Tuttugu ár á leiðinni...

Síðan ég var lítil stúlka þá fannst mér alltaf eitthvað vanta, ég er búin að leita og leita, búin að hafa margar spurningar, en bjóst hálfpartinn aldrei við að fá nein svör. Ég man þegar ég var fjögurra ára og Simbi stjúppabbi minn var að lesa fyrir mig, og svo segi ég góða nótt, Simbi, og hann segir, segðu frekar góða nótt, pabbi. Eftir það kvöldið, þá kallaði ég hann alltaf pabba. Hann endaði með að ættleiða mig, og var auðvitað pabbi minn, búinn að hugsa um mig og ala mig upp öll þessi ár.

Samt vantaði mig alltaf svör. Ég vissi aldrei hver pabbi minn var, af hverju hann var ekki til staðar, af hverju hann vildi mig ekki, hver hann var, hver var hinn helmingurinn af fjölskyldunni minni????? Milljón spurningar, engin svör. Því miður vildi mamma aldrei tala neitt um hann, sagði mér ekki neitt um hann, og það gerði mig bara enn forvitnari. Svo verð ég þrettán ára gömul, og fæ fæðingarvottorðið mitt frá Höfn, og þar stendur að ég sé Arnarsdóttir, og faðir minn er semsagt Örn Óskarsson. Auðvitað var þetta mikið sjokk fyrir mig, því að ég var orðin vön því að Simbi væri pabbi minn, en hér stóð svart á hvítu að hann ættleiddi mig, og var því ekki blóðfaðir minn. Enn fleiri spurningar í hausnum, engin svör.

Spólum fram í tímann, tuttugu ár fram í tímann, til dagsins í dag, og haldiði ekki að ég var að tala við Örn Óskarsson, blóðfaðir minn, sem ég er búin að vera að hugsa til, leita af, og dreyma um allt mitt lífW00t Ég var að tala við hann, í hálftíma, takk fyrir. Og hvernig var það svo???????

Allt öðruvísi en ég hefði nokkurntímann ímyndað mér, miklu betra og auðveldara en ég hélt. Hann Örn er semsagt búinn að búa í Noregi síðustu þrjátíu árin, og er mjög ánægður þar. Ég á fjögur systkyni, tvo bræður á Íslandi, og einn bróðir og eina systur í Noregi. Hann Örn pabbi minn, er ekkert smá yndislegur. Við töluðum og töluðum, hann er útlærður þjónn, soldið fyndið að ég fór í hótel og veitingarekstur. Svo er hann búinn að læra sjúkraþjálfun, og er bara svaka hress. Hann er á leiðinni til Spánar næsta haust, vegna smá veikinda, þá verður hann að fara í heitara umhverfi. Hann er rosalega jákvæður, með gott skap, og skemmtilegur. Símtalið fór betur en mig hefði nokkurntímann dreymt.

Þó svo að öllum mínum spurningum hafi ekki ennþá verið svarað (ómögulegt á einum hálftíma), þá líður mér rosalega vel yfir góðri byrjun, þetta fyrsta samtal var frábær byrjun. Hann var mjög ánægður að heyra frá mér, og sagði mér að hann er búinn að hugsa mikið til mín í gegnum árin, og telur mig alltaf með þegar hann er spurður hversu mörg börn hann á. Hann sagði mér að systir hans hafi sagt honum á afmælisdeginum hans (15. Des), að ég væri að leita af honum, og að það hefði verið besta afmælisgjöf sem hann hefði getað fengið. Hann var svo léttlyndur, auðvelt að tala við hann, við hlógum saman, og sáum að við eigum margt sameiginlegt. Hann sagði að það var gott að sjá að ég fékk eitthvað jákvætt frá honum, greinilegt að ég hafi fengið skapið frá honumGrin

Mig langaði að deila þessum kafla í lífi mínu með ykkur, kæru vinir, af því að þetta er búið að vera tuttugu ár á leiðinni, og ég var búin að bíða, vona, dreyma um að finna hann pabba minn. Ég tel mig heppna núna, að eiga tvo pabba, einn sem ættleiddi mig og gekk mér í föðursstað, og annan sem að hugsaði til mín í gegnum árin, og gaf mér líf, þó svo að hann ól mig ekki upp, þá gaf hann mér líf, og greinilegt að ég hef margt frá honum, því að það er bara í genunum mínum. Mér finnst rosalega gott að loksins sjá að ég er lík pabba mínum, því að mig hefur oft liðið eins og að ég sé ekkert lík mömmu né Simba pabba í skapi, hugsunarhætti, og persónuleika yfir höfuð. Ég sé núna af hverju það er, ég er líkari hinum pabba mínum.

Elsku besta Heiða mín, án þín þá hefði þessi kafli lífs míns aldrei gerst, og ég þakka þér svo innilega fyrir að þó svo að ég segði takk trilljón sinnum, þá væri það ekki nóg. Mér líður loksins, í fyrsta skipti í lífinu, eins og að ég skilji aðeins betur hvaðan ég kem, og hver ég er. Ég er ekki hálf lengur, ég er á leiðinni að verða heilHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÁÁÁ !! Grenjuskjóðan ég fékk sko tár við að lesa þetta !  Ohh hvað ég er hamingjusöm fyrir þína hönd !!  Til hamingju segji ég nú bara  Ohh hvað þetta hlítur að hafa verið skrítið....en ánægulegt. Knús til þín og vonandi haldið þið meira sambandi  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:35

2 identicon

Þetta eru sko yndislegar fréttir - og það er nú akkúrat tíminn til þess, elsku dúllan mín. "Betra seint en aldrei" segir gamalt klisjukennt máltæki, en ég held að hér eigi það við.

Frábært að heyra af þessu og takk fyrir að deila þessu með okkur hér. Þú ert algjör demantur. Kveðjur og knús frá Akureyri -

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

  Ég kannast við tilfinninguna!  Megi þetta vera upphafið að löngu og góðu sambandi ykkar feðgina og vonandi fleiri fjölskyldumeðlima!  Mér fannst alveg frábært þegar þú sagðir við mig að símtalið hefði ekki getað gengið betur þótt þú hefðir skrifað það sjálf fyrirfram!  Ég er bara rosalega ánægð fyrir þína hönd, dúllan mín!  Heyrumst fljótlega!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 18.12.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En yndislegt Bertha mín.  Reglulega skemmtilegt að heyra.  Og að allt gekk svona vel.  Til hamingju með pabba þinn og alla ættingjana.  Innilega og afsalútt.  Ég man þegar minn sonur og pabbi hans hittust í fyrsta skipti það var heima hjá mér, og sonur minn hafði búið út í Danmörku nokkur ár hann var kominn yfir þrítugt.  Sem sagt við buðum pabba hans og fjölskyldu í mat.  Pabbi hans kom með ungbarnahringlu.  Þetta er gjöfin mín til þín sagði hann og allir hlóu.  Síðan hafa þeir verið góði vinir og félagar.  Og ég er ánægð með það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innileg til hamingju með að leitin bar loksins árangur, og líka að þú skulir vera svona glöð með þann árangur . Það er ekki hæt að hugsa sér yndislegri jólagjöf.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2007 kl. 20:57

6 identicon

Komdu sæl Bertha

Velkomin í fjölskylda að myndum af þé sér maður að þú líkist Ödda frænda eða öðrum orðum pabba þínum

Ég vild bara oska þér og þínum gleðilegra jóla og hafið það sema allra best og ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa frábæru fjölskyldu þá skaltu ekki hika við að hafa samband

Kær kveða Jenný

p.s mamma mín er sú sem hringdi og er systir hans Ödda.

Jenný Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband