Langa helgin langa...

Gleðilegan Memorial Day, í gær!!!! Hér var löng helgi, þriggja daga helgi, vegna minningahelgarinnar þar sem fallnra hermanna er minnst. Og hér var sko mikið að gera... Á laugardaginn var ég með þetta blessaða skartgripa partý, og áður en það byrjaði þá var ég að reyna að fylgjast með Eurovision, en missti af fyrsta klukkutímanum vegna smá misreiknigsBlush Jæja, en ég lét þó sjá mig samt sem áður, og spjallaði við Rebekku frænku mína, og mömmu hennar á meðan við fylgdumst með keppninni, takk fyrir samfylgdina Heiða, Óli og Rebekka mín...

Síðan fór ég útí búð á meðan tvíburarnir spjölluðu og spjölluðu við Rebekku hérna á msn-inu. Svo var það skartgripapartýið, og það gekk bara ókei. Ekki komu margir, en hún Arnheiður mætti, og kærar þakkir fyrir það Arnheiður mín, það var æðislegt að hitta þig. Sko, hún Arnheiður er íslensk stelpa sem býr í Monterey, sem er 45-60 mín suður fyrir San Jose. Þar býr hún ásamt sínum bandaríska manni uppá átta ár, og sínum tveimur krúsídúllu börnum, Embla er fjögurra og hálfs (hún tók það sko skýrt fram sjálf), og Ellert er 20 mánaða.

Ég og Arnheiður þekktumst ekki frá Íslandi, en það fyndna við þetta er að hún á góðan vin sem heitir Hilmir, og ég á góða vinkonu sem heitir Ragnheiður, og eru þau gift og búa á Íslandi. Ragga var alltaf að segja henni Arnheiði að hafa samband við mig, og hún loksins gerði það. Maðurinn hennar er að vísu í hernum, þannig að hún er að flytja til Hawaii í Október. Svo er hún að segja mér að það er fullt af íslenskum stelpum í Monterey, og ekki vissi ég það neitt. Þannig að hún ætlar að kynna mér fyrir þeim, þannig að kannski verður bara glatt hér á hjalla í framtíðinni, þar sem ég fæ að fá að hafa einhverja Íslendinga í kringum mig....SmileLoLGrin

Eftir skartgripapartýið, þá spjölluðum við og spjölluðum, og hún fór ekki héðan fyrr en um hálfellefu, takk fyrir, þannig að mikið var kjaftað heima hjá mér þann daginn.... Hún er alveg frábær, og við erum búnar að ákveða að hittast næst þann 15. Júní, því að þá er verið að halda uppá íslenska þjóðhátíðardaginn hjá Íslendingafélaginu hér í Norður Kaliforníu. Þá verður grillað og íslenskar pylsur í boði, þannig að mikið gaman verður þá....

Svo var bara lagt sig, og Sunnudagurinn kom áður en ég vissi af, og þá varð ég að hoppa útí búð og versla í matinn, kom svo heim og byrjaði að kokka. Við vorum búin að bjóða báðum bræðrum hans Tim í mat, ásamt fjölskyldum, þannig að hér voru allt í allt tólf manns í mat. Ég eldaði (pantaði ekki) pizzu handa krökkunum, og silung með pasta og aspasi handa fullorðna liðinu. Svo var ég búin að kaupa þessa líka mjúku og bráðnar í munninum köku í eftirrétt, og fann ég hana í asíska bakaríinu hér í hverfinu hjá mér. Asísku bakaríin eru svipuð og heima á Íslandi, þar er hægt að fá allskonar dýrðarins kökur, þær eru dýrar á bragðið, en ekki dýrar fyrir buddunaTounge

Maturinn var mjög góður og eftirá þá horfðum við á nokkrar bíómyndir, spjölluðum saman, og höfðum það rólegt. Síðustu gestirnir fóru ekki út fyrr en uppúr tvö, þannig að þá var mín orðin þreytt. Svo í gær var bara sofið út, ruslmatur keyptur og borðaður, tekið til, horft á nokkrar bíómyndir, svo fór ég með börnin útí park, og svo var bara hoppað uppí rúm, aðeins fyrr en deginum áðurHappy Þannig að þessi langa helgi, var akkúrat það, LÖNG...........................

Og núna, þá er maðurinn minn farinn í vinnuna, krakkarnir farnir í skólann, og ég, ég sit hér geispandi á meðan ég pikka þetta inn. Þannig að ég ætla að láta þetta gott heita í dag, og núna leggst ég bara aftur inn í rúm, að hvíla mig eftir þessa löngu, löngu helgiSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg, góð og löng helgi hjá þér, dúllan mín. Ég varð svolítið svangur við að lesa færsluna þína ... en það er allt í lagi.

Hafðu það gott, sæta, og kærar kveðjur til ykkar yfir hafið!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kær kveðja úr undirdjúpunum

Ólafur fannberg, 28.5.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Takk fyrir partíið!   Rebekku fannst æðislega gaman að spjalla við stelpurnar!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Vigdís Silja Þórisdóttir

Halló elsku Bertha!  Fyndið  þegar ég nefnilega flutti til sverige þá bjó ég í Växjö  og það er svo gott að búa þar, núna sakna ég svo góðu heitu sumranna í sverige . Knús & kram á alla familíuna kveðja silja

Vigdís Silja Þórisdóttir, 28.5.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ósköp hljómar þetta notalega hjá þér og þínum.

það er alltaf gott að hitta íslendinga , þó ekki væri nema til að æfa sig á móðurmálinu!

hafðu fallega helgi

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Vildi bara óska þér til hamingju með þinn mann í forsetaframboðinu!!  Kíktu á bloggið mitt!

 Kossar og knús!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:03

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessi þig í kvöldið, fagur fiskur í sjó !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband