Færsluflokkur: Bloggar

Hárgreiðslur, bíóferð, og dýrin...

my week in a nutshell!!! Búið að vera svo brjálað að gera að ég hef ekki haft neinn tíma til þess að bloggaCrying Allar þrjár stúlkurnar mínar fóru í klippingu á alvöru hárgreiðslustofu í vikunni. Vanalega fer ég með þær til vinkonu minnar sem að fléttar þær allar, en ég þarf að þvo hárið þeirra, blása það, og slétta það. Tvíburarnir mínir eru báðar með rosalega þykkt hár, svona Diana Ross hárW00t, villt og brjálað og fallegt. Þegar ég sé um að þvo og blása hárið þeirra, þá tekur það allaveganna þrjá klukkutíma fyrir mig. En, ég borga miklu minna, $40 fyrir flétturnar. Þær fóru allar í klippingu í vikunni, og ég þurfti að borga $100 fyrir hvorn tvíburann, og $55 fyrir Mikaelu (ég vanalega borga $15 fyrir hana). Þannig að okrið er ekkert smá, en ég verð að segja að hárið þeirra er flottara fyrir vikið... Á þriðjudeginum, þá var ég á hárgreiðslustofunni í fimm klukkutíma með Janae. Á miðvikudeginum eyddi ég klukkutíma með Mikaelu, og svo fjórum klukkutímum með Jasmine. Mér leið eins og að ég ynni þarna, bauðst til þess að klippa nokkra hausa, það var ekki alltof vel liðiðUndecided

Knocked upVið Tim fórum loksins á date á fimmtudeginum, og skelltum okkur í bíó. Við sáum Knocked up, sem er um stúlku og strák, sem detta í það, sofa saman, og hún verður óléttW00t Myndin fjallar svo um hvernig þau reyna að kynnast hvort öðru á meðgöngunni, en eru svo rosalega ólík að það er mjög erfitt fyrir þau að vera í kringum hvort annað. Hún er mjög fyndin, og rosalega raunveruleg, sem að ég bjóst ekki við. Ég hélt að þetta væri bara önnur Hollywood happy story, en í staðinn er sagan mjög raunveruleg og hrífandi. Ég mæli eindregið með henni, en Doddi bloggvinur talaði um á blogginu sínu að hún kemur ekki út fyrr en í September á ÍslandiPouty, tékkið á henni þá.

Svo var haldið í dýragarðinn í San Francisco í gær í bekkjarferð með 1. bekk. Það var rosalega gaman, þau eru búin að læra um dýragarðsdýrin í allan vetur, þannig að þau voru rosalega spennt. Við sáum gíraffa, zebrahesta, mörgæsir, ljón, tígrisdýr, flamingos, flóðhesta, allskonar fugla og auðvitað apana og górillurnar. Núna er ég búin að reyna að setja myndir hérna inn svona fimm sinnum, og það er ekki að ganga upp, þannig að ég set myndir inní myndaalbúmið mitt seinna, en við tókum fullt af flottum myndum, og þetta var rosalega gaman. Krakkarnir skemmtu sér rosalega vel, og var það sem skipti máli. Minn hópur náði að labba um allan dýragarðinn, þannig að við sáum öll dýrin. Þetta var gaman, og við vorum í garðinum í tvo og hálfan tíma, þannig að ég fékk góða æfingu í gær, og var mikið þreytt eftir á. Svo í gærkveldi, eins og venjan er hjá okkur, fór ég og keypti fyrir alla það sem þeir vildu í kvöldmat, stelpurnar þrjár vildu KFC, Kalli Taco Bell, Tim og ég fengum okkur svo Outback steakhouse. Svo settumst við öll saman og borðuðum og horfðum á Norbit, sem er nýkomin útá DVD.

Þetta er allt og sumt, kæru lesendur, eins og ég sagði, brjáluð vika. Ég er loksins með smá tíma útaf fyrir mig, var vöknuð hérna fyrir sjö í morgun, og núna er klukkan að verða tíu, og allir vaknaðir nema maðurinn minn, kaffikannan kallar nafnið hans, en hann heyrir ekki vegna hrotannaWhistling Núna ætla ég að setjast í hægindarstólinn minn annaðhvort með Jodi Picoult, Nine minutes (mjög góð bók, er nýbyrjuð að lesa hana), eða með DVD spilarann minn með góða bíómynd (veit ekki hvernig mynd ég er í stuði fyrir...), en ég ætla pottþétt að slaka á aðeins, áður en ég skelli mér í sturtu, og fer svo út með grislingana, kannski förum við á leikvöllinn sem er með tjörn í dag, þá getum við gefið öndunum eitthvað gott að borðaGrin 

Njótið dagsins kæru vinir og hvors annarsKissing


Ég er sko fegin...

...ég var nefnilega á Yasmin pillunni, í meira en ár, en hætti að taka hana fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki skemmtilegt að lesa svona frétt, greyið stelpan sem er búin að ganga í gegnum allskonar veikindi vegna þess eins að nota getnaðarvörn. Hvar liggur ábyrgðin? Við sem kvenmenn treystum okkar læknum, og heilbrigðiskerfinu, eigum við ekki að geta gert það? Ég var mjög ánægð með Yasmin pilluna á meðan ég tók hana, ég var ekki eins skapvond, sem var það besta fyrir mig, því að í fortíðinni hafa allar getnaðarvarnir farið illa í skapið á mérAngry

Ég vona að alvarlega verði tekið á þessu máli, að viðvaranir verði gerðar, ef að það sannast svo 100% að Yasmin pillan orsakaði þessum veikindum, þá ætti þessi unga stúlka að fá allan lækniskostnað greiddan. Ég vil bara þakka henni fyrir að tala um sína reynslu opinberlega, og ég vona að hennar saga eigi eftir að hjálpa fleiri kvenmönnum, ég veit að ég mun ekki byrja aftur á Yasmin pillunniGasp 


mbl.is Fékk blóðtappa í lungu vegna Yasmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í sumar

Þá er farið að huga að næstu ferð, og maðurinn minn er ekkert alltof hress með það, hann er með áhyggjur af þessari löngu ferð minni til Íslands, sem að ég skil svosem vel, ég væri nú eflaust með áhyggjur af honum ef hann væri að fljúga í kringum hálfan hnöttinn!!

Því miður er staðan sú að ég kem bara ein heim, og í staðinn fyrir tvær-þrjár vikur, þá kem ég heim í viku til tíu daga. Ég get bara ekki höndlað kostnaðinn, það er ekkert smá dýrt að fljúga heim, og sérstaklega fyrir okkur þrjú. Þannig að við Tim ákváðum að ég fari bara heim ein, og í styttri tíma, því að ég get ekki verið í burtu frá þeim öllum í langan tíma, og það er ekki sanngjarnt að hann þurfi að hugsa um alla fjölskylduna á meðan ég er lengst í burtu, allavega finnst mér það ekki, þó svo að hann sé alveg cool með það.

Við eigum öll sex eftir að komast heim að hausti eða vori til, fyrir sama pening og við þrjú að koma heim í sumar. Ég vil frekar bíða með þetta, og þá sérstaklega líka í sambandi við sjúkdóminn minn. Ég sá hvernig flugið og ferðin yfirhöfuð til Chicago fór með mig, það tók mig viku að jafna mig (það hefur sko ekkert með hörkufylleríið að geraWhistling). Þetta er þvílíkt okur hjá Icelandair, en hvað getur maður gert...

Þannig að ég er að spá í að koma heim um miðjan Júlí, og vera bara í viku eða svo. Fyrst ég verð án barna þá á ég eftir að getað hitt alla (vonandi), þannig að endilega farið að hafa samband við mig, svo að við getum planað að hittast. Tölvupósturinn minn er berjamo@hotmail.com, endilega sendið mér nokkrar línur, og MH stelpur, við verðum að plana eitthvað skemmtilegt... Ég fer mjög sennilega í þrjá daga austur til þess að eyða smá tíma með afa og ömmu, og svo verð ég fjóra til fimm daga fyrir sunnan... Ég verð að halda mig innan við tíu daga ferðalag, því að ég á eftir að vera ónýt án barnanna minna og Tim´s, en Guð minn góður, það verður svo æðislegt að koma heim, þó svo að það sé ekki nema í smá stund, ég er ekki búin að koma heim í þrjú árCrying Þá vonandi læknast heimþráin aðeins, þá verða hátíðirnar í ár auðveldari, ég er alltaf að deyja úr heimþrá á jólunum!!

Ég er ekki enn búin að kaupa miðann minn, en eins og ég sagði, ég býst við að koma heim í kringum þann 11. Júlí (Elín, þú ferð ekki út fyrr en þann 12. er það ekki?), fer svo senilega austur, og verð svo fyrir sunnan í kringum 15-16. Júlí. Ég vona að ég á eftir að geta hitt ykkur sem flest, og eins og ég sagði áðan, ég verð ekki með nein börn, ég á eftir að geta eytt öllum deginum í heimsóknum, eða hitt ykkur á kaffihúsi, eða kvöldmat, eða hádegismat, bara endilega látið mig vita, því að ég vil hitta ykkur öll, ef mögulegt erWink Sjáumst eftir um það bil sex vikur, get ekki beðið, elsku bestu vinir og vandamenn...


Annasöm vika

Það er kominn fimmtudagur nú þegar, og Maí mánuður að verða búinn...ótrúlegt hversu hratt tíminn líður þessa dagana. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðan ég kom heim frá Chicago, og ég get sko sagt ykkur að allt stressið, amstrið, og þreytan er því miður komin afturUndecided

Síðasta helgi var Memorial Day helgin, og því enginn skóli á mánudaginn. Systur hans Tim komu báðar í heimsókn, en gistu hjá yngri bróðir hans sem býr í blokkinni á móti okkar (eða 57 skrefum í burtu...). Ég endaði með að hafa tvær frænkur í gistingu á föstudagskvöldinu, bjó svo til stóran morgunmat á laugardagsmorgninum, svo var haldið áleiðis í Kringluna, bara við stelpurnar. Tveir frændurnir sem eru báðir jafngamlir Kalla komu til mín um tvö leytið, þannig að þá var ég með átta krakka, en strákarnir héldu sig heima við á meðan við stelpurnar fórum að versla. Ég gaf þeim öllum $20, sem vakti mikla kátínu, og þær gátu sko verslað heilan helling með sínum pening. Hún Mikaela mín er frábær þegar kemur að því að verslaLoL Hún passar sig alltaf á því að finna hluti sem kosta innan við $5, og þannig endar hún alltaf með fullt af dóti. Hún átti $10 fyrir, þannig að hún kom heim með þrjá poka. Hún verslaði í Amuse, sem er ódýr skartgripabúð, þar náði hún sér í Tinker Bell klukku, Tinker Bell blýanta og litla bók til að skrifa í, og einhvern lítinn hring, mood ring - skiptir um lit samkvæmt skapi... Síðan verslaði hún sér enn meira í Hello Kitty búðinni, litla sumar Hello Kitty dúkku, litarbók, og fleiri blýanta. Svo í Old Navy nældi hún sér í bol...ekki amarleg verslunarferð fyrir hana. Allar stelpurnar stóðu sig vel í kaupunum, enduðu flestar með nýjar töskur, eða veski, boli, og svo auðvitað skartgripi. Ég fíflaðist svo til þess að kaupa ís handa öllum, sem var rándýr, ég borgaði $32 fyrir okkur sexGasp

Á sunnudeginum var svo grillað, og allir krakkarnir léku sér allan daginn, komu inná milli og hámuðu í sig hamborgara, eða pylsu, eða kjúkling. Þetta var mjög vel lukkað allt saman, því að Tim er varla búinn að tala við yngri systur sína og bróður síðan í Janúar. Ég var soldið kvíðin yfir því, en það fór allt rosalega vel, við Tim meira að segja endurtókum spilamennskuna okkar, og möluðum litla bróður hans og eiginkonu í Spades. Fyrsta kvöldið sem við hittumst, þá möluðum við Tim þau einnig í Spades, og það er mjög merkilegt í fjölskyldunni hjá þeim, því að N´Jai og Beth eru vön að mala fólk í þessu spili, en ekki okkur Tim, WE ARE THE CHAMPIONS of the SPADESW00t

Einhverra hluta vegna enduðu öll frændsystkynin heima hjá okkur það kvöldið, þá var talan komin uppí níu...sex stelpur og þrír strákar. Ekki má minnast á að við búum í frekar lítillri íbúð, en það fór sko vel um þau öll samt sem áður. Það var rosalega gaman hjá þeim öllum, og sérstaklega þá fyrir tvíburana mína, Amanda frænka þeirra býr rétt fyrir utan L.A. og var þetta í fyrsta skiptið, síðan ég kynntist Tim, sem að hún hefur komið í heimsókn til okkar. Henni fannst svo rosalega gaman og tvíburarnir voru í himnaríkiHalo Snemma á mánudagsmorgninum héldu systurnar svo áleiðis heim, og þá voru allir daprir í smá stund, en svo töluðum við um hversu stutt það er í að þau komi aftur, því að ein frænkan er að fara að gifta sig í lok Júlí og þá verða allir samankomnir á ný.

Svo var farið aftur í skólann á þriðjudeginum, og það kvöldið var svo sunnudagskólinn kenndur heima hjá okkur. Þetta var fjórða kennslustundin, og í hverri viku bætast nýir krakkar í hópinn. Það snertir mig á djúpan hátt að sjá öll börnin samankomin, strákar og stelpur á mismunandi aldri, og allir að tala um Guð, Jesús, og biblíuna. Sennilega munum við halda þessu áfram í sumar, en við förum eflaust að hittast úti, stofan okkar er of lítil fyrir tuttugu manns, þó að þau séu bara lítil og nett börn.

Í gærkveldi buðum við svo pari ásamt tveimur stelpum sínum í kvöldmat. Ég kynntist þeim í gegnum ballett skólann hennar Mikaelu, og þau eru mjög fín hjón. Þau er nýflutt á svæðið, bjuggu áður í Arizona, en maðurinn Jay ólst upp hér í Kaliforníu, en Ilze ólst upp í Brasilíu. Ég grillaði lax, sauð hrísgrjón, og grillaði aspas, og þetta var mjög gott allt saman. Svo bjó ég til íslenskt gúmmulaði í eftirrétt, fékk uppskriftina úr kokkabókinni minni sem Heiða bjó til fyrir mig eitthvert árið. Sú bók inniheldur margar geðveikar uppskriftir, því hún Heiða mín er rosalega góður kokkur. Þetta var Toblerone ávaxtaterta, og hún var geðveik. Takk, elsku besta Heiða mínKissing Ilze er rosalega fín kona, hún er rétt yfir fertugt, og hún var að segja mér frá þýðingarvinnunni sinni, sem hún vinnur heimafrá. Ég er búin að vera að spá mikið í hverskonar vinnu ég get höndlað með veikindunum, og var einmitt búin að hugsa um þýðingar, hvort að það væri eitthvað sem að ég gæti gert. Hún Ilze ætlar að emaila mér allskonar upplýsingar varðandi þennan möguleika, hver veit, kannski verður þetta mín næsta vinna!

Í dag átti ég svo að fara í bekkinn hennar Mikaelu og gera list með krökkunum, en ég svaf yfir mig, allir krakkarnir of seinir í skólann, og ég svona líka þreytt og með þessa frábæru verki mína í höndunum...Þannig að í dag ætla ég bara að slaka á, horfa kannski á bíómynd, og svo leggja mig á eftir. Annasöm vika, eins og þið sjáið, mikið er nú gott að vera heima hjá sérWink Njótið dagsins, kæru vinir, og hvors annars!!


Chicago, baby!!!!!!

Er ég búin að jafna mig? JÁ JÁ...líkamlega, andlega?????

Ég sakna stelpnanna minna SVONA MIKIÐHeart Skemmti ég mér með þeim???? Ertu ekki að grínast???? Það var svo geðveikislega gaman hjá okkur að ég veit varla hvar ég á að byrja... Ég flaug af stað á fimmtudeginum og lenti í Chicago klukkan sjö að staðartíma. Þá hlusta ég á skilaboðin mín og Vera vinkona missti af flugvélinni????? Ekki var ég nú alveg að skilja það, því að hún og Íris voru að fljúga saman frá Boston... Ég tala loksins við Írisi og þá kemur í ljós að Vera var með vasahníf í fartölvutöskunni sinni...hún var tekin til hliðar og hún var yfirheyrð af fylkislögreglunniPolice Þeir eru í svona búningum eins og Jim Carey í Me, myself and Irene! Það var soldið erfitt fyrir Veru að taka þessar löggur alvarlega, hvort sem að það var vegna yfirheyrslunar yfir vasahnífi, eða af því að fylkislöggan var í ímynd Jim Careys... Vera bara turned on the charm, togaði bolinn sinn aðeins neðar en hann var, og blikkaði svo augnhárunum, og var komin til Chicago með næstu vél, sem að lenti á sama tíma og mínHappy

Þið sem hafið farið á flugvöllinn í Chicago vitið það að hann er svo stór að það ganga lestir á milli terminals, og ég flaug inní terminal 3 og þær terminal 1. Ég hoppaði uppí lest og hringi svo í þær, og sé þær svo koma á móti mér. Þetta var eins og í dömubindaauglýsingu, þar sem að konan er svo létt á sér og hamingjusöm að hún flýtur yfir grasið og í faðm kærastans...hér var það ég og töskurnar mínar sem drógust meðfram gólfinu og féll svo beint inná milli faðmanna tveggja... Endurfundirnir voru glæsilegir, við hoppuðum upp og niður, eins tveggja ára krakkar vælandi yfir nammi við búðarkassann, nema enginn skildi hvaða rugl við vorum að tala um.

Eftir ferðina inní borgina, og komnar inná hótel, þá var klukkan níu að staðartíma, og við ógeðslega svangar. Við fórum á röltið og fundum þennan fína pítsustað og fengum okkur pizza a la ChicagoWink Svo var bara farið heim á leið og spjallað langt frammá nótt, og horft á bíómynd og borðað nammi og snakk og kalda pítsu... Föstudagurinn var svo planaður í túristaferð, við ætluðum sko að fara og hitta Oprah eftir að við værum búnar að kynnast borginni hennar betur. Svo enduðum við með að versla allan daginn...ég er ekki að grínast, við skoðuðum ekki neitt nema arkítektina inní búðum...Þannig að föstudagurinn var bara fínn, við versluðum, borðuðum góðan mat, versluðum, tókum mynd af einhverju rauðu fyrir framan einhverja byggingu (túristadæmið okkar þann daginn), versluðum, borðuðum, töluðum, og sváfum...

261280388403_0_ALBEr ég búin að segja ykkur frá stelpunum mínum???? Vera er ljósmyndari, frekar mikill townboy en rosalega sæt stelpa, tveggja barna móðir, og ógeðslega fyndin. Ellen Degeners minnir mig alltaf á Veru, því að þær gætu verið systur, sami húmor, svipaður klæðaburður, rosalega sætar báðarWhistling  Hún Íris mín er algjör psycho, og ég meina það á góðan hátt. Hún er aðeins hávaxnari en ég, og er alltaf svo stolt að standa við hliðina á mér af því að þá finnst henni hún svo stór. Hún er líka tveggja barna móðir, og er algjör hörkukelling, alltaf á bruninu, stoppar aldrei. Hún er sú besta til þess að hringja í þegar manni vantar upplýsingar um hvað sem er (föt, hvaða leið maður á að taka þegar maður keyrir, hvaða búðir eru heilsusamlegar, hvað er það nýjasta í öllu), ég hef oft kallað hana gulu línuna, því að hún er viskubrunnur... Þær eru báðar búnar að vera vinkonur mínar síðan ég kom til Ameríku í Janúar 1994, ég hef búið með þeim báðum, farið í brúðkaup beggja, flutt inn til þeirra beggja þegar illa stóð á, og svo mætti lengi telja. Þær eru fjölskylda mín hér í Ameríku, við erum eins og systur, og mér líður svo vel með sjálfri mér þegar ég er í kringum þær. Og við skemmtum okkur alltaf ógeðslega vel....

Þá er komið að laugardeginum, Vera og ég sváfum út, á meðan Íris var komin á fætur fyrir dagsljós, og fór að versla, fór í neglur, fann sér sushi stað, og var búin að gefa öðrum túristum upplýsingar um borgina sem við vorum búnar að vera í, í tvo daga. Við rukum (og þá meina ég, við Vera) af stað, og hoppuðum uppí túristarútu og keyrðum útum alla borgina. Við heimsóttum fyrrverandi heimili Oprah, uppáhaldsbúðina hennar, og núverandi heimili hennar. Svo kíktum við á einhverjar frægar byggingar, ég held að ein þeirra hét Seats Tower, nei, bíddu, Sears TowerPouty 141131388403_0_SMHún er víst þriðja stærsta bygging í HEIMINUM. (Félluð þið fyrir þessu hjá mér????) Eftir tveggja tíma túr, þá var búið að sussa á okkur (einhver redneck kall sem sussaði á mig og Írisi af því við vorum að tala of mikið fyrir hann), gefa okkur puttann (einhver unglingur með fjólublátt hár, keyrandi um í dýra bílnum hans pabba, vildi ekki að Vera var að beina myndavélinni að sér), og fræða okkur allt um Wisconsin (eldri kona sem var í helgarferð með dóttur sinni og saknaði heimahaganna aðeins of mikið fyrir að vera búin að vera í burtu í tvo daga, en hún var rosa sæt eldri kona). Þá vorum við svo uppgefnar að við drifum okkur í nudd hjá Elisabeth Arden, Red Door SpaW00t

827831388403_0_SMOh, my God, gosh (fyrirgefðu Íris mín), við vorum ekkert smá afslappaðar eftir þessa tvo klukkutíma sem við eyddum þarna. Þetta var ógeðslega gott, eins og frábært kynlíf, þið vitið eins og í bíómyndunum þegar parið situr í rúminu eftir á og reykir...mig langaði í sígarettu og ég reyki ekki einu sinniLoL Við vorum með pantað borð á flottum veitingastað, en við sáum Cheesecake Factory veitingastaðinn (sem er geðveikur, ef þið komið einhverntímann til USA, try it!!) og við fengum okkur sæti við barinn og pöntuðum risastóra og risadýra drykki...Steve var þjónninn okkar, og hann var yndislegur. Eftir nokkra drykki, þá var Íris farin að tala við par sem sat á hennar vinstri hönd, ég og Vera vorum að blaðra, og svo liðu nokkrir klukkutímar. Áður en ég vissi af vorum við komnar uppá hótel, búnar að panta bjór frá herbergisþjónustunni, og vorum að prufa kjól eftir kjól og mála okkur í leiðinni.

Þeir sem þekkja mig vel, vita það að mér finnst bjórinn góður, stundum hefur mér fundist hann mikið góður, tólf á kvöldi um helgar góður... Þar sem ég er búin að vera veik, og er á mörgum mismunandi lyfjum, þá kvaddi ég minn góða vin Heineken. Viti menn, hann bankaði uppá hjá mér í Chicago, og dansaði meira að segja fyrir migWink Eftir þvílíkt stuð á hótelherberginu, héldum við á leið á einhvern dansstað sem að Steve ostakökuþjónninn okkar var búinn að mæla með. Á leiðinni sáum við HOUSE OF BLUES skilti, og öskruðum samtaka, STOPP... Við enduðum með að eyða kvöldinu þar, og viti menn, Vera dansaði eins og brjálæðingur allt kvöldið. Það er eiginlega soldið stór díll, af því að hún er ekki ein af þeim sem að dansar frá sér allt vit, eins og við hinir vitleysingarnir (þá er ég að tala um MIG). Það var ógeðslega gaman. Það var ógeðslega gaman. Það var ógeðslega gaman. Var ég búin að segja að það var ógeðslega gaman?

332041388403_0_SMVið mættum heim á hótelið, blindfullar, ég var berfætt, drunk dialing unnusta minn, talandi um I lovvvvve uuuuuuuuuuuuuInLove My wing is blinging, þýðing, my ring is blinging, ekki englavængurinn, heldur demantshringurinn. Ég man ekki eftir að vera svona drukkin síðan ég veit ekki hvenær, en ég skemmti mér ógeðslega vel...takk elskurnar mínar fyrir frábæra kvöldstundKissing Svo var sofnað í danskjólnum, með hálsmenið vafið um hálsinn, og kókdós í hendi.

311801388403_0_SMSunnudagurinn var ekki auðveldur, ég get sko sagt ykkur það. Því miður var það eini dagurinn sem við þurftum að vakna snemma, það var pakkað í þynkunni, hvíslað því að allt var svo hátt... Svo af öllum hlutum fórum við á skekkju í hádegismat. Við vorum búnar að panta þessa fínu ferð, en enduðum með að vera í þessari flottu skekkju, borðandi geðveikan mat (brunch, samblanda af morgunmat og hádegismat og aragrúi af eftirréttum), og ruggandi fram og tilbaka á Lake Michigan í þvílíkri þynkuSideways 

610811388403_0_SMFyrir utan þynkuna, þokuna, og þéttu skýin, þá var þetta fullkominn hádegismatur, frábær leið að enda frábæra ferð. Eftir þetta allt saman, þá héldum við á leið uppá flugvöll, og sögðum SJÁUMST, því að Íris neitar að segja bless við fólk sem hún elskar... Svo hélt ég ein á leið í lestina sem fór með mig þar sem flugvélin mín var, og þar beið ég í einn og hálfan tíma, borðandi franskar, horfandi á Friends Season 9, að drepast úr þynku. Ég lenti í San Jose, spennt að sjá fjölskylduna, sem mætti öll í náttsloppum (fyrir utan Tim, hann var í Superman náttfötunum sínumWink) að ná í mig. Það var svo frábært að sjá þau, ég saknaði þeirra rosalega mikið og þau mín. Við Tim erum búin að vera eins og glænýtt ástfangið par síðan ég kom heim, ástin blómstrar bara, sem er í góðu lagi mín vegna...

Í hnotskurn, þessi þriðja árslega afslappandi mæðrahelgi hjá okkur stelpunum var sú besta so far, og það tekur ekkert frá fyrri ferðum, við erum bara að verða betri að plana, slaka á, og njóta okkar í burtu frá köllum og börnum (sem við elskum útaf lífinu). Takk milljón sinnum, elsku Íris og Vera mín fyrir frábæra samveru, ég get ekki beðið eftir næsta áriTounge Love Ya´


Ég er á leiðinni...

alltaf á leiðinni, til þess að segja ykkur, frá Chicago ferðinni... Elsku bestu vinir og vandamenn, ég er búin að vera svo dauðuppgefin síðustu tvo daga, og hef þessvegna ekki getað sest niður til þess að tala um Chicago ferðina mína, sem var yndisleg, geðveik, frábær, skemmtileg, afslappandi, spennandi, og bara ein besta ferð sem ég hef farið í EVER...

Ég er enn að jafna mig samt, og á eftir að finna skemmtilegar myndir til þess að fylgja sögunni, þannig að ég vildi bara láta ykkur vita að ég er komin aftur heim, og mun skrifa í dag eða á morgun um ferðina mína með stelpunum mínumWink


Chicago, hér kem ég, Oprah ready for lunch????

Bara einn dagur í þetta hjá mér, og er ég á hlaupum í dag, ekki fyrir sjálfa mig, heldur verð ég að vera viss um að allt sé í orden fyrir gríslingana mína. Það er svo mikið að gera hjá þeim næstu þrjá daga, og ég á eftir að missa af því ölluFrown Mikaela er með balletsýninguna sína annaðkvöld, tvíburarnir eru með danssýninguna sína föstudagskvöldið, Kalli er með fótboltaæfingu á föstudaginn, og svo er stærðfræðipartý hjá Kalla og Mikaelu á sunnudaginn heima hjá kennaranum þeirra...þannig að það verður nóg að gera hjá TimFootinMouth

Hann á nú eftir að höndla þetta allt saman vel, það er samt fyndið hvernig þetta er allt saman hjá okkur núna, því að ég sé um allt svona, heimalærdóminn, áhugamálin og íþróttirnar, ég sé um að finna þau til (passa að þau gleymi ekki balletskóm, varnarbúnaðinum, og vatnsflöskunum). Ég er soddan fullkomnunarfrík að ég er búin að skrifa niður tvær blaðsíður fyrir hann Tim minn með dagskránni hjá þeim...og öllu því sem ekki má nú gleyma...algjör tík stundum. Að vísu er hann bara fínn með að díla við mig þegar kemur að svoleiðis hlutum, hann tekur því bara eins og öllu öðru, með sínu jafnaðargeði...þannig að ég fæ að vera controlfreak, og hann brosir bara útí annað munnvikiðJoyful

Annars er ég mest svekkt yfir að missa af balletsýningunni hennar Mikaelu, af því að ég er búin að sjá hana æfa og æfa síðustu tvo mánuði, og svo missi ég af flottu sýningunni hjá henni, en Tim ætlar að taka það allt uppá vídeó fyrir mig. Ég var svo heppin að sjá tvíburana dansa á síðustu helgi, því að þær eru með tvær sýningar, þannig að ég er ekki eins svekkt að missa af þeim, en samt svekkt skal ég segja ykkur. Allt annað er svosem bara daglegt líf, þannig að ég missi ekki af miklu þar, þó svo að Tim mun sennilega fara með allt liðið í bíó að sjá SHREK THE THIRD, þannig að ég er sko FÚL yfir því...nei, nei, án gríns, ég fór með mín tvö litlu fyrir tveimur árum síðan í bíó að sjá númer tvö, og það var áður en að ég og Tim kynntumst, þannig að það verður skrítið að missa af þriðju myndinni, en ég get nú ekki sagt Oprah að ég vilji frekar sjá Shrek í bíó með gríslingunum mínum í staðinn fyrir að borða hádegismat með henni...Plúss, henni á eftir að líka svo vel við íslenska húmorinn minn, að hún mun mjög sennilega verða góð vinkona mín, og þá get ég bara beðið hana um að bjóða mér og familíunni í einkasýningu af SHREK í litla bíóhúsinu hennar sem hún er með í litla kjallaranum sínum í litla húsinu sínu á litlu lóðinni sinniLoL

Fyrir utan að hanga með Oprah, þá hlakkar mig auðvitað rosalega mikið til að sjá Veru og Írisi, mínar tvær bestu vinkonur í USA...Þegar ég kom til Bandaríkjanna sem au-pair í Janúar 1994, þá fór ég og hitti fullt af íslenskum stelpum á veitingastað inní Boston. Ég gleymi ALDREI þegar Íris og Vera og Gunnhildur komu inná veitingastaðinn. Þær voru allar með þvílíkt dökkar augabrúnir, og svona mikið málaðar í framan. Vera var með frekar stutt hár, Gunnhildur var með sítt ljóst hár, og Íris var með ljósbrúnt hár minnir mig, því að hún var alltaf að lita á sér hárið á þessum tíma. Ég gleymi þessu aldrei, af því að þær voru allt öðruvísi en allar mínar íslensku vinkonur sem ég átti fyrir. Íris var líka þessi mikla frekja, og ég var nú ekkert sérstaklega mikið að fíla hana. Hún var eiginlega mamman í hópnum af því að hún var búin að vera í Boston í ár nú þegar, en fékk leyfi frá au-pair samtökunum að vera í auka sex mánuði hjá fjölskyldunni, af því að strákurinn sem hún var að passa var með krabbamein (tveggja ára gamall, hann dó svo seinna það árið, rosalega sorglegt).

Ekki vissi ég þetta kvöldið að þær myndu verða eins og systur mínar, og erum við búnar að ganga í gegnum ýmislegt saman. Brúðkaup, barnafæðingar, skilnaði, dauða, rifrildi, hlátur, tár, slagsmál (manstu, Vera mín?), flutninga, útskriftir, og núna ferðalög... Þær eru virkilega systur mínar, því að þær eru einu ættingjarnir mínir í Bandaríkjunum. Gunnhildur vinkona mín býr núna í Noregi, en við höfum ennþá samband og vonandi mun ég sjá hana í sumar, ef ekki þá kemur hún vonandi í brúðkaupið mitt...

Ég er búin að bíða og bíða og bíða eftir þessum degi, og hann er að renna upp á morgun. Ég sakna stelpnanna svo mikið, það er oft erfitt að geta ekki hoppað uppí bíl og skroppið til þeirra í heimsókn, eða hitt þær í bíó, eða bara vitað af þeim tuttugu mínútur í burtu. Svona er nú lífið, ef ég hefði ekki hitt Tim þá hefði ég eflaust flutt aftur til Boston, eftir að ég fékk fullt forræði yfir börnunum mínum. Ég er ekki að segja að ég vildi frekar búa þar en að hafa hitt Tim, en í fullkomnum heimi þá myndi Tim samþykkja að flytja þangað, þessvegna ætlum við stelpurnar að sýna honum Boston í Ágúst, og kannski, kannski, mun hann hugsa um að flytja til austurstrandarinnar...

Þá er kominn tími til þess að ég hætti þessu blaðri, og drífi mig útí búð að kaupa sjampó og hárnæringu fyrir Oprah, ég meina Chicago (það mætti halda að ég sé obsessed af Oprah, er það sko ekki), svo vantar mig maskara, og svo er það bara að byrja að pakka niður, svo að ég hafi nægan tíma með krökkunum mínum í dag, langar bara til þess að sitja með þeim og anda þeim að mér... Ég veit hvað þið eruð að hugsa, þetta eru bara þrír dagar, og ég á eftir að skemmta mér konunglega, en þrír dagar í burtu frá börnunum mínum er eins og heil eilífðFrown  Ég er með nýjustu Jodi Picoult bókina, The Secret bókina, svo er ég með DVD spilara og tek með mér Because I said so, og Notes on a Scandal, og níundu þáttaröðina af Friends, þannig að það verður sko nóg að gera hjá mér í flugvélinni, kannski fæ ég mér líka smá lúr... Það sem að mig hlakkar eiginlega mest til í Chicago, er að fá að sofa út og fá að sofa án hávaða eða að vera að slást við manninn minn um sængina...Guð minn góður, mig hlakkar svo til, ég get varla beðið...einn dagur í viðbótW00t Set hér inn myndir um leið og ég kem tilbaka, kannski get ég notað fartölvuna hennar Írisar og sett inn myndir á meðan ég er í Chicago, við sjáum bara til, njótið helgarinnar og hvors annarsKissing


Gleðilegan Mömmudag...

til ykkar allra. Í dag er haldið uppá mömmudaginn hér í Ameríku, og get ég sagt ykkur að þetta er búinn að vera hinn besti mömmudagur hjá mér EVERGrin

HipHop og Mömmudagur 027Hér má sjá þann aragrúa af gjöfum sem ég fékk, bæði heimatilbúin og úr búðinni. Ég var hér grátandi að taka upp allar þessar gjafir, og ég fékk einnig mörg kort, bæði keypt og heimatilbúin, ásamt bréfum frá tvíburunum. Ég sat í drottningarstólnum (hægindarstóllinn minn...) og opnaði og las frá þeim öllum, og tárin féllu á meðan. Ég fékk handmixara (gamli mixarinn svona lúinn, kominn í mixarakirkjugarðinn núna), djúsara (veit ekkert hvað það er á íslensku, en svona djúsara til að búa til ávaxta/grænmetis djús), hálsmen, gjafakort í uppáhalds fatarbúðina mína, eyrnalokka, blóm með mynd af Mikaelu inní, tissuekassa (svona sem ég get sett yfir Kleenex kassa, Kalli bjó það til fyrir mig og er hann allur skreyttur, Kalli er future artist skal ég segja ykkur), vatnsflösku, mynd sem segir, Create your dream and then live it..., baðdót (sápu, krem, og handarkrem), og svo auðvitað blóm. Ég er gjörsamlega heppnasta mamma í heimi, ekki af því að ég fékk svona mikið af gjöfum, heldur af því að börnin mín bjuggu öll eitthvað spes til handa mér, og þau skrifuðu öll tilfinningar sínar niður á blað eða kort, og ég mun aldrei gleyma því hversu heitt börnin mín elska mig.

Maðurinn minn gaf mér líka æðislegt kort, og þegar ég las það þá gat ég sko ekki hamið tárin. Í því stóð: You are the woman who came into my life, capturing my heart and my imagination and making me want to be a better man than I'd ever been before. You are the woman whose gentle goodness softens my rough edges and whose caring encouragement gives me all the support I need. You are the woman who is the heart and soul at the center of my world...a partner, a lover, a friend, my reason for living...  ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ GIFTAST HONUMInLove

HipHop og Mömmudagur 038Hér er elsku Jasmine mín, mín elsta dóttir í bolnum sem hún keypti á síðustu helgi í Kringlunni, og hún gat ekki beðið eftir að fara í bolinn í dag. Þetta er nú samt búinn að vera mjög rólegur dagur, afslappandi. Veðrið er miklu betra, hitinn búinn að lækka, hér er bara um 75 stiga hiti í dag, sem er um það bil 18-20 stig Celcius. Svo blæs hér smá gola í gegnum gluggann minn þar sem ég sit og blogga, mér er svo hlýtt um hjartað í dag, og ég vona að þið séuð öll að njóta helgarinnar og dagsins eins mikið og égKissing

Í gær var sko mikið hjá okkur að gera. Tim og Kalli fóru í Barber Shop (ekki hjá Ice Cube samt...), en þar var allt fullt, þannig að þeir fóru og þrifu bílinn og komu svo og náðu í okkur stelpurnar. Svo keyrðum við tvíburunum til Milpitas þar sem þær voru með danssýningu með Hip Hop bekknum sínum. Þær biðu á bókasafninu í klukkutíma þangað til að þær áttu að fara að hitta kennarann sinn. Á meðan fór Tim með mig og Mikaelu í síðasta ballett tímann hennar, og þeir héldu á leið í klippingu aftur. Svo komu þeir og náðu í okkur, ennþá með sítt hár...enn var allt fullt á barber shop, Ice Cube alltof busy fyrir strákana mína, ég þarf sko að fara að ræða við hannErrm Að hann skuli ekki gefa sér tíma að klippa strákana mína...

HipHop og Mömmudagur 021Hér eru dúllurnar mínar að freestyla, eða breakdansa, ég veit ekki alveg hvað þær voru að gera, en þetta var eftir sýninguna og þá var öllum leyft að fara inní hringinn og freestyla, og þær voru geðveikislega flottar. Ég var svo stolt af þeim, þær stóðu sig svo rosalega vel. Þetta var ekki alvöru sýningin, hún er nefnilega á föstudaginn kemur, á meðan ég er í ChicagoGasp Ég á eftir að missa af báðum danssýningunum, hjá Mikaelu og tvíburunumFrown Þegar ég og stelpurnar ákváðum að hittast um þessa helgi í Chicago, þá vissi ég ekki að ég ætti eftir að skrá stelpurnar í dans, og vissi ekki að akkúrat sömu helgi og ég færi, þá eru þær með danssýningu... Auðvitað verð ég bara að vera sterk, Tim ætlar að taka allt upp fyrir mig, en ég var ánægð með að fá allaveganna að sjá tvíburana dansa uppá sviði einu sinni.

Svo er ég búin að sjá sýninguna hjá Mikaelu í bekknum hjá henni, en ekki uppá sviði, en svona er nú bara lífið, stundum missir maður af...Ég er búin að ákveða hvernig ég get glatt stelpurnar þó að ég verði ekki til staðar í persónu, þá get ég verið til staðar í anda. Ég ætla að kaupa blóm fyrir stelpurnar sem að Tim getur gefið þeim eftir sýninguna, og svo er ég búin að kaupa fyrir öll börnin smá gjöf sem ég ætla að biðja Tim um að gefa þeim á laugardagsmorgninum, þá geta þau hugsað til mín þó svo að ég sé ekki heima...ég veit að ég á eftir að sakna þeirra miklu meira, en ég verð nú bara í burtu í þrjá daga, þannig að það á eftir að líða hratt.

Næst þegar ég skrifa þá verð ég annaðhvort að telja niður dagana þangað til að ég fer til Chicago, eða ég skrifa frá Chicago með myndir af borginni, og kannski Oprah líka, við ætlum nefnilega að heimsækja hana, skreppa út í lunch eða dinnerWink

Njótið dagsins og vikunnar, sumarið er að koma og með því kemur Íslandsferðin mín...


Áfram Serbía..

Fyrst að Ísland komst ekki áfram. Ég fylgdist með keppninni á fimmtudagskvöldinu (deginum hjá mér), en það tók þvílíkan tíma fyrir mig að downloada einhverju forriti, þannig að ég missti af Eika, og var ekki nógu ánægð með það...en ég heyrði að hann stóð sig velWink

Ég var í þvílíku stuði hérna, því að ég var með Heiðu frænku í Svíþjóð. Við héldum partý saman á netinu, ég horfði á keppnina á netinu, og hún í sjónvarpinu. Svo vorum við með vefmyndavélirnar okkar í gangi, og spjölluðum saman inná milli laga.

Ég verð að segja að núna held ég með Serbíu...svo finnst mér Þýskaland, Ungverjaland, Makodónía og Latvía rosalega góð lög. Ég vona og vona, og ef ég gæti kosið, þá myndi ég sko kjósa SerbíuW00t ER að horfa núna á keppnina í beinni, og Serbía fékk fyrstu tólf stigin....VÚHAAAAAAA, Frábært!!!

Ókei, verð að halda áfram að fylgjast með keppninni, og svo er ég að fara í klippingu eftir fimmtán mínútur. Núna er Sesselja mín hamingjusöm því að hún heldur með Rússlandi, og þau voru að fá tólf stig. Njótið keppninnar, takk elsku besta Heiða mín fyrir frábærar samverur...Kissing


Hitabylgja...

Síðustu þrír dagar eru búnir að vera alltof heitir, ný met eru búin að vera slegin...93 stiga hiti Fahrenheit, um það bil 32 gráður, ef stærðfræðin mín er rétt. Það er hrikalega heitt, það versta við það er að þessir blessuðu verkir mínir verða svo miklu verri í hitanumUndecided

Ég er búin að vera dugleg að labba á hverjum morgni, verð að komast í betra form, sérstaklega fyrir sumarið, og sérstaklega fyrir Íslandsferðina mína. Ég er ekki búin að ferðast með þennan sjúkdóm áður, þannig að það verður athyglisvert að sjá hvernig flugið á eftir að fara í mig. Ég mun sjá aðeins betur í næstu viku, því að þá mun ég fljúga til Chicago fyrir stelpuhelgina mína...get ekki beðið.

Ég get sagt ykkur öllum núna, að það er alveg 100% öruggt að ég komi heim í sumar, nánar tiltekið eftir um það bil níu til tíu vikur...get ekki beðið. Ég er ekki búin að koma heim í þrjú ár og er það alltof langur tími, en svoleiðis er það þegar maður er búinn að vera einhleypur foreldri, veikur, og án vinnu, þá tekur þetta alltsaman soldið lengri tíma en maður vildi. Ég er ekki ennþá búin að panta miðana mína, er að bíða eftir að þeir fari kannski á útsölu, það er oft að miðarnir eru ódýrari ef maður kaupir þá mánuð fyrir tímann, í staðinn fyrir þremur mánuðum áður. Ég veit allaveganna að þeir verða ekki mikið dýrari en $900 á mann, og það er bara fyrir flugið frá Boston til Íslands, ég tala nú ekki um á milli strandanna. Þetta er bara svona, maður gerir sér ekki grein fyrir hversu langt það er á milli mín og ykkar fyrr en maður fer að plana ferð heim.

Ég er ekki búin að hugsa fyrir þessu öllu enn, en maðurinn minn er búinn að lofa mér að hann ætli að sjá fyrir því að ég komist heim í sumar, hann vill endilega að ég hætti að væla úr heimþrá hérna uppá annanhvorn dag. Ég vildi óska að við gætum öll komið heim í sumar, en það verður bara að vera næst. Þannig að það verður ég, Kalli og Mikaela í þetta skiptið. Tim og tvíburarnir eiga svo vonandi eftir að fljúga til Boston og hitta okkur þegar við komum þangað eftir Ísland, og þá getum við eytt afmælisdeginum mínum með Írisi og Veru, og allir fá að ferðast eitthvað í flugvél í sumar. Mér líður verst yfir tvíburunum, því þær eru bara börn, og skilja ekki alveg hversu dýrt það er að ferðast svona langt með okkar stóru fjölskyldu. Þannig að ég verð að kaupa eitthvað alíslenskt og flott, þá fyrirgefa þær mér kannski fyrir að fara frá þeim í þrjár vikur.

Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að hafa þetta, vil helst reyna að leigja mér kennaraíbúð svo að ég þurfi ekki að vera inná vinum og ættingjum, sérstaklega þar sem að ég er að vonast til þess að flestir geti komið og heimsótt mig, eða náð í mig, því að ég á ekki eftir að hafa efni á því að leigja bíl í svona langan tíma. Planið er að ég mun fara austur á Höfn að heimsækja afa og ömmu, en ég ætla að keyra með Óla frænda, því að hann og Heiða verða líka á Íslandi í sumar (þau búa núna í Svíþjóð), þau eru að fara að ferma sína elstu, Rebekku, þannig að ég er að koma heim á sama tíma og þau svo að ég geti séð þau líka, og auðvitað þá kemst ég líka í ferminguna hennar, því að í fyrra missti ég af fermingunni hjá henni Bríeti frænku, þannig að ég get ekki misst af öllu svoleiðis hátíðlegu. Ég vil líka koma heim áður en Elín vinkona fer til Spánar í ferðalag, en þá þarf ég að koma heim viku áður en ég upprunalega ætlaði mér, en ég verð að hitta hana, hún er ein af mínum bestu vinkonum, og ég get ekki misst af henni.

Ef að ég væri að koma heim með alla fjölskylduna þá gæti ég gert svona húsaskipti, eins og í The Holiday. Þá skiptist fólk á húsnæði og bíl á meðan það er í frí, svo að maður þurfi ekki að borga fyrir leiguhúsnæði og bílaleigubíl. Það er aðallega að hafa aðgang að bíl á meðan við erum fyrir sunnan, því að auðvitað er það stórt svæði, og ég mun sko ekki hafa orku í að vera í strætó á hverjum degi. Þannig að ef einhver vill vera svo yndisleg/ur að leyfa mér að fá lánaða íbúðina þeirra og bíl í nokkrar vikur, þá mun ég auðvitað þiggja það. Ég skal þrífa bæði íbúðina og bílinn í bak og fyrir áður en ég fer aftur út...Nei, nei, en án gríns, ef að þið þekkið einhvern sem myndi ekki vera á móti því að leyfa mér og börnunum mínum að hafa aðgang að húsnæði og bíl, á meðan við erum fyrir sunnan, sem yrði sennilega í kringum 9. Júlí (Elín vinkona fer út þann 12. og ég verð að hafa allaveganna tvo til þrjá daga með henni) til 18. kannski, og svo aftur þann 25-31. Júlí, þá endilega látið mig vita af því. Ég er alveg til í að borga einhverskonar leigu, fyrir bæði húsnæðið og bíl, og auðvitað skila ég öllu í tipp topp formi, ég er mjög hreinlát og börnin mín eru 6 og 7 ára gömul, þannig að þau eiga ekki eftir að skemma neitt.

Við myndum aðallega vera þar á kvöldin og á nóttinni, því við yrðum eflaust í heimsóknum á daginn. Og við myndum kannski bjóða fólki til okkar í kaffi nokkrum sinnum, ef það væri í lagi. En inná milli þess að vera fyrir sunnan förum við austur, þannig að allt í allt yrðu þetta um tvær vikur sem við myndum vera í íbúðinni og með not fyrir bíl. Ég veit að þetta er rosaleg stór bón, og endilega vitið það að ég er tilbúin að borga einhverskonar leigu, get ekki borgað allt of mikið, en það myndi hjálpa okkur rosalega mikið að þurfa ekki að vera uppá aðra komna, sérstaklega þar sem ég veit aldrei hverskonar daga ég hef, þannig að ég mun kannski þurfa að hvíla mig vel inná milli, og þá væri æðislegt að vera í heimahúsum, ekki leiguíbúð með engar sjónvarpsstöðvar eða vídeó fyrir börnin, og aðgang að tölvu, ef það væri í lagi.

Jæja, ég veit að þetta er stór bón, og ef þið þekkið ekki neinn, þá er það meira en í góðu lagi. Mér datt bara í hug að spyrja allaveganna, í versta tilfelli þekkið þið ekki neinn sem er tilbúinn í að leyfa mér að nota húsnæðið og bílinn þeirra, og það er bara í hinu besta lagi. Ég vil bara vera vel undirbúin fyrir ferðina heim, því þá verður ferðin auðveldari fyrir mig heilsulega séð. Auðvitað vil ég líka geta gert hluti með krökkunum, farið með þau að kaupa ís, labba niður Laugarveginn, og fara niður á tjörn. Kannski fara með þau í húsdýragarðinn og svoleiðis með vinum og vandamönnum, þá geta Kalli og Mikaela eytt tíma með frændfólki sínu og kannski lært einhverja íslensku loksins...þau skilja meira en þau tala, en það er búið að vera erfitt að fá þau til þess að tala íslenskuna, sérstaklega eftir að þau byrjuðu í skóla, þá er allt kennt á ensku auðvitað, og að reyna að þýða heimalærdóminn og hafa nægan tíma til þess að ljúka honum, já, það er auðveldara sagt en gert...

Ég leyfi ykkur öllum að fylgjast með undirbúningum fyrir Ísland, mun eflaust tala mikið um ferðina næstu vikur, er að verða þvílíkt spennt. Verð enn spenntari þegar ég verð búin að bóka miðana. Er að fara í dag með Kalla og Mikaelu í passamyndatöku, þeim vantar ný vegabréf, eru ennþá með  baby mynd í vegabréfunum sínum, sem eru bæði útrunnin. Mikið verður nú gott að koma heim og ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu með Immigration, því að ég er með tíu ára græna kortið mitt núna, og mun eflaust sækja um ríkisborgararétt áður en að græna kortið mitt rennur út. Þá verð ég með tvöfaldan ríkisborgararétt, þannig að það verður gott mál. Svo bíð ég bara spennt eftir að fara til Chicago, því að þegar ég kem heim úr þeirri ferð, þá verða bara átta vikur í ÍslandWizard

GET EKKI BEÐIÐ, HLAKKA TIL ÞESS AÐ SJÁ YKKUR ÖLL...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband