Ekki týnd og tröllum gefin...

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur!!! Ég biðst velvirðingar á löngu hléi mínu frá blogginu, en því miður er þessi fyrsta vika ársins búin að fara illa í mig, heilsulega séð. Ég er búin að vera rosalega veik, bæði í sambandi við MSið, ásamt öðrum erfiðleikum, þannig að þetta er búið að vera erfið byrjun fyrir mig, og þar sem ég vil helst ekki sitja hér og blaðra um það neikvæða, þá hef ég bara ekki skrifað eitt aukatekið orð!!!!

Ég er enn frekar slöpp, þannig að ég vildi bara láta aðeins vita af mér, ég veit að þið hafið áhyggjur þegar þið sjáið engar færslur hérna í nokkrar vikur, þannig að kæru vinir og vandamenn, ég er á lífi, mér er byrjað að líða betur, ég verð 100% ókei, því að Guð mun sjá um mig og mína fjölskyldu, ég og hann erum með samning, og hann fer ekkert að rjúfa hann. Núna er ég bara að safna styrk, hvíla mig, ná mér uppá strik andlega og líkamlega, þegar þetta er allt yfirstaðið, þá mun ég deila þessu með ykkur, reyni að búa til skemmtilega sögu útúr þessu öllusaman.

Þangað til, farið vel með ykkur, verið góð hvort við annað, og munið það að morgundagurinn er okkur ekki lofaður, notið daginn í dag á fyllsta hátt, njótið fegurðarinnar í kringum ykkur, og elskið fólkið í kringum ykkur eins heitt og þið mögulega getið... Heyrumst mjög fljótlegaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Vona að þér líði betur, dúllan okkar.  Kveðjur frá allri fjölskyldunni!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Kæra Berta... Gleðilegt nýtt ár og líði þér sem best!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 21:29

3 identicon

Æjj elskan...vona að þér fari að batna..leiðinlegt að heyra að árið byrjaði ekki vel hjá þér. Þú ert svo sterk og jákvæð kona að ég trúi ekki öðru en þú hristir þetta af þér. Farðu bara vel með þig og ekki ofreyna þig neitt

Knús knús...

Melanie Rose (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband