Hvert fór tíminn????

Ég get svarið það, það er bara kominn Febrúar, hvað varð af Janúar? Mér finnst ótrúlegt hversu hratt tíminn líður þessa dagana, þeir blandast allir saman eins og málningalitirnir sem ég nota með krökkunum mínum, grænn-rauður-blár-svartur-gulur-hvítur-fjólublár....

Það er sko búið að ganga á ýmsu hér hjá okkur. Við vorum með SuperBowl partý, þar sem æskuvinir hans Tim komu í heimsókn, og var það æðislegt að hitta gamla vini hans, sem hann er búinn að þekkja síðan hann var fimm til sex ára. Leikurinn var æsispennandi og auglýsingarnar hrikalega fyndnar, það kostar um milljón dollara að hafa 30 sekúndna auglýsingu fyrir Superbowl, þannig að auglýsingarnar eru með þeim bestu sem að maður sér allt árið... Maðurinn minn var svo spenntur að hafa vini sína hér og leikurinn var svo góður, að hann drakk aðeins of mikið, og steinsofnaði á sófanum um leið og gestirnir fóruLoL Var þetta í fyrsta skiptið sem að ég hef þurft að hjálpa honum úr skónum....

Svo á þriðjudaginn var voru hér tilnefninga kosningar, og eru Barack Obama og Hilary Clinton að slást eins og hundur og köttur um tilnefninguna. Ég hef oft talað um að ég vilji fá Barack Obama sem forseta, þannig að ég fylgist alveg hart með þessu, sat meira segja allt þriðjudagskvöldið og fylgdist með hver vann hvaða fylki, og Barack vann 14 fylki, en Hilary 8. Samt sem áður er hún með fleiri delegates, sem að virkilega ráða því hver vinnur tilnefninguna. Ég er ekki búin að gefast upp, því að ég trúi því að Barack Obama eigi eftir að geta unnið mörg mörg fylki í viðbót, og þá stendur hann uppi sem sigurvegari, þá verð ég sko happyW00t

Mér finnst æðislegt að börnin mín fái að sjá að bæði svartur maður og kona geti barist um að fá forseta tilnefninguna, því að lang flestum svertingjum og mörgum konum datt ekki í hug að þetta myndi gerast í þeirra lífstíma. Tim er mjög leiður að mamma hans og pabbi séu ekki ennþá á lífi til þess að sjá þetta gerast, en ég held áfram að segja honum að þau sjái þetta, og að þau séu mjög hamingjusöm. Ég verð svo leið fyrir hans hönd því að hann er svo ungur, og á enga foreldra, engar ömmur og afa, varla neina frænda, þeir eru tveir eftir, og svo eru það bara hans systkyni og hann.  Það er ánægjuefni samt að börnin okkar fái að sjá að Ameríka hefur, sem betur fer, þroskast...

Ég tala oft um mína barnæsku, og að forseti Íslands þegar ég var að alast upp var kvenmaður, og einstæð móðir í þokkabót. Ekki gerði ég mér grein fyrir því sem krakki, að hafa kvenmann sem forseta var ekki vaninn. Þið sjáið það að núna er ég 34. ára gömul (Guð minn góður, ég verð hálfsjötug í ÁgústShocking), og árið er 2008, og þetta er í fyrsta skiptið sem að svartur maður eða kona hafi möguleika á að verða tilnefnd til forseta, og hafi þann möguleika að verða forseti Bandaríkjanna. Það verður yndislegt þegar við fáum nýjan forseta, ég vona að það verði Barack Obama, en ef ekki, svo lengi sem að nýi forsetinn verði demókrati, þá verð ég ánægð og vongóð um betri Ameríku.

Fyrir utan allt þetta þá eru þvílíkar viðgerðir í gangi í blokkinni minni, og er ég að verða léttklikkuð yfir þeim. Hér er verið að berja, bora, hamra, og smíða daginn út og daginn inn. Í síðustu viku voru nýir gluggar settir inní íbúðina mína, en í dag eru þeir búnir að brjóta niður hluta af eldhúsveggnum mínum, til þess að laga eitthvað rör, svo ætla þeir að filla inní vegginn aftur, og þá kannski get ég losnað við aragrúann af iðnaðarmönnum sem labba inn og út úr íbúðinni minni... Þetta er frekar erfitt því að ég sef ekki alltof vel á nóttinni, og reyni að fá mér lúr á daginn, en hef átt erfitt með það, þannig að ég er frekar þreytt þessa dagana, þannig um helgar sef ég til hádegis eða tvö á daginn, og þá er helgin hálfbúin og ég ekki búin að eyða neinum tíma með börnunum mínum, og þá verð ég reið útí sjálfa mig, og svona heldur þessi blessaði vítahringur áfram. Maður er aldrei ánægður með það sem maður gerir, því að manni finnst alltaf að maður gæti gert meira (eruð þið ekki sammála, foreldrar??).

Öllum líður annars ágætlega, krökkunum gengur vel í skólanum, þau fá vikufrí núna þann 18. Febrúar, þá get ég eytt miklum tíma með þeimGrin Tim er að búast við að fá stöðuhækkun í vinnunni í næstu viku, og við erum að leita að stærra húsnæði, loksins eftir að búin að búa hér, í pínulítillri íbúð, í meira en tvö ár. Við getum ekki beðið eftir að komast inní stærra húsnæði, og þá get ég kannski fundið mér auðveldari vinnu fyrir mig og hendurnar mínar... Ég er ekki lengur að vinna á veitingastaðnum, það var orðið alltof erfitt, þannig að ég hætti í Janúar. Verð að hugsa um heilsuna fyrst, ekki satt???

Svo er bara að plana brúðkaupið, sem verður þann 8. Ágúst 2008, þannig að allir að spara núna, svo að þið komist.... Ég vona að sem flestir komist, ef ekki, þá verðið þið með mér í huga, ég veit það alveg. Ekki gleyma dagsetningunni, svo fer ég að senda boðskort eftir eina til tvær vikur, er að vinna í þessu öllu þessa dagana. Jæja, þá fer ég að reyna að leggja mig í öllum hávaðanum, bið að heilsa ykkur öllum í bili, og munið að fara vel með ykkur og alla í kringum ykkur!!!! Kossar og knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að heyra loksins frá þér dúlla. Heilsan fyrst - það er rétt!! Hlýjar kveðjur til þín eins og ávallt

Hvernig sosum þessar forkosningar fara, þá verður sjálft presidential race-ið rosalegt og sögulegt! Einhvern tíma fannst mér líklegt að Condolezza Rice yrði í baráttunni (svört kona - það yrði sögulegt líka!) en svo er ekki nú. Ég vil allt annað en McCain í forsetastólinn. Mun styðja þann demókrata sem fær útnefninguna algerlega 101%!

Hjá mér sjálfum hefur mikið gerst, gott og vont, en svoleiðis er lífið. Þú verður bara að lesa blogg aftur í tímann til að kanna það ... 

Bestu kveðjur og knús til ykkar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að allt er í góðu hjá þér Bertha mín.  Og tíminn flýgur, það er sko satt.  Ég hugsa að ég verði bara ánægð með Obama sem forseta.  Þó ég þekki ekki mikið til þarna.  Fyrst spænskumælandi fólkið er komið yfir til hans, þá á hann góða möguleika, þeir eru svo margir í USU.  En það getur varla orðið til verri forseti en sá sem nú situr.  Það er tæknilega ekki hægt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 15:57

3 identicon

Hæ Bertha mín, vildi bara kvitta fyrir lesturinn. Ég vona að bæði þér og familíunni líði vel og allt gangi sem best. Við komumst nú ekki í brúðkaupið í sumar (ef við erum boðin þ.e.a.s.) en ég verð auðvitað með þér í huga :) Mundu að kíkja við á síðunni hennar Önnu Dúfu, ég set inn myndir minnst x1 í viku, allt að gerast; daman er að byrja að labba og alles! Halló, hvernig gat þetta fyrsta ár í lífi hennar liðið svona hratt??  :D

Knús yfir hafið, þín frænka RG

Ragnhildur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband