Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 19:45
Hann á afmæli í dag.....
hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kalli minn, hann er átta ára í dag....
Hér er hann, prinsinn minn, og hann verður fallegri, gáfaðri, fyndnari, og bara betri með aldrinum. Hann var tekinn með keisaraskurði þann 13. September 1999, klukkan 8:26 um morgun, og það fyrsta sem að drengurinn gerði var að pissa á mömmu sína Ég segi það satt, drengurinn grét ekki, öskraði ekki, hann pissaði í staðinn.
Hann var mjög sætur fannst mér, en þegar ég skoða myndir af honum núna, þá sé ég að hann leit allt öðruvísi út en hann gerir í dag. Húðin á honum var mjög hvít, hann var ekki með neinar augabrúnir (þær sáust ekki, voru svo hvítar), og hann var alltaf rangeygður (sem að öll lítil börn eru). Hann var litli prinsinn minn, og er enn
Fyrstu tíu mánuðina þá svaf hann aldrei meira en tvo tíma í einu, þannig að ég fékk sko ekki mikinn svefn. Fyrstu nóttina sem hann svaf í gegnum um, svaf mamma hans ekki neitt, af því að hún hélt að drengurinn væri dáinn...ég sver það, að sjá drenginn sofa í meira en tvo tíma var gjörsamlegt kraftaverk. Hann var algjör brjóstakall, var með hann á brjósti stundum í fjóra tíma samfleytt... Svo sofnaði drengurinn í hoppustólnum sínum, í barnastólnum sínum, á brjóstinu mínu, en aldrei í rúminu sínu
Þegar litla systir hans fæddist, þá var hann stóri bróðir, og hann var mjög stoltur. Hann var samt ekki alltof sáttur við það hversu mikla athygli hún þurfti, en hann lærði að lifa með því. Hann átti það til að fara í vögguna hennar og sitja þar, hann vildi vera litla, litla barnið mitt, þó svo að hann var það ennþá, því hann var bara fjórtán mánaða þegar hún fæddist. Kalli minn var alltaf á fullu, hlaupandi útum allt, uppá sófa, uppá bekk, klifrandi uppá allt, hoppandi á öllum mublum sem hann komst í. Mér var stundum sagt að hann væri eflaust ofvirkur, en vitiði, ég hlustaði ekki á svoleiðis rugl, ég vissi að svona var hann bara og að hann myndi róast niður þegar hann var tilbúinn.
Viti menn, hann róaðist, og er núna mjög góður nemandi, er kominn í þriðja bekk. Hann er duglegur að lesa, er á fullu að læra um stjörnurnar og pláneturnar okkar, hefur MIKINN áhuga á því. Hann er að læra hafnarbolta, elskar fótbolta, amerískan fótbolta og körfubolta. Ekki má gleyma Gamecube, vídeóleiknum hans, hann er algjör fíkill, eða myndi vera ef við leyfðum honum það. Hann fær að spila, en ekki á hverjum degi, og ekki allann daginn, því að hann myndi verða fíkill á einum degi...
Hann er góður sonur, yndislegur bróðir, og prinsinn minn. Ég elska hann meira en orð geta sagt, ég mun halda áfram að rífast við hann um hvort að ég elski hann meira en hann mig, hann mun ekki skilja það að hann getur ómögulega elskað mig meira, hann mun skilja það þegar hann verður faðir. Ég tel mig rosalega heppna að hann kaus mig sem mömmu sína, hann er besti sonur sem að móðir gæti beðið um. Til hamingju með daginn, elsku prins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.9.2007 | 18:39
Hvernig er það réttlátt?
Ég er mikið búin að spá í réttlæti þessa síðustu daga, og er það vegna margra hluta. Ameríski fótboltinn er byrjaður aftur, og uppáhaldsliðið hans Tim, Oakland Raiders, er búið að vera að semja við Jamarcus Russell (sem er víst sá besti nýliði sem var valinn í fótboltanum þetta árið) í marga mánuði núna, en loksins er búið að semja.
Þessi drengur er rétt yfir tvítugt (held ég) og hljómar samningurinn hans uppá $68 millur fyrir sex ár, það eru launin hans, svo fær hann líka meira en $40 millur næstu fjögur árin, og er það guaranteed money, sem þýðir að ef hann meiðist fyrsta árið og getur ekki einu sinni spilað, þá fær hann samt $40 millur. Allt þetta er fyrir það að spila amerískan fótbolta Eruð þið ekki að grínast í mér???? Ástæðan fyrir þessum góðu launum hans eru til dæmis, 1) hann aðstoðar með gróðann hjá fótboltavellinum hér heima, og annars staðar í Ameríku, 2) hann spilar góðan bolta, 3) hann skapar gróða hjá sjónvarpsstöðvum í landinu þegar hann er að spila þennan góða bolta, og svona mætti lengi telja.
Útkoman er nefnilega sú, að hann er allra þessara milljóna dollara virði, af því að hann aðstoðar mörg fyrirtæki með þeirra gróða... Sem þýðir, you scratch my back, I´ll scratch yours... Ef að Jamarcus aðstoðar mörg fyrirtæki með þeirra gróða, af hverju ætti hann ekki að fá smá hluta af kökunni? Og trúið mér, $100+ millur fyrir sex ár, er mjög lítill biti af kökunni... Getur einhver sagt mér hvernig þetta er réttlátt? Ég hef margar ástæður á bakvið þessa spurningu, en sú mikilvægasta er, ef að svona mikill peningur (með því meina ég gróði..)er fljótandi um í fótbolta heiminum, og fólk er heimilislaust og hefur ekkert að borða, hvernig er það réttlátt?????????
Ég les margar bloggfærslur á dag, og margir eru að tala um þeirra hagi, þeirra kjör. Sumir eru að ganga í gegnum veikindi (halló, hér er ég), atvinnuleysi, peningavandamál, táninga, hvað sem það er, við erum öll að ganga í gegnum eitthvað, ekki satt? Bloggvinkona mín, hún Þórdís Tinna skrifaði góða færslu um daginn, hún var að tala um hversu lítið veikt fólk fær borgað frá ríkinu, og ég veit alveg hvað hún á við, ég hef fengið að kvarta og kveina hér við ykkur, takk Ég veit ekki allt um hana Þórdísi, en ég er alveg viss um að hún vann úti, og eflaust vann hún eins og skepna, áður en hún varð veik. Svo verður hún veik, sama hér, ég verð veik, og allt í einu þá erum við orðnar blóðsugur fyrir ríkið, af því að við erum of veikar til þess að vera útivinnandi, og það skiptir ekki máli að við erum búnar að vinna úti í mörg, mörg ár. Þar sem við erum ekki að leggja til gróða ríkisins, þá erum við ekki þess virði að fá að lifa því lífi sem við lifðum áður en við urðum veikar. Við þurfum að lifa á því sem að ríkinu finnst að við eigum skilið sem veikar manneskjur, og við getum ekkert gert við því. Við þurfum að taka það sem okkur býðst, því að við þurfum ennþá að borga leigu, mat, föt, skóladót, rafmagn, og svo lengi mætti telja, af því að við erum mæður.
Ég segi því, er það réttlátt að ungur strákur sem er góður í fótbolta er að fá borgað milljónir dala í mörg ár, en venjulegt fólk sem hefur unnið eins og skepnur allt sitt líf, fær það minnsta sem ríkið getur löglega greitt þeim???? Mér finnst það langt í frá að vera réttlátt. Ekki er nóg fyrir mann að þurfa að díla við það að maður er veikur, heldur í þokkabót þarf maður að hafa áhyggjur af því hvort maður getur borgað reikningana sína, og gefið börnunum sínum að borða. Manni líður nógu illa fyrir, ofan á allt þetta þarf maður að biðja fólk í kringum sig um aðstoð, og allir hafa nóg með sitt, hvernig getur maður ætlast til þess að fólk hjálpi manni. Svo er maður heppinn að einhver bíður manni aðstoð, en svo hefur maður ekki efni á að borga þeim tilbaka, þá líður manni enn verra, maður er að farast úr stressi, og stressið gerir veikindin erfiðari.
Þessi vítahringur er ömurlegur, ég veit að við flest höfum gengið í gegnum hann, bara á mismunandi hátt. Mér finnst ennþá verra að vita til þess að maður þekkir eða hefur fólk í fjölskyldunni eða vinahópnum sem á nóg af peningum, eða allaveganna á mikinn auka pening, og það fólk biðst ekki einu sinni til þess að hjálpa manni. Ofan á allt annað, veikindin, stressið, börnin, skömmina, stoltið, þá veit maður um fólk sem gæti hjálpað manni ef það vildi. Þannig að maður verður sár ofan á allt annað, af því að þetta fólk bíður manni ekki aðstoð, það vill frekar að maður þurfi að gleypa stoltið og biðja um hjálp, það er bæði erfitt og neyðarlegt... Salt ofan í sárið
Ef að fyrirtæki sem standa sig vel, peningalega séð, myndu öll leggja til hliðar 1% af gróðanum, öll fyrirtæki myndu gera þetta, getið þið rétt svo ímyndað ykkur hvernig heimurinn væri? Ef að þetta 1% færi í sjóð, og þessi sjóður myndi sjá til þess að enginn í heiminum væri svangur, heimilislaus, án heilsutrygginga, bara án aðstoðar, hvernig myndi heimurinn okkar breytast? Líf okkar væri allt öðruvísi, ekki satt. Það er ekki réttlátt í mínum augum að sumir hafa svo mikla peninga að það gæti skeint sér með þeim og það myndi aldrei klára peningana. Það er ekki réttlátt að veikt fólk geti ekki einbeitt sér að því að batna, í staðinn hefur það áhyggjur af reikningum, börnum, og milljón öðrum hlutum, sem það ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af. Það er ekki réttlátt að fólk sofi úti á götu, í bílnum sínum, í koju í úthvarfi. Það er ekki réttlátt að sumir hafa allt of mikið, og aðrir hafa ekki nóg Það bara er ekki réttlátt, það getur enginn gert mér trú um það...
Hver er lausnin, er hún til? Ég trúi því, virkilega, ef að þeir sem hafa allt of mikið myndu hjálpa þeim sem hafa ekki nóg, þá myndum við leysa mörg vandamál heimsins. Hvernig get ég réttlætt fyrir börnum mínum að þau þurfa að leggja 100% af sér í skólanum, þegar krakkar á þeirra aldri er að þéna milljónir bara með því að hafa sjónvarpsþátt á Disney stöðinni? Hvernig get ég sagt þeim að menntun er mikilvægust þegar íþróttafólk, leikarar, söngvarar þéna meira en þeir sem hafa hæstu gráðu sem hægt er að hafa. Hvernig get ég réttlætt fyrir þeim að mamma grætur oft af því að hún er veik, en hún kláraði skólann, vann síðan hún var krakki, en hún hefur ekki nógu mikinn pening til þess að fara með þau í bíó, eða kaupa handa þeim afmælisgjafir. HVERNIG RÉTTLÆTI ÉG ÁSTAND HEIMSINS?
Í gamla daga, þá fór fólk til nágrannans og hjálpaði honum með því að skipta á kú fyrir kind. Þannig gátu báðar fjölskyldur borðað kjöt og drukkið mjólk. Ef að ég var með grænmeti í garðinum hjá mér, og þú varst með ávexti í garðinum hjá þér, þá skiptumst við á, ekkert mál. Í dag, þá er fólk að keppast við nágrannann, hann er með trampólín, þú verður að fá trampólín. Hann er með nýjasta jeppann í bílskúrnum, þú verður að fá jeppa. Þú ferð til útlanda tvisvar á ári, núna verður hann að fara tvisvar á ári. HVAÐ GERÐIST? Hvernig komumst við hingað? Hvað varð um að hjálpa nágrannanum, ég hef kú, þú hefur kind, mig vantar kind, þig vantar kú, ekkert mál, við skiptumst... Hvenær byrjuðum við að setja verð á allt? Ekki bara á hluti, heldur á fólk? Af hverju er kindin ekki eins mikils virði og kúin? Af hverju er Jamarcus að þéna $100 millur, en þú og ég höfum ekki efni á að borga rafmagnsreikninginn okkar. Hvar er réttlætið? Er það bara orð, hugtak, eða gjörð?
Forsetar stjórna, ríkisstjórnir stjórna, kóngar og drottningar stjórna. Hafa forsetar, embættismenn, kóngar það svo gott að þeim er sama um litla fólkið? Af hverju er ekki búið að gera það að lagi, fyrir löngu síðan, að allir hafa rétt á að eiga hús eða íbúð, allir hafa rétt á góðri heilsu, allir hafa rétt á að borða þrjár til fimm máltíðir á dag, allir hafa rétt á góðri menntun, og ALLIR hafa rétt á að njóta lífsins á sama hátt og nágranninn. Auðvitað þarf fólk að vinna fyrir auka hlutunum (stóra plasma sjónvarpinu, tölvunni, utanlandsferðunum), en við höfum öll rétt á að hafa þak yfir höfuðið, mat á borðinu, og föt utan um okkur, góðri menntun, og tímanum sem það tekur fyrir okkur að ná okkur á rétt strik þegar við verðum veik...
Réttlátt eða óréttlátt, það er spurningin í huga mínum í dag, í gær, í fyrradag. Það er lengi hægt að velta sér uppúr þessari spurningu, því miður fær maður ekki svar, allaveganna ekki frá forsetanum, ríkinu, eða kónginum, stóra fólkið er of upptekið að því að njóta peninganna og því góða sem lífið bíður þeim uppá, það hefur barasta engan tíma til þess að hugsa um litla fólkið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2007 | 06:24
Leyndarmálið...
Hafið þið lesið bókina, The Secret? Eða séð DVDinn? Algjört must, ef að þið hafið áhuga á góðum lestri, áhuga á hvernig hægt er að betrumbæta lífin ykkar, eða bara ef þið hafið áhuga á heimspeki...
Ég las þessa bók fyrir svona mánuði síðan, og byrjaði að notfæra mér sumar leiðbeiningarnar, og mér fannst mikið til í þessu. Meginatriðið er að allt í heiminum, veröldinni, í kringum okkur er orka. Ég og þú erum orka, borðið er orka, talvan sem ég er að vélrita á er orka, og svo framvegis. Mannfólkið hefur endalausar óskir, og veröldin er okkar Genie...hvað sem við óskum okkur, okkur mun veitast... Áhugavert, ekki satt???
Að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, er lykilatriði í lífum okkar, ef við viljum vera hamingjusöm. Að sjá fyrir sér það sem maður vill hafa, verður að hafa, langar til þess að hafa eða gera, allt það er framkvæmanlegt. Visualize it, sjáðu fyrir þér... Ég trúi því að mörg okkar eru nú þegar að lifa leyndarmálinu, án þess að vita það sjálf, þessvegna er það leyndarmál. Mikið af því sem að bókin talar um, hef ég nú þegar framkvæmt, gert, eða hugsað um að gera. Mér finnst það mjög áhugavert. Ég vil ekki segja of mikið um bókina, vil ekki spilla fyrir ykkur sem hafa ekki lesið hana, og þið sem hafið lesið bókina, skiljið eflaust allt sem ég er að segja, þó svo að það hljómar hálf ruglingslega
Ég ætla að nota sjálfa mig sem dæmi um hvernig leyndarmálið virkar. Bókin talar um að þegar þú sendir frá þér jákvæða orku, þá færðu jákvæða orku tilbaka frá umheiminum, til dæmis, þú vaknar í góðu skapi, vekur börnin þín, og þau skynja orkuna þína, þau fara í skólann í góðu skapi, brosandi og syngjandi. Þú ferð útí búð, og frá þér skín jákvæðnin, fólk brosir til þín (ókunnugir), hjálpar þér ef þú missir eitthvað. Svona er dagurinn hjá þér, bjartur, hamingjusamur, og 100% jákvæður. Sama gildir með neikvæða orku...til dæmis...
Ég er búin að vera rosalega þreytt síðustu tíu daga eða svo, alveg að deyja úr þreytu. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu mikið ég sef, ég sef í sjö tíma á nóttunni, fer með krakkana í skólann, kem heim og sef í fjóra tíma í viðbót... Dagurinn í dag er gott dæmi um neikvæða orku. Ég vaknaði rosalega þreytt, og kíkti á bankareikninginn minn, ég átti von á meðlagsgreiðslu á miðvikudaginn, og hún var ekki ennþá komin í morgun, og það lítur ekki út fyrir að hún sé á leiðinni. Ég var mjög pirruð, af því að ég er búin að vera að bíða eftir greiðslunni (margir reikningar eru of seinir hjá mér), og sonur minn á afmæli í næstu viku, auðvitað vil ég gefa honum gjafir. Allaveganna, ég var rosalega pirruð og sár og þreytt, og eftir að ég fór með krakkana í skólann (gat samt haldið grímunni á þeirra vegna, og þau fóru mjög ánægð og hamingjusöm í skólann), þá brotnaði ég niður. Sat í bílnum mínum í tíu mínútur og grét. Ég settist svo við skrifborðið mitt og lít á bókina mína, The Secret, og hugsa með mér að dagurinn í dag eigi eftir að vera erfiður og ljótur.
Því miður þá var hann það. Ég var búin að senda neikvæða orku útí umheiminn síðustu tvo daga (vegna þreytu og fjármála), og í dag þá sendi umheimurinn neikvæða orku tilbaka. Ég fékk slæmar fréttir í sambandi við bekkinn hans Kalla míns, á mánudaginn verður einn strákur færður inní bekkinn hans og þeim Kalla semur mjög illa saman. Ég talaði við skólastjórann, og honum virtist vera nokkuð sama um hvaða vandamál strákarnir hafa á milli sín, og talaði við mig eins og ég viti ekki hvað ég þurfi að kenna syni mínum...ekki bætti það líðan mína. Svo lentum ég og maðurinn minn í kíting, og ég fór út í nokkra klukkutíma, ég var rosalega reið, og verð það ekki oft, en hann sagði hluti við mig sem að ég tók á einn veg, þó svo að hann meinti það á annan veg, en hann hafði ekki fyrir því að útskýra eitt eða neitt af því að hann var reiður. Svo er resturinn af deginum búinn að vera mjög dapur og niðurdreginn, þó svo að ég sé búin að reyna mitt besta að snúa orkunni við, en það er búið að reynast mér erfitt.
Þannig að, ég er búin að ákveða að ég ætla að lesa bókina aftur, og ég ætla virkilega að fylgjast vel með hvernig orku ég sendi frá mér, því að ég veit (frá eigin upplifun) að ég fæ tilbaka það sem ég sendi frá mér. Ég er mjög þakklát fyrir allt sem að ég hef í lífi mínu, meira að segja það slæma, af því að það slæma er hlutur af mér, mínu lífi, við öll höfum eitthvað slæmt sem við þurfum að lifa með, hvort sem að það er sjúkdómur, veikindi, minningar, hvað sem er. Fortíðin hefur skapað þá persónu sem við erum í dag, og við þurfum að vera þakklát fyrir fortíðina, án hennar þá værum við ekki við. Ég hef margt á dagskrá í framtíðinni, þið vitið nú öll um brúðkaupið, en það mikilvægasta núna er að finna vinnu, og að vinna í því að komast inní hús. Við Tim erum staðráðin í að vera kominn inní hús fyrir brúðkaupið okkar næsta sumar, þannig að núna er tíminn til þess að vera jákvæður, núna er tíminn til þess að trúa
Ég mæli með bókinni, þið sem hafið lesið hana, spjallið við mig um hana, hvað finnst ykkur? Hefur hún breytt lífinu ykkar? Trúið þið á að allt sé orka í kringum okkur? Þið sem hafið ekki lesið bókina, nælið ykkur í eintak, eða horfið á DVDinn. Mér finnst alltaf gaman að spjalla um bækur, myndir, lífsreynslur sem geta hjálpað mér, á jákvæðan hátt. Á morgun gefst mér annað tækifæri á að senda frá mér jákvæðni, hamingju, og góða orku. Á morgun gefst mér annað tækifæri, og ég mun nota það tækifæri vel, mun vakna með bros á vörum, sól í hjarta, og hamingjusamar hugsanir
Njótið helgarinnar og hvors annars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2007 | 04:44
Þyrnirós
Það var ég í dag, algjör Þyrnirós, þangað til að prinsinn minn kom og kyssti mig klukkan þrjú í dag... Já, ég er sko að meina þetta, ég fór að vísu að sofa um tvö í nótt, en fór ekki á fætur fyrr en klukkan þrjú í dag. Mikið rosalega hefur líkaminn minn þurft á hvíld að halda Ég veit að ég er varla búin að tala um neitt annað en þennan blessaða hita, en það er pottþétt hans vegna að ég breyttist í Þyrnirós í dag.
Þannig að auka deginum með fjölskyldunni var eytt í svefn, gaman fyrir börnin mín eða þannig... Það er samt svo sætt, þegar ég breytist í Þyrnirós, þá eru börnin mín alltaf svo ánægð að sjá mig þegar ég vakna, sérstaklega Mikaela mín. Hún hleypur alltaf til mín, og kallar til krakkanna, mamma er vöknuð!!!!! Svo knúsar hún mig vel og lengi, og ég veit að hún er búin að bíða og bíða og bíða eftir að ég vakni, greyið mitt litla. Hún var búin að lita handa mér þrjár myndir í prinsessu litabókinni sinni, sæta stelpan mín. Það er svo fyndið, af því að ég er byrjuð á brúðkaupsundirbúningnum og er byrjuð að skoða vefsíður, og kaupa blöð og svoleiðis, þá eru stelpurnar mínar þrjár orðnar svaka áhugasamar um brúðkaupið. Þær vilja koma með mér þegar ég fer að máta kjóla, þær vilja fara að skoða sína kjóla, og svo lengi mætti telja. Þær skilja auðvitað ekki allan undirbúninginn sem fer í þetta, hvað þá klukkutímana sem að það tekur.
Þetta er allt voða spennandi, fyrir mig og þær, það er gaman fyrir mig að geta sýnt þeim myndir af kjólum og svona, því að ekki finnst manninum mínum eitthvað voða gaman að skoða þessi blöð sem ég er að lesa Ég er spennt fyrir þessu, en sé líka hversu auðvelt það er að verða stressuð yfir þessu öllu. Ég þarf að passa mig á að leyfa stressinu ekki að verða of mikið, og svo verð ég líka að finna mér hlutavinnu, annars verður ekki hægt að borga neitt fyrir þetta blessaða brúðkaup. Við ætlum að hafa þetta lítið og laggott, en ég sé samt hversu auðveldlega þetta getur farið útí algjörar öfgar... ég hef ekki efni á að leyfa því að gerast...
Ef að ég get planað brúðkaupið á sama hátt og ég gerði jólin í fyrra, þá mun þetta allt saman fara vel, því að ég byrjaði á að kaupa jólagjafir í Október í fyrra, og gat gefið öllum eitthvað smá, og börnin fengu það sem þau vildu. Þannig að, ég hef tíu mánuði til þess að kaupa allt fyrir brúðkaupið, þannig að, ef ég geri smá í hverjum mánuði, þá munum við hafa efni á að hafa brúðkaupið eins og við viljum hafa það...og ef það gerist, þá verður þetta draumur í dós...
Mér finnst ennþá ótrúlegt að ég sé að fara að gifta mig. Sannleikurinn er 100% sá að ég bjóst ekki við að finna ástina aftur, hvað þá sanna, trúa, heita ást. Að vera elskuð heitt og skilyrðislaust, að vera virðuð og dýrkuð, að finna manninn sem mig dreymdi um þegar ég var einstæð móðir, það er kraftaverki líkast. Hversu heppin er ég? Það verður yndislegt að giftast honum, að deila lífinu með honum, að eldast með honum. Þessvegna verð ég að plana brúðkaupsdaginn okkar vel, af því að ég vil að hann verði eftirminnilegur, ekki bara í huga mínum og Tim, heldur í huga allra þeirra sem geta deilt deginum með okkur.
Núna ætla ég að hætta þessu blaðri, og horfa á sjónvarpsþáttinn okkar Tim með honum. Það er yndislegasti tími dagsins í okkar lífi, um hálftíu á kvöldin, börnin í draumaheiminum, Tim og ég á sófanum, hönd í hönd, fótleggur hans á mínum, og ég að strjúka slæma hnéð hans. Ástin og friðurinn eru sterkust á þessum tíma á heimili okkar, vinna dagsins búin, og loksins okkar tími kominn til þess að njóta hvors annars og slaka á Lífið getur verið svo gott, finnst ykkur það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2007 | 22:34
Labor Day Weekend...
Þá er verslunarmannahelgin komin hér hjá Kananum, og er mikið um grillveislur, partý, og allskonar húllumhæ útum allt. Við erum bara í rólegheitunum hér heima fyrir, krakkarnir að horfa á bíómynd á stóra imbakassanum, maðurinn minn sofandi á hægindastólnum, og ég sit hér sveitt við tölvuna, því enn er hitinn mikill.
Þessi helgi hefur mjög oft í fortíðinni verið erfið í mínu lífi. Í hvert skipti sem ég fór frá fyrrverandi manninum mínum, þá var það tvisvar á þessari helgi, og einu sinni viku eftir þessa helgi. Þetta gerðist allt árin 2001, 2002, og 2003. 2001 fór ég frá honum daginn eftir 11. September, 2002 um þessa helgi, og 2003 um þessa helgi. Það er talað um í sálfræðinni hvernig gamlir atburðir geta haft sálræn áhrif á fólk akkúrat á þeim dögum sem að þeir gerðust. Stundum er fólk sorgmætt, stundum glatt, og stundum reitt.
Ég er búin að vera rosalega reið og leið síðasta sólarhringinn. Margir hlutir eru orsök líðan minnar, og ekki bara fortíðin. Það er ákveðinn tími mánaðarins, það er heitt, og mér og núverandi manninum mínum er ekki að semja of vel, síðan í gærkveldi Ég er rosalega viðkvæm þegar ég er á túr, og líka þegar ég er ekki á túr, ég er bara rosalega viðkvæm manneskja. Ég held að fortíðin sé pottþétt að spila soldið með sálina mína þessa dagana, svo hjálpar viðkvæmnin ekki, og svo hjálpar maðurinn minn ekki, sérstaklega ekki þegar hann talar við mig eins og ég sé barn...
Ókei, ég og maðurinn minn rífumst ekki...höfum aldrei rifist, í tvö ár. Með þessum orðum, þá meina ég að við höfum aldrei blótað hvort öðru, höfum aldrei öskrað, eða ræst róminn gegn hvort öðru, höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað. Við pössum okkur alltaf á því. Samt sem áður, þá höfum við verið ósammála nokkuð oft, það hefur gerst að við getum ekki útskýrt stöðu okkar á einhverju málefni vel, og vegna þess misskiljum við hvort annað oft. Svo kemur fyrir að vegna tungumálaerfiðleika þá misskilur hann mig, og stundum verð ég mjög pirruð yfir því. Ég tala enskuna rosalega vel, það segja eiginlega allir við mig sem hitta mig (kanar þá) að þeir halda að ég sé amerísk. Þess vegna verð ég oft pirruð þegar maðurinn minn misskilur mig, því ég skil ekki af hverju hann getur ekki skilið það sem ég er að segja, þegar 95% af öllu fólki sem ég umgengst skilur mig 100%...soldið mikið pirrandi
Svo á hann til að tala niður til mín, ekki á niðurlægjandi, karlrembskulegan hátt, heldur eins og ég sé óviti, lítið barn. Ég hef talað við hann um þetta oft, og þetta er að batna, en stundum þegar við erum að rökræða eitthvað, þá kemur þessi tónn, og hann talar stundum svona af því að hann er átta árum eldri en ég, og vegna þess þá finnst honum að hann viti meira en ég... Ókei, það er sko alveg rétt hjá honum, STUNDUM, ekki alltaf. Það er margt sem að hann hefur gengið í gegnum, og ég leita ráða hans fyrir, til dæmis þegar ég gekk í gegnum skilnaðinn minn, þá voru ráðleggingar hans gulls virði. Hann er mjög gáfaður, og veit mikið um margt, og ég elska það við hann.
Samt sem áður, þá koma tímar þar sem hegðun hans pirrar mig rosalega, og mig langar til þess að öskra. En, ég labba í burtu, sest við tölvuna og blogga í dagbókina mín Þannig dagur er í dag, mig langar til þess að öskra, en geri það ekki. Mig langar til þess að labba út og ekki koma heim fyrr en á morgun, en ég mun ekki gera það. Mig langar til þess að hrista hann, þangað til að hann fattar hversu sár og pirruð ég verð útí hann þegar hann lætur svona, en það mun ég ekki geta (hann er of stór). Mig langar til þess að vera skilinn af manninum mínum, ekki misskilin þegar ég er að reyna að útskýra litla hluti, en aðeins tími getur lagað það.
Einn af þessum dögum, göngum við ekki öll í gegnum þá? Ekki er hægt að velta sér uppúr svona hlutum, því að börnin bíða eftir kvöldmatnum sínum, bíða eftir aðstoð við heimalærdóminn, og þau þurfa alla orku sem að ég hef að gefa... Ég og maðurinn minn eigum eftir að ræða málin betur, og eins og alltaf, þá býst ég við því að misskilningurinn verði leystur, og að ástin blómstri á ný. Þannig gengur það oftast nær fyrir sig, og mun eflaust gera í þetta skiptið, eins og öll skiptin áður. Núna eru við búin að vera trúlofuð í næstum því sex mánuði, það verða sex mánuðir þann 9. September, sem er afmælisdagurinn hennar Berthu ömmu, þannig að það verður góður dagur. Og ekki bara það, heldur er ég með æðislega gjöf handa honum í huga, og sú gjöf mun hjálpa honum að muna hversu mikið ég elska hann þegar misskilningur gerist á ný, og misskilningar munu halda áfram að gerast, hluti af lífinu... Samt sem áður, dagurinn í dag er betri núna, takk kæru sálfræðingar (já, ég er að tala um ykkur blogg vinir), núna er ég búin að létta af mér, og líður betur Njótið dagsins, helgarinnar og hvors annars, og munið, dagurinn í dag gæti orðið besti dagur lífs þíns, bara ef þú notar hann rétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2007 | 17:42
Púkinn ekki notaður af fréttamönnum???
Kryddpíunar sagðar ósáttar við Mel B | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.8.2007 | 18:34
Stéttaskipti
Þegar ég bjó á Íslandi og var í MH, nítján ára gömul, og var að vinna í Hagamel í Myllubakaríinu þar, þá fannst ég mér hafa það mjög gott. Ég var að leigja geymslu, já, í alvörunni, geymsluherbergi niðrí í kjallara, sem ég leigði fyrir 10,000 krónur á mánuði, var í skólanum frá 8-13, og keyrði svo eins og vitleysingur niður í Hagamel, og vann frá 13-19. Svo vann ég allar helgar, og ég gerði þetta í níu mánuði áður en ég útskrifaðist frá MH. Ég hafði það mjög gott, nítján ára gömul, og mér var aldrei hugsað til þess að í framtíðinni myndi ég ekki hafa það gott.
Ég er að tala um fjárhagslega. Ég var að tala við Veru vinkonu mína í gær, og við vorum að tala um fjárhagserfiðleikana okkar, og svo fórum við að tala um þegar við vorum 21-22, í Quincy College í Boston, og við vorum í skóla, að vinna við barnapössun, og við leigðum risastórt hús við sjóinn. Við áttum alltaf fullt af pening, af því að við vorum að vinna, og vorum á námslánum, þannig að lífið var mjög gott. Svo fór ég að vinna á veitingastað, og var að vinna þar ásamt barnapössun, og ég vann fimm-sex daga í viku, ásamt að vera í skólanum, og ég hafði það mjög gott
Mér varð aldrei hugsað til stéttaskipta (ég vona að ég sé að segja þetta rétt), þó svo að ég sá heimilislaust fólk á götunni í Boston, róna útum allt, fólk að betla, o.s.fr. Auðvitað keyrðum við oft í gegnum hverfi sem voru svokölluð fátæktarhverfin í Boston, og maður sá stéttaskiptinguna, hún var augljós. Þá fór ég að gera mér grein fyrir því að allir hafa það ekki gott, allir hafa ekki þak yfir höfuð sér, né mat á borði.
Ég þakka Guði fyrir það að ég hef aldrei lent í því að hafa ekki þak yfir höfuðið, né engan mat, þó svo að það hefur komið fyrir að ég borðaði ekki, bara börnin mín. Það hefur komið fyrir að nágranninn minn gaf mér mat, og dósirnar sínar svo að ég gæti fengið endurnýslupeninginn fyrir þær. Það hafa pottþétt verið dagar, eða mánuðir þar sem ég var ekki með heimasíma, sjónvarp, netið, og svoleiðis, en hvað með það, ég meina, svoleiðis hlutir eru ekki nauðsynlegir. Tímar þar sem ég átti ekki bíl, og var með tvö ungabörn og tvöfalda kerru í strætó útum allan bæ, en hvað með það, það er nú ekki svo slæmt. Allaveganna, ég hef gengið í gegnum marga erfiða tíma, þar sem enginn peningur var til, sama hversu mikið ég vann, eina sem ég hafði efni á var leiga, matur, gemsi, og barnapössun.
Eins og hlutirnir eru í dag þá er ég ekki það illa haldin, þó svo að samkvæmt tekjum tilheyri ég lágstéttinni, low income... Ég bý í low income húsnæði, þú borgar leigu eftir tekjum, því minni tekjur, því minni leiga. Auðvitað er það mjög fínt, en það sem er fyndið, að þegar ég og Tim fluttum inn saman, þá sóttum við um fjögurra herbergja íbúð, en okkur var neitað af því að tekjurnar okkar voru of háar, þetta var þegar við vorum bæði að vinna. Núna þar sem við erum bæði frá vinnu vegna veikinda, þá þénum við ekki nóg til þess að fá fjögurra herbergja íbúð, þannig að við erum ennþá í þriggja herbergja íbúð... Við tilheyrum lægri stéttinni hér í Bandaríkjunum, við erum rétt fyrir ofan fátæktarlínuna ( poverty line).
Ef ég væri ennþá einstæð móðir, og hefði ekki kynnst Tim, þá væri ég inná einhverjum, semsagt, ég myndi ekki hafa efni á að borga mína eigin leigu, hvað þá fæði handa börnunum mínum. Án hans, þá veit ég ekki hvar ég og börnin mín værum stödd. Það sama má segja um Tim og tvíburana, þar sem hann er enn á sjúkratryggingum, ef hann væri einstæður faðir ennþá, þá myndi hann ekki hafa efni á sinni leigu. Við værum bæði illa stæð... Þar sem við erum saman, þá höfum við það barasta fínt. Með því meina ég, við höfum efni á leigunni okkar, bílafborgun, mat, síma, og sjónvarpskapal. Við höfum það ekki slæmt, þó svo að samkvæmt okkar tekjum þá tilheyrum við lægri stéttinni, við getum ekki, eins og ég sagði, fengið stærri íbúð hér í blokkinni okkar af því að við þénum of lítið, en fyrir ári síðan, þá gátum við ekki fengið stærri íbúð af því að við þénuðum of mikið Soldið afturábak, finnst mér oft uppá síðkastið...
Land of opportunities, já, það er góð staðreynd, Bandaríkin eru land of opportunities, það er bara aldrei talað um að það þýðir ekki endilega góðir möguleikar, það getur líka þýtt slæmir möguleikar... Bara smá pælingar hér hjá mér, ég er ekki að vorkenna sjálfri mér, þannig að endilega ekki taka þessu þannig, ég er bara að spá og hugsa tilbaka, þegar ég var að vinna á Íslandi, og í Boston, ef ég hefði bara aðeins hugsað til framtíðinnar, og lagt smá pening fyrir í hvert skipti sem ég fékk útborgað, þá er STÓR möguleiki að ég byggi í mínu eigin húsi daginn í dag, og að ég ætti ágætis pening inná sparisjóðsreikningnum mínu, allaveganna meira en $43.27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2007 | 07:49
Indian summer
Já, það er komið Hér kemur vanalega þessi líka mikla hitabylgja alltaf í lok sumars, og hún er komin. Í dag var hátt uppí 37 stiga hiti, og hitinn á eftir að aukast það sem eftir er vikunnar. Þetta er bara svona, loksins þegar krakkarnir byrja í skólanum, og maður fer loksins að koma öllu í sama farið, þá kemur indíána sumarið, ALLTAF...
Þegar ég var ólétt af Kalla, þá var ég kominn á steypirinn, og var að vinna sem yfirmaður í veisluþjónustunni. Þá kom indíána sumarið akkúrat, og ég var öll feit, sveitt, og pirruð á þessum blessaða hita, hvað þá á þessu blessaða barni sem ég gekk með. Alltaf þegar þessi tími kemur í lok Ágúst, byrjun September, þá man ég eftir hversu hræðilegt það var að vera ólétt af honum, í hitanum mikla, hellandi víni í glas handa einhverjum blessuðum kúnnum
Svo núna um helgina höldum við svo uppá Labor Day, sem er eins og Verslunarmanna helgin heima á Fróni. Þetta er síðasta helgin sumarsins, og vanalega eru allir útí garði að grilla, eða gera það síðasta sem það vildi gera áður en sumrinu líkur. Ég er ekki viss um hvað við ætlum að gera, sérstaklega útaf hitanum, en við sjáum bara til. Fyrir utan hitann, þá gengur allt sinn vanagang, skólinn byrjaður, eins og þið vitið, og heimalærdómurinn kominn af stað. Sonur minn er með fjórar blaðsíður á dag, ásamt lestri, og stafsetningu. Tvíburarnir eru í fimm fögum og svo leikfimi, þannig að nægur er heimalærdómurinn hjá þeim, en hún Mikaela mín er ekki búin að fá fyrsta heimalærdóminn sinn, því að hún mun fá vikupakka frá kennaranum á fimmtudögum, sem skila skal inn á miðvikudögum, og er það vanalega um 15-20 blaðsíður, svo les hún í allaveganna 20 mín. á dag, þannig að nóg er að gera hjá blessuðu börnunum, og bara fimm dagar búnir af skólaárinu.
Svo er ég byrjuð að huga að vinnum, búin að sækja um á nokkrum stöðum hér í kring, en við sjáum bara til. Þetta er svo erfitt stundum, því að eins og í dag svaf ég til eitt eftir hádegi, eftir að ég vakti krakkana og kom þeim í skólann, þannig að aldrei er hægt að stóla á ákveðna líðan fyrirfram. Það verður það erfiðasta við að fara aftur að vinna, þó svo að ég fari bara hálfan dag, er óstöðugleikinn, en svoleiðis er það bara, við því er ekkert hægt að gera. Eitt er víst, ég verð að fara að geta unnið við eitthvað smotterí af og til, því að ég er að verða geðveik á að vera heima, og á því að vera alltaf blönk. Þar sem ég er núna að fá borgað frá social security, ekki ríkinu, þá var peningurinn skorinn niður um $700 á mánuði, þannig að núna er ég virkilega að telja hverja einustu krónu. Ég vissi að ég myndi aðeins þurfa að þjást fyrir að fara til Íslands, en sú ferð var orðin að nauðsynleika, ekki óskhyggju, ég varð að fara, þannig að núna verð ég barasta að borga fyrir það fjárhagslega. Það var vel þess virði, því að sálarlífinu líður betur, þó svo að buddan sé tóm
Heyrumst fljótlega, farðu vel með sjálfa/nn þig og hvort annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2007 | 06:57
Öðruvísi...
Þegar ég var krakki, sérstaklega árið sem ég fermdist, þá tók ég eftir hvernig kirkjan er heima á Íslandi. Ég man að mér fannst alltaf rosalega leiðinlegt að ég mátti ekki klappa í kirkjunni, ég gleymi því aldrei þegar fermingarbekkurinn minn á Ísafirði fór með leikrit í kirkjunni, og enginn klappaði. Auðvitað var það öðruvísi en þegar maður var með leikrit í skólanum, þannig að þetta var voða skrítið, allaveganna fannst mér það sem þrettán ára gamallri stelpu.
Mér var hugsað til kirkjunnar heima á Íslandi í dag þar sem ég sat í kirkjunni hér í San Jose, sem er bara tveggja mínútna akstur frá okkur. Sú kirkja er að mestu leyti sótt af svertingjum, en samt eru allir litarhættir og þjóðir þarna samankomnar. Þið sem hafið ekki sótt svarta kirkju, prufið það ef þið getið. Hún er svo mikið öðruvísi en kirkjurnar heima, að ég veit varla hvar ég skal byrja að útskýra. Það sem mér líkar best við er orkan sem ríkir í kirkjunni, um leið og þú gengur inn, þá finnurðu ástríka og jákvæða orku. Allar svartar kirkjur (og ég nota þessa lýsingu, af því að 95% af meðlimunum eru svartir, og af því að þær eru kallaðar black churches, hér í Ameríku), sem ég hef aðsótt, eru með hljómsveit og kór. Okkar kirkja (down the street) er með fimm manna hljómsveit, og stóran kór, stundum syngur hálfur kórinn, stundum fimm konur, stundum þrjátíu manns, fer bara eftir mannafli þann daginn. Í dag söng kórinn svo fallega, og það snerti hjartað mitt svo mikið að ég fór barasta að gráta. Svo standa margir upp og syngja með kórnum, klappa, dansa, hoppa, og ég veit ekki hvað og hvað, já þetta er alveg eins og í bíómyndunum...
Mér finnst lífsgleðin svo mikil hjá svertingjum í kirkjunni, að maður smitast alveg, áður en maður veit af er maður farinn að dilla sér í takt, handleggirnir sveiflast fram og tilbaka, og líkaminn tekur yfir. Þetta er eins og að vera blindfullur í næturklúbb, nema hér er maður bláedrú í húsi Guðs, og gleðin er svo mikil að manni líður eins og maður sé drukkinn...
Svo byrjar presturinn að tala. Ég veit ekki um ykkur, en alltaf þegar ég fer í messu, þá finnst mér presturinn alltaf vera að tala beint til mín, hann er alltaf að tala um mína erfiðleika, það sem er að ganga á í mínu lífi. Svo lít ég í kringum mig, og ég sé að ég er ekki sú eina sem líður þannig, hann er að tala beint til okkar allra, mér finnst það ótrúlegt Mér er hugsað til fordómanna sem ríkja í heiminum í dag, hversu óþarfir þeir eru, því að við erum öll eins í augum Guðs. Við viljum öll það sama, sama hvar við erum í heiminum. Við viljum finna fyrir friði á heimilum okkar, hamingju með fjölskyldunum okkar, ást í hjörtum okkar, og lítið, rólegt, og notalegt líf á meðan við njótum jarðarlífsins.
Dagurinn í dag var góður dagur. Kirkjan kallaði á mig í morgun, og ég veit af hverju. Það var svo að ókunnug kona, sem er sjálf að rækta sitt samband við Almáttinn og vinnur hjá kirkjunni, gat haldið í eina höndina mína, með hina hendina á öxl mér, og svo bað hún fyrir mér með öllu sínu hjarta, án þess að hafa hugmynd um hver ég er, og það skipti hana engu máli. Ég var spurð fyrir hverju hún gæti beðið fyrir mína hönd, og ég sagði henni það. Hún beið fyrir mér í margar mínútur, á meðan ég þakkaði Guði fyrir allar hans gjafir, á meðan tárin streymdu, og á meðan ég styrktist á sálinni. Ég gekk út úr húsi Guðs í dag, vongóð, glöð, og sterkari á allann hátt. Ég mun biðja fyrir ókunnugu konunni í kvöld, því að hennar bæn hefur nú þegar byrjað að virka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2007 | 09:11
Afsakið biðina....
Ég veit ég hef verið í burtu í nokkrar vikur frá ykkur, elskurnar mínar, söknuðuð þið mín????? Ég saknaði ykkar líka
Það er búið að vera brjálað að gera síðustu tvær vikur. Við Tim og strákarnir héldum af stað til Englaborgarinnar, og gekk ferðin bara mjög vel, við meikuðum það á sex og hálfum tíma, sem er besti tíminn okkar hingað til. Við eyddum fjórum dögum með systrunum, og var það bara mjög notalegt. Ekki gerðum við nú mikið, bara töluðum saman, fórum í nokkrar heimsóknir, og fórum svo öll saman út eitt kvöldið, út á dansstað... Ég hef ekki farið út að dansa með manninum mínum áður, og við búin að vera saman í tvö ár Ég veit, shocking... Þar sem ég drekk ekki mikið lengur, þá keyrði ég, og hinir drukku. Það var nú ekkert smá fyndið að fylgjast með öllu liðinu, blindfullu, dansandi eins og vitleysingar...lét ég svona???? Alveg örugglega, og var sko stolt af því i den tid...
Við vorum öll updressuð og var það mjög gaman, Tim var í jakkafötum, og ég í þessum líka flotta kjól, og var bara ferlega sexí, þó ég segi sjálf Við Tim dönsuðum eins og táningar, og var ekkert smá gaman fyrir okkur að finna okkar rhythm saman, við fundum hann hratt (ætli það sé ekki vegna allra danstímanna í litlu stofunni okkar síðasta árið??). Það kvöldið var bara mjög skemmtilegt, og við komum ekki heim fyrr en um hálffjögur um nóttina. Ekki man ég hvenær það síðast var að ég kom heim svona seint. Það er allt öðruvísi tilfinning að vera yfir þrítugt, ekki að drekka, en samt að skemmta sér konunglega með manninum sínum og fjölskyldu, mér leið mjög vel, var að vísu soldið sveitt eftir allan dansinn, og var frekar líkamlega þreytt næsta dag...
Svo var haldið heim á leið á sunnudeginum, við lögðum af stað eldsnemma, eða rétt um hálfsjö, og ég endaði með að keyra alla leiðina heim, sem tók sjö tíma. Ég var bara í einhverjum zone, og á meðan flestir sváfu, þá keyrði ég. Það er mjög fallegt að keyra frá Los Angeles til San Jose, fyrir utan hraðbraut númer 5, sú hefur aðeins tvær akreinar, og er bein, engar beygjur, engin fjöll, bara flatt land og bein leið. Þar er sko auðvelt að sofna, þannig að á meðan ég var á þeirri hraðbraut (sem tók um það bil fjóra tíma), þá var ég með tónlistina á, og dundaði mér við að hugsa um heiminn og algeiminn.
Mikið var nú gott að koma heim með alla fjölskylduna, stelpnanna var sárt saknað, og það var yndislegt að hafa aftur drama á heimilinu Svo byrjaði undirbúningurinn fyrir skólann, hann byrjaði núna á miðvikudaginn var, og get ég sagt ykkur eitt, sá morgunn var ekki auðveldur. Ég tel mig oftast nær geta allt, og af því að peningar hafa verið takmarkaðir undanfarið (mjög takmarkaðir eftir Íslandsferðina), þá höfðum við ekki efni á að láta flétta tvíburana. Þannig að ég tók það að mér, hægara sagt en gert... Það tók mig tvo daga að flétta þær, og var ég að til fjögur að nóttu, nóttina fyrir fyrsta skóladaginn. Svo svaf ég í einn og hálfan tíma, vaknaði svo til þess að búa til góðann og fínann morgunmat handa þeim, sem ég geri ALLTAF á fyrsta skóladeginum. Ekki var nú auðvelt fyrir alla að vakna, sérstaklega ekki þegar þau eru búin að vera vakandi til miðnættis í allt sumar, og bara búin að vakna þegar þau vakna. Hún Mikaela mín, eins og hún er ljúf og góð, er algjört skrímsli þegar hún er vakin, það er sko ekki auðvelt að fá hana á lappir...en það hafðist þó.
Þannig að núna er skólinn byrjaður, og ég er ekkert smá ánægð. Ég er mjög ánægð að allt sé að komast í sama far og áður, mér líkar mjög vel við að hafa allt í röð og reglu. Það er nú samt ótrúlegt að núna á ég stelpur í 7. bekk, strák í 3. bekk, og þá yngstu stelpu í 2. bekk. Hversu hratt þessi blessuðu kríli stækka, það er barasta ótrúlegt, og stundum sorglegt Þau eru öll mjög ánægð með kennarana sína, sem er mjög gott mál, og ég er ánægð með það líka. Í gærkveldi var svo fjölskyldukvöld fyrir skólann þeirra á skautavellinum hér nálægt, og ég fór með þau öll. Skemmtu þau sér konunglega, þó svo að hnéin eru blá og marin í dag. Það er svo gaman þegar skólinn gerir svona samkomur, og það er gaman að geta hitt nýju bekkjarfélagana þeirra, því að þeir breytast því miður á hverju ári.
Núna er klukkan um 2 um morgun, og ég er enn vakandi, ekki spyrja mig af hverju, ég hef ekki hugmynd. Fékk þessa þörf að skrá niður smá fréttir af okkur, svo að þið vitið öll að við erum enn á lífi, og höfum það bara fínt. Ég er byrjuð að athuga með vinnur, því að það er kominn kláði í mig að komast út á vinnumarkaðinn, hálfan daginn allaveganna. Svo eru bara tíu mánuðir í brúðkaupið, og ég er að vinna í boðskortunum, þannig að á næstu vikum mun ég biðja um heimilisföngin ykkar, svo að ég geti sent ykkur boðskort. Við stefnum ennþá á í lok Júní á næsta ári, 28. Júní nánar tiltekið, þannig að þið sem komist frá Íslandi, endilega farið að huga að ferðaplönum...mig langar sko að flest ykkar komist, en ef þið hafið ekki ráð á því, þá verðið þið bara með okkur í anda
Ætli ég fari nú ekki að sofa núna, kannski kominn tími á það hjá mér, I´ll be back, ég fer núna að skrifa oftar, hef meiri tíma núna þar sem börnin eru byrjuð í skólanum, meira næði og meiri tími... Njótið það sem eftir er af helginni, og ekki gleyma dagsetningunni næsta sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)