Gleðileg Jól, kæru vinir

Gleðileg Jól, kæru vinir og vandamenn frá mér og minni stóru fjölskyldu til ykkar allra, hvar sem þið eruð, á Íslandi, Boston, Noregi, Svíþjóð, Flórída, eða bara hvar sem er í heiminumKissing 

Hér var ég að hlusta á rás 2, að hlusta á kirkjuklukkurnar heima á Íslandi, að hringja inn jólin, og ég er núna að hlusta á kórinn sem er að syngja jólalögin, og er að komast í þetta þvílíka jólastuð. Hér eru krakkarnir á fullu að taka til í herberginu, ég var vakandi til miðnættis að baka enn fleiri smákökur, og á bara eftir að fara útí búð og kaupa ananas, og litlar kartöflur fyrir brúnuðu kartöflurnar mínar í kvöld. Hér verður hamborgarahryggur á borði, svo gerum við alltaf möndlugjöf í súkkulaðibúðingi, og þá fær heppna manneskjan fyrstu gjöfina, sem er oftast nær DVD mynd, og nammipoki. Þannig að það verður spennandi í kvöld að sjá hver fær möndluna þetta árið.

Krakkarnir eru að springa úr spenningi, eru farin að telja niður klukkutímana þangað til að morgundagurinn kemur, því að hér opnum við pakkana á Jóladag, fyrir utan gjafirnar frá Íslandi, sem að vísu eru ekki komnir ennþá, það voru allir á síðasta snúningi, alveg eins og ég, þetta árið. Það skiptir sko ekki miklu máli, því að þessi blessuðu börn eiga eftir að hafa fullt af pökkum til þess að opna í fyrramálið, þau eru svo spillt að það hálfa væri nóg. Ég fer alltaf yfirum, kann ekki að stoppa, kaupi alltaf aðeins meira og meira, en er bara með einn stórann (eða dýrann) pakka handa þeim, og svo fullt af litlum ódýrum pökkum, þannig að þetta verður gaman í fyrramálið að fylgjast með þeim...

Ég vona að þið eigið öll yndisleg jól, njótið matarins og fjölskyldunnar ykkar, og fagnið komu Krists. Við óskum ykkur öllum friðar, hamingju, og ástar á þessum fallega tíma ársins. Megi nýja árið gefa ykkur allt sem að ykkur vantar, sumt af því sem ykkur langar í, og smá af því sem að þið þurfið ekki á að halda en eigið rosalega mikið skilið að fáWink

Jóla og ástarkveðjur, kæru vinir og vandamenn. Hugsa til ykkar með hlýju, sendi ykkur kossa og knús yfir hafið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól elsku Bertha. Hér höfum við þegar borðað mikið, erum á leið í hvílu og líður vel. Ástar- og knúsíjólakveðjur frá okkur hérna!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Við óskum ykkur allra gleðilegra jóla.  Hér voru íslensk jól sem hófust með klukknahringingunni og messunni á Íslandi.  Jólamaturinn var fullkominn og allir sofnuðu sælir og glaðir seint í gærkvöldi.  Kossar og knús og vonandi getum við spjallað saman í tölvunni yfir jólin.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.12.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Kæra Berta! Ég hef eins og þú haldið Jólin á erlendri grund...Í fyrra skiptið á Florida og í seinna, í Thailandi...Þau jól eru afarfrábrugðin okkar Íslensku en flott samt. Það er eitthvað sem kemur við taugina í okkur þegar við höldum Jólin hátíðleg og heimþráin kraumar undirniðri... Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra Jóla!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku Bertha mín.  Takk fyrir það gamla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.12.2007 kl. 16:00

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól Bertha og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu. Hafið það sem allra best um jólin

Huld S. Ringsted, 25.12.2007 kl. 19:44

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gleðilegt ár, elsku snúllan mín. Kær kveðja til fjölskyldunnar. Knús og kremj frá Skaganum!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.1.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband