Færsluflokkur: Bloggar
28.6.2007 | 18:07
Heimsókn, Íslandsferðin, og hitinn
Ég var búin að tala um að Sigrún vinkona mín kom í heimsókn, en er búin að vera á fullu að blogga um fréttir á mogganum, eins og um Eddie Murphy, og svarta listamenn, en hér kemur ferðasagan hennar Sigrúnar...
Sigrún Eiríksdóttir er æskuvinkona mín. Við ólumst upp á Ísafirði, og lékum okkur mikið saman sem litlar stelpur. Við vorum meira að segja í saumaklúbb saman, með Hoffý, Pálfríði, og Lilju. Það var alltaf svaka gaman hjá okkur, við vorum mjög skemmtilegar saman. Við spiluðum mikið, borðuðum popp og létum eins og litlar stelpur láta. Eftir að við ólumst upp héldum við alltaf sambandinu gangandi, en ég sá hana síðast sumarið 2000, þegar hún bjó í Bolungarvík. Hún var að fara að gifta sig, er síðan búin að gifta sig, eignast strák, Emil Eiríkur, og er skilin núna. Hún býr núna í Keflavík, og á íbúð þar, hún býr þar með Emil, og Ismael, sem er ellefu ára. Fyrrverandi eiginmaður hennar býr í Los Angeles, og bauð henni og krökkunum í heimsókn til sín. Þannig að hún kom með strákana sína tvo, og stjúpdóttur sína, hana Sylvíu, ellefu ára líka.
Þau keyrðu til mín og voru komin um tvö leytið á föstudaginn var. Hún er alltaf jafn flott, grönn og sæt, hefur alltaf verið rosalega falleg. Hún er hálfgrænlensk, og hálfíslensk, og var henni oft strítt sem krakka, því miður geta krakkar verið svo rosalega leiðinlegir. Hún hafði það stundum erfitt og ég reyndi alltaf að hressa hana við, lék atriði úr Grease og svona, og oftast nær virkaði það. Allaveganna, það var æðislegt að sjá hana eftir öll þessi ár, sjö ár, takk fyrir, en samt eins og einn dagur hafi liðið. Þannig er það með góðar vinkonur og vini, maður þarf ekki að tala saman á hverjum degi til þess að halda vináttunni gangandi, þegar maður loksins sér hvor aðra þá er eins og einn dagur hafi liðið, ekki sjö ár.
Við fórum með krakkana í sund, og leyfðum þeim að kynnast, á meðan ég og Sigrún spjölluðum saman í skugganum. Hún er alltaf jafn skemmtileg, og er búin að koma sér vel fyrir í Keflavík. Hún keypti sér íbúð þar, og er með vinnu á hárgreiðslustofu. Svo vinnur hún líka uppá flugvelli, í búð þar. Við spjölluðum og spjölluðum og spjölluðum. Það er mikið búið að gerast hjá okkur báðum síðustu sjö árin. Við erum báðar búnar að bæta við fjölskylduna, ég með Mikaelu og hún með Emil.
Síðast þegar við hittumst var Kalli níu mánaða, og Emil var 4. ára. Ég var gift, hún var að fara að gifta sig. Ég man þegar ég sá hana sumarið 2000, þá fór hún með mig niður á hárgreiðslustofuna sína, og litaði og klippti mig. Þetta gerðum við uppúr miðnætti í Bolungarvík, á meðan fyrrverandi mennirnir okkar spjölluðu saman. Mikið hefur breyst.
Á laugardeginum fórum við svo til San Francisco, hér er mynd af okkur á Golden Gate brúnni. Þið getið séð borgina bak við okkur. Við ákváðum að leggja bílnum við brúina, og labba yfir Golden Gate brúina. Veðrið var yndislegt, sól og sumar, að vísu var kaldur vindur, en mjög fallegt veður. Því miður brann ég þvílíkt á nefinu, er enn að jafna mig, fékk þvílíkar blöðrur á nebbann Löbbutúrinn tók okkur einn og hálfan klukkutíma, og svo fórum við í hádegismat inní borginni. Svo var haldið heim á leið, og seinna um kvöldið hélt Sigrún áleiðis til L.A.
Takk kærlega, elsku Sigrún mín fyrir heimsóknina, það var æðislegt að sjá þig, og frábært að fá þig í heimsókn. Hún er sú fyrsta vinkona mín frá Íslandi sem hefur komið í heimsókn, þannig að endilega, kæru vinir, ekki leyfa henni að vera eina vinkonan sem hefur heimsótt mig, núna megið þið öll byrja að plana ferð til mín...
Svo styttist í Íslandsferðina mína, bara tíu dagar í Boston, og ellefu dagar í Ísland, ég er að verða þvílíkt spennt, en líka kvíðin. Börnin eru farin að hafa áhyggjur, og þá hef ég áhyggjur, og ef þeim líður illa þá líður mér illa. Ég veit innst inni að það verður allt í lagi með þau, þau eru í mjög góðum höndum, Tim á eftir að hugsa svo rosalega vel um þau. Ég treysti honum 200%, treysti honum meira en ég treysti nokkurn tímann blóðföður barnanna minna. Ég vona bara að tíminn eigi eftir að líða hratt fyrir þau öll á meðan ég er í burtu. Ég veit að tíminn líður hægar fyrir lítil börn, en Tim er búinn að plana allskonar hluti á meðan ég er í burtu, til þess að halda þeim uppteknum. Guð blessi hann, hann er besti maður sem að kona getur beðið um, ég bað og bað þegar ég var einstæð, og Guð greinilega heyrði og svaraði bænum mínum
Hér er hitinn mikill, ekki eins mikill og í New York samt, þar sem hálf milljón manns voru án rafmagns í gær, greyin, það er sko hræðilegt. Í gær fór Tim með okkur að vatni nálægt uppeldisstaðnum hans, og var þetta vatn þvílíkt stórt og fallegt. Við ætlum að fara aftur seinna í sumar, og leigja okkur bát og sigla um vatnið, taka með okkur hádegismat, eða grilla. Svo keyrði hann með okkur um gamla hverfið sitt, og ég sá húsið sem hann ólst upp í. Hann er loksins kominn á stig þar sem að hann er tilbúinn til þess að deila minningum um foreldra sína, sérstaklega móður sína, hún dó fyrir fimm árum síðan, og er það búið að vera rosalega erfitt fyrir Tim og systkynin hans. Það er yndislegt að sjá hvar hann ólst upp, og gömlu skólana hans. Það er gaman að fá að kynnast honum betur og betur með hverjum deginum sem ég eyði með honum. Ég get ekki beðið eftir að giftast honum, hann á eftir að verða yndislegur eiginmaður
Njótið dagsins og fjölskyldunnar, ég vona að ég bráðni ekki í hitanum hér í dag, ætli við skellum okkur ekki bara í sund í dag. Sé ykkur og tala við ykkur innan við tvær vikur, jibbí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 19:05
Rasistar á Íslandi...
Ég er gjörsamlega móðguð og reið yfir því að lesa bloggin hjá ykkur í sambandi við BET verðlaunahátíðina í gærkveldi. Allir þeir sem hafa skrifað um þessa hátíð eru með þvílíka fordóma gagnvart svörtum listamönnum, ég er bara steinhissa yfir þessu.
Skiljið þið ekki hvernig það er búið að vera hér í Ameríku fyrir minnihlutahópa, ekki bara svertingja, heldur asíubúa og suður-amerískt fólk? Svertingjar eru ekki þeir einu sem eru með sína eigin verðlaunaafhendingu, og ástæðan fyrir þessari hátíð er jákvæð, það er verið að heiðra fólk í samfélaginu sem myndi annars ekki vera heiðrað. Vitið þið hversu langan tíma það er búið að taka fyrir litað fólk að vera viðurkennt fyrir sitt framlag til leikmennsku, söngs, íþrótta.
Munið þið eftir því þegar Halle Berry vann, hún var fyrsta svarta konan sem fékk Óskarinn fyrir aðalhlutverk, og það var fyrir fjórum árum síðan. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAN, við búum ennþá við þvílíka fordóma, og óréttlæti hér í Ameríku, og úti um allan heim, og bara það að lesa bloggin hjá íslenskum lesendum varðandi þessa frétt, sýnir hversu miklir fordómar ríkja hjá því fólki.
Mér finnst leiðinlegt að sjá að enginn talaði um þessa verðlaunaafhendingu á jákvæðan hátt, og mun hérmeð taka það að mér. Margir yndislegir leikarar, leikkonur, söngvarara, rapparar, og íþróttamenn voru heiðraðir á hátíðinni í gærkveldi. Allir voru í fallegum fötum, með fallega skartgripi, og Monique var ágætur stjórnandi. Mikið fannst mér nú gaman að hlusta á öll lögin sem voru flutt, og í uppáhaldi hjá mér var Beyonce, hún er alltaf jafn flott og kemur alltaf upp með eitthvað nýtt og öðruvísi, og hún varð ekki til vonbrigða, frekar en vanalega. Mér fannst geðveikt þegar Kelly Rowland kom svo á sviðið og flutti sitt nýja lag, og Beyonce, Micheille, og systir hennar Beyonce, Solance, dönsuðu allar með Kelly, þær eru allar í vídeóinu hennar Beyonce, get me bodied, og þetta var ógeðslega flott hjá þeim.
Robin Thicke var líka æðislegur, hann söng Lost without you, með smá latínskum blæ, og kom það mjög vel út. Eitt af því yndislegasta á hátíðinni var þegar Diana Ross fékk lifetime achievement awards, og á hún það svo sannarlega skilið. Erykah Badu, Chaka Khan, og Stevie Wonder sungu henni til heiðurs, og börnin hennar fimm afhentu verðlaunin. Diana Ross lítur alltaf jafn vel út, þó svo að hún sé sextíu og eitthvað (?), og hún er bara geðveikt flott.
Don Cheadley fékk svo Humanitarian Awards, og fékk hann þá viðurkenningu vegna starfs síns í Darfur, Afríku, þar sem hann er búinn að vinna við í fjölmörg ár að betrumbæta lifnað fólksins þar, og hefur hann fengið fjöldann allan af ríku og frægu fólki í lið með sér, og má þar nefna samleikara hans úr Oceans 11, 12, og 13 myndunum. Mér fannst ræðan hans mjög vel orðuð, og nefndi hann að honum findist hann ekki verðskulda slíkan heiður, en hann mun halda áfram að gera það sem hann getur til þess að standa undir heiðrinum sem að BET gaf honum.
Ég horfi alltaf á BET verðlaunaafhendinguna, af því að ég styð fólk af öllum kynþáttum, og finnst að allir eigi skilið að fá viðurkenningu fyrir sitt framlag til kvikmynda og söngs. Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá að fólk skuli vera móðgað, eða hneykslað yfir því einu að fólk sem tilheyrir minnihluta í Ameríku hafi ráð á því að hafa sína eigin verðlaunaafhendingu. Svartir, asískir, og suður-amerískir listamenn eru búnir að fá sig fullsadda af því að vera ekki viðurkennt fyrir sitt framlag til lista, og ég hrópa bara húrra fyrir þeim styrkleika sem minnihlutahópar hafa sýnt amerísku þjóðinni, og sínu fólki, og styð þeirra baráttu fyrir réttlæti gagnvart öllum, ekki bara hvítingjum. Mér finnst að bara fordómafullt fólk verði móðgað þegar minnihlutahópar ákveða að gera það sem er best fyrir þá, eru ekki hvítingjarnir í Ameríku búnir að sjá um sitt fólk í áratugi, og hunsað fólk af öðrum litarháttum? Svo fara hvítingjarnir að væla þegar minnihlutahóparnir eru búnir að fá nóg, og gefa minnihlutunum ein og ein verðlaun, og ætlast til að fólk verði ánægt með það, FÁRÁNLEGT.
Hættið að dæma, og reynið að skilja sögu minnihlutahópa hér í Ameríku, ef þið mynduð skilja, þá held ég að þið mynduð tala um þessa verðlaunaafhendingu á jákvæðan hátt, ekki með fordómum og hörðum dómi. Mér finnst bara kominn tími til að minnihlutahópar geri það sem er best fyrir sitt fólk, því eitt er víst hér í Ameríku, að hvítingjarnir munu alltaf sjá um sitt hvíta fólk fyrst, ALLTAF, þannig hefur það verið í allri sögu þessa lands. Ég segi bara aftur HÚRRA fyrir þeim minnihlutahópum sem eru búnir að fá nóg af að bíða, og eru búnir að taka það að sér sjálfir að heiðra sitt fólk. Allir eiga skilið að vera heiðraðir fyrir sitt framlag, sama hvernig fólkið er á litinn.
Svartir listamenn heiðraðir í Hollywood | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2007 | 17:23
Gat það verið...
Mér finnst alveg skiljanlegt að Eddie Murphy vildi fara í faðernispróf, fyrst að þau voru ekki saman rosalega lengi, en soldið leiðinlegt af honum að tala um það í fjölmiðlunum hversu ólíklegt það sé að hann sé pabbinn.
Það er gott að sjá að hann er pabbinn, og ég trúi því alveg 100% að hann eigi eftir að sjá fyrir barninu, bæði fjárhagslega, og persónulega. Það er spurning þar sem þau búa í sitthvoru landinu hvernig heimsóknartíminn verður, en þau vonandi komast að samkomulagi um það. Eddie Murphy á nú þegar fimm börn með fyrrverandi eiginkonunni, og hann er búinn að sjá vel um þau og sína fyrrverandi, en það er spurning hvernig það verður með Mel. Ekki voru þau nú saman lengi, og greinilega búin að vera erfitt hjá þeim að semja vel saman, það sést á því sem hún þurfti að ganga í gegnum til þess að fá hann í faðernisprófið.
Ég vona bara, barnsins vegna, að þeim á eftir að semja ágætlega, þau voru nú nógu hrifin af hvort öðru í einhvern tíma, það er vonandi að þau komast að samkomulagi, og að Mel B. tali ekki illa um Eddie við dóttur sína, þó svo að hann var ekki samvinnuþýður þegar litla stúlkan fæddist. Það er það leiðinlegasta sem mæður geta gert er að tala illa um föðurinn, alveg sama hversu illa faðirinn hefur komið fram við mömmuna og barnið, maður verður að vernda börnin sín, og ekki tala illa um hvort annað við börnin manns...
Murphy er pabbinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 16:02
Hún er á leiðinni...
til mín, frá L.A. Ég er að deyja úr tilhlökkun núna, Sigrún æskuvinkona mín er á leiðinni til mín í heimsókn, er í bílnum núna á meðan ég skrifa þessa færslu. Hún kemur með syni sína tvo, og stjúpdóttur sína, þannig að það verður mikil gleði hér á bæ hjá mér, fullt af krökkum fyrir krakkana mína. Þannig að ég skrifa um heimsóknina á morgun, ætla að taka myndir og svona, ég er að deyja úr tilhlökkun (var ég búin að nefna það???).
Þannig að núna fer ég í þrifin, matarkaupin, og svo ætla ég að hafa hádegismat tilbúinn handa þeim þegar þau koma uppúr hádeginu, samlokur, flögur, ávaxtasalat, og lemónaði. Svo ætla ég að elda kjúklingaréttinn minn með brokkolí, hrísgrjón, og salat, ásamt hvítlauksbrauði í kvöldmat. Svo ætla ég að búa til mínar frægu Berthu brownies (sem er amerískur desert eins gamall og eplabaka). Við ætlum bara að hanga í dag, förum sennilega í sund, skreppum útá vídeóleigu og náum okkur í nokkrar myndir, en svo halda þau aftur til Los Angeles í fyrramálið. Þannig að ég elda fyrir hana amerískan morgunmat í fyrramálið, egg, beikon, pönnukökur, biscuits, og ferskan appelsínudjús (nota djúsarann minn sem börnin gáfu mér á mæðradaginn).
Ég vona að hún eigi eftir að njóta sín vel, hún er alveg frábær stelpa, ég og hún erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur, sex ára held ég. Mamma hennar er grænlensk, og hún var sú eina grænlenska á Ísafirði þegar við vorum að alast upp, og auðvitað voru sumir krakkar vondir við hana og henni var strítt mikið. Mér var líka strítt mikið af því að ég var lágvaxin, þannig að við náðum vel saman, og lékum okkur alltaf rosalega mikið saman. Ég er að vísu ekki búin að tala við hana í sjö ár, en það fyndnasta er að þegar maður á góða vini, þá er eins og enginn tími sé liðinn síðan maður talaði saman síðast, þó svo að raunveruleikinn er sá að það eru komin sjö ár... Svona er þetta með góða vini/vinkonur, það er eins og maður hafi talað saman í gær, þó svo að gærdagurinn var fyrir sjö árum síðan
Jæja, þrifin bíða og börnin eru að taka til í sínu herbergi, skrifa um heimsóknina á morgun, njótið helgarinnar, gleðilegan föstudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2007 | 05:20
Minni hiti
Loksins, búið að vera aðeins skárra veður síðustu þrjá daga, minni hiti, sól og blíða, en smá gola sem hjálpar alltaf til í hitanum. Við erum bara búin að slaka á, ég er aðeins byrjuð á heimalærdómnum með krökkunum, ég var búin að ákveða að hafa klukkutíma af skóla á hverjum vikudegi, þannig að við getum lagað það sem laga þarf, tvíburarnir þurfa að lesa, betrumbæta stærðfræðina og stafsetninguna. Kalli er með skólabækur, stærðfræði, lestrarbækur, og skrifbók (journal writing), þannig að hann hefur alveg nóg að gera með það. Mikaela mín er að æfa stafsetningu, stærðfræði, og lesturinn sinn. Þannig að planið hjá mér er að hafa klukkutíma á dag fyrir heimalærdóm, og vonandi mun smá skóli í sumar hjálpa þeim þegar þau byrja í næsta bekk, það er alltaf best að vera vel undirbúinn
Æskuvinkona mín, hún Sigrún Eiríksdóttir er í Los Angeles að heimsækja barnsföður sinn. Hún er að spá í að kíkja til mín í heimsókn á föstudaginn, og ég get ekki beðið. Ég hef ekki hitt hana síðan 2000, áður en dóttir mín fæddist, og áður en að sonur hennar, Emil Eiríkur, fæddist. Elsti sonur hennar, Ismael, er ellefu ára gamall, ótrúlegt hversu hratt tíminn líður... Ég er mjög spennt að fá hana í heimsókn, er ekki búin að fá heimsókn frá neinum síðan mamma og pabbi komu í heimsókn í þrjá daga í Júní 2003. Þau eru búin að heimsækja mig tvisvar síðan ég eignaðist börnin mín, fyrst í Apríl 2001, og svo 2003. Fyrir utan þau, þá kom Íris í heimsókn til mín í Október 1999, og svo aftur í Ágúst 2005, rétt eftir að ég kynntist Tim. Þannig að ég hef ekki fengið marga gesti í heimsókn til mín, og auðvitað er það leiðinlegt að sjá ekki fólkið sitt í langan tíma, en svo er það rosalega gaman þegar ég fæ fólk í heimsókn, því að ég er ekki vön því.
Svo styttist óðum í Íslandsferðina mína, og kvíðinn eykst með hverjum degi. Mikaela mín er nú ekkert alltof ánægð með framvindu mála, hún sagði sko við mig um daginn að hún vill ekki að ég fari, að níu dagar sé alltof langur tími, og hver eigi nú eiginlega að knúsa hana á morgnana? Hún er svo mikil mömmustelpa, hefur alla tíð verið það, og auðvitað er rosalega erfitt fyrir mig að fara frá henni, og þeim öllum. Ég verð bara að koma heim, það er erfitt fyrir mig að útskýra þetta fyrir öllum börnunum, því að þau fatta nú ekki alveg hvernig það er að hafa enga fjölskyldumeðlimi í kringum sig, þau eru vön að hafa fjölskylduna í kringum sig. Tim er búinn að lofa mér að hann muni halda þeim uppteknum, þannig að þau verða ekki of leið og sorgmædd. Svo ætlum við að tala saman í tölvunni á hverjum degi, og kannski í gegnum vefmyndavél, ég er að spá í að koma með eina svoleiðis heim með mér og þá get ég spjallað við þau öll og séð þau, á meðan ég er heima.
Ég er nú samt alveg á því að tíminn muni líða rosalega hratt á meðan ég er heima, ég er auðvitað að ferðast næstum því tvo daga á leiðinni til Íslands, og svo mun ég stoppa í einn dag í Boston áður en ég flýg svo heim til San Jose. Mikið verður nú gaman að sjá börnin mín og Tim, þegar ég lendi aftur í Kaliforníu, ég get ekki beðið Ég veit að það verður yndislegt fyrir mig að koma heim, af því að mér á eftir að líða betur, ég á ekki eftir að þjást af heimþrá lengur, því að ég mun hafa tækifæri til þess að hitta ykkur flest á meðan ég er heima. Ég vil biðjast afsökunar fyrirfram ef ég hitti þig/ykkur ekki, hver sem þú/þið eruð, því miður á ég ekki eftir að geta hitt alla, það er bara ómögulegt, en ég mun gera mitt besta til þess að allaveganna hringja í ykkur á meðan ég er heima. Endilega sendið mér símanúmerin ykkar á berjamo@hotmail.com, þá get ég haft samband á meðan ég er heima. Ég mun eyða meirihluta vikunnar á Höfn, af því að þar er mikill hluti af fjölskyldunni minni. Ég er enn að spá í hvort að ég muni hafa efni á að leigja mér bíl í einn dag eða svo á meðan ég er fyrir sunnan, þá mun ég geta verslað og snattast það sem ég þarf að snattast. Þetta kemur allt betur í ljós, það er svo stutt í þetta núna.
Jæja, ég er eitthvað svo þreytt í dag, er búin að vera orkumeiri síðustu tvær vikur, en í dag er ég eitthvað lúin, svona er þetta nú bara. Ég þarf að fara eldsnemma í fyrramálið og redda heilsutryggingunni minni, alltaf einhver pappírsvinna, svoleiðis er þetta hér í Ameríkunni, en maður gerir það sem maður gera þarf. Börnin öll sofnuð, Tim að horfa á snjó og vetur í sjónvarpinu, og mér orðið kalt á að hlusta á vetrarvindinn Ætli ég fari ekki að reyna að halda áfram að lesa Barack Obama, The audacity of hope, mjög áhugaverð bók eftir tilvonandi forseta Bandaríkjanna (allaveganna vona ég það). Njótið kvöldsins, elskurnar, og ekki gleyma að senda mér símanúmerin ykkar, hlakka til þess að sjá ykkur eftir tvær og hálfa viku. Kossar og knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 16:37
Og hvernig vita þeir það?
Í þessari frétt er unga drengnum skipað að greiða litlu strákunum sem hann misnotaði 600 þúsund krónur í bætur, og sálfræðingar segja að engin varanleg skemmd sé á litlu strákunum, 2-3 ára. Ertu ekki að grínast í mér? Þessir litlu strákar eru búnir að vera misnotaðir af frænda sínum, sem er einnig ungur strákur, 16. ára gamall. Hann er fundinn sekur um að hafa misnotað einn frænda sinn, en ekki hina tvo (af því hann var 15 ára), en þarf samt að borga bætur til tveggja þeirra. Bendir það ekki til sektar?
Hvernig geta sálfræðingar sagt til um það hvort að þessi kynferðislega misnotkun hafi langvarandi áhrif á þessa litlu stráka? Þeir eru bara 2. og 3. ára gamlir. Hvað á eftir að gerast með þá þegar þeir eru komnir á unglingsaldur, þegar þeir eru ungir menn og vilja njóta kynlífs, geta þessir sálfræðingar virkilega sagt að misnotkunin muni ekki hafa langvarandi áhrif á þessa litlu stráka? Það er ekki hægt, að mínu mati, að sjá fram í framtíðina hjá þessum litlu börnum, það er ekki hægt að spá um það hvort að þetta muni ekki hafa langvarandi áhrif.
Ekki nóg með það, heldur er unglingsstráknum sleppt, hann fær engan fangelsisdóm fyrir gjörðir sínar, bara skilorðisbundinn dóm uppá fimm ár, og verður svo í sérstakri umsjón í ár. Allt af því að hann iðrast gjörða sinna, og sé viljugur um að taka á sínum málum. Auðvitað er hann það, því að fólk sem misnotar lítil börn kynferðislega, er veikt, þetta er sjúkdómur, og mjög erfitt að lækna þennan sjúkdóm. Ég vil ekki sitja hér og segja að þessi ungi strákur mun eflaust misnota börn aftur, en hann er búinn að gera það þrisvar nú þegar, og ef að refsingin er ekki verri en að þurfa að borga einhverjar skaðabætur, sem mjög sennilega munu falla á foreldra drengsins, hvað lærir þessi drengur af gjörðum sínum? Það þarf að fylgjast með honum í eitt ár, og þá mun hann geta gert það sem hann vill, ég tala nú ekki um þegar hann verður fullorðinn maður. Ef að engin alvöru refsing er gefin, af hverju er það haldið að þessi drengur muni ekki misnota fleiri lítil börn? Af því að hann iðrast gjörða sinna?
Ég er alveg á því, að þó svo að þessir litlu strákar, 2. og 3. ára gamlir eigi ekki eftir að muna mikið eftir þessu vegna ungs aldurs, þá mun þessi kynferðislega misnotkun fylgja þeim allt þeirra líf, þetta er sálrænt brot á þessum litlu börnum, og hvernig vita þessir sálfræðingar að misnotknunin muni ekki hafa langvarandi áhrif á þessa drengi? Kannski að við fáum að heyra frá þessum litlu drengjum í Kastljósi eftir 12-15 ár, hver veit?
Mér finnst að kynferðisleg misnotkun á börnum eigi að vera refsað á hinn versta hátt, með þeim lengsta dómi, því að þetta er sálrænt morð á börnunum sem eru misnotuð. Hvernig getum við sem foreldrar, sýnt börnunum okkar að við munum gera allt til þess að verja þau frá öllu illu, en svo misnotar frændi þeirra þau, og hann fer ekki einu sinni í fangelsi, hann fær skilorðisbundinn dóm. Mér finnst þetta mjög óréttlátt, skammarlegt, og bara fáránlegt, að dómskerfið á Íslandi hafi létta dóma fyrir svona þung og ógeðsleg brot. Ég er bálreið yfir þessu...
Refsingu vegna kynferðisbrots frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 19:24
Gleðilegan Þjóðhátíðardag
Kæru vinir og vandamenn. Ég vona að þið njótið dagsins, mikið væri nú gaman að vera heima núna, en ég er nú á leiðinni, þannig að ég er ekki eins sár þetta árið eins og ég var í fyrra. Hér er pabbadagur í dag, þannig að við erum búin að dekra við hann Tim minn í allan dag.
Ég bjó til amerískar pönnukökur, beikon, og egg. Svo notaði ég djúsarann minn (sem ég fékk í mömmugjöf), og bjó til ferskan appelsínusafa handa okkur, nammi namm. Maðurinn minn las svo kortin sín og opnaði gjafirnar, og þetta er bara búinn að vera rólegur og góður dagur. Hann er ekki ennþá búinn að segja mér hvað hann vill í kvöldmat, þannig að ég þarf að fiffa eitthvað gúmmulaði til handa besta pabba í heimi
Þá eru bara þrjár vikur í ferðina mína heim. Ég flýg til Boston þann 8. Júlí, og svo til Íslands þann 9. Spennan eykst, en kvíðinn líka. Mikaela mín var frekar ósátt í gær þegar við vorum að versla pabbagjafir, og hún sagði mér að níu dagar væru sko allt of langur tími fyrir mig að vera í burtu frá henni. Hún lét mig fá það óþvegið, og sektarkenndin alveg að fara með mig. Hún spurði mig svo, hver ætti eiginlega að knúsa hana á morgnana þegar ég er í burtu? Þegar ég sagði Tim, þá var hún nú ekkert hress með það, hann knúsar hana ekki eins vel og ég
Svona er nú lífið, ég vona að tíminn eigi eftir að líða hratt hjá þeim á meðan ég er á Íslandi, ég verð auðvitað svo upptekin, að ég mun eflaust ekki finna eins mikið fyrir þessu og þau. Ég minnti þau nú samt á það að ég verð alein, þau hafa allavega hvort annað, þannig að þau eru nú heppin. Þeim fannst það sko ekki rétt hjá mér, því að þau bentu mér öll á það að þau eru ekki heppin ef ég er ekki hjá þeim Break my heart, why don´t you...
Jæja, njótið dagsins, og hvors annars, og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll eftir þrjár vikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2007 | 01:40
Sumarið komið
Og hitinn með því, hér er búið að vera steikjandi hiti síðan í gær, 95 Fahrenheit (er það ekki um 38-40 stig bara, svei mér þá). Krakkarnir komu heim í gær búin í skólanum, létu eins og beljur nýhleyptum úr fjósi eftir langan vetur, hlaupandi um allt, frelsinu fegin... Ég er líka fegin, fékk að sofa út í morgun, alveg til hálfátta Vanalega er ég vöknuð rétt fyrir sjö, þannig að líkamsvekjaraklukkan mín er ennþá stillt á skólatímann, mun eflaust taka smá tíma til að venjast nýrri stundarskrá. Við erum búin að hanga við sundlaugina í dag og í gær, og svo er búið að vera kveikt á loftkælningunni í allan dag. Þessi hiti fer svo rosalega í mig, verkirnir verða verri, en laugin hjálpar sko til, ég er búin að úða á mig sólaráburð, ég brenn svo rosalega hratt.
Annars er ég búin að ákveða soldið frekar róttækt í sambandi við heilsuna mína. Ég er að reyna að hætta á öllum þessum blessuðu lyfjum, bæði pillum og sprautunum. Ég er alveg á því að líkaminn sé að gefa sig undan áhrifum lyfjanna, ég held bara að það sé óheilbrigt fyrir mig að taka eins mikið af lyfjum og ég hef gert undanfarna sex mánuði, óheilbrigt fyrir öll innyflin, en þá helst nýrun. Ég er nú bara 33 ára gömul, og auðvitað er það búið að vera erfitt fyrir mig að melta þessi heilsuvandamál síðastliðið ár, en ég er á því að gera það sem ég gera þarf. Ég er staðráðin að finna þá leið sem er best fyrir mig, ekki bara þá leið sem mér er sagt að fara samkvæmt læknunum mínum. Ég hef allt mitt líf verið rosalega á móti lyfjainntöku, og er það enn. Ég hef bara þurft á hjálp að halda uppá síðkastið, en núna ætla ég mér að finna náttúrulegar aðferðir, hvort sem það er í gegnum betra matarræði, eða náttúruleg meðul, eða nudd, hver veit
Ég veit að það mikilvægasta sem ég get gert er að fylgjast vel með hvað ég set ofan í mig, matarræðið hefur mikið með heilsuna að gera, líkamlegu og andlegu. Ég á það nú til að háma í mig franskar kartöflur, hefur alltaf verið veikleiki minn... Svo finnst mér diet kók svo gott, en Íris vinkona mín er að skora á mig að hætta að drekka það í mánuð, og sjá hvort að mér eigi ekki eftir að líða betur. Ég veit að hún hefur rétt fyrir sér (uss, ekki segja henni það), en mér finnst einhvernveginn að kókið sé það eina sem ég leyfi sjálfri mér að hafa. Ég er þannig séð alveg hætt að drekka, síðan í Ágúst í fyrra, ég datt í það eitt kvöldið, og varð veik (ælandi eins og sextán ára unglingur). Ég missti bara áhugann á áfengi það kvöldið, hefur eflaust mikið með það að gera að ég var á mörgum lyfjum, og ekki bætti áfengið líðan mína. Ég hef fengið mér þrisvar í glas á þessu ári, og þið sem þekkið mig mjög vel, vitið að það er ekki neitt, ég er nú algjör drykkjukona Og svona skemmtileg í glasi
Ég er farin að passa mig rosalega á því hvað ég borða, og hversu mikið ég borða. Ég er búin að bæta við mig ávexti og grænmeti, og svo passa ég mig á fitumagni í öllum mat. Samt fæ ég mér stundum franskar (common, ég er nú mannleg, hvar væri McDonalds án viðskipta minna??), en er núna að reyna að búa til mínar eigin franskar, miklu heilsusamlegra, og ég get fengið fullnægingu, ég meina, frönskunægingu Mér finnst alveg ómögulegt að slökkva fyrir alla veikleika mína yfir nótt, það er bara NO WAY...en ég er að reyna að betrumbæta sjálfa mig.
Þegar ég var gift, þá var ég oft mjög óhamingjusöm, ég fékk mér í glas til þess að gleyma raunveruleika mínum í smá stund, ég borðaði það sem mig langaði til þess að fylla í gatið í hjarta mínu, ég hugsaði vel um börnin mín, en ekki um sjálfa mig. Ég er búin að ganga um með aukakílóin síðan dóttir mín fæddist, og hún verður sjö ára í Nóvember...kannski kominn tími á að aukakílóin fjúki. Ég er rosalega hamingjusöm núna, mér líður vel á sálinni, mér líður vel með sjálfri mér, ég er stolt af mér, spegillinn brosir til mín þegar ég horfi í hann Ég veit að það á eftir að taka aga, þrjósku, og tíma til þess að losa mig við þessi aukakíló, en ég hef trú á sjálfa mig, ég veit að ég get barist við þau, ég hef unnið marga bardaga síðustu tíu árin. Ég mun ekki halda uppá sigurinn yfir aukakílóunum með Visa kortinu mínu í uppáhaldsfatabúðinni minni, í staðinn mun ég halda uppá þann sigur með betra heilsufari, betri líðan, lengra lífi vonandi.
Ég veit að með réttu hugarfari, betra matarræði, og smá svindli (já, franskar, dökkt súkkulaði, og beikon-osta-borgari), þá mun ég vinna þessa baráttu. Ég á eftir að ná mér í mastersgráðu, góða vinnu, byggja draumahúsið, kannski eignast annað barn, ferðast, gifta mig, the list goes on and on... Ég mun ekki láta MS sjúkdóminn stöðva mig, ekkert getur stöðvað mig, og ég get ekki lengur haldið áfram á þessari lyfjatöku sem kornung kona. Ég verð að fá að lifa mínu lífi, ég verð að hafa meiri orku til þess að hugsa um börnin mín, og til þess að skapa okkur betra líf. Það má vel vera að þessi áætlun mín eigi eftir að reynast erfið, en þessir verkir og aukaverkanir hafa reynst mjög erfiðir. Það góða við nýju áætlunina er að ef hún gengur ekki upp, þá get ég alltaf byrjað á sprautunum og lyfjunum uppá nýtt. En, ef ég prufa ekki eitthvað nýtt, þá mun ég aldrei vita hvort að eitthvað annað virki betur á heilsuna mína...
Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst, hafið þið einhverja gullmola í fórum ykkar sem gætu reynst mér vel? Þekkið þið einhvern með MS og ef já, hvað hefur það fólk gert í sínum veikindum? Ég er alltaf opin fyrir uppástungum, ég tel mig heppna að hafa ykkur öll að sem bloggvini, vini yfirhöfuð, og vil þakka ykkur fyrir þann endanlegan stuðning sem þið hafið veitt mér. Núna eru bara 26 dagar í Ísland, og ég get ekki beðið eftir að fá smá frí frá hitanum, vonandi fæ ég einn eða tvo rigningardaga á meðan ég er heima...don´t hate me Þá er kominn kokkatími á mig, er að fara að elda lax, hrísgrjón, og salat, nammi namm....ætla sko ekki að kveikja á ofninum, allt of heitt til þess, en ætla að grilla laxinn á innigrillinu mínu, og aspas líka (slurp)
Njótið kvöldsins og hvers annars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.6.2007 | 15:39
27 Dagar...
...þangað til mitt fallega land og mínir frábæru vinir og ættingjar birtast mínum augum. Ég er loksins búin að panta miðann minn heim, ég kem heim um miðnætti þann 9. Júlí, og fer aftur út þann 18. Júlí. Allt í allt mun ég hafa átta heila daga heima, því að ég flýg aftur út að morgni til þann 18. Júlí. Ég er mjög ánægð með þessi plön mín, núna get ég virkilega leyft sjálfri mér að hlakka til.
Það eru komin þrjú löng ár síðan ég kom heim síðast, þannig að það verður rosalega gott að sjá alla. Ég verð fyrir sunnan fyrsta daginn hjá Elínu vinkonu, en keyri svo austur þann 11. Júlí með Óla frænda og Heiðu minni. Ég ætla að vera fjóra daga fyrir austan, vil eyða tíma með afa og ömmu og auðvitað frændsystkynum mínum. Ég býst við að fljúga suður þann 15. Júlí, ef einhver á eftir að vera svo yndisleg/ur að ná í mig á flugvöllinn, kannski bjóða mér í mat heim til sín (hóst hóst). Svo hef ég mánudaginn og þriðjudaginn, og vil helst eyða þeim í heimsóknir, hvenær getum við gert okkur mót MH gellur??? Kannski getum við komið saman á sunnudagskvöldinu, kannski farið út að borða eins og síðast, eða bara í heimahúsum?
Ég verð hjá Elínu vinkonu á meðan ég er fyrir sunnan, hún er búin að bjóða mér að gista hjá sér í íbúðinni þeirra, því að þau eru að fara til Spánar, ég held að hún búi ennþá í Hafnarfirðinum, þannig að ef þið kæru vinir getið verið svo væn og náð í mig þangað þegar við stefnum okkur mót, ég hef því miður ekki efni á að leigja mér bílaleigubíl, það er svo mikið okur heima. Svo vantar mig að fá far uppá flugvöll að morgni 18. Júlí, ég held að flugvélin fari klukkan hálfellefu, þannig að ég verð að vera komin þangað um hálfníu, þetta er í miðri viku, þannig að ef að allir eru að vinna, ef einhver gæti skutlað mér uppá rútustöð.
Jæja, nóg komið af betlinu, endilega sendið mér tölvupóst, svo að við getum planað þennan stutta tíma sem ég hef. Þar sem ég kem heim ein, þá verður það enn auðveldara fyrir mig að standa í heimsóknum og vera á þvælingi, þannig að ég vil auðvitað hitta alla, en raunverulega séð er það ómögulegt. Endilega hjálpið mér að plana heimsókn til ykkar, ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll, kyssa og knúsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2007 | 16:24
Vá, en fallegt af henni...
...hún ætlar loksins að gefa dómaranum smá frið, í staðinn fyrir að láta eins og tveggja ára gamalt barn, sem fær ekki það sem það vill í búðinni, og kastar sér í gólfið öskrandi og sparkandi.
Mér finnst þetta nú heldur betur langt gengið, og ég get sagt ykkur, hér í Kaliforníu er þvílíkt mikið hlegið að þessari ungu stúlku, ekki af því að hún er komin aftur í fangelsi (þó svo að það sé réttlátt), heldur vegna hennar hegðunar. Hún braut lögin, í fyrsta lagi, ég meina, common, hún keyrði full og var tekin (það er sagt að þegar fólk sem keyrir fullt er loksins stoppað, þá er það búið að keyra fullt allaveganna 50 sinnum áður), ökuréttindin hennar voru tekin af henni, samt hélt hún áfram að keyra (og keyra full), hún var búin að fá viðvörun eftir viðvörun, en henni var alveg skítsama.
Það er ekki eins og hún sé ekki nógu rík til þess að hafa einkabílstjóra, væri það ekki betra, sérstaklega þegar hún er að djamma allar nætur, blindfull, keyrandi um götur L. A. Eru engir leigubílar í L.A.? Eru þeir kannski ekki nógu góðir fyrir hana? Ég tel hana mjög heppna að hafa ekki keyrt á einhvern og slasað eða drepið einhvern. Hún er eins og svo margir aðrir í Hollywood, henni finnst hún ekki þurfa að fylgja lögunum, hún er ABOVE THE LAW, fáránlegt.
Þessi saga er búin að fá alltof mikla umfjöllun í fréttunum hér hjá mér, og ég sé að sagan er eins heima á Íslandi, hér er ég meira að segja að blogga um þessa frétt. Mín skoðun er sú, það er alveg sama hver þú ert, þú ert ekki yfir lögin hafin. Þetta er það sama og með sjúkdóma, eins og krabbamein, það er enginn yfir veikindi hafin, við sjáum kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn verða fórnarlömb krabbameins, eins og venjulegt fólk. Þessvegna er bara sanngjarnt að fólk eins og Paris Hilton, sem hefur ekki gert neitt til þess að verðskulda frægðina, afplánar sína dóma í fangelsi eins og næsti maður útí bæ. Hún er ekki yfir lögin hafin, frekar en ég, sem á 1000 kall inní banka. Lögin eru lögin, ef þau eru brotin, þá á maður að afplána sína refsingu
Það fyndnasta við þetta er að þegar löggan kom og náði í hana til þess að fara með hana fyrir framan dómarann á föstudaginn var, hún mætti ekki einu sinni í réttarsalinn, reyndi að vera bara í símasambandi, en lögfræðingurinn hennar stóð eins og asni fyrir framan dómaranum, talandi um að hún hljóti nú að vera á leiðinni (hint hint, það var enginn misskilningur á milli þeirra, Paris nennti sko bara ekki að koma fyrir framan dómarann, einu sinni í viðbót), þegar löggan semsagt var að fara með hana útí löggubíl, þá kemur trukkur frá veisluþjónustu, sem að Paris var búin að ráða fyrir kvöldið, þeir voru að koma með borð og stóla fyrir partýið hennar....
Sorrý, Paris, ekkert partý fyrir þig það kvöldið, þú verður að bíða núna í 40 daga í viðbót, bara af því að þú þurftir að vera yfir aðra hafin, lítandi niður á lögin, og lítandi niður á dóminn sem þér var gefinn. Ég er bara á því að það eru engin veikindi í gangi, heldur fráhvarfseinkenni, enginn vodki í litla fangelsisrúminu hennar, hvað þá eiturlyf...veik hvað, henni vantar bara smá línu af kókaíni og glas af vodka og Red Bull, þá verður allt í lagi með hana
Paris Hilton unir dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)