníu og vera viðstödd þegar ég fæ loksins að verða Bertha Le BlancInLove Endilega vonið með mér, kæru vinir og vandamenn...kossar og knús í biliKissing


Ferlegur Febrúar

Já, annað er ekki hægt að kalla hann, því miður... ég hef bara eitt að segja, veikindi....

Ég virkilega trúi því ekki að þið vitið hversu drulluþreytt ég er orðin á að vera veik, vitið þið hversu mikið????????   Árið 2008 er búið að koma með ein veikindin á eftir öðrum, og því miður er ég búin að ganga í gegnum þau öll, og núna er ég bara orðin þunglynd og reiðDevil

En, reiðin er ekki góð fyrir heilsuna, og að vera þunglynd er útaf mörgum hlutum. Aðalástæðan liggur í tjaldinu sem að við búum í og stofufangelsinu sem við húnkrum í. Hér er enn verið að gera við þessa blessuðu blokk, og enn eru stillassar fyrir framan alla glugga ásamt hvítu plasti, sem gerir það að völdum að við sjáum ekki sól, né rigningu, né tungl, né stjörnur, né tré, né neitt!!!!! Svalirnar okkar eru lokaðar og læstar að utan, þannnig að við getum ekki farið útá svalir til þess að horfa á stjörnurnar (sem við Tim gerum á hverju kvöldi, nema á þessu ári...), eða bara til þess að fá ferskt loft, eða til þess að fylgjast með krökkunum útá leikvelli, þannig að ég er að verða klikkuð á þessu ástandi.

Vegna veikinda minna, þá höfum við Tim ákveðið að bíða með brúðkaupið, við ætlum ekki að gifta okkur í sumar, heldur næsta vor eða næsta sumar í staðinn. Vonandi gerir það að völdum að fleiri geta komið í veisluna, og þá verðum við komin í stærra húsnæði og getum boðið fólki gistingu og svoleiðis. Það er allt í hinu besta hjá okkur, við erum ekki að rífast eða neitt svoleiðis, þessi ákvörðun var ekki tekin útaf svoleiðis ástæðu, þannig að endilega ekki hafa áhyggjur af því. Við viljum vera við góða heilsu, hafa efni á að eyða pening í veisluna, og vera komin í stærra húsnæði áður en við höldum brúðkaupsveislu. Það er mikilvægara fyrir okkur og börnin okkar að við gerum þetta rétt, þannig að þið sem gátuð ekki komist í sumar, byrjið að safna, NÚNA, því að næsta vor/sumar verður veisla haldin hér í Kaliforníu, og þið verðið að vera með...

Því miður hefur stirðst enn meira samband mitt við mömmu og pabba, og er ég mjög leið útaf því. Ég held að lexían í því máli sé sú, að við getum ekki breytt fólki. Fólk er eins og það er, við getum ekki óskað því öðruvísi, eða breytt þeim með okkar hegðun eða látum. Ég verð að finna leið til þess að halda sambandi mínu við foreldra mína gangandi, þó svo að mér finnist þau ekki skilja mig, þekkja mig, vilja þekkja mig og barnabörnin og manninn minn. Því miður mun ég aldrei vera sammála því að komið sé fram við mig á ákveðinn hátt vegna ástæðna sem ég hafði engin völd yfir, ég mun aldrei vera sammála því. Ég mun aldrei skilja hvernig foreldrar geta verið börnum sínum reið þegar þau eru að gera sitt besta, sama hversu gömul börnin eru. En, það er ég, ekki þau. Við sjáum til hvernig það fer allt saman, þetta er voðalega leiðinlegt ástand, því að mér finnst ekki gott að líða eins og ég sé ekki virt eða elskuð, ég er búin að ganga í gegnum nóg í lífinu til þess að finnast að ég verðskuldi meira en að það sé talað um mig bakvið mig við ættingi og vini, en það eru ekki allir sammála mér í því.

Börnunum mínum líður vel, Tim líður vel, alltaf að vinna á fullu, og ég er enn að berjast. Ég er með plan, sem ég vona muni virka, en við verðum að sjá til með það. Í millitíðinni þá megið þið öll sem lesið senda mér linka á þær greinar sem þið hafið lesið heima um MS, ég heyrði að það er búið að ver mikið um það uppá síðkastið, sérstaklega í sambandi við einhvern ný meðul. Sum meðul sem eru gefin sjúklingum í Evrópu taka mörg ár áður en þau komast inná bandaríska markaðinn, sá einhver Sicko með Michael Moore? Einmitt...

Ég verð vonandi betri á næstu dögum, og get þá bloggað um eitthvað skemmtilegra og mikilvægara en mína heilsu, eins og til dæmis, verður Barack Obama sá sem vinnur á morgun í Texas og Ohio????? Of ef svo, fer ekki Hilary Clinton að draga sig úr leiknum, hvað haldið þið???? Doddi minn, ég veit þú hefur svar handa mér.....  Kossar og knús til ykkar allra, ég hef saknað ykkarHeart


Hvert fór tíminn????

Ég get svarið það, það er bara kominn Febrúar, hvað varð af Janúar? Mér finnst ótrúlegt hversu hratt tíminn líður þessa dagana, þeir blandast allir saman eins og málningalitirnir sem ég nota með krökkunum mínum, grænn-rauður-blár-svartur-gulur-hvítur-fjólublár....

Það er sko búið að ganga á ýmsu hér hjá okkur. Við vorum með SuperBowl partý, þar sem æskuvinir hans Tim komu í heimsókn, og var það æðislegt að hitta gamla vini hans, sem hann er búinn að þekkja síðan hann var fimm til sex ára. Leikurinn var æsispennandi og auglýsingarnar hrikalega fyndnar, það kostar um milljón dollara að hafa 30 sekúndna auglýsingu fyrir Superbowl, þannig að auglýsingarnar eru með þeim bestu sem að maður sér allt árið... Maðurinn minn var svo spenntur að hafa vini sína hér og leikurinn var svo góður, að hann drakk aðeins of mikið, og steinsofnaði á sófanum um leið og gestirnir fóruLoL Var þetta í fyrsta skiptið sem að ég hef þurft að hjálpa honum úr skónum....

Svo á þriðjudaginn var voru hér tilnefninga kosningar, og eru Barack Obama og Hilary Clinton að slást eins og hundur og köttur um tilnefninguna. Ég hef oft talað um að ég vilji fá Barack Obama sem forseta, þannig að ég fylgist alveg hart með þessu, sat meira segja allt þriðjudagskvöldið og fylgdist með hver vann hvaða fylki, og Barack vann 14 fylki, en Hilary 8. Samt sem áður er hún með fleiri delegates, sem að virkilega ráða því hver vinnur tilnefninguna. Ég er ekki búin að gefast upp, því að ég trúi því að Barack Obama eigi eftir að geta unnið mörg mörg fylki í viðbót, og þá stendur hann uppi sem sigurvegari, þá verð ég sko happyW00t

Mér finnst æðislegt að börnin mín fái að sjá að bæði svartur maður og kona geti barist um að fá forseta tilnefninguna, því að lang flestum svertingjum og mörgum konum datt ekki í hug að þetta myndi gerast í þeirra lífstíma. Tim er mjög leiður að mamma hans og pabbi séu ekki ennþá á lífi til þess að sjá þetta gerast, en ég held áfram að segja honum að þau sjái þetta, og að þau séu mjög hamingjusöm. Ég verð svo leið fyrir hans hönd því að hann er svo ungur, og á enga foreldra, engar ömmur og afa, varla neina frænda, þeir eru tveir eftir, og svo eru það bara hans systkyni og hann.  Það er ánægjuefni samt að börnin okkar fái að sjá að Ameríka hefur, sem betur fer, þroskast...

Ég tala oft um mína barnæsku, og að forseti Íslands þegar ég var að alast upp var kvenmaður, og einstæð móðir í þokkabót. Ekki gerði ég mér grein fyrir því sem krakki, að hafa kvenmann sem forseta var ekki vaninn. Þið sjáið það að núna er ég 34. ára gömul (Guð minn góður, ég verð hálfsjötug í ÁgústShocking), og árið er 2008, og þetta er í fyrsta skiptið sem að svartur maður eða kona hafi möguleika á að verða tilnefnd til forseta, og hafi þann möguleika að verða forseti Bandaríkjanna. Það verður yndislegt þegar við fáum nýjan forseta, ég vona að það verði Barack Obama, en ef ekki, svo lengi sem að nýi forsetinn verði demókrati, þá verð ég ánægð og vongóð um betri Ameríku.

Fyrir utan allt þetta þá eru þvílíkar viðgerðir í gangi í blokkinni minni, og er ég að verða léttklikkuð yfir þeim. Hér er verið að berja, bora, hamra, og smíða daginn út og daginn inn. Í síðustu viku voru nýir gluggar settir inní íbúðina mína, en í dag eru þeir búnir að brjóta niður hluta af eldhúsveggnum mínum, til þess að laga eitthvað rör, svo ætla þeir að filla inní vegginn aftur, og þá kannski get ég losnað við aragrúann af iðnaðarmönnum sem labba inn og út úr íbúðinni minni... Þetta er frekar erfitt því að ég sef ekki alltof vel á nóttinni, og reyni að fá mér lúr á daginn, en hef átt erfitt með það, þannig að ég er frekar þreytt þessa dagana, þannig um helgar sef ég til hádegis eða tvö á daginn, og þá er helgin hálfbúin og ég ekki búin að eyða neinum tíma með börnunum mínum, og þá verð ég reið útí sjálfa mig, og svona heldur þessi blessaði vítahringur áfram. Maður er aldrei ánægður með það sem maður gerir, því að manni finnst alltaf að maður gæti gert meira (eruð þið ekki sammála, foreldrar??).

Öllum líður annars ágætlega, krökkunum gengur vel í skólanum, þau fá vikufrí núna þann 18. Febrúar, þá get ég eytt miklum tíma með þeimGrin Tim er að búast við að fá stöðuhækkun í vinnunni í næstu viku, og við erum að leita að stærra húsnæði, loksins eftir að búin að búa hér, í pínulítillri íbúð, í meira en tvö ár. Við getum ekki beðið eftir að komast inní stærra húsnæði, og þá get ég kannski fundið mér auðveldari vinnu fyrir mig og hendurnar mínar... Ég er ekki lengur að vinna á veitingastaðnum, það var orðið alltof erfitt, þannig að ég hætti í Janúar. Verð að hugsa um heilsuna fyrst, ekki satt???

Svo er bara að plana brúðkaupið, sem verður þann 8. Ágúst 2008, þannig að allir að spara núna, svo að þið komist.... Ég vona að sem flestir komist, ef ekki, þá verðið þið með mér í huga, ég veit það alveg. Ekki gleyma dagsetningunni, svo fer ég að senda boðskort eftir eina til tvær vikur, er að vinna í þessu öllu þessa dagana. Jæja, þá fer ég að reyna að leggja mig í öllum hávaðanum, bið að heilsa ykkur öllum í bili, og munið að fara vel með ykkur og alla í kringum ykkur!!!! Kossar og knús


Nýja árið...

Þá eru tvær vikur liðnar af nýja árinu, og loksins, loksins, er mér farið að líða betur. Ef ég fæ að ráða, þá vil ég ALDREI ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum síðustu tíu dagaCrying Mér finnst fyndið hversu vanur maður verður því sem að maður þarf að eiga við dagsdaglega, eins og með mig, MS verkirnir og bara MS yfirhöfuð, ég er orðin vön að eiga við það, ekki alltaf 100% sátt, en vön. Að þurfa ofan á það að eiga við auka heilsuvandamál, auka andlega vanlíðan, og pirringinn sem kemur með því, það var bara HRÆÐILEGT!!!

Þið sem þekkið mig, vitið að ég reyni ekki að kvarta mikið, eða vera neikvæð, því að það hjálpar ekki til, en eins og ég segi, ef ég fæ að ráða, þá vil ég ekki upplifa aftur það sem ég gekk í gegnum síðustu tíu daga. Og þarmeð er ég búin og hætt að tala um, og hugsa um þettaUndecided 

Hvað segið þið nú gott, kæru vinir og vandamenn????? Ég vona, og mér heyrist á ykkur öllum, að hátíðirnar voru yndislegar, afslappandi, og eytt í faðmi fjölskyldna, sama hér!!! Jólin eru uppáhalds tími ársins fyrir mig, og mér finnst alltaf svo sorglegt þegar þau eru búin, allt verður svo autt og tómt inni hjá manni þegar maður tekur ljósin og skreytingarnar niður... En, þá er bara að huga að öðrum hátíðum, eins og brúðkaupinu mínu.......

Já, takk fyrir, núna er árið 2008 komið, og ég er að fara að gifta mig. Ég vildi bara láta alla vita, við erum búin að breyta dagsetningunni, við ætlum að gifta okkur þann 8. Ágúst 2008 (8.8.8.) Okkur finnst að þessi dagsetning eigi betur við okkur, og hún gefur okkur sex vikur í viðbót til þess að undirbúa og safnaW00t Ég vona að þið sem hafið ráð á að koma, eigið ennþá eftir að geta komist þó svo að dagsetningin hafi breyst. Þetta er semsagt föstudagur, og ég er að vinna í boðskortunum núna, endilega sendið mér heimilisföngin ykkar, þó svo að ég held að ég sé með þau flest, en mig langar til þess að senda sem flestum boðskort, þó svo að ég viti að allir eigi ekki eftir að komast, þá vil ég samt að þið vitið að ykkur sé boðið....

Spenningurinn er ekki farinn að sjá sig enn sem komið er, en ég veit að þetta verður yndislegur dagur. Ég er með mynd í huganum, hvernig ég vil hafa alltsaman, þannig að núna þarf ég bara að mála myndina inní veruleikann, ef þið skiljið... Börnin eru rosalega spennt, þannig að ég býst við að ég fari að kaupa kjólana á stelpurnar fljótlega. Þar sem að við erum að reyna að safna pening til að komast inní stærra húsnæði, þá vil ég ekki eyða alltof miklum pening í einn dag. Mig langar til þess að hafa brúðkaupsdaginn einfaldann, en glæsilegann, hátíðlegann, en skemmtilegann, minnistæðann og fjörugann. Ég býst ekki við að það verði nema um 60-70 manns sem mæta, og það er fullkomið, smámennt, en góðmennt.

Bara að tala um þetta við ykkur gerir mig smá spennta, þannig að ég verð að fara að plana þetta allt samanWink Annars er allt gott að frétta af okkur öllum. Maðurinn minn er að vísu veikur í dag, með flensu, þannig að ég er heima að hugsa um hann (er í hjúkku fötunum mínumHalo). Krakkarnir hafa það gott, skólinn byrjaður, og þau eiga ennþá erfitt með að fara á fætur á morgnana, tekur allt sinn tímann. Tvíburarnir eru í söngleikatíma í skólanum, og erum við að fara að sjá Little Shop of Horror á mánudaginn, það verður skemmtilegt. Svo fer ég að skrá allt liðið í áhugamálin, ætli tvíburarnir fari ekki aftur í hip hop dans, Mikaela sennilega í ballet eða leikfimi, og Kalli minn er að æfa amerískan fótbolta og hafnarbolta með Tim þessa dagana, en hann fer kannski í fótbolta (soccer) núna, þangað til að hann er tilbúinn að spila með liðum. Tim er rosalega duglegur að kenna honum íþróttir, hann spilaði sjálfur körfubolta og amerískan fótbolta, þannig að hann veit mikið um allar íþróttir, hann er alvöru íþróttaálfurLoL 

Kalla og Mikaelu gengur vel í skólanum, en tvíburarnir eru latir þessa dagana, og þarf ég að sitja yfir þeim með heimalærdóminn og minna þær á hversu mikilvægur skólinn er. Ég er að vona að ég fari að ná til þeirra, því að þær eru ekki alveg að skilja hversu mikilvægt það er að hafa góðar einkunnir, né hversu mikilvægt það er að hafa góðar einkunnir svo að þær geti komist inní háskóla síðar meir. Þær virkilega reyna, oftast nær, en uppá síðkastið þá er letin búin að vera í fyrirrúmi, og ég er ekki ánægð með það, þannig að ég er algjör gribba þessa dagana, og er stolt gribba!!!

Svo er ég búin að vera í sambandi við Örn pabba, hann er búinn að skrifa mér bréf, og senda mér myndir, og ég er búin að heyra frá Glenn Tore, sem er norskur bróðir minn, 18. ára gamall á þessu ári. Svo á ég líka systur í Noregi, Hanne Lise, hún verður tvítug núna í Febrúar, ég er ekki ennþá búin að heyra frá henni, en af myndum að sjá, þá erum við rosalega líkar. Ekkert smá fyndið að sjá allt í einu myndir af systkynum sínum, sem að maður vissi ekki að maður átti. Ég á tvo bræður á Íslandi, þannig að ég á sex systkyni núna, að vísu sjö, en Örn pabbi er ekki í sambandi við systur mína á Íslandi, sem er fædd sama ár og ég. Þannig að ég á stóra fjölskyldu núna, því að ég á fjölskyldu mína fyrir vestan frá Simba pabba, fjölskyldu mína fyrir austan frá mömmu, og svo núna á ég fjölskyldu útum allt Ísland, Noreg, og Svíþjóð frá Erni pabba.

Það eru margir búnir að spyrja mig hvort að ég sé ekki reið útí Örn pabba, eða sár, og sannleikurinn er NEI. Það sem gerðist á milli hans og mömmu minnar var fyrir 34-35 árum síðan, og ég ólst upp með pabba, sem gerði allt fyrir mig sem að pabbar gera. Ég ólst upp með mömmu og pabba sem að sáu fyrir mér, kenndu mér, hugsuðu um mig, þannig að ég tel mig heppna. Auðvitað var ég oft sár þegar ég var að alast upp, því að mér fannst leiðinlegt að vita til þess að blóðfaðir minn vildi mig ekki, það er ákveðin höfnun sem fylgir manni í lífinu þegar maður þekkir ekki blóðfaðir sinn. Ég skildi ekki af hverju hann vildi mig ekki, en núna sem fullorðin manneskja og móðir, þá skil ég betur hvað getur gerst á milli fólks, þó svo að það eignist barn saman. Örn pabbi er ekki búinn að reyna að ljúga að mér, eða vernda mig frá sannleikanum, hann er búinn að vera mjög hreinskilinn við mig, og ég kann vel að meta það. Þegar ég var að alast upp, þá var hausinn minn fullur af allskonar spurningum í sambandi við Örn pabba, Bjössa bróðir, Kalla bróðir sem dó, en ég fékk aldrei nein svör, því að mamma og pabbi vildu aldrei tala um hlutina. Auðvitað héldu þau að þau voru að vernda mig, og gera rétt, en ég varð bara reiðari og sárari, því að ég fékk aldrei nein svör við öllum mínum spurningum. Núna, 34. ára gömul, núna er ég loksins farin að fá svör, og þó svo að ég skilji ekki ákvarðanir fullorðna fólksins í lífi mínu þegar ég var barn, þá er ég ekki reið.

Ég trúi því og veit líka sjálf, að við gerum okkar besta sem foreldrar. Okkar besta er ekki alltaf rétt, stundum særum við börnin okkar, stundum brjótum við hjörtu þeirra, en mér finnst mikilvægt að skilja það að foreldrar gera alltaf sitt besta, þó svo að stundum er þeirra besta ekki nógCrying Það er sannleikurinn, sumir eiga erfitt með að kyngja sannleikanum, en ég reyni að lifa með sannleikanum, með því að vera sönn í mínum hugsunum, gjörðum, og orðunum sem ég tala. Börn skynja og vita miklu meira en foreldrar halda, ég veit að þegar ég var lítil þá vissi ég að Simbi var ekki blóðfaðir minn, ég vissi að Bjössi bróðir var hjá mér einn daginn og þann næsta ekki, ég vissi að Kalli bróðir var veikur og að einn daginn hvarf hann, kom aldrei aftur heim. Ég hafði svo margar spurningar þegar ég var að vaxa úr grasi, en því miður fékk ég ekki svör frá mömmu og pabba. Núna, loksins, er ég að kynnast Erni pabba, og þó svo að hann mun aldrei taka stöðuna sem Simbi pabbi hefur, þá er ég þakklát að ég fái að kynnast honum, og fái að kynnast þeim hluta af fjölskyldu minni sem að ég tapaði tíma með síðustu 34. árin. Það er gjöf frá Guði, ég virkilega trúi því, ég er svo heppin að ég tilheyri þremur fjölskyldum, geri aðrir beturSmile

Hafið það gott í bili, kæru vinir og vandamenn, ég verð duglegari að blogga á þessu ári, ég lofaGrin


Ekki týnd og tröllum gefin...

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur!!! Ég biðst velvirðingar á löngu hléi mínu frá blogginu, en því miður er þessi fyrsta vika ársins búin að fara illa í mig, heilsulega séð. Ég er búin að vera rosalega veik, bæði í sambandi við MSið, ásamt öðrum erfiðleikum, þannig að þetta er búið að vera erfið byrjun fyrir mig, og þar sem ég vil helst ekki sitja hér og blaðra um það neikvæða, þá hef ég bara ekki skrifað eitt aukatekið orð!!!!

Ég er enn frekar slöpp, þannig að ég vildi bara láta aðeins vita af mér, ég veit að þið hafið áhyggjur þegar þið sjáið engar færslur hérna í nokkrar vikur, þannig að kæru vinir og vandamenn, ég er á lífi, mér er byrjað að líða betur, ég verð 100% ókei, því að Guð mun sjá um mig og mína fjölskyldu, ég og hann erum með samning, og hann fer ekkert að rjúfa hann. Núna er ég bara að safna styrk, hvíla mig, ná mér uppá strik andlega og líkamlega, þegar þetta er allt yfirstaðið, þá mun ég deila þessu með ykkur, reyni að búa til skemmtilega sögu útúr þessu öllusaman.

Þangað til, farið vel með ykkur, verið góð hvort við annað, og munið það að morgundagurinn er okkur ekki lofaður, notið daginn í dag á fyllsta hátt, njótið fegurðarinnar í kringum ykkur, og elskið fólkið í kringum ykkur eins heitt og þið mögulega getið... Heyrumst mjög fljótlegaKissing


Gleðileg Jól, kæru vinir

Gleðileg Jól, kæru vinir og vandamenn frá mér og minni stóru fjölskyldu til ykkar allra, hvar sem þið eruð, á Íslandi, Boston, Noregi, Svíþjóð, Flórída, eða bara hvar sem er í heiminumKissing 

Hér var ég að hlusta á rás 2, að hlusta á kirkjuklukkurnar heima á Íslandi, að hringja inn jólin, og ég er núna að hlusta á kórinn sem er að syngja jólalögin, og er að komast í þetta þvílíka jólastuð. Hér eru krakkarnir á fullu að taka til í herberginu, ég var vakandi til miðnættis að baka enn fleiri smákökur, og á bara eftir að fara útí búð og kaupa ananas, og litlar kartöflur fyrir brúnuðu kartöflurnar mínar í kvöld. Hér verður hamborgarahryggur á borði, svo gerum við alltaf möndlugjöf í súkkulaðibúðingi, og þá fær heppna manneskjan fyrstu gjöfina, sem er oftast nær DVD mynd, og nammipoki. Þannig að það verður spennandi í kvöld að sjá hver fær möndluna þetta árið.

Krakkarnir eru að springa úr spenningi, eru farin að telja niður klukkutímana þangað til að morgundagurinn kemur, því að hér opnum við pakkana á Jóladag, fyrir utan gjafirnar frá Íslandi, sem að vísu eru ekki komnir ennþá, það voru allir á síðasta snúningi, alveg eins og ég, þetta árið. Það skiptir sko ekki miklu máli, því að þessi blessuðu börn eiga eftir að hafa fullt af pökkum til þess að opna í fyrramálið, þau eru svo spillt að það hálfa væri nóg. Ég fer alltaf yfirum, kann ekki að stoppa, kaupi alltaf aðeins meira og meira, en er bara með einn stórann (eða dýrann) pakka handa þeim, og svo fullt af litlum ódýrum pökkum, þannig að þetta verður gaman í fyrramálið að fylgjast með þeim...

Ég vona að þið eigið öll yndisleg jól, njótið matarins og fjölskyldunnar ykkar, og fagnið komu Krists. Við óskum ykkur öllum friðar, hamingju, og ástar á þessum fallega tíma ársins. Megi nýja árið gefa ykkur allt sem að ykkur vantar, sumt af því sem ykkur langar í, og smá af því sem að þið þurfið ekki á að halda en eigið rosalega mikið skilið að fáWink

Jóla og ástarkveðjur, kæru vinir og vandamenn. Hugsa til ykkar með hlýju, sendi ykkur kossa og knús yfir hafið.


Tuttugu ár á leiðinni...

Síðan ég var lítil stúlka þá fannst mér alltaf eitthvað vanta, ég er búin að leita og leita, búin að hafa margar spurningar, en bjóst hálfpartinn aldrei við að fá nein svör. Ég man þegar ég var fjögurra ára og Simbi stjúppabbi minn var að lesa fyrir mig, og svo segi ég góða nótt, Simbi, og hann segir, segðu frekar góða nótt, pabbi. Eftir það kvöldið, þá kallaði ég hann alltaf pabba. Hann endaði með að ættleiða mig, og var auðvitað pabbi minn, búinn að hugsa um mig og ala mig upp öll þessi ár.

Samt vantaði mig alltaf svör. Ég vissi aldrei hver pabbi minn var, af hverju hann var ekki til staðar, af hverju hann vildi mig ekki, hver hann var, hver var hinn helmingurinn af fjölskyldunni minni????? Milljón spurningar, engin svör. Því miður vildi mamma aldrei tala neitt um hann, sagði mér ekki neitt um hann, og það gerði mig bara enn forvitnari. Svo verð ég þrettán ára gömul, og fæ fæðingarvottorðið mitt frá Höfn, og þar stendur að ég sé Arnarsdóttir, og faðir minn er semsagt Örn Óskarsson. Auðvitað var þetta mikið sjokk fyrir mig, því að ég var orðin vön því að Simbi væri pabbi minn, en hér stóð svart á hvítu að hann ættleiddi mig, og var því ekki blóðfaðir minn. Enn fleiri spurningar í hausnum, engin svör.

Spólum fram í tímann, tuttugu ár fram í tímann, til dagsins í dag, og haldiði ekki að ég var að tala við Örn Óskarsson, blóðfaðir minn, sem ég er búin að vera að hugsa til, leita af, og dreyma um allt mitt lífW00t Ég var að tala við hann, í hálftíma, takk fyrir. Og hvernig var það svo???????

Allt öðruvísi en ég hefði nokkurntímann ímyndað mér, miklu betra og auðveldara en ég hélt. Hann Örn er semsagt búinn að búa í Noregi síðustu þrjátíu árin, og er mjög ánægður þar. Ég á fjögur systkyni, tvo bræður á Íslandi, og einn bróðir og eina systur í Noregi. Hann Örn pabbi minn, er ekkert smá yndislegur. Við töluðum og töluðum, hann er útlærður þjónn, soldið fyndið að ég fór í hótel og veitingarekstur. Svo er hann búinn að læra sjúkraþjálfun, og er bara svaka hress. Hann er á leiðinni til Spánar næsta haust, vegna smá veikinda, þá verður hann að fara í heitara umhverfi. Hann er rosalega jákvæður, með gott skap, og skemmtilegur. Símtalið fór betur en mig hefði nokkurntímann dreymt.

Þó svo að öllum mínum spurningum hafi ekki ennþá verið svarað (ómögulegt á einum hálftíma), þá líður mér rosalega vel yfir góðri byrjun, þetta fyrsta samtal var frábær byrjun. Hann var mjög ánægður að heyra frá mér, og sagði mér að hann er búinn að hugsa mikið til mín í gegnum árin, og telur mig alltaf með þegar hann er spurður hversu mörg börn hann á. Hann sagði mér að systir hans hafi sagt honum á afmælisdeginum hans (15. Des), að ég væri að leita af honum, og að það hefði verið besta afmælisgjöf sem hann hefði getað fengið. Hann var svo léttlyndur, auðvelt að tala við hann, við hlógum saman, og sáum að við eigum margt sameiginlegt. Hann sagði að það var gott að sjá að ég fékk eitthvað jákvætt frá honum, greinilegt að ég hafi fengið skapið frá honumGrin

Mig langaði að deila þessum kafla í lífi mínu með ykkur, kæru vinir, af því að þetta er búið að vera tuttugu ár á leiðinni, og ég var búin að bíða, vona, dreyma um að finna hann pabba minn. Ég tel mig heppna núna, að eiga tvo pabba, einn sem ættleiddi mig og gekk mér í föðursstað, og annan sem að hugsaði til mín í gegnum árin, og gaf mér líf, þó svo að hann ól mig ekki upp, þá gaf hann mér líf, og greinilegt að ég hef margt frá honum, því að það er bara í genunum mínum. Mér finnst rosalega gott að loksins sjá að ég er lík pabba mínum, því að mig hefur oft liðið eins og að ég sé ekkert lík mömmu né Simba pabba í skapi, hugsunarhætti, og persónuleika yfir höfuð. Ég sé núna af hverju það er, ég er líkari hinum pabba mínum.

Elsku besta Heiða mín, án þín þá hefði þessi kafli lífs míns aldrei gerst, og ég þakka þér svo innilega fyrir að þó svo að ég segði takk trilljón sinnum, þá væri það ekki nóg. Mér líður loksins, í fyrsta skipti í lífinu, eins og að ég skilji aðeins betur hvaðan ég kem, og hver ég er. Ég er ekki hálf lengur, ég er á leiðinni að verða heilHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband