29.8.2008 | 03:49
Skólinn byrjaður, vonandi síðasta hitabylgjan...
Loksins byrjuðu krakkarnir í skólanum, í gær nánar tiltekið... Hér eru Jasmine og Janae, með vinkonu sinni henni Ivy, þær eru núna í 8. bekk, sem er síðasti bekkurinn áður en þær byrja í high school Þær voru ekkert smá spenntar að byrja í áttunda bekk, því að þær eru elstar í skólanum, þannig að þær rule the school.... eins og pink ladies í Grease myndinni.
Kalli minn byrjaði í 4. bekk, og Mikaela mín í 3. bekk, þannig að það verður brjálað að gera hjá okkur í heimalærdómnum þetta skólaárið. Mér finnst ótrúlegt þegar ég horfi á tvíburana að þær séu næstum því komnar í menntó, því að þær voru ellefu ára þegar ég hitti pabba þeirra, og núna eru þær algjörar gelgjur...
Þetta verður erfitt skólaár, af því að allir krakkarnir hafa allskonar verkefni, Kalli þarf að byggja kirkju, Mikaela sólarkerfið, og tvíburarnir eru með stórt vísinda verkefni... Hann Kalli minn var svona mikið ánægður þegar hann komst að því að besti vinur hann, Lance, er með honum í bekk, þeir eru búnir að vera bestu vinir síðan í Kindergarten, en hafa aldrei áður verið í sama bekk, þannig að það er mikil hamingja hjá honum, vonandi mun hann ekki tala of mikið við vin sinn á meðan á kennslu stendur, en ég er mjög ánægð fyrir hans hönd að vinur hans er loksins í sama bekk. Hér eru þeir tveir... þetta er leikvöllurinn bakvið þá, og nýju húsin sem kosta eina milljón dollara, takk fyrir...
Hún Mikaela mín er í þriðja bekk, og hún er svo mikil félagsvera að það hálfa væri sko nóg. Aðalvandamálið hjá henni í fyrra var að hún gat ekki þagað, alltaf að tala og tala við vinkonur og vini sína, að í hverri viku þegar ég fékk skýrslu frá kennaranum, þá var alltaf merkt við talks instead of working... Ég er búin að tala mikið við hana og ég vona að hún eigi eftir að tala minna og læra meira í þriðja bekk. Besta vinkona hennar, Shayla, flutti til Los Angeles í Mars, og var hún rosalega leið þegar hún flutti, meira að segja vildi ekki fara í skólann í viku því að hún var svo sorgmædd. Þær voru búnar að vera í sama bekk í þrjú ár, og voru albestu vinkonur, þannig að auðvitað var sorgin mikil. Henni líður aðeins betur núna, og hún á ekki erfitt með að eignast nýja vini, en hún var mikið að leika við eina stelpu í lok skólaársins, sem blótaði mikið, og talaði mikið um kynlíf...aðeins sjö ára gömul eins og Mikaela, og mér leist nú alls ekkert á þetta kynlífs tal. Ég bað kennarann hennar Mikaelu um að passa það að þær yrðu ekki aftur í sama bekk, og sem betur fer eru þær ekki í sama bekk, og ég vona að Mikaela geti eignast nýja bestu vinkonu, sem blótar ekki og er ekki áhugasöm um kynlíf.... Það hræðir mig að vita til þess að sjö ára gömul stelpa sé að tala um kynlíf, því að börnin mín vita lítið sem ekkert á þessum aldri, fyrir utan það að það má enginn snerta kynfærin sín, og að þau verða að segja mömmu og pabba ef eitthvað svoleiðis gerist...og ég veit að þau munu segja mér, því að Mikaela sagði mér þegar jafnaldri hennar kyssti hana á kinnina og strauk yfir gullið hennar, yfir gallabuxurnar sínar... Þetta gerðist fyrir meira en ári síðan og ég trylltist, ekki útí hana, heldur útí strákinn og talaði við mömmu hans og alles. Það er hræðilegt að vita til þess að það er til veikt fólk í heiminum sem kemur við lítil börn, mér finnst það eitt það ógeðslegasta sem til er í heiminum, en því miður verður maður að tala við börnin sín, svo að þau viti hvað þau eigi að gera ef einhver snertir þau á óviðeigandi hátt, ég tala nú ekki um hér í Bandaríkjunum...
Hér er svo litla rúsínan mín, kvöldið fyrir fyrsta skóladaginn, ég get svarið fyrir það, hún stækkar og stækkar, nær mér næstum því uppá nef núna, og hún er ekki orðin átta ára ennþá...
Núna um helgina er Labor Day weekend, sem er eins og Verslunarmannahelgin heima, og við ætlum loksins að fara í pínu pons frí. Leiðin liggur til Yosemite National Park, sem er tvo og hálfan tíma í burtu. Við ætlum að gista í sumarbústað, með þremur svefnherbergjum (stærri en íbúðin okkar), og er bústaðurinn við stórt vatn, þar sem við ætlum okkur að veiða í matinn. Svo ætlum við að keyra um garðinn, fara í smá göngu, og njóta fjallanna, trjánna, og stjarnanna á kvöldin... Við ætlum að taka kíkinn hans Tim með okkur, og við erum að vonast til þess að sjá Milky Way og milljón stjörnur. Ég er búin að pakka, því að við ætlum að leggja í hann snemma í fyrramálið, svo að við verðum komin uppúr hádegi á morgun. Það verður yndislegt að njóta náttúrunnar, fjallanna, vatnsins, og fjölskyldunnar. Ég veit að þetta verður góður endir á viðburðaríku sumri, og góð byrjun á nýja skólaárinu... Krakkarnir fá að skrópa í skólanum á morgun, og við komum heim á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun. Ég mun svo setjast niður á þriðjudaginn og deila ævintýrasögunni með ykkur ásamt fallegum myndum. Njótið helgarinnar, kæru vinir og vandamenn, og farið vel með ykkur...
Athugasemdir
Yndislegt að heyra af skólabyrjun og -göngu krakkanna þinna. Vissulega hrýs manni hugur við þetta kynlífstal svo snemma, en þá er gott að eiga góða mömmu - eins og þig
Yosemite National Park ... ég fór þangað með pabba og bróður mínum árið 1988!! Það var æðislegt... smá lofthræðsla í göngunni hjá okkur ... en virkilega fallegt.
Hafið þið það gott, elsku dúllan mín, og njótið helgarinnar! Knúsknús
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 07:49
Já Bertha mín, það verður aldeilis nóg að gera hjá þér mín kæra. Falleg börnin þín og þú sjálf líka. Stubburinn minn er líka byrjaður í skólanum. Hann átti að segja frá ferðalagi í sumar, og teikna inn hvert hann fór. Hann valdi að ræða um Flateyjarferðina, og þá var nú vandinn að finna út hvaða eyja af öllum þessum aragrúa á Breiðafirði er Flatey. En hver ætlar svo sem að segja að það sé ein frekar en önnur, þegar landakortið er svo lítið að eyjarnar eru bara pínulitilar doppur.
Óska ykkur skemmtunar á Verslunarmanna helginni. Og gangi þér vel með þessi fallegu börn þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 11:09
Æjj þau eru svo falleg börnin þín. Og nóg að gera hjá þér ! Skólinn hérna líka byrjaður og nóg að gera hér líka, þarf að taka mig á og tala meira íslensku við Kelchu og Jr. haha...ekki nógu dugleg....en er að taka mig á :cP
Hafðu það rosalega gott um helgina sæta og og njótt smá "hvíldar" ;c)
Knús og kossar
Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:17
Gaman að sjá myndir af krökkunum. Hafiði það sem allra best í ferðalaginu
Bestu kveðjur
Annas og Kristín Björg
Annas og Kristín (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:38
Vonandi njótið þið ykkar í Yosemite Nat. Park :) kom þangað 2004 og ég gleymi ekki fegurðinni þarna, alveg ótrúlegt svæði. Langar mikið að fara þangað aftur einn daginn og helst dvelja í nokkra daga :).
Æðislegar myndirnar af börnunum þínum, þau eru öll gullfalleg og gangi ykkur bara vel á nýju skólaári.
Knús,
Björg (hans Birgis :))
Björg (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:43
Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.