Færsluflokkur: Bloggar

Englaborgin!!!

Los Angeles er borg engla, og ég á þrjá engla þar núna, Jasmine, Janae, og Mikaela Sumarrós, dætur mínar. Við leggjum af stað í fyrramálið að ná í þær, og ég get ekki beðið, eftir að sjá þær, það eru komnir tíu dagar síðan þær fóru frá mér, og er það kominn jafn langur tími og þegar ég fór til Íslands, alltof langur tímiCrying Það er skrítið að vera án helmingins af fjölskyldunni, við erum orðin stór fjölskyldan, þannig að án þeirra þriggja engla, erum við bara hálf fjölskyldaPouty

Þessi helmingur fjölskyldunnar, ég, Tim, og Kalli höldum af stað í fyrramálið um tíuleytið. Ásamt Solomon, sem er sonur eldri systur hans Tim, Carol. Það ætti ekki að taka okkur meira en sex til sjö klukkutíma að keyra, ég vona að umferðin verði ekki of geðveik. Við ætlum að vera hjá systur hans Tim í þrjá daga, býst ég við, keyrum sennilega heim á laugardaginn. Mikið verður nú gott að hafa alla fjölskylduna samankomnaGrin

Ég er búin að þræla sjálfri mér út síðustu tvo daga, er búin að taka til í herbergi stelpnanna, búin að gjörbreyta því. Ég færði kojuna hennar Mikaelu, færði rúm tvíburanna, færði skrifborðið, þannig að núna er meira pláss fyrir þær, sérstaklega á gólfinu. Þær eru með Masterinn, það er stóra herbergið í íbúðinni, og þar er risastór skápur sem hægt er að labba inní. Ég er búin að taka þvílíkt til í honum, búin að pakka þremur ruslapokum af fötum, sem eru of lítil eða of stór, ég ætla að fara með þá poka í Kvennaathvarfið sem er neðar í götunni. Svo kastaði ég fimm ruslapokum af dóti, pappír, drasli, rifnum bókum, og svo lengi mætti telja. Þessar blessuðu stelpur eru SÓÐARErrm Englar hvað??

Svo er ég búin að skipuleggja allt herbergið, hengja upp öll fötin þeirra, skipuleggja bækur, skóladót, skó, snyrtivörur, veski, bíómyndir, og ég veit ekki hvaðeina. Þannig að núna á ég bara eftir að þvo allar sængur og koddaver, kaupa nýja sæng handa Mikaelu, ég ætla að kaupa nokkra baunapoka, nýtt teppi á gólfið, og svo þarf ég að láta hreinsa teppið, í allri íbúðinni, því að þó svo að við göngum ekki inn á skónum, þá verður teppið hérna hjá okkur skítugt hratt, það gerir allt þetta blessaða ryk sem safnast saman hér á þriðju hæð. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa einhvern skít heima hjá mér, og er algjör clean freak, en það eru allir vanir því hér heima hjá mér, og díla bara við migBlush

Skólinn byrjar svo hjá krökkunum eftir tvær vikur, og þá fer ég að huga að koma mér aftur út á vinnumarkaðinn. Ég ætla að reyna að finna mér einhverja vinnu, hálfan daginn, kannski frá 10-14, fimm daga í viku. Ef ég get fundið mér vinnu þar sem ég get unnið með börnum, þá væri það yndislegt. Ég verð helst að finna mér eitthvað sem er frekar rólegt, ekki of mikið stress, og sem reynir ekki mikið á hendurnar mínar. Við sjáum bara til hvernig þetta fer allt saman, en ég er svo tilbúin að byrja að þéna minn eigin pening, það er kominn alltof langur tími sem ég hef verið atvinnulaus, en heilsan kemur fyrst, ekki satt? Ég er búin að sætta mig við það, að mestu leyti, ég veit að ég geri of mikið, OFT, sérstaklega þegar kemur að fjölskyldunni og heimilinu. Ég er að vinna í því að hlusta betur á líkamann, svo að ég fari ekki yfir um, Tim skipar mér oft að hætta, sérstaklega þegar ég er á fullu og hann sér á mér að verkirnir eru að fara með mig, Guð blessi hann, hann er yndislegasti maður sem ég þekkiInLove Hvar ég væri án hans, veit ég sko ekki!!

Jæja, þá verð ég að fara að pakka niður í tösku, og búa til nesti fyrir bílferðina. Ókei, ég lofa að ég skal ekki gera of mikið í kvöld, ég veit að ég þarf að hvíla mig fyrir bílferðina, ég veit núna af reynslunni að ferðalög fara ekki of vel í mig (hint hint, Ísland og Chicago). Ég lofa líka að fara varlega, og þó svo að ferðalagið verður ekkert alltof spennandi, þá skal ég sko skrifa smá ferðasögu fyrir ykkur þegar ég kem heim um helgina, ég veit að þið lifið fyrir ferðasögurnar mínarWink

Njótið kvöldsins, og vikunnar, farið vel með ykkur og hvort annað, og munið, lífið er stutt, ENJOY ITSmile


Hugsanir...

Afmælisdagurinn var mjög fínn, rólegur og fínn. Maðurinn minn gaf mér blóm, kort, og eldaði þennan líka æðislega ameríska morgunmat... Deginum var eytt í afslökun og rólegheitum. Afmælisgjöfin mín var Íslandsferðin mín, þannig að engar gjafir voru nauðsynlegar.

Ég er soldið leið í dagCrying Það er erfitt fyrir mig þessa dagana að standa uppi fyrir því sem ég trúi 100%. Ég trúi því að þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig. Ég trúi því að enginn hefur rétt á að koma fram við þig eins og aumingja, ekki einu sinni ef þú ert aumingi. Ég trúi því að fjölskyldumeðlimir eigi að styðja við bakið hvort á öðrum, sérstaklega þegar erfiðleikar eins og veikindi koma uppá. Ég veit að ég mun aldrei snúa bakinu við fólki sem þarf á minni hjálp að halda, sérstaklega ef að ég get veitt þeim aðstoð. En, það er ég.

Ég býst ekki við að allir séu eins og ég. Ég býst ekki við að fólk hagi sér á sama hátt og ég í öllum aðstæðum. Ég býst ekki við að fólk aðstoði mig þó svo að ég hafi aðstoðað það. Ég býst ekki við að fólk skilji mínar aðstæður, né hafi áhuga á að skilja þær. Hinsvegar býst ég við að fólkið sem er í lífi mínu, fólk sem ég umgengst, þekki mig, vil þekkja mig, og vil skilja mínar aðstæður.

Ég hef allt mitt líf gert mitt besta, allt mitt líf gefið 100%. Þegar ég var gift, þó svo að hjónabandið var í molum mest allan tímann, þá hélt ég áfram að gefa 100%. Ég hef gefið börnum mínum meira en 100%, og mun halda áfram að gera það, allt þeirra líf. Ég skil vel af hverju mamma og pabbi vilja ekki lengur vera ábyrgðarmenn fyrir mig þegar viðkemur mínum skuldum heima á Íslandi, ég skil það vel, af því að ég hef átt í erfiðleikum með að borga allar mínar skuldir, sérstaklega síðasta árið. Ég er búin að vera frá vinnu núna í eitt og hálft ár, þannig að síðustu átján mánuðir hafa verið erfiðir, bæði líkamlega og fjárhagslega. Samt sem áður, vegna Tim, höfum við borgað alla okkar reikninga, Tim keypti ný húsgögn fyrir okkur, og ég gat farið heim til Íslands.

Þó svo að ég og Tim séum trúlofuð, þá finnst mér óréttlátt af mér að biðja hann um að borga mínar skuldir heima á Íslandi, þó svo að hann sé búinn að hjálpa mér mikið. Ég skil rosalega vel að mamma og pabbi séu fúl útí mig, en í mínum augum þá réttlætir það ekki að það sé komið fram við mig eins og aumingja. Ef að manneskja gerir sitt besta, er það þá nógu gott? Ef að maður gefur frá sér 100%, er því þá tekið sem 100%? Ef að maður er reiður, hefur maður þá rétt á að tala niður til barna sinna, koma fram við barnið sitt sem aumingja, þó svo að barnið sé fullorðið?

Smá pælingar í kjölfari afmælisins, ég svaraði ekki þegar mamma hringdi í mig. Ég gat það ekki... Ég get ekki lengur leyft henni að koma fram við mig eins og aumingja. Af því að ég er ekki aumingi, ég er sterk, hugrökk, góð manneskja, sem allt hennar líf hefur gefið 100% af sér, en það hefur aldrei verið nógu gott í augum foreldra minna. Ég er sár, af því að síðustu tvö árin hef ég verið að díla við veikindi, og ég er varla spurð af sumum hvernig ég hef það, það er sárt...

Allt mitt líf hef ég viljað að foreldrar mínir séu stoltir af mér, er það ekki draumur allra barna? Ég horfi uppá börnin mín fjögur gera allt sitt besta, þau ljóma þegar ég segi þeim hversu stolt ég sé af þeim, ljóma útaf eyrum... Ég hef gert mörg mistök, sem barn, sem unglingur, sem kona. Ég er stolt að segja, að ég hef alltaf lært af þeim, og ég geri ekki sömu mistökin tvisvar. Ég er langt í frá fullkomin, hef aldrei verið fullkomin, mun aldrei verða fullkomin, og ég er stolt af því að vera langt í frá fullkomin, af hverju, jú, það gerir mig mannlega...

Ég er ekki vön að loka á fólk, ég er ekki vön að útiloka fólk sem ég elska og virði, en ég verð að gera það sem er best fyrir mig núna. Ég er 34. ára gömul, ég hef MS, ég á fjögur börn, er trúlofuð að plana brúðkaup, og ég er góð manneskja. Yfirhöfuð er lífið mitt mjög notalegt og gott, ég á ekki mikið, en ég á nóg. Ég veit ekki allt, en ég veit fullt. Ég er ekki fullkomin, ég er mannleg. Mér líkar mjög vel við lífið mitt eins og það er í dag, en ég er að vinna í því að gera það enn betra. Ég er að rækta samböndin í lífi mínu sem eru mér mikilvæg, og er að vinna í þeim samböndum sem þurfa vinnu. Eitt af þeim samböndum er samband mitt við mömmu og pabba. Ég veit að þau skilja mig ekki, því að ef þau skildu mig, þá myndu þau ekki láta eins og ekkert hafi í skorist. Ég er ekki að reyna að særa þau, ég er ekki að reyna að vera ljót og leiðinleg, ég er ekki í fýlu. Ég veit ekki einu sinni hvort að mamma lesi bloggið mitt, þessvegna skrifa ég um mínar tilfinningar hér, bloggsíðan mín er sálfræðingurinn minn.

Ég veit ekki hvað annað ég get gert en að vernda mínar tilfinningar, vernda mig gagnvart stressi og leiðinlegheitum, því að stress hefur alvarleg áfhrif á mína líðan. Þegar ég var sem sárust, eftir páskana, þegar mamma mátti ekki vera að því að yrða á mig, tala við mig, og virtist koma af fjöllum þegar ég talaði um Viku viðtalið mitt og MS sjúkdóminn, þá var ég mjög veik í viku. MS sjúkdómurinn er svo óútreiknarlegur, að stress getur farið alveg með mann, og ég hef ekki efni á að vera rúmliggjandi vegna stress. Ég veit í hjarta mínu að mamma og pabbi hafa allt sitt líf gert sitt besta sem foreldrar, ég veit að þeim þykir vænt um mig. Ég veit líka, að þau eru reið útí mig, sár útí mig, fúl útí mig. Því miður, þá er það bara málið. Þeim finnst það réttlátt að koma illa fram við mig og koma fram við mig eins og ég sé bara eitthvað númer í bankanum, en ekki barnið þeirra. Þeim finnst allt í lagi að tala niður til mín, og svo næsta dag láta eins og ekkert sé. Þannig hefur okkar samband alltaf verið, því miður. Það er kominn tími til þess að það breytist. Ef að ég gef 100% og það er ekki nógu gott í þeirra augum, þá verð ég aldrei nógu góð í þeirra augum, það er staðreynd...

Ég verð að vera umkringd fólki sem líkar vel við mig, fólk sem sættir sig við mig eins og ég er. Ég get ekki breytt fortíðinni, en ég mun halda áfram að læra af mínum mistökum, vonandi mun samband mitt við foreldra mína styrkjast við þessa ákvörðun mína, ég verð að trúa því. Ég verð að trúa að einhvern daginn munu þau sætta sig við mig eins og ég er, tilfinningafull vera, sem vil ekkert meira en að foreldrar hennar skilji hana og elski hana skilyrðislaust. Þannig elska ég mín börn, þannig vil ég vera elskuð. Takk fyrir að leyfa mér að röfla, mér líður betur núna...


Afmæli...

ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI, ÉG SJÁLF... ÉG Á AFMÆLI Í DAGHeart

Gaman, gaman, alltaf er það nú að eiga afmæli, að vera einu ári eldri og gáfaðri er auðvitað mjög cool... Ég er loksins búin að ná 25 ára aldrinum (plúss níu árum, uss ekki segja neinum, bara á milli okkar...), en án gríns, mér líður enn eins og ég sé um miðjan tvítugsaldur. Svo lít ég á börnin mín fjögur, tvíburadæturnar verða þrettán ára eftir þrjá daga, Kalli verður átta í Sept, og Mikaela mín verður sjö í Nóv. Þannig að ég sé alveg hvernig það getur verið að ég sé 34, þó svo að mér líði eins og ég sé 25. Því miður líður mér líka stundum eins og ég sé 55...takk kæra MSKissing

Mikið er þetta nú skrítið, ég meina, hver dagur er eins og hver annar dagur, en samt er þessi dagur soldið spes. Með aldrinum langar manni ekkert mikið í gjafir, það er aðallega að láta dekra við sig, og ég veit að Tim mun gera það, hann er duglegur í svoleiðis. Hann man allaveganna eftir afmælinu mínu (annað en sumir fyrrverandi...hóst...). Þannig að í dag slaka ég á, og leyfi manninum að dekra við mig. Kannski verður þá ekkert uppvask hjá mér, eða engin kokkamennska, ég sit bara á mínum 34 ára gömlum rassi og geri ekki neitt!!!

Eitt er nú skrítið samt, dætur mínar þrjár eru í heimsókn hjá systur hans Tim, Sharon, down south, rétt hjá L.A. og eru búnar að vera þar síðan á sunnudaginn var. Við erum svo með frænda þeirra, Solomon, sem er yngsti sonur eldri systir hans Tim, Carol, og hann verður hjá okkur fram á miðja næstu viku. Þá keyrum við niður eftir (tekur á milli 6-7 tíma), skilum Solomon af okkur, og náum í stelpurnar okkar. Það er skrítið þegar helmingurinn af fjölskyldunni er í burtu, en þetta verður mjög þroskandi tíu dagar fyrir alla krakkana, þá sérstaklega mína yngstu, Mikaelu. Hún er sko ekki vön að vera frá mömmu sinni, en núna í sumar er hún búin að vera í burtu frá mér tvisvar, í tíu daga þegar ég fór til Íslands, og í aðra tíu daga núna þegar hún fór til Temecula...

Jæja, núna er maðurinn minn kominn heim, hann laumaðist út fyrr í morgun, án þess að ég vissi, ekki veit ég nú alveg hvað hann er að brasa, en mér dettur nú ýmislegt í hugWhistling Hvað var ég ekki búin að segja, láta dekra við sig...

Njótið dagsins, þriðji Ágúst er besti dagur ársins...er það ekki???


Íslandsferðin mín...

Ég veit, þið eruð búin að bíða í næstum því tvær vikur, sorrý, ég er búin að vera gjörsamlega uppgefin... Ferðin fór alveg með mig líkamlega, en andlega er ég endurnærð. Þetta er svona að ferðast með sjúkdóm, sem minnir mann hratt á hver ræður... Hér kemur svo öll ferðasagan mín, ég vona að þið njótið hennarWink

Eftir að vera vakandi í 36 tíma, frá því að fara að heiman á sunnudegskveldi, búin að fljúga alla nóttina, eyða smá tíma í Boston, og svo eyða mánudeginum í að fljúga, og svo tala í marga klukkutíma við Elínu vinkonu, þá fékk ég mér loksins smá lúr, Guð, hvað ég var þreytt. Svo kom þriðjudagurinn, og ég var komin HEIM. Engum tíma var sóað, og Elín og Ómar fóru með mig í miðbæinn þar sem bæjarins bestu pylsur voru borðaðar, bjór var drukkinn á Austurvelli, á meðan við bökuðumst í sólinni. Vá, hvað veðrið var gott, enda kom ég með það með mér...Íslandsferðin mín 001

Það var nú ekkert smá fyndið fyrir mig að brenna á Íslandi, ég er nú vön hitanum í Kaliforníu, en að brenna í sólinni á Íslandi, that´s a first... Mikið fannst mér nú skrítið samt að þurfa að biðja um bjórinn minn á ensku, því að þjónustufólkið talaði að mestu leyti ensku, hér var ég komin alla þessa leið, til þess að fá að tala mitt móðurmál, en í staðinn var ég talandi ensku...SKRÍTIÐ...

Um kvöldið grillaði Ommi fyrir mig þetta líka góða lambakjöt, og við sátum úti á palli hjá þeim og borðuðum, og ekki var útsýnið slæmt, sjálft Atlantshafið. Það er sko aldrei spurning þegar ég kem til þeirra Elínar og Ómars, það er hugsað um mig eins og drottningu, þau eru yndisleg, og ekki nóg með það, sonur þeirra var með danssýningu seinna um kvöldið, og mér virkilega leið eins og drottningu þá...

Á miðvikudeginum hélt ég á leið aftur uppá flugvöll, búin að fá nóg af Íslandi í bili, einn dagur er fínnUndecided Yeah, right. Nei, nei, ég fór og náði í Óla, Heiðu, Sesselju, og Diljá frænku. Þau voru komin frá Svíþjóð, þar sem þau hafa búið í eitt ár. Voru þau komin til landsins, til þess að ferma sína elstu dóttur, sem ég man ennþá eftir sem lítillri dúllu, nei, nei, hún er orðin fjórtán ára gömul, og auðvitað stærri en égPouty Það voru mikil fagnaðarlæti á flugvellinum, ég þakka vefmyndavélinni minni og Óla frænda fyrir það, því að við höfum spjallað saman svo oft, að báðar frænkur mínar mundu eftir mér, og komu hlaupandi til mín. Ég varð mjög hratt vinsæl, því að í bílnum var ég með snúða, kringlur, kleinur, vínarbrauð, kókómjólk, svala, paprikuskrúfur, kúlur, prins póló, hjúplakkrís, brjóstsykur, og svo lengi mætti telja. Ég var bara tilbúin fyrir hina útlendingana, sem voru búin að sakna íslenska matarins og namminu jafn mikið og ég.

Íslandsferðin mín 009

Svo var haldið á leið austur til Hafnar í Hornafirði, staðurinn sem við rekjum ættina okkar til. Þar búa afi og amma, Bragi frændi og Valdís konan hans, ásamt þremur börnum, og svo fullt af frænkum og frændum...og auðvitað fullt af vinum og vinkonum hennar Sesselju (hún er frekar vinsæl sú, þar búa líka nokkrir herramenn sem eru soldið mikið skotnir í fallegu frænku minniInLove, ekki get ég ljáð þeim það). Bílferðin var löng, en ánægjuleg, ég sat afturí, með Sesselju og Diljá, og mikið var gaman hjá okkur, við lékum okkur með varalitinn minn, með skartgripina mína, lituðum, og svo var bara spjallað og spjallað. Mikið var nú útsýnið fallegt, þegar sást til þess, því að þoka var yfir öllu, og rigning dúndi á gluggunum. Ferðin gekk mjög vel, og við komum til Hafnar um eitt leytið. Þar var tekið vel á móti okkur hjá Valdísi og Braga fyrst, svo hjá afa og ömmu. Mikið var æðislegt að kyssa og knúsa hann afa minn, hann er einn af mínu uppáhaldsfólki í heiminum, ég og hann höfum verið náin síðan ég var lítil, ég var vön að eyða sumrunum hjá afa og ömmu, Braga og Óla frænda. Það var alltaf svo gaman hjá mér á sumrin, þegar ég eyddi þeim fyrir austan, mér leið alltaf svo vel þar, mér leið alltaf betur þar en á Ísafirði, þannig var það bara.

Ég eyddi fjórum dögum fyrir austan, og voru þeir yndislegir. Ég gisti hjá afa og ömmu fyrstu tvær næturnar, svo fengu Óli og Heiða kennaraíbúð, og ég gisti hjá þeim í tvær nætur. Ég eyddi mestum tíma með litlu frænkum mínum, og svo Óla, Heiðu, Braga, Valdísi, og afa og ömmu. Því miður er amma ekki alltof hress, og er það frekar erfitt að horfa uppá það. Hún er nýbúin í augnaðgerð, og var mjög slöpp ennþá. Henni hefur hrakað mikið síðan ég sá hana sumarið 2004, því miður. Óli frændi hafði orð á því að henni hefur farið mjög aftur síðan hann sá hana í fyrra sumar, þannig að heilsunni hefur hrakað hratt, og er það mjög sorglegt. Ég vona og bið til Guðs að hún nái sér á nýja leið, og að hún eigi mörg ár eftir, það er mín von.

Mikið var nú gaman fyrir austan, og var ég á fullu í að flétta hárið á frænkum mínum (og vinkonum þeirra), naglalakka, lita, tala við, og kyssa og knúsa. Íslandsferðin mín 035Þær stækka allar svo hratt, síðast þegar ég sá Diljá, þá var hún rétt sex mánaða, og núna er hún að verða fjagra, hvað verður um tímann? Sesselja og Arney eru í þessari mynd, svaka sætar með hárgreiðsluna sem ég puðaði yfirHalo Valdís og Bragi buðu okkur í mat tvisvar, og var það nammi namm, steiktur fiskur eitt kvöldið, og humar það næsta. Svo fóru afi og Óli frændi útá fjörð, og veiddu um 50 silunga, og var hann borðaður á laugardagskvöldið ásamt nýuppteknum kartöflum frá afa, það gerist ekki ferskara og ljúffengara, enda eldað af Heiðu, sem er dásamlegur kokkur. Svo var það Yahtzee keppnin sem tók yfir, ég og Óli spilum alltaf Yahtzee þegar við hittumst, og er ég vön að bursta hann (stundum burstar hann mig samt, en uss, ekki segja honum að ég sagði það). Við vorum þvílíkt spennt að byrja keppnina, og fyrsta kvöldið leit ekki vel út fyrir mig, eftir ellefu leiki, var staðan átta til þrjú, Óli Kalli var að bursta mig. Svo var keppninni haldið áfram, og ég náði mér aftur á strik. Staðan var tíu-tíu, og fimm leikir eftir... Ég vann einn, Óli vann einn, ég vann einn, Óli vann einn, það var allt undir síðasta leiknum komið. Núna var kominn tími til þess að leyfa hæfileikunum að skína. Og ég gerði það, ég fékk Yahtzee í öðru kastinu mínu...en, Óli fékk Yahtzee í þriðja síðasta kastinu sínu, þannig að leikurinn var orðinn jafn aftur. Þá var bara að duga og drepast, og ég fékk stóru röðina, tuttugu stig, Óli fékk góða áhættu, þetta var jafnara og jafnara. Þegar uppi var staðið, í lok tuttugu og fimm leikja, þá vann ég með tuttugu og sex stigum, og má segja að stóri bjargaði þeirri litluTounge Until we meet again, Óli, until we meet again...

Íslandsferðin mín 087Því miður þurfti ég að fara á sunnudeginum, aftur suður, og var Sesselja mín ekki ánægð með það, ekki ég heldur, en því miður var tíminn okkar saman búinn. Hún hélt í mig á flugvellinum, og vorum við báðar frekar leiðar. Ég grét eins og ég geri alltaf þegar ég fer frá Höfn, en þetta var enn erfiðara í þetta skiptið, því að ég veit ekki hvenær ég mun hafa efni á að koma aftur heim, ég veit ekki hvort að ömmu eigi eftir að batna, ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá litlu frænkur mínar aftur, en ég vona að ég sjái þær áður en þær verða báðar orðnar stærri en ég... Svona er nú lífið, maður bíður og bíður eftir að sjá fólkið sitt, svo líður tíminn svo rosalega hratt, að maður óskar að maður hefði meiri tíma...

Leiðin lá suður, þar sem Hanna, æskuvinkona mín, við kynntumst þegar við vorum sex, og höfum alltaf verið nánar, ég er akkúrat mánuði eldri en hún, ég er 3. Ágúst, hún er 3. September, og dætur okkar eru fæddar átta dögum á milli, Mikaela 20. Nóvember, Silva Bentína 28. Nóvember. Allaveganna, hún er nýflutt í einbýlishús í Kópavoginum, og býr þar ásamt maka sínum, Bjössa, og þremur börnum, þau eru öll yndislega falleg og góð, og húsið þeirra er æðislegt, stórt, vel hannað (Hanna hannaði það sjálf, og Bjössi er búinn að smíða mikið sjálfur, þannig að þau eru hörkudugleg). Bjössi grillaði þetta líka góða lambakjöt, og eins og alltaf var komið fram við mig eins og drottningu, takk æðislega vel fyrir mig, krakkarKissing Ég var svo gjörsamlega uppgefin að ég gat ekki verið hjá þeim lengi, en Hanna keyrði mig til Elínar, þar sem ég ætlaði að vera í tvo daga. Elín og Ómar fóru til Spánar í sumarfrí, en voru svo yndisleg að leyfa mér að gista í íbúðinni þeirra á meðan ég var fyrir sunnan. Ég var svo útkeyrð, að ég rotaðist um kvöldið, og svaf til hálf ellefu næsta dag.

Mánudagurinn var klikkaður...Biggi vinur minn, og Björg kærasta hans, komu og náðu í mig uppúr tólf, og fóru með mig á Sólon að borða, þvílíkan góðan mat, íslenskan silung, og skötusel á spjóti, ásamt hrísgrjónum og salati, nammi namm. Svo fórum við barasta útum allt, við fórum í Nauthólsvík, uppí Perlu, rúntuðum um miðbæinn aðeins, fórum í Skeifuna og fengum okkur ís, fórum í Krónuna að versla, í Hagkaup, og Intersport, og svo lá leiðin heim til Bigga, þar sem við skoðuðum myndir og svona. Íslandsferðin mín 107

Hér má sjá sæta parið, og mér fannst æðislegt að sjá hversu ástfangin þau eru, hversu stuðningsfull Björg er gagnvart Bigga og hans áætlunum, og hversu vel þau passa saman. Ég vona svo sannarlega að þau haldi áfram að vaxa sem par, og að allt eigi eftir að ganga þeim í haginn, þau eru æðisleg saman, hún róar hann aðeins niður (þó svo að það sé mjög erfitt, haha), og hann rífur hana aðeins upp, semsagt smellpassa saman... Ég vil hérmeð þakka innilega fyrir mig, krakkar, þið gjörsamlega spilltuð mér, og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur á næsta ári í brúðkaupinu, ekki gleyma að komaWink

Mánudagskvöldið var tileinkað MH gellunum....jibbí jei...Við hittumst allar heima hjá Elínu, og mættum með mat, gos, og myndirErrm Já, sumar voru skrautlegar, en ekkert smá gaman að skoða myndir frá okkar ungu árum, menntaskólaárunum... Þar voru samankomnar, Hanna Ben, Anna, Ásdís, Guðrún Lilja, Karítas, og Ragga. Lilja gat því miður ekki komið, og ekki Elín heldur, þær voru báðar staddar á Spáni. Þetta er frekar fyndið, því að í hvert skipti sem að ég kem heim, þá hittumst við allar. En, í millitíðinni, þá hittast stelpurnar ekki, allaveganna ekki allar saman. Það er alltaf svo mikið að gera hjá öllum, það er verið að byggja hús, eða íbúðir, eignast börn, gifta sig, vinna, og bara ala upp þessi blessuðu börn. Ragga er nýbúin að eignast aðra stelpu, til hamingju, elskan. Kaja er að fara að gifta sig núna í Ágúst, til hamingju, elskan. Hanna á átján mánaða gamlan strák, og er að byggja risa pall fyrir utan húsið sitt, til hamingju, elskan. Anna, er loksins komin aftur til landsins, eftir að vera búsett í Danmörku í tíu ár eða svo, til hamingju, elskan. Guðrún Lilja er ánægð með lífið eins og það er, til hamingju, elskan. Og Ásdís, er gift og á tvær fallegar stúlkur, til hamingju, elskan.

Mikið var nú frábært að hitta þær allar, eins og ég sagði, það eru komin þrjú ár síðan síðast, alltof langur tími. Ég bauð þeim öllum að koma í brúðkaupið mitt næsta sumar, og ég vona að sem flestir eigi eftir að komast. Því fleiri vinkonur og vinir, því betra, þetta á eftir að verða æðislegur dagur, ég get ekki beðið. Við spjölluðum og spjölluðum, fram á miðnætti, og mikið var nú æðislegt að sjá þær allar. Þær litu allar svo vel út, og það er ekki að sjá að það séu komin fjórtán ár síðan við útskrifuðumst, við lítum allar svo unglegar út. Það var mikið talað um daginn og veginn, gömlu dagana, og myndirnar vöktu mikla lukku. Það var meira að segja mynd af mér og fyrrverandi kærastanum mínum, James Gordon, fyndið, því að ég var búin að steingleyma hvernig hann leit út, ég á engar myndir af honum, eða okkur saman, þannig að þetta var frekar fyndið að sjá mig kornunga, með fyrrverandi kærasta, sem ég var rosa ástfangin af, flutti að heiman fyrir, af því að mamma og pabbi voru mjög á móti honum, hittu hann aldrei, sættu sig ekki við að ég ætti svartan kærasta ofan af velli. Hann var fyrsta alvöru ástin mín, en svo þegar ég virkilega varð ástfangin, þá sá ég að þetta var ekki alvöru ást sem ég fann fyrir gagnvart honum. En, ég lærði margt með því að vera með honum, ekki bara um fólkið í lífi mínu, heldur líka um fordóma, ég lærði að ég var sterk, og að ég myndi alltaf standa upp fyrir því sem mér finnst rétt, þessvegna lét ég ekki mömmu og pabba ráða yfir mínum tilfinningum, eða láta mér líða illa yfir að vera með manni af öðrum litarhætti. Ég og James vorum saman í eitt og hálft ár, og það var honum að þakka að ég ákváð að fara til Ameríku til þess að vera au-pair. Ég vildi reyna að halda sambandinu okkar saman, sem svo auðvitað gerðist aldrei, við hættum saman áður en ég kom til Ameríku, en hann kveikti áhuganeistann minn gagvart Bandaríkjunum, það má því segja að það sé honum að þakka að ég sé með Tim...

Mánudagskvöldið var ánægjulegt, og það er alltaf yndislegt að hitta stelpurnar, þær eru allar frábærar, duglegar, góðar mömmur, skemmtilegar stelpur, og við höfum alltaf gaman þegar við hittumst, það eina var að Lilju og Elínar var sárt saknað. Vonandi rákust þær á hvort aðra á Spáni, haha. Takk fyrir frábærar samverur, stelpur, hlakka til þess að sjá ykkur sem flestar á næsta ári, í brúðkaupinu, ekki gleyma að senda mér heimilisföngin ykkar, svo að ég geti sent ykkur boðskort. Svo kom þriðjudagurinn, og var honum eytt í að pakka, versla nokkrar íslenskar bækur, borða síðustu bæjarins bestu pylsu, og spjalla smá meira við Hönnu Ben, sem var yndisleg að snattast með mig, takk Hanna mínKissing Svo loksins, fékk ég að sjá Annas bróður, sem er að vinna á fullu í smíðum í sumar, en bauð mér í mat til sín og kærustunnar. Hann er sko góður kokkur hann bróðir minn, og fékk ég lasagna hjá þeim, nammi namm. Íslandsferðin mín 133

Hér er sæta parið, Annas og Kristín, þau eru mjög sæt saman, og ég vona að þau eigi bæði eftir að komast í brúðkaupið mitt næsta sumar, það verður frábært að hafa þau viðstödd. Hún er mjög yndisleg, virðist frekar róleg, og Annas segir mér að hún er í mjög góðu formi, alltaf að æfa og svoleiðis. Hún er að læra jarðfræði í Háskólanum, og hún á eftir eina önn hér, svo fer hún til Colorado til þess að klára gráðuna, þá væri nú æðislegt að fá hana í heimsókn til mín yfir eina helgi, mig langar til þess að kynnast þessari ungu hnátu sem hefur rænt hjarta bróður míns, eru þau ekki sætt par? Mér finnst það. Þeim fannst fyndið þegar ég sagði þeim að ég féll í Jarðfræði tvisvar í MH, og þurfti að taka prófið deginum áður en útskriftin var. Þetta var mjög mikið stress í kringum þetta blessaða próf, en sem betur fer náði ég rétt svo, fékk fimm, og fékk að útskrifast, og fékk að fara í útskriftarferðina mína, til Cancun, Mexíkó... Annasi fannst þetta mjög fyndið, af því að ég var vön að fá rosalega góðar einkunnir, og hafði aldrei fallið áður, en ég gat bara ekki náð þessari blessuðu Jarðfræði, en sem betur fer hef ég aldrei þurft á henni að halda, það er ekki mikið talað um jökla og fjöll þegar maður er að reka veitingastað eða hótel...

Að lokum var haldið á leið til Keflavíkur, þar sem ég eyddi síðasta kvöldinu mínu á Íslandi, hjá Sigrúnu vinkonu, annari æskuvinkonu minni frá Ísafirði. Hún er sú sama og ég bloggaði um fyrir mánuði síðan, þegar hún kom í heimsókn til mín í nokkra daga. Hún vinnur uppá flugvelli, og kom og náði í mig um morguninn og skutlaði mér uppá völl. Svo var haldið heim á leið. Ég náði ekki að segja bless við neinn, því að enginn svaraði í símann, ekki afi og amma, ekki Óli og Heiða, að vísu talaði ég snöggvast við Rebekku, en því miður gat ég ekki kvatt neinn almennilega. Svona er nú lífið. Flugið gekk vel, og mikið var nú gott að koma til Boston, þó svo að rigning beið mér þar. Þetta var í fyrsta skiptið sem að ég fékk að fara í rauðu línuna, þar sem amerískir ríkisborgarar og þeir með græna kortið fá að fara í gegnum. Ég hef alltaf farið í gegnum bláu línuna, því að ég var ekki komin með langvarandi græna kortið mitt síðast þegar ég fór heim. Ég komst í gegnum línuna á engum tíma, FRÁBÆRT. Svo var ég tekin fyrir með töskurnar mínar, þær voru skannaðar, og ég var þvílíkt stressuð, því að ég var búin að skrifa NOTHING TO DECLARE, þó svo að ég var með íslenskar pylsur, sinnep, hamborgara og kokkteil sósu, steiktan lauk, nammi, snakk, síróp, súkkulaði, og svo lengi mætti telja. Sem betur fer, þá var ekkert tekið af mér, og ég lenti ekki í vandræðum, en þessir tollgæjar, þeir geta þefað hræðsluna, það er ég alveg viss um, þeir eru eins og hundar, þefandi af eiturlyfjum, í staðinn eru þeir að þefa eftir lygurum sem skrifa NOTHING TO DECLARE, en eru svo með töskur fullar af góðgætiW00t

Í lok ferðar minnar eyddi ég einum degi í Boston, og ég varð alvarlega veik þann daginn. Ég var búin með meðalið mitt, og var þreytt, svaf illa nóttina áður, svaf ekkert í flugvélinni, gat ekki sofið hjá Írisi vegna verkja, og dagurinn var alveg ómögulegur. Loksins fékk ég meðalið mitt, og þá loksins fékk ég smá hlé fyrir verkjunum, og ég og Íris gátum farið í Kringluna. Íslandsferðin mín 138

Vera kom og hitti okkur, og við fórum allar og fengum okkur að borða á Ostakökunni, geðveikislega góður veitingastaður, sem er einn af uppáhaldsstöðunum okkar, við borðuðum á honum í Chicago... Þær eru alltaf svo skemmtilegar, þær létu þjónustustúlkuna syngja fyrir mig afmælissöng, þó svo að tvær vikur voru enn í afmælið mitt, en ég fékk ókeypis ís fyrir vikið. Það er alltaf svo æðislegt að sjá þær, núna er ég búin að fá að sjá þær þrisvar í ár, og er það æðislegt, því þær eru eins og systur mínar, ekki bara vinkonur. Svo fæ ég að sjá þær á næsta ári, því að Vera verður ljósmyndarinn minn, og Íris verður brúðarmey...í fjólubláum kjól, sorrý Íris mín, love ya´. Loksins fékk ég svo smá hvíld um kvöldið, og svo var haldið á leið útí búð eina ferðina enn, þar sem Íris keypti crocks handa öllum krökkunum mínum, takk elskan, þau elska þáKissing 

Svo var síðasti hluti ferðarinnar mættur, og haldið var heim á leið með Jetblue, besta flugfélagi í Ameríku, mæli eindregið með því. Flugferðin tók sex tíma, og ég var á nálum, gat ekki beðið eftir að sjá fjölskylduna, og voru fagnaðarlætin mikil.... Þau héldu sig í felum fyrir mér, en ég þefaði þau uppi, og var æðislegt að sjá þau öll, og tilfinningarnar voru miklar. Þau litu öll svo vel út, krakkarnir litu út fyrir að hafa stækkað þvílíkt (þó svo að þau gerðu það ekki), Tim leit betur út en ég mundi eftir, og húsið mitt var í rúst... Nei, ekki alveg, þau gerðu sitt besta, en ég þurfti sko að taka til, laga til hlutina eins og ég vil hafa þá, en þau virkilega reyndu sitt besta á meðan ég var í burtu. Það er greinilegt að Tim stóð sig vel, en var maðurinn minn soldið mikið þreyttur, ó já.

Svo var sest niður, íslenska snakkið og nammið opnað, gjafir gefnar, kyssts og knúsast, og mikið var nú gott að vera komin heim. Þó svo að ég tel mig eiga heima á þremur stöðum, á Íslandi, í Boston, og í San Jose, en heima er þar sem hjartað er, og hjartað mitt tilheyrir svo mörgum, bæði fólki og stöðum. Ég er mjög þakklát Tim að hafa getað ferðast heim ein, og skilið öll börnin eftir hjá honum. Það var ótrúlegt hversu róleg ég gat verið á meðan á ferðinni stóð, því að ég vissi að börnin voru í bestu höndum sem hugsast gæti. Tim var í bestu höndum sem hugsast gæti. Ég er enn að jafna mig, líkamlega, þó svo að andlega er ég endurnærð, ég eignaðist margar nýjar góðar minningar á þessum tíu dögum, ég fékk að sjá flesta sem ég varð og vildi sjá, ég gat talað við flesta sem ég vildi tala við, og fjölskyldan mín lifði það af að vera án mín í tíu daga. Það má því segja að þessi ferð var fullkomin. Ég vil biðjast velvirðingar til allra þeirra sem ég náði ekki að hitta, eða tala við í síma. Ég vildi óska að ég hafði meiri tíma, eða meiri orku, eða að heimurinn væri fullkominn, því miður er ómögulegt fyrir mig að gera öllum til geðs, en ef ég hefði getað gert það, þá hefði ég gert ykkur öllum til geðs, þið sem þekkið mig vel, vitið það innst inni. Það verður þá bara næst, eða hver veit, þið fáið kannski hringingu frá mér, alla leiðina frá Ameríkunni, það er sko aldrei að vitaWink

Þangað til þá, takk fyrir mig, kæra land, kæru ættingjar, og kæru vinir. Þessi ferð er og mun vera ógleymanleg, takk fyrir að hugsa svona vel um mig, takk fyrir að taka tíma frá ykkar sumarfríi eða vinnu, eða daglegu lífi, til þess að hitta mig. Mér er enn hlýtt um hjartað þegar ég hugsa til ykkar allra, og þegar ég skoða myndirnar eða myndbandið, ég vona og mun gera mitt besta til þess að láta ekki þrjú ár líða aftur þangað til að ég kem heim næst. Ekki gleyma, brúðkaup hjá mér í lok Júní á næsta ári, þið sem sjáið ykkur fært um að koma, endilega byrjið að leggja fyrir, því fleiri sem koma, því meira spes verður brúðkaupsdagurinn minn. Takk aftur fyrir migKissingHeartKissingHeart


Ísland, fagra Ísland...

Já það er fagurt landið mitt, það er sko eitt sem er víst. Svona ákveðnir hlutir sem maður hefur gleymt á þremur árum, til dæmis, Bæjarins bestu pylsur eru HEIMSINS bestu pylsur... Hringtorg eru allstaðar... Það er vond lykt af vatninu í Reykjavík... Íslensku heitu pottarnir eru afslappandi og ógeðslega heitir... Það er alltaf gott að knúsa fólkið sitt... Sannir vinir eru þeir sem maður er búinn að hitta og það er eins og maður hafi hitt þá í gær...

Ég er því miður að verða búin með minn tíma hér á landi, en mín bíður tóm hamingja og spenntir fjórir krakkar heima, eflaust er spenningurinn mest falinn í því hvað mamma kemur nú með flott handa sér, en ætli smá spenningur stafi ekki af söknuði og ást??? Það er spurning.

Ég vil þakka öllum sem hafa þeyst með mig útum hvippinn og hvappinn innilega fyrir, þakka öllum fyrir sem hafa tekið sér tíma úr sínum sumarfríum og vinnum til þess að eyða smá tíma með mér, og öllum sem hafa eldað fyrir mig eða keypt fyrir mig þennan líka alvöru íslenska geðveika góða mat.

Ég vil biðjast velvirðingar til þeirra sem ég hef ekki hitt, sem ég hef ekki hringt í, og þeirra sem ég hef einfaldlega ekki náð í, þeir eru fullmargir, en því miður þá er ég búin að vera non stop síðan ég kom fyrir viku, og er enn ekki búin með þeytinginn, fer í mat til Annasar bróðurs í kvöld, svo fer ég til Keflavíkur og gisti hjá Sigrúnu Eiríks vinkonu, hún ætlar að skutla mér útá völl í fyrramálið, stutt að fara og svona, þá get ég sofið klukkutíma lengur.

Ég læt þetta gott heita í bili, þarf að klára að taka til í íbúðinni hjá henni Elínu vinkonu (við MH gellurnar vorum með hörku partý hérna í gær, þannig að íbúðin er í rúst...)(smá grin, Elín mín, við vorum frekar rólegar), og klára uppvaskið og þvottinn, og svo er það bara að stökkva í sturtu, pakka niður (hvernig sem ég á nú að koma öllu þessu nammi, pylsum, og snakki, veit ég bara ekki), og svo er það að heimsækja síðasta fólkið, og næ vonandi í nokkra í viðbót í síma...

Takk fyrir mig fagra Ísland, og við sjáumst fljótt aftur. Svo kemur ferðasagan öll,  um leið og ég er komin til San Jose, í faðm fjölskyldunnar, og kannski búin að taka andann í fyrsta skiptið í tólf daga, þið fáið samt pottþétt að heyra frábæra ferðasögu, því get ég nú bara lofað...


Iceland, I am home...

I am going to write in english,while I am in Iceland, so that my family (Tim and my four babies) can read what I am up to while I am here...

I am home...although home is where the heart is, and my heart is definetely with my family, I am still home in my birthplace, my home for the first twenty years of my life... Could life get any better? I really don´t think so. If it wasn´t for my future husband, Tim, I would not be able to be here. I truly believe that God made and gave Tim to me, for all the right things that I ever did in life, Tim is my reward. It is unbeliavable to be so far away from my house and family, and still be able to relax completely, that is all because of Tim. I have so many blessings in my life right now, and I do not take any of them for grantedWink

My first day in Iceland was beyond amazing. I had told my friends that I would bring the sun with me, and did I ever? The sun was beaming, the wind was hardly, and the company was golden. Of course first things first...  After 36 hours on the road, and one and a half hour sleep, I slept for about ten hours... All day long, I was out of it...the time difference, the language, the view...God, it is good to be home. My friends Elin and Omar picked me up from the airport, and were they a sight for sore eyes... They look as young as ever, they have been my friends since I was seventeen years old, Elin used to be my boss at Myllan bakery, and Omar is her husband, and they are truly soulmates, they are perfect for each other. They have been together for like, twenty years, and they are still so in love, so cute together, they really are the golden couple, in my eyes. I told Elin when I first met Tim that I had found my Omar...I always wanted a soulmate, and I found mine...

They live in a very nice apartment, and are doing really good in life. They have two boys, Atli Rafn and Hjalti Freyr. I can tell that a lot of time has passed my just looking at the boys, they are tall and handsome. Blond and blue eyed boys, icelandic beauty at its hight. Elin and Omar took their vacation a couple of days early, just to spend some time with me (I told you they were awesome friends), and they took me to Bæjarins Bestu...only the best hot dogs in the country are found there (yes, baby, even better than the ones I make at home...). Oh, my God, that hot dog truly was the best I have had in three years, since I was here last... Then we walked around down town a little bit, and sat down at Austurvelli, and had ourselves a cold one... I got sunburnedCool Yes, I am in Iceland, but I got sunburned from sitting outside for about an hour, the sun is so strong here, ´cause there is no pollution, so even the weather was sunny and the temperature was only 75 Fahrenheit, I got sunburned. Yes, baby, I did put on some sunscreenGrin

After some fun in the sun, we went to Bónus and I bought a bag full of candy (I am not kidding, it truly was full). Then we went back home, and Omar grilled some lamb and baked potatoes for me, and the taste of that was truly HEAVENLY... Unbeliavable, how good food can taste. We actually sat outside and dined, and the view wasn´t bad, the Atlantic ocean with the evening sun, HEAVENLY. Then I crashed, and I am up early today...I am getting used to the icelandic time pretty fast, it is easier for me, if my babies were with me, they would tell me, it is not time to go to bed, it is still daytime outside... Today will be busy, I am making an american breakfast for my friends, then I have to go drop some things off for my friends Vera and Iris (of course I didn´t forget about my responsibilities...), pick up a rental car, and then drive up to the International airport, I have had my day in the sun, I am coming back homeGasp In one week, but I am picking up my uncle Oli and auntie Heiða, they are coming from Sweden. Then I am sure we will go back to Bæjarins Bestu, have a hot dog, run a few errands, and then we will head on home to my real birthplace, HÖFN. There my grandparents live, and  a lot of my family on my mother´s side. I really can´t wait to see my grandpa´and grandma´. My grandma´will be home later on today, so that is really good news.

I will be in Höfn for the next four days, and then I will be back to Reykjavík. I will try to blog while I am there, but if not, I will blog some more on Sunday...Tim, Jasmine, Janae, Kalli, and Mikaela, I really hope that you are reading my words, I hope that you are having fun...Are you guys following the chart???? I know you are all taking good care of  Tim and each other for me, and it is so good to talk to you guys every day. I promise you, when I come home we will have a lot of fun for the rest of the summer, I am going to be the best mom EVER, I truly miss you guys, and I already have bought some surprises for youWhistling No, I won´t tell you what it is, I will show you in how many days? Seven, that´s right, Mikaela. I love you all extremely much, and I miss you all extremely much, and I am so proud of you guys, because you are all big and strong kids, and you are doing a really good job of taking care of each other, we are a strong family, and in only seven days, we will all be together again, our family will be complete. And we get to play MONOPOLY, go to RAGING WATERS, and all kinds of other things that I have planned for usWink

I love you more than words can explain, fingers can type, and hugs can show. You are all the most important people to me in the world, and I am so very proud of you all. Listen, be good, and give your dad lots and lots of hugs, he needs them just as much as you guys doWink It´s true, and hey, I will talk to you guys a little later today... I cannot wait to see you in about seven days, we go together like shamawhamalama wikidikidi, together forever like shuwabbuwadabada dingididingiti..

HeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeartKissingHeart


Hnútur í maga...

Ég fæ alltaf svoleiðis áður en ég ferðast, eða fyrir próf... Núna legg ég af stað í ferðina mína í kvöld, klukkan níu. Ég var vöknuð hérna snemma í morgun, tók mig frekar langan tíma að sofna í gærkveldi, en hér er ég. Kominn sunnudagur og núna eru bara klukkutímar í ferðina mínaW00t

Ég er búin að pakka að mestu leyti. Pakka og taka uppúr, pakka og taka uppúr, pakka meira og taka meira uppúr... Ég er vön að pakka alltof miklu drasli með mér. Ég er ein af þeim sem getur ekki planað í hverju hún vill vera fyrirfram, ég klæði mig eftir skapi, og ég hef ekki hugmynd um hvernig mér á eftir að líða á Íslandi næstu átta daga... Ég er búin að pakka fullt af skóm, svo tók ég tvö pör uppúr. Ég var búin að pakka bláa flotta leðurjakkanum mínum, svo tók ég hann aftur uppúr (mun eflaust pakka honum aftur niður seinna í dag, get ekki skilið hann eftir).

Ég er búin að pakka peysum, gallabuxum, fínum buxum, kjólum, jökkum, strigaskóm, jogginggalla, sundfötum, sokkum, nærfötum, og milljón bolum, en ég veit að ég á ekki eftir að nota helminginn, og svo það sem ég skil eftir á ég eftir að hugsa um. Ég veit, kæru bloggvinir, að þetta skiptir nú ekki miklu máli, en ég er að einbeita mér að töskunum mínum og fötunum, svo ég þurfi ekki að einbeita mér að söknuðinum sem er nú þegar farinn að flæða yfir migCrying

Ég veit að ég verð að vera sterk fyrir fjölskylduna mína, ég veit að þau verða sorgmædd ef ég er sorgmædd, en ég má ekki gráta uppi á flugvelli, ég verð að bíða þangað til að ég er komin inn, byrjuð að gráta hérna bara að tala um þetta. Þetta er það erfiðasta við þessa ferð, og ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, að skilja börnin mín eftir. Það er eitt með Tim, auðvitað á ég eftir að sakna hans þvílíkt, en hann getur hugsað um sig sjálfur, og auðvitað mun hann hugsa rosalega vel um börnin okkar, ég veit það alveg. Þið mömmurnar þarna úti, þið vitið samt hvernig mér líður, er það ekki????

Mömmum finnst alltaf að þær þekkji börnin sín best, og mér líður þannig. Ekki misskilja mig, pabbar er jafnmikilvægir í lífi barnanna, mér finnst það, ég á bara eftir að hugsa til þeirra allan tímann á meðan ég er í burtu. Þetta verður allt í lagi samt, þetta er frekar stuttur tími sem að ég verð í burtu, þannig að ég kem heim áður en þau vita af. Það verður gaman að versla handa þeim öllum líka, það er nú þegar búið að biðja um papriku skrúfur (Kalli og Mikaela), lakkrískúlur (Tim), og bara allt íslenskt (tvíburarnir mínir). Þannig að ég verð að taka mér einn dag bara í að versla fyrir fjölskylduna mína, því að hver veit hvenær ég á eftir að koma aftur heim, og ég vil kaupa það sem mér langar til þess að hafa um jólin, og áramótin og svoleiðisWizard

Því miður er amma mín frekar lasin, þannig að ég tel mig mjög heppna að vera að koma heim núna, hún er víst uppi á hjúkrunarheimili fyrir austan, þannig að ég ætla mér að eyða eins miklum tíma með henni og hún treystir sér til. Ég verð að mestu leyti fyrir austan, en mun svo eyða nokkrum dögum fyrir sunnan, er búin að plana MH partý með öllum MH gellunum, við hittumst alltaf allar þegar ég kom heim, og fórum sumarið 2004 á Hornið og fengum okkur kvöldmat. Núna ætlum við að hittast í heimahúsi og komum allar með eitthvað góðgæti, þannig að það verður frábærtGrin

Núna þarf ég að prenta út flugmiðana mína, skrifa niður símanúmer, og gera allt tilbúið fyrir fjölskylduna áður en ég fer. Í dag ætla ég að spila við þau, knúsa þau, elda fyrir þau, knúsa þau, horfa á bíómynd með þeim, knúsa þau, og bara kyssa og knúsa í tætlur. Ég verð sterk, ég lofa, ég verð að vera sterk fyrir þau, ef þau finna fyrir sorg hjá mér, þá verða þau sorgmædd, en ég vil skilja þau öll eftir hamingjusöm, vitandi að mamma þeirra elskar þau meira en nokkuð annað í heiminum, mamma þeirra kemur heim eftir stutta stund, mamma þeirra mun hugsa til þeirra allan tímann, og mamma þeirra vill að þau skemmti sér vel með Tim og verði ekki leið eða sorgmædd. Svo mun mamma þeirra tala við þau á hverjum degi, og áður en þau vita af, verð ég komin aftur heim, urrandi og gargandi á þauWink

Ég reyni að skrifa á Íslandi, ef ekki, hafið það gott næstu tíu daga, og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur/heyra í ykkur öllum, og farið nú vel með hvort annaðKissing


Sorglegt og skammarlegt!!

 

Mér hefur alltaf fundist fáránlegt hversu stutta dóma menn/konur fá fyrir kynferðisbrot, mér finnst það skammarlegt. Þó svo að sum fórnarlömb ná sér að sumu leyti, þá verða fórnarlömbin aldrei söm við sig, ALDREI. Þetta er sálarmorð, og ber oftast nær í för með sér lágt sjálfsálit, þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingar, og margar ungar stelpur enda með að hafa mikið af skyndikynnum sem unglingsstelpur og ungar konur.

Mér finnst að þegar svona er brotið á börnum eigi gerendur að fá lífslangt fangelsi, með engum möguleika á að komast út, það á virkilega að læsa svona gerendur inní fangelsi og kasta í burtu lyklinum, mér er alveg sama þó að sumir gerendur voru sjálfir/ar fórnarlömb kynferðisofbeldis, það breytir engu í minni bók, mér finnst ekki að það sé nóg ástæða til þess að minnka dóminn gegn þeim.

Því miður sjáum við meira um svona mál nú til dags, en ég held að það sé aðallega af því að foreldrar eru byrjaðir að tala um hvað er óviðeigandi við börnin sín, og börnin skilja (því miður) betur að það má enginn snerta kynfærin sín. Það er sagt hér í Bandaríkjunum að ein af hverjum þremur stúlkum er misnotað/nauðgað. Hræðileg prósenta, og ég á þrjár stúlkur, get ekki ímyndað mér að eitthvað svona geti komið fyrir þær. KNOWLEDGE IS POWER er sagt hér, og við verðum að tala við, kenna, bara ræða málin við börnin okkar, bæði stráka og stelpur, því að kynferðisbrot eru framin gegn öllum börnum.

Verndum börnin okkar eins vel og við getum, og ræðum við þau um hvað er óviðeigandi, og að þau geta sagt foreldrum sínum ALLT, meirihluti af börnum sem eru misnotuð segja aldrei neitt við neinn, fyrr en mörgum árum síðar...og það er staðreynd. Við sem foreldrar getum ekkert gert ef við vitum ekki hvað er búið að gera börnunum okkar. Ég trúi því samt, að breytingar gerist um leið á hegðun barna okkar þegar sakleysið þeirra er fjarlægt um aldur fram. Foreldrar verða að fylgjast vel með börnum sínum, hegðun þeirra, og sálarfari. Ef að slæmir draumar byrja, eða svefnleysi, eða barnið þitt byrjar að væta rúmið sitt, þá má vel vera að eitthvað sé að angra litlu sálina þeirra. Höfum eyrun og augun opin, og tölum við börnin okkar, það er númer eitt, tvö, og þrjú í minni bók.

Ég ætla að fara núna og knúsa börnin mín, ég er viss um að þið gerið það sama eftir þessa óhugnalegu frétt.

 


mbl.is Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórði Júlí

Fjórði Júlí 006Gleðilegan 4th of July, vinir og vandamenn. Hér var sko mikið um dýrðir, og þvílíkt stuð hjá okkur. Ég er búin að vera á fullu alla vikuna að undirbúa sjálfa mig og fjölskylduna fyrir Íslandsferðina, búin að búa til lasagna, og kjúklingaréttinn minn, frjósa réttina svo að maðurinn minn geti bara skellt þeim inní ofn ef hann nennir ekki að elda eitthvert kvöldið. Svo bjó ég til pasta salat, og fyllt croissants fyrir partýið sem við fórum í þann fjórða Júlí, þannig að síðustu tvo til þrjá daga hef ég búið inní litla eldhúsinu mínu (og það er lítið, ég get skorið niður með báðum höndum, á sitthvorum bekknum, bara með því að standa á miðju gólfinu...

Við fórum til vinkonu minnar, hún heitir Rose, hún var með partý heima hjá sér, í klúbbhúsinu... Þar var sundlaug fyrir krakkana, allskonar góðgæti að borða, og aragrúi af spilum til þess að spila. Samankomin var hennar fjölskylda frá fyrra hjónabandi, tengdamóðir, tengdasystkyni, og frænkur og frændar, og svo var nýji kærastinn hennar þar, ásamt fyrrverandi eiginmanni. Mjög heilbrigt hjá þeim, allt önnur sagan en hjá mér, en það er æðislegt að sjá hversu vel þeim öllum semur, og hvernig þau eru öll fullorðin, ekki eins og lítil börn (er ekki að minnast á nein nöfn, hóst, minn fyrrverandi).

Fjórði Júlí 003

Rose býr beint á móti stórum park, þar sem flugeldasýningin var haldin seinna um kvöldið. Við dúlluðum okkur allan daginn, komum þangað um þrjú leytið, borðuðum, spjölluðum, borðuðum köku, spiluðum, borðuðum ávexti, hlupum um, borðuðum meiri köku, spiluðum meira, spjölluðum meira, og svo lengi mætti telja. Þetta var frekar rólegt og huggulegt, það var að vísu geðveikur hiti hérna, 96 Fahrenheit, sem er um það bil 35 stiga hiti Celcisus (ekki dæma mig ef stærðfræðin er ekki rétt, það var steikjandi hiti). Þannig að við fórum ekki útí park, það var alltof heitt til þess, og börnin syntu smá, en þau litlu voru rekin úr lauginni... Já, já, það var Nasista sundlaugavörður og börnin máttu ekki hoppa í laugina, leika sér með bolta í lauginni, og voru víst með of mikil læti. Þannig að Kalli og Mikaela voru rekin úr lauginniFrown Mér fannst þetta bara fyndið, ekki fannst manninum mínum það... Ég er nú oftast nær rólegri yfir svona hlutum, ég á það til með að vera mjög ströng, en common, það skemmtilegasta við sundlaugina er að geta hoppað, er það ekki???? Og öskra, og fíflast, og skemmta sér, allaveganna fá þau að láta svoleiðis í okkar sundlaug, mér finnst allt í lagi að leyfa þeim að fá smá útrás, þá láta þau betur þegar inní hús er komið...

Fjórði Júlí 005

Mikaela mín var nú frekar sár yfir þessu, en þetta var góð lexía fyrir þau, það eru ekki allir eins þolinmóðir og mamma þeirra, og þau þurfa stundum að hlusta betur, það er sko víst. Eftir sundhremmingarnar, þá spilaði ég bookopoly (sem er það sama og monopoly, sem ég man sko ekki hvað heitir á íslensku, en ég spilaði þetta oft við mömmu og pabba þegar ég var krakki). Þetta er spilið með götunum, og húsunum, og leigunni, en í staðinn fyrir venjulegar götur og hús, þá lendirðu á bókum og kaupir bókasöfn og bókabúðir... Í staðinn fyrir að vera sendur í fangelsi, þá ertu sendur inní herbergi til þess að horfa á sjónvarp, það er þín fangelsisvist... Við byrjuðum fjögur að spila (ég og börnin mín þrjú, Jasmine vildi ekki spila), en svo hætti Kalli og Jasmine tók við. Svo datt Mikaela út, og við spiluðum þrjár í nokkra klukkutíma, greyið Tim, honum leiddist frekar mikiðUndecided 

Þegar uppi var staðið, þá vann Janae, hún átti $2741, ég átti $2310, og Jasmine átti $2355. Þannig að þetta var mjög spennandi og nálægur leikur. Loksins kom svo kvöldið, og við þurftum ekki að fara langt, við löbbuðum út og beint fyrir framan klúbbhúsið var grasblettur þar sem við vorum búin að setja upp stóla og teppi. Við settumst þar og biðum spennt eftir flugeldunum. Hér á ofan má sjá okkur skötuhjúin að bíða eftir flottheitunum. Fyndin saga, ég er í rauðum bol, ég hef ekki átt rauð föt síðan ég var sjö eða átta ára, því að þegar ég var krakki þá elskaði ég rautt, ég vildi bara rauð föt, ég átti rauð stígvél, rauða úlpu, peysur, boli, og buxur held ég líka. Veit ekki með sokkana og nærfötin, en þau voru örugglega líka rauð. Þannig að sem krakki fékk ég sko ógeð á rauðu, en prufaði svo um daginn þennan líka flotta rauða bol, og skellti mér á hann. Var svo í honum í tilefni þjóðhátíðardagsins, og finnst ég bara taka mig mjög vel út í rauðuWink

Flugeldarnir voru sko geðveikir, og alveg þess virði að bíða allan daginn eftir. Það var ekkert smá pakkað í þessum park á móti hennar Rose, fólk var búið að flykkjast þar að allan daginn, með bjóra og gos, litlu grillin sín, og sumir voru meira að segja með tjöldin sín með sér. Svo var götunni sjálfri lokað og hún fylltist ekkert smá fljótt af fólki. Við settumst bara á okkar litla grasblett, og vorum með besta útsýni EVER. Mér finnst flugeldar alltaf svo fallegir, og þessir ullu ekki vonbrigðum, allskonar litir máluðu himininn, aðallega blátt, rautt, og hvítt (fánalitirnir), en inná milli kom fjólublátt, bleikt, og grænt, og gulllitað. Ekki var sparað hjá borginni, því að flugeldasýningin stóð á í allaveganna kortér, ef ekki tuttugu mínútur, og lokasýningin var GEÐVEIK, og HÁVÆR. Þá var skotið upp svona hundrað flugeldum í einu (ég er ekki að ofgera), allskonar litir, allskonar stærðir, og blasti þetta allt við okkur í einu, þetta var sælgæti fyrir augun, og hamingjan flæddi yfir mig. Mér finnst flugeldar svo fallegir, ég fer oftast nær að gráta (af hamingju), ekki í gærkveldi samt, en hamingjan flæddi í gegnum mig alla, ég fór að hugsa til þess hversu yndislegt lífið mitt er, hversu heppin ég er að hafa stóra fjölskyldu sem elskar mig og börn sem líta upp til mín, mann sem elskar mig og virðir mig, nógu góða heilsu til þess að geta setið úti í faðmi fjölskyldunnar og vina, og notið flugeldanna með þeim.

Lífið er yndislegt, ég mæli með því við ykkur öll að njóta hvers dags, því að morgundagurinn er ekki lofaður, og gærdagurinn er horfinn. Við höfum bara daginn í dag, og reynum öll að njóta hans og skilja það að hver dagur er Guðs gjöf til okkar. Eftir flugeldasýninguna, þá héldum við aftur inn og þökkuðum fyrir okkur með því að hjálpa við þrifin, það var sko það minnsta sem við gátum gert, eftir frábæran dag. Tim skúraði svo í lokin, og svo var haldið heim á leið, þar sem allir rotuðust fyrir miðnætti, þetta var langur og skemmtilegur dagur. Það var gaman að þurfa ekki að vakna í dag með eldhús fullt af skítugum pottum og diskum, því vanalega fáum við fólk í heimsókn yfir hátíðarnar, og húsið okkar er í rúst eftir á, ekki í þetta skiptið. Hér sofa ennþá allir værum svefni, og ég er eins og alltaf, vöknuð of snemma.

Hér er komin þessi líka geðveika hitabylgja, og ég efast um að ég fari út fyrir dyr í dag, ég held að ég verði bara inní stofu með loftkælinguna á, og viftu beint á mig, því að hitinn fer frekar illa í mig. Svo eru bara fjórir dagar þangað til að fjölskyldan mín skutlar mér uppá flugvöll, og ég held á leið mína til Íslands, fagra Ísland, landið mitt góðaKissing Mikið verður nú gaman að koma heim, og sjá ykkur öll, ég hlakka mikið til. Ég er að mestu leyti tilbúin, þarf bara að pakka niður, og svo ætla ég að versla í matinn á laugardaginn fyrir fjölskylduna mína, skilja eftir nógu mikið af góðgæti handa þeim. Ég er staðráðin í því að gráta ekki á flugvellinum, ég verð að bíða þangað til að þau keyra af stað, þá get ég byrjað að gráta, ég vil ekki skilja við börnin svoleiðis. Þetta á eftir að vera mjög þroskandi reynsla fyrir þau öll, og þá sérstaklega Mikaelu, því að hún er algjör mömmustelpa. Hún á eftir að verða mikið nánari Tim, og tvíburunum, því að þau eiga öll eftir að hugsa svo vel um hana. Hún er nú þegar náin bróður sínum, en þau verða eflaust enn nánari við þetta líka. Kalla mínum er búið að vera illt í maganum síðustu viku, og ég held að það sé útaf ferðinni minni, ég vona að hann verði ekki veikur á meðan ég er í burtu, en hann er líka mjög náinn mér, þannig að þetta verður eflaust soldið erfitt fyrir hann líka. Tvíburarnir eiga eftir að sakna mín líka, en ekki fyrstu tvo til þrjá dagana, því að þær eiga eftir að njóta þess að ég sé ekki að minna þær á uppvaskið, eða að taka til í herberginu, eða setja á sig svitalyktaeyðir... Svo eiga þær eftir að fatta það að ég hugsa rosalega vel um þær, og þá á söknuðurinn eftir að koma.

Að vissu leyti til held ég að ferðin verður erfiðust fyrir mig (uppá söknuðinn að gera), af því að ég verð svo langt í burtu frá þeim, en þau eru ennþá öll saman og heima hjá okkur. Við erum búin að plana að tala saman á hverjum degi, og vonandi get ég nálgast tölvu hjá frænda mínum, hann er með vefmyndavél, þannig að ég get kannski spjallað við þau öll í gegnum tölvu og þá getum við séð hvort annað nokkrum sinnum, það verður æði pæði, ég elska tæknina í dag. Þetta er ekki nema níu dagar allt í allt, og þeir eiga eftir að líða hratt. Ég veit að þegar ég kem aftur heim, þá verð ég þolinmóðari, skemmtilegri, hamingjusamari, því að ég fæ smá lækningu við heimþránni. Það verður yndislegt að sjá ykkur öll, og ég vona að enginn verði fúll eða sár, ef ég hef ekki tækifæri til þess að hitta þig/ykkur. Því miður eru þetta bara sjö heilir dagar sem ég verð á landinu, og ég veit að ég verð á fullu allan tímann. Ég mun gera mitt besta til þess að hitta sem flesta, ef ekki, endilega vitið það að þið eruð velkomin í heimsókn til mín, hvenær sem er, og það er loforðSmile

Sé ykkur sem flest í næstu viku, heyri í ykkur sem flestum í næstu viku, farið vel með ykkur, njótið dagsins og hvorts annarsKissing


Móðgaði ég svona marga???

Ég vildi þakka ykkur fyrir athugasemdirnar mínar í sambandi við fréttina í gær í mogganum varðandi svörtu listamannahátíðina. Ég er búin að fá þvílík skítköst í mig vegna þess sem ég hef skrifað í athugasemdunum hjá öðrum bloggurum, það er búið að kalla mig fordómafulla, heimska, og hrokafulla. Ef þið viljið lesa, kíkið þá á bloggin hjá þeim sem blogguðu um fréttina í gær, farið bara í mína fyrri færslu, smellið á fréttina, og þar getið þið nálgast blogg þeirra sem ég er búin að lenda í.

Mér finnst hrikalega fyndið þegar fólk er að kalla mig hrokafulla, fordómafulla, heimska, og að ég sé að tuða, bara af því að ég er ósammála bloggi annarra. Er það ekki tilgangurinn með blogginu, að geta spjallað saman um ákveðnar fréttir, fá viðmið annarra? Ég veit að ég varð frekar æst, hefði sennilega þurft að róa mig aðeins af æsingnum, en ég er líka búin að fatta það að engu viti er komið fyrir fólki með lokaðann huga. Fólk er búið að segja við mig að ég viti ekki meira en það um fordóma og kynþáttahatur hér í Ameríku, bara af því að ég bý hér. Ég er því algjörlega ósammála. Ég tel mig ekki vita hvernig aðstæðurnar eru á Íslandi í dag, bara af því að ég les moggann á hverjum degi, eða horfi á Kastljós. Ég hef ekki búið á Íslandi í tólf ár, hvernig get ég þóttst vita meira um hvað gengur á á Íslandi í dag, ekki veit ég meira en þið sem búið þar.´

Mér finnst leiðinlegt að sjá hversu margir töluðu á neikvæðan hátt um svörtu verðlaunaafhendinguna, og fóru að tala um hvað ef hvítir gerðu það sama. Þeir sem vita bara eitthvað smá um sögu Bandaríkjanna, vita það að jafnrétti kynþáttanna er ekki enn þann daginn í dag eins og það á að vera. Þó svo að það séu komin fimmtíu ár síðan síðustu lögunum var breytt í sambandi við jafnrétti svartra og hvítra, þá er enn þvílíkt ójafnrétti sem ríkir hér. Og það er á báða vegu, ekki bara hvítir gegn svörtum, heldur líka svartir gegn hvítum. Svart fólk fær ennþá borgað minna fyrir sömu störf og hvítir, sama með konur, þær fá enn borgað minna en karlmenn. Svörtum nemendum er oft hleypt inní skóla þó svo að þeirra einkunnir séu ekki eins háar og hvítu nemendurnir sem eru að sækja um sama skóla. Svartir karlmenn eru stoppaðir oftar en hvítir karlmenn af lögreglunni útum allt landið, oft fyrir sama glæp (of hár hraði, ekkert öryggisbelti...).

Sáuð þið bíómyndina CRASH? Hún er raunveruleg, mjög raunveruleg. Sáuð þið ROSEWOOD? Hún er eldri mynd, en hún er sönn, hún fjallar um fyrsta svarta bæinn, og hvernig var komið fram við fólkið. Minnihlutahópar hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í mörg, mörg ár. Það er búið að líta framhjá þeirra framlagi til kvikmynda, tónlistar, og annarra lista í langann tíma. Getur enginn skilið að minnihlutahópar eru búnir að fá nóg? Ég get. Og það er það eina sem ég er búin að reyna að koma á framfæri, að ég skil vel að minnihlutahópar eru þreyttir á að bíða eftir að vera viðurkenndir af meirihlutanum. Þessvegna hafa þeir stofnað sínar eigin verðlaunaafhendingar, eigin viðurkenningar. Er virkilega eitthvað að því?

Ég er ósammála því að hvítir eigi að verðlauna hvíta, svartir svarta, asískir asíska, og latinos latinos. Í fullkomnum heimi, þar sem jafnrétti ríkir, þar sem fordómar eru ekki til, þar sem fólki semur vel þrátt fyrir að vera öðruvísi, í svoleiðis heimi myndi engin þörf vera fyrir svarta verðlaunaafhendingu, ekki satt???? Við búum ekki í fullkomnum heimi, Bandaríkin eru enn langt á eftir Evrópu þegar viðkemur jafnrétti kynþátta, jafnrétti trúarbragða, janfrétti kynjanna, ÞVÍ MIÐUR.  Mér finnst að bara fordómafullt fólk sé á móti jákvæðum hlutum sem minnihlutahópar gera fyrir sinn hóp, mér finnst að fólk sem virkilega skilur sögu Bandaríkjanna, myndi vera skilningsríkara gagnvart minnihlutahópum hér í Bandaríkjunum. Ég tel mig ekki vita hvernig það er að vera svört manneskja í Bandaríkjunum, ég veit hvernig það er að vera minnihluti, ég tilheyri stórum minnihluta hér af því að ég er íslensk, ég hef gengið í gegnum mikið bara til þess að fá landvistarleyfi og svoleiðis, þannig að ég skil mjög vel hvernig hlutirnir virka hér.

Ég tel mig skilja fordóma mjög vel, því að ég er móðir blandaðra barna, ég hef fundið fyrir miklum fordómum bæði hér í Bandaríkjunum og enn meira á Íslandi. Ég sé núna hversu margir á Íslandi virkilega skilja ekki hversu miklir fordómar ríkja enn í Bandaríkjunum, eflaust er það erfitt fyrir fólk að skilja þar sem það býr heima á Íslandi, og enginn vill viðurkenna að það sé fordómafullt. Ég er mjög móðguð vegna barna minna að svona miklir fordómar séu til í móðurlandi mínu, mér þykir leiðinlegt að sjá hversu móðgaðir íslendingar eru yfir styrk minnihlutahópar hér í Ameríku, og hversu illa fólk talaði um þessa verðlaunaafhendingu. Þegar fólk tekur sítrónur og býr til lemónaði (take lemons and makes lemonade), er það ekki gott mál. Þegar er búið að stappa á fólki allt þeirra líf, búið að líta framhjá þeim allt þeirra líf, og niðurlægja það allt þeirra líf, er ekki við því að búast að fólk fái nóg. Er ekki við því að búast að fólk gerir það sem er best fyrir þeirra sálarlíf, þeirra sjálfstraust, þeirra vellíðan. Eru svörtu listamennirnir að niðurlægja einhvern, særa einhvern, meiða einhvern með því að heiðra fólk fyrir þeirra framlag til tónlistar, kvikmynda, og íþrótta? Hvern er verið að særa? Þig? Mig? Er fólk virkilega svona móðgað að það talar illa um fólk af öðrum kynþætti? Hvern er verið að særa? Engan, af hverju er þetta þá svona alvarlegt mál? Af hverju er fólk svona móðgað? Ég skil það bara ekkiWoundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband