Eitt ár....

Ég og Tim erum búin að vera trúlofuð í eitt ár núna, til hamingju til okkarHeart Mikið leið þetta fyrsta ár trúlofunarinnar hratt, mér líður eins og ég hafi blikkað tvisvar og púff, árið er liðið.

Við erum bara hér heima í rólegheitunum í dag, erum ekkert að djamma og fagna, en erum mjög ánægð með þetta bæði. Hér er komið vor að mestu leyti, þannig að hitinn er farinn að hækka, og á meðan snjóar bara heima á Íslandi. Ég er að installa fullt af leikjum á tölvuna fyrir krakkana, gaf þeim fullt af lærdómsríkum leikjum í jólagjöf, en var aldrei búin að setja þá á tölvuna. Þannig að hér er setið yfir mér þessa stundina á meðan ég blogga, og allir að bögga mig yfir leiknum sínum...

Mér líður loksins betur, ég get svarið fyrir það, ég hélt að það ætti ekki aftur af mér að ganga, en sem betur fer þá fór mér að líða betur á föstudaginn, og er um 80% orðin góðSmile Þá byrja ég á fullu að gera allt sem var í biðstöðu á meðan ég var veik, en verð að passa mig að gera ekki of mikið, því þá byrjar vítahringurinn aftur...

Ég var að fatta það að páskarnir eru eftir tvær vikur, og eru krakkarnir í skólafríi í heila viku, og byrja þann 21. Mars, og ég hélt að þau væru í vikufríi í Apríl, en nei nei, barasta eftir tvær vikur... Ég er vön að búa til páskakörfur handa öllum krökkunum, og Tim líka, þar sem ég útbý körfu með fötum, dóti og smá nammi, og þau fá að opna hana á Páskadag. Ég var einhvernveginn á því að ég hafði heilan mánuð í þetta, en verð núna að fara að versla og ákveða hvað ég ætla að gefa þeim. Svo fáum við vanalega fjölskyldu í heimsókn, og þá verð ég að elda eitthvað gott, síðan í Ameríkunni góðu er haldin egg hunt, þá felum við plastík egg sem eru fyllt með nammi eða smápening, og börnin leita svo af þeim. Það er vonandi að veðrið verði gott, því að það er svo gaman að halda svona egg hunt úti.

Við erum ennþá að leita að stærra húsnæði, en Tim er búinn að hitta mann sem er að aðstoða okkur í húsaleitinni. Tim vill frekar kaupa en að leigja, sem er auðvitað miklu betra fyrir okkur, en við þurfum að laga gamlar skuldir og svona, þannig að við sjáum hversu langan tíma það tekur allt saman. Ég er bara að fá minn litla sjúkrapening frá ríkinu, er ekki búin að fá meðlag frá pabba barna minna í sjö mánuði núna, þannig að mínar tekjur eru frekar hlægilegar. Ég hef sagt þetta oft og segi aftur, ég veit ekki hvar ég væri án Tim, því að ég myndi ekki hafa efni á að borga leigu, bíl, bensín, og mat, hvað þá síma og sjónvarpsreikning ef ég væri einstæð. Manni blöskrar stundum hvernig farið er með fólk hér í landi draumanna, sérstaklega þegar manneskja eins og ég sem hefur alltaf unnið og borgað skatta, er ekki ríkisborgari en er með græna kortið uppá tíu ár, hefur aldrei lent í neinum vandræðum eða í kast við lögin, og hún fær $1500 á mánuði þegar hún leggst í veikindi... Leigan hjá okkur er $1072, getið þið rétt svo ímyndað ykkur hvernig lífið mitt væri ef ég væri einstæð????

Þessvegna þakka ég Guði oft og mörgum sinnum á dag fyrir Tim, Guð vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann kynnti mig fyrir honum Tim fyrir næstum þremur árum síðan. Sem betur fer hef ég líka getað aðstoðað Tim í gegnum hans veikindi, hann fór í uppskurð á hnénu fimm mánuðum eftir að við kynntumst, og þá gat ég hugsað um hann og tvíburana, þannig að við höfum bæði getað verið hvort öðru til aðstoðar á mikilvægum tímum í lífum okkar. Það er fyndið að þegar maður er ungur og maður er að slá sér upp við karlmenn, ég var oft svo hrifin af einhverjum aumingjum, giftist meira að segja einum svoleiðis... Svo verður maður aðeins eldri, og miklu vitrari, og þá fer maður að horfa á karlmenn í öðruvísi ljósi.

Það hefur oft verið erfitt fyrir mig að þiggja aðstoð annarra, sérstaklega aðstoð karlmanns, en einhverja hluta vegna þá leyfi ég Tim að aðstoða mig, og hann leyfir mér líka að aðstoða sig. Það hefur mikið að segja þegar við erum að tala um tvær manneskjur sem eru báðar þvílíkt stoltar og þrjóskar í þokkabót. Það er kraftaverki líkast að við tvö höfum þegið aðstoð frá hvort öðru, eins og ég segi, Guð...  Þegar Tim bað mín fyrir ári síðan, þá var ég í skýjunum. Mér datt nú helst í hug að sú tilfinning myndi minnka, en satt skal segja að ég er ennþá í skýjunum. Ég er ennþá yfir mig ástfangin, yfir mig stolt af að geta kallað hann unnusta minn, og mig hlakkar verulega til að geta kallað hann eiginmann minn. Ég var alveg á því að við yrðum að vera trúlofuð í eitt ár, og svo gifta okkur í sumar, en eins og þið vitið þá höfum við ákveðið að bíða þangað til næsta sumar með brúðkaupið. Þar sem tilfinningar mínar í garð Tim verða bara sterkari með hverjum degi, viku, mánuði, þá get ég rétt ímyndað mér hvernig mér mun líða að ári liðnu.

Mín von er sú að ég verð enn í skýjunum, enn meira ástfangin, enn stoltari þegar ég horfi á Tim. Það eina sem ég virkilega vona að muni breytast er heilsan mín. Þá er ekki spurning að brúðkaup verði haldið það sumarið. Mín von er sú að enn fleiri muni vera í aðstöðu til þess að ferðast til Kaliforníu og vera viðstödd þegar ég fæ loksins að verða Bertha Le BlancInLove Endilega vonið með mér, kæru vinir og vandamenn...kossar og knús í biliKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bertha Le Blanc er flott nafn Bertha mín og innilega til hamingju með hann Tim þinn, það er svo sjaldan sem fólk hittir svona maka sem manni líður svona vel með, það er ekkert sjálfgefið í henni veröld.  En ykkar hljóðláta hamingja er yndisleg og gott að heyra af henni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 12:21

2 identicon

Til hamingju með ársafmælið elsku Bertha mín. Þessi tilfinning og ást sem þið búið yfir gagnvart hvort öðru á eftir að fleyta ykkur óendanlega langt. Ég vona alltaf með þér og trúi líka

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:54

3 identicon

Til hamingju með daginn í gær !!! :cD Vonandi mun allt ganga vel á næsta ári og þið getið gifst.......Bertha Le Blanc hljómar MJÖÖÖÖG vel ;c) hehe....

Knús til þín....alltaf gaman að lesa hjá þér :c)

Melanie Rose (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með trúlofunarafmælið!

Ég er sammála því að Bertha Le Blanc hljómar mjög flott...eins og prinsessa í ævintýri...

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband