Páskar, söknuður, og Devil wears Prada

Gleðilega Páska, fjórum dögum síðar..... Ég vona að þið hafið öll notið Páskanna...

Því miður var maðurinn minn með flensuna, sem ég var með fyrir tveimur vikum síðan. Þetta árið er flensan verri en nokkrum sinnum áður, án gríns. Ég fékk hana fyrr í mánuðinum, svo fékk Tim hana í síðustu viku. Hann labbaði innum dyrnar einn daginn eftir vinnu, og virkilega beint inní rúm, og hann var útúr heiminum í nokkra daga, greyið. Þannig að yfir Páskana var hann fárveikur, borðaði ekki neitt, ég bjó til forrétti, og svo skinku og candied yams. Candied yams eru appelsínugulu kartöflurnar, líka kallaðar sweet potatoes, en ég kaupi þær niðursoðnar, og hita þær upp ásamt púðursykri og smjöri. Svo bæti ég sykurpúðum ofan á og elda svo inní ofni, og í alvöru talað, þær eru eins og heitt sælgæti, þær eru hrikalega góðar..... börnin borðuðu og borðuðu, alsæl.

Við gerðum það vanalega, fórum í kirkju, komum heim og borðuðum forrétti. Svo kom bróðurdóttir hans Tim í heimsókn ásamt litlu stelpunum sínum, þær eru fimm og þriggja og svona líka sætar. Svo gerðum við egg hunt, og var það svaka stuð, allir með fullt af eggjum með nammi inní, og svo var borðað. Þetta var bara mjög huggulegt allt saman, en krakkarnir fengu ekki Páska körfurnar sínar (sem ég útbý alltaf handa þeim á hverju ári) af því að þau voru búin að vera óþekk fyrr í vikunni, og svona líka ljót og leiðinleg við hvort annað, þannig að engar körfur.....

Ég gaf þeim svo tækifæri að sýna mér betri hegðun, og þá gætu þau þénað körfurnar sínar í staðinn, þannig að þau eru að vinna í því, og eru búin að vera mjög góð við hvort annað í vikunni. Ég er samt með hálfan hóp af börnum síðan í gær, því að litla og litli fóru í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr tvo tíma í burtu. Hún var í fríi, og þau líka, þannig að það hentaði vel saman. Þannig að ég sit hér með söknuð í hjarta, en þau koma heim á morgun, vei.... Þetta er svo fáránlegt hvernig maður lætur, en þegar börnin eru heima, þá er svo mikill hávaði, og maður er stundum alveg að brjálast, en þegar þau eru í burtu, þá saknar maður hávaðans.

Þannig að ég er búin að fá að njóta táninganna minna í gær og í dag, og er það búið að vera yndislegt. Mikaela mín er alltaf svo abbó, sérstaklega ef þær eru mikið að knúsa mig, eða liggja á mér þegar við horfum á sjónvarp, þá kemur hún og ýtir þeim í burtu, litla afbrýðissama stúlkan. Þannig að í gærkveldi horfðum við á American Idol, svaka stuð. Í dag horfðum við á Why did I get married?, og það var mjög gaman, ég mæli með þeirri mynd. Og akkúrat núna, sit ég við tölvuna og blogga með Devil wears Prada í bakgrunninum... Lífið er ljúftSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að heyra af heilsuleysi ykkar en nú er heyrist mér allt á betri veg komið Annars er maður auðvitað á svipaðri línu ... ég var alveg aleinn yfir páskana, og þegar Veiga kom á mánudeginum þá var það mjög næs og þegar stelpurnar komu daginn eftir - þá var það næs líka. Nú er ryþminn kominn í samt horf og helgi framundan, með frænkum í viðbót - Doddi með 5 kvk á heimilinu ... yikes! Ég verð vinnandi og ég fer svo í nördapartí annað kvöld!!

Annars vona ég bara að þið hafið það sem yndislegast, fjölskyldan.

Kveðjur og knús héðan frá Fróninu!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:42

2 identicon

Ohh leiðinlegt með Tim  En vonandi er hann orðin hress. Leiðinlegar þessar pestir.  Vonandi eiga börnin eftir að haga sér betur til að fá körfurnar sínar híhí.... Og já það er alltaf þannig þegar þau eru heima og maður vill fá smááá frið og eru alveg að gera útaf við mann stundum og svo þegar maður fær þessa pásu þá telur maður sekúndurnar þangað til þau koma heim þessar elskur heheh....

En knús til þín og hafðu það gott þangað til næst

Melanie Rose (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér að láta þau finna að þau höguðu sér ekki rétt, og svo gefa þeim tækifæri á betrumbót, betra getur það ekki orðið.  Vonandi nær Tim sér vel á strik elsku Berta mín, knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband