Ferlegur Febrúar

Já, annað er ekki hægt að kalla hann, því miður... ég hef bara eitt að segja, veikindi....

Ég virkilega trúi því ekki að þið vitið hversu drulluþreytt ég er orðin á að vera veik, vitið þið hversu mikið????????   Árið 2008 er búið að koma með ein veikindin á eftir öðrum, og því miður er ég búin að ganga í gegnum þau öll, og núna er ég bara orðin þunglynd og reiðDevil

En, reiðin er ekki góð fyrir heilsuna, og að vera þunglynd er útaf mörgum hlutum. Aðalástæðan liggur í tjaldinu sem að við búum í og stofufangelsinu sem við húnkrum í. Hér er enn verið að gera við þessa blessuðu blokk, og enn eru stillassar fyrir framan alla glugga ásamt hvítu plasti, sem gerir það að völdum að við sjáum ekki sól, né rigningu, né tungl, né stjörnur, né tré, né neitt!!!!! Svalirnar okkar eru lokaðar og læstar að utan, þannnig að við getum ekki farið útá svalir til þess að horfa á stjörnurnar (sem við Tim gerum á hverju kvöldi, nema á þessu ári...), eða bara til þess að fá ferskt loft, eða til þess að fylgjast með krökkunum útá leikvelli, þannig að ég er að verða klikkuð á þessu ástandi.

Vegna veikinda minna, þá höfum við Tim ákveðið að bíða með brúðkaupið, við ætlum ekki að gifta okkur í sumar, heldur næsta vor eða næsta sumar í staðinn. Vonandi gerir það að völdum að fleiri geta komið í veisluna, og þá verðum við komin í stærra húsnæði og getum boðið fólki gistingu og svoleiðis. Það er allt í hinu besta hjá okkur, við erum ekki að rífast eða neitt svoleiðis, þessi ákvörðun var ekki tekin útaf svoleiðis ástæðu, þannig að endilega ekki hafa áhyggjur af því. Við viljum vera við góða heilsu, hafa efni á að eyða pening í veisluna, og vera komin í stærra húsnæði áður en við höldum brúðkaupsveislu. Það er mikilvægara fyrir okkur og börnin okkar að við gerum þetta rétt, þannig að þið sem gátuð ekki komist í sumar, byrjið að safna, NÚNA, því að næsta vor/sumar verður veisla haldin hér í Kaliforníu, og þið verðið að vera með...

Því miður hefur stirðst enn meira samband mitt við mömmu og pabba, og er ég mjög leið útaf því. Ég held að lexían í því máli sé sú, að við getum ekki breytt fólki. Fólk er eins og það er, við getum ekki óskað því öðruvísi, eða breytt þeim með okkar hegðun eða látum. Ég verð að finna leið til þess að halda sambandi mínu við foreldra mína gangandi, þó svo að mér finnist þau ekki skilja mig, þekkja mig, vilja þekkja mig og barnabörnin og manninn minn. Því miður mun ég aldrei vera sammála því að komið sé fram við mig á ákveðinn hátt vegna ástæðna sem ég hafði engin völd yfir, ég mun aldrei vera sammála því. Ég mun aldrei skilja hvernig foreldrar geta verið börnum sínum reið þegar þau eru að gera sitt besta, sama hversu gömul börnin eru. En, það er ég, ekki þau. Við sjáum til hvernig það fer allt saman, þetta er voðalega leiðinlegt ástand, því að mér finnst ekki gott að líða eins og ég sé ekki virt eða elskuð, ég er búin að ganga í gegnum nóg í lífinu til þess að finnast að ég verðskuldi meira en að það sé talað um mig bakvið mig við ættingi og vini, en það eru ekki allir sammála mér í því.

Börnunum mínum líður vel, Tim líður vel, alltaf að vinna á fullu, og ég er enn að berjast. Ég er með plan, sem ég vona muni virka, en við verðum að sjá til með það. Í millitíðinni þá megið þið öll sem lesið senda mér linka á þær greinar sem þið hafið lesið heima um MS, ég heyrði að það er búið að ver mikið um það uppá síðkastið, sérstaklega í sambandi við einhvern ný meðul. Sum meðul sem eru gefin sjúklingum í Evrópu taka mörg ár áður en þau komast inná bandaríska markaðinn, sá einhver Sicko með Michael Moore? Einmitt...

Ég verð vonandi betri á næstu dögum, og get þá bloggað um eitthvað skemmtilegra og mikilvægara en mína heilsu, eins og til dæmis, verður Barack Obama sá sem vinnur á morgun í Texas og Ohio????? Of ef svo, fer ekki Hilary Clinton að draga sig úr leiknum, hvað haldið þið???? Doddi minn, ég veit þú hefur svar handa mér.....  Kossar og knús til ykkar allra, ég hef saknað ykkarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, þetta er erfitt.  Ég óska þér þess að þessi veikindi fari að taka enda.  Og mikið vildi ég að það væri hægt að gera eitthvað í þessum stirðleika milli þín og mömmu þinnar, það er örugglega til leið.  Ég þekki kerlu.  Hún er oft hvatvís og segir hluti sem hún meinar ekki.  Ef til vill hefur hún sært þig með einhverju svoleiðis, sem hún meinar ekki frá hjartarótum.  Ef ég hitti hana, ætla ég að knúsa hana frá þér, og segja henni að börnin okkar er það dýrmætasta sem við eigum.  Allra allra dýrmætasta sem til er, hvert og eitt þeirra.  Risa knús á þig, og gangi þér allt í haginn elsku Bertha mín.  Mest er um vert að ykkur líður öllum vel saman fjölskyldunni.  Það verða þau að sætta sig við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:28

2 identicon

Elsku besta Bertha í heimi.

Nú skaltu loka augunum og sjá fyrir þér friðsælan skógarlund, stillt vatn og tré allt í kring. Þarna erum við tvö og sitjum á teppi og horfum á börnin okkar leika sér, makar okkar eru að sjá um matinn og við hlæjum saman og rifjum upp góðar stundir. Við eigum nefnilega eftir að hittast - og við trúum því þangað til það gerist. Ég get ekki kommentað betur um ástandið þitt heldur en það að mér þykir rosalega vænt um þig og vildi óska þess svo heitt og geri alltaf, að þú hættir að upplifa þennan sársauka, bæði líkamlega og andlega.

Veikindi þín taka svo stóran toll, og svo eru þessi smátriði eins og með stillansana auðvitað að taka sinn toll líka. Sem betur fer, ertu með Tim hjá þér og það er sko gulls ígildi. Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að heyra þetta með þig og foreldra þína. Reyndu bara að muna það, að til er fólk sem elskar þig eins og þú ert, fyrir hvað þú hefur gert og stendur fyrir.

Varðandi kosningarnar, þá sýnist mér allt stefna í það að Obama verði forsetaefni demókrata ... og það er bara gott. Ég ætla að sjá til eftir morgundaginn, en ef Obama vinnur bæði fylkin, þá get ég ekki séð að Hillary nái að snúa þessu við. Þá fyndist mér mikilvægast að stilla saman strengi og mynda einhuga mótvægi við repúblikana-fávitann En ef Hillary vinnur, þá verður þetta áfram mjög spennandi.

 Knús og kossar til þín, elsku dúllan mín. Hjartahlýjar kveðjur - þín hefur verið saknað og mikið hugsað til þín.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:01

3 identicon

Æjj leiðinlegt að heyra með veikindin þín sæta. Gef þér svaka stórt knús og góða strauma til þín.

Og vonandi gengur allt upp svo þið getið gifst á næsta ári...þú átt allt það besta skilið.

Leiðinlegt að heyra í samband við mömmu þína og pabba...þau hreinlega vita ekki afhverju þau eru að missa....og það er frekar sorglegt.  Þú veist betur og haltu áfram að vera sterk.

Hugsa oft til þín. Og takk fyrir kvittið á bloggið mitt :c)

Knús og kossar Mel xx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið er gott að heyra frá þér aftur - takk fyrir kommentið á síðunni minni.

Ég vona svo sannarlega að heilsan þín fari að skána. Vonandi fer að finnast lækning við þessu.

Það er leiðinlegt að heyra um stirt samband þitt við foreldra þína, vonandi batnar það með tímanum.

Ég er viss um að Obama vinnur þetta, það væri hræðilegt ef gamli íhaldsskarfurinn yrði forseti, - það getur ekki gerst. Áfram, Obama!

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku bestu bloggvinir!!!! Það á enginn betri bloggvini en ég, það er eitt sem víst er, þið eruð yndislegust og best!!!! Takk fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna í minn garð, þið eruð svo góð við mig, og ég kann vel að meta ykkur, þó svo að stundum taki mig nokkra daga, vikur, mánuði að þakka fyrir mig

Mér þykir vænt um ykkur öll, þið eruð yndisleg og mikið tel ég mig heppna að hafa ykkur að... Kossar og knús til ykkar allra

Bertha Sigmundsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Risaknús til þín, elsku Bertha mín. Leitt að heyra að þú hafir verið svona veik. Ég hugsa oft til þín og þú átt ekkert að vera að hugsa um að blogga nema bara þegar þú getur, ekkert samviskubit, stelpa! Það verður bara enn meira gaman að lesa færslurnar þínar eftir smá bið ... heheheheh! Ég er eins og þú, ég les hjá mörgum en kommenta hryllilega sjaldan, það hefur líka verið ROSALEGA mikið að gera og þá þarf maður bara að hvíla sig, lesa, blunda og svona. Bið að heilsa yndislegu fjölskyldunni. Gott hjá ykkur að fresta brúðkaupinu þangað til aðstæður verða betri, þið njótið þess þá miklu, miklu betur!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband