Langt síðan

VÁ, komin meira en þrjú ár síðan ég bloggaði síðast, allt Facebook að kenna, haha...

Kæru bloggvinir og vinir og vandamenn sem munu lesa þetta, hæ aftur Grin

Hvar á ég nú einu sinni að byrja, síðast þegar ég skrifaði þá var ég ólétt af litla stráknum mínum, sem er núna orðinn þriggja og hálfs árs, algjört yndi, Prince Timothy Robert.. Hin börnin mín eru öll orðin risastór, eldri og stærri, og er ég minnst á heimilinu fyrir utan litla strákinn, haha.

Öllum gengur bara mjög vel, núna eru tvíburarnir mínir að klára high school, og er alveg klikkað hjá þeim að gera, verður prom í Maí og útskrift í Júní... Kalli er í áttunda bekk og Mikaela er í sjöunda, þannig að á næsta ári fer Kalli í high school, trúi ekki að frumburðurinn fari í high school á næsta ári, vá hvað tíminn líður...

Annars gengur allt sinn samagang, við fluttum fyrir einu og hálfu ári síðan til Alameda, sem er mannbyggð eyja með útsýni yfir San Francisco flóann, og San Francisco. Þetta er sannkallaður strandarbær, og tekur bara 20 mínútur að keyra til San Fran. Hér búa um 80,000 manns, en samt er þetta lítill bær á amerískan hátt... Við erum í tvíbýli, á tveimur hæðum með smá bakgarð, algjör draumur í dós...

Jæja, ég er semsagt komin aftur, og læt ekki þrjú og hálft ár líða þangað til að ég blogga næst...

Knús frá Kaliforníu..


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra frá þér elsku Bertha mín.  Og gott að ykkur líður vel.  Tíminn líður svo fljótt með þessar elskur, einn daginn eru þau ósjálfbjarga og alveg upp á mömmu og pabba kominn, og svo eftir bara smátíma eru þau að fara á sitt fyrsta skólaball.  Þess vegna er svo mikilvægt að gefa þeim þann tíma sem maður getur, því tíminn flýgur.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2012 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband