Færsluflokkur: Bloggar
11.11.2006 | 17:14
Jólin komin?
Hér komu sko jólin snemma til mín, kannski er ég bara búin að vera góð stelpa. Hann Tim 14. Jólasveinninn ákváð að ég átti skilið að fá fyrstu jólagjöfina mína í byrjun Nóvember. Hann gaf mér þessa þvílíku flottu digital myndavél, takk fyrir!!!!
Þannig að hann tilkynnti mér að núna gæti ég sko farið að taka fullt af myndum, eins og mér finnst ekkert smá gaman nú þegar, og svo sagði hann að ég verði að vera dugleg að setja myndir inná bloggið hjá mér og senda myndir heim til vina og vandamanna svo allir geti nú séð hversu vel börnunum dafnar...
Ég get sko sagt ykkur það að fjórtándi jólasveinninn er sko uppáhalds jólasveinninn minn. Þar sem að jólalagið talar nú um hvort að börnin séu búin að vera naughty or nice, þá er greinilegt að ég er búin að vera NICE til þess að fá jólagjöf svona snemma. Ætli ég þurfi ekki að verða soldið NAUGHTY núna til þess að þakka jólasveininum fyrir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 15:21
And the WINNER is.....
ROSE PERRY, vinkona mín og barnapía, takk fyrir. Hún er 44 ára gömul og losaði sig allt í allt um 17 pund, um 7 kíló á tíu vikum, ekkert smá flott hjá henni. Hún vann $320 sem að kemur sér vel því að hún er á leiðinni til Las Vegas eftir tvær vikur yfir Thanksgiving. Ég var ekkert smá ánægð fyrir hennar hönd, hún átti þetta sko skilið, hún losaði sig um 4% af líkamsfitu sem er sko ekkert smá flott.
Ég var líka mjög ánægð með minn eigin árangur, losaði mig við 3 og hálft kíló og 1.5% af líkamsfitu, þannig að ég var bara happy með það. Allt í allt á þessu ári, eða síðan í Mars er ég búin að losa mig við 18 pund, um það bil 8 kíló, þannig að það er sko fínt. Þannig að ég á eftir um það bil tíu kíló í viðbót áður en að ég kem til landsins næsta sumar. Ég get sko sagt ykkur það að ég passa núna í föt sem eru búin að hanga uppí skáp hjá mér síðan ég veit ekki hvenær, allaveganna ár, og þarf ekki að kaupa mér neitt nýtt því að ég á heilan skáp fullan af fötum sem ég hef ekki passað í í langan tíma, núna á ég líka fullt af fötum sem eru alltof stór, sérstaklega gallabuxur. Ég var alltaf að kaupa mér boli sem voru XL og núna passa ég í M, eða L, þannig að ég er svona ÁNÆGÐ...
Ég læt ykkur vita hvernig þetta allt heldur áfram hjá mér, það er sko aldrei að vita hvernig þessi blessuðu jól eiga eftir að fara með mann, en ég ætla sko að borða það sem ég vil, og kannski fá mér bara í glas, svei mér þá...
Börnin mín koma heim í dag, ég get ekki beðið, ég þurfti að múta Mikaelu til þess að fara til hans um helgina, þarf að gefa henni gjöf þegar hún kemur heim í dag, þetta er alltaf sama sagan, henni þykir sko alveg vænt um pabba sinn, en hún elskar Tim og vill helst ekki fara frá okkur yfir helgar, því að hún veit að við höfum alltaf eitthvað skemmtilegt planað yfir helgar, en pabbi hennar planar oftast nær ekki neitt, svona er þetta blessaða líf, maður þarf að díla við fólk það sem eftir er útaf og fyrir börnin sín...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2006 | 15:44
Biggest Loser
Hér er ég sko búin að vera í Biggest Loser keppni síðustu tíu vikur, ég veit ekki hvort að þeir þættir eru sýndir heima á klakanum, en þetta er þvílíkt vinsælt hér í Ameríku. Þá fá valdnir einstaklingar tækifæri á að losa sig við aukakílóin með aðstoð þjálfara og tipp topp líkamsræktarstöð.
Við erum búnar að vera hérna um 18 konur í svoleiðis samkeppni síðustu tíu vikur og lögðum allar $20 í púkk. Síðan fer ég í kvöld og við verðum allar vigtaðar aftur og svo er fituprósentan mæld, og sú kona sem að lagði af mestu fituprósentu mun vinna peningapottinn. Þannig að þetta er búið að vera mjög áhugavert, og ég veit nú alveg að ég mun ekki vinna pottinn, en þetta er búið að vera mjög gaman og verður gaman að sjá hversu mikið ég hef lagt af.
Ég er að vísu ekki búin að vera dugleg síðustu tvær vikur, verkirnir búnir að taka yfir smá á síðustu vikum, en ég er samt á góðri leið með að losa mig við aukakílóin. Ég hef nú aldrei haft neinar áhyggjur af þyngdinni minni, hefur liðið bara ágætlega með sjálfri mér þó svo að ég sé búin að vera of þung núna í sex ár. Hef aldrei náð mér aftur niður í þyndgina sem ég var áður en ég átti börnin mín, og er það kannski ekki það mikilvægasta fyrir mig, en ég vil endilega komast aftur niður í 50 og eitthvað kíló.
Þetta er fyndið að þegar maður er við góða heilsu þá er maður ekkert að spá í heilsuna þannig lagað séð. Þegar heilsan fer versnandi þá er þetta allt sem að maður hugsar um. Ég get sagt ykkur frá minni eigin reynslu að reyna allaveganna að borða heilsusamlega og drekka í hófi og endilega endilega æfa.
Ég er mjög stolt af mér, ég er ekki búin að drekka bjór eða annað áfengi núna í þrjá mánuði (nei, ég er ekki ólétt...), borða að mestu leyti mikið af ávöxtum, grænmeti, og fisk og kjúkling, og á hverjum degi eftir að ég labba með liðið í skólann þá fer ég í göngutúr. Svo geri ég magaæfingar, og hjóla á æfingarhjólinu mínu úti á svölum. Ég hef aldrei á ævinni verið eins aktív, NEVER EVER!!!!!!! Ég held að ef ég væri ekki svona aktív, þá svei mér þá, ef ég væri bara ekki rúmliggjandi flesta daga útaf þessum helv... veikindum.
Þannig að kæru vinir og vandamenn, ég er að reyna að vera komin í kjörþyngd þegar ég kem heim næsta sumar, það er allaveganna draumurinn og pottþétt eitthvað að stefna að. Ef ekki, þá held ég bara áfram að gera mitt besta að hugsa vel um sjálfa mig, því ég er ekki að reyna að verða rúmliggjandi ung kona á næstunni, og hananú sagði hænan og lagðist á bakið!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 19:30
Happy Halloween
Þá er komin Hrekkjarvakan hér í dag. Á laugardaginn var þá héldum við okkar fyrsta árslega Hrekkjarvöku partý og var það rosalega vel heppnað. Fullt af krökkum mættu á svæðið ásamt fullorðnum, og skemmtu sér allir rosalega vel. Við vorum með fullt af leikjum í gangi, tónlist og dans í gangi, og ógeðslegan mat í matinn. Ég bjó til drauga, drauga skít, blóðuga augasteina, pítsu með blóðormum, og teppasvín (pigs in a blanket)
Ég á eftir að framkalla myndir, en um leið og ég geri það þá set ég þær inná myndaalbúmin mín. Svo í gær var blokkin mín með Hrekkjarvöku partý og fóru krakkarnir í það, svo í dag er skrúðganga í tilefni Hrekkjarvökunar í skólanum og svo í kvöld förum við TRICK OR TREATING. Þannig að blessuðu börnin eru á fullu þessa vikuna að safna og borða nammi.
Í dag var góður dagur fyrir mig því að ég fór fyrir framan dómara til þess að reyna að ganga frá þessum skilnaði, og dómarinn heldur því fram að áður en árið er liðið verð ég orðin skilin kona. Ég er ekkert smá ánægð með það, get ég sagt ykkur. Þessi blessaði skilnaður er búinn að taka meira en ár, þegar hann verður loksins endanlegur í Desember þegar ég fer aftur fyrir framan dómara, þá er þetta búið að taka allt í allt eitt og hálft ár. Ég get sko sagt ykkur það að ef að ég væri Jessica Simpson, eða einhver önnur Hollywood stjarna, þá væri ég nú þegar búin að vera skilin í eitt ár, en hér í Ameríku ef að maður er ekki frægur og á ekki mikinn pening, þá taka þessir hlutir þrisvar sinnum lengri tíma...
Svo eru nú blessuðu jólin að koma og ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér, ég er nú þegar byrjuð að kaupa jólagjafir. Þar sem ég er enn frá vinnu og ekki að þéna eins mikinn pening og ég er vön, þá er ég að reyna að kaupa litla hluti hér og þar alltaf þegar ég fer út í búð. Við erum auðvitað stór fjölskylda þannig að mér veitir ekki af að byrja að versla tveimur mánuðum fyrir tímann. Mig langar til þess að börnin mín fái eins góð jól og þau eru vön þó svo að ég sé fátækari en á síðustu árum. Ég er líka að láta mig dreyma um að koma heim með alla fjölskylduna næsta sumar og ég og Tim erum byrjuð að safna fyrir því. Þannig að það er aldrei að vita nema að ég fái að sjá ykkur öll, vinir og vandamenn, eftir nokkra mánuði.
Þá læt ég þetta gott heita í bili, þarf að fara að horfa á skrúðgönguna í skólanum hjá litlu dúllunum mínum, Happy Halloween once again...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2006 | 02:38
Enn önnur vika
Þá er enn önnur vika byrjuð, tíminn líður ekkert smá hratt þessa dagana. Helgin hjá mér var erfið þar sem að litlu börnin mín þurftu að fara að heimsækja pabba sinn þannig að ég var hálf ónýt án þeirra, þetta er svona, maður hugsar ekki um það að maður þarf að díla við aðra manneskju í mörg ár eftir að maður hættir með þeim þegar maður átti börn með þeim, en þetta er bara svona.
Dóttir mín hringir í mig á Laugardagskvöldinu og tilkynnir mér það að hún sé tilbúin að koma heim og að hún hafi sko engan áhuga á að vera hjá pabba sínum lengur. Hún var gráti nær og auðvitað tekur það á mann að hlusta á barnið sitt sorgmætt, og að geta ekki farið og náð í hana þegar hún þarfnast mín er ÖMURLEGT... En, ég náði að hressa hana við og hún fór að sofa. Svo hringir hún aftur í mig á Sunnudeginum klukkan eitt og tilkynnir mér að hún sé tilbúin að koma heim, og ég þarf að útskýra fyrir henni enn og aftur að hún eigi að vera hjá pabba sínum til klukkan sex. Hún getur sko ekki skilið það og segir mér svo að hún ætli að vera í símanum og tala við mig þangað til að hún sé komin heim til mín. Litla prinsessan mín, þetta er rosalega erfitt að vera án barnanna sinna, sérstaklega þegar það er ekki mikið traust sem ég ber til pabba þeirra. Lífið er oft erfitt.
Þau eru alltaf svo hamingjusöm að koma heim, og ég veit að það er mikilvægt fyrir öll börn að eiga tvo foreldra, en þegar pabbinn er eins og pabbi þeirra er, þá vil ég helst ekki hafa hann í lífi þeirra, en í Ameríku þá sjá lögin til þess að báðir foreldrar hafa aðgang að börnunum, sama hversu lengi þeir eru búnir að vera frá lífi barnanna, og er það barasta fáránlegt. Þau eiga miklu betri pabba í Tim manninum mínum, og er hann æðislegur faðir. Það er sko mikill munur á að vera faðir og pabbi, og Tim er faðir barna minna og minn fyrrverandi er pabbi þeirra, við köllum hann Drive by Dad.
Nóg með það, hér er loksins farið að kólna aðeins, en núna í vikunni fer hitinn aftur hækkandi, og er Indíána sumar hér í lok Október þetta árið, vanalega gerist það í September, en útaf öllum loftslagsbreytingunum í heiminum, þá er þetta allt öfugt eitthvað þegar viðkemur veðrinu. Núna er Hrekkjarvakan alveg að koma og verður Hrekkjarvöku partýið okkar núna á Laugardaginn kemur. Ég er á fullu í undirbúning, og hlakka bara til þess að skreyta og elda og baka, er búin að vera að undirbúa hægt og rólega svo að ég ofgeri mér ekki, eins og vill gerast þessa dagana. Ég er að plana að taka fullt af myndum og set þær svo hér inná, er á leiðinni að setja fleiri myndir inná af krökkunum og manninum mínum.
HAPPY HALLOWEEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 18:15
Kaldur Sunnudagur
Hér er sko orðið kalt, miðað við Norður Kaliforníu. Í gær og í dag er búið að vera um 12-15 stiga hiti, þannig að það er frekar kalt hér hjá okkur, I love it!!!! Ég er mjög hamingjusöm með kuldann og sömuleiðis er maðurinn minn, hann er sko ekki týpískur amerískur karlmaður á neinn hátt, en hann elskar kuldann eins og ég. Þannig að ég er búin að vera á fullu að hlaupa úti búð og kaupa þykkar peysur á börnin og langerma boli. Í dag erum við svo að fara að kaupa nýja skó þannig að það verður þvílíkt stuð.
Í gær var sko gaman hjá okkur því að Hrekkjarvakan er að koma, þannig að í gær fórum við í partý búðina og keyptum búninga fyrir 31. Október. Janae ætlar að vera Skeleton Bride, Kalli ætlar að vera Scorpion Ninja, og Mikaela ætlar að vera Bloom, í bláum princessu kjól með vængi og svo getur hún flogið út um allt. Jasmine fékk ekki að fara í gær því að hún var óþekk, þannig að núna er hún eins góð og mögulegt er svo að hún fái nú búning (auðvitað fær hún búning, hún veit það bara ekki ennþá)
Við ætlum að hafa Hrekkjarvöku partý fyrir krakkana eftir tvær vikur, það er salur hér í blokkini hjá okkur sem að við erum búin að leigja (ókeypis) þannig að þetta ætti að vera skemmtilegt fyrir krakkana, allir vinirnir í búningum, svo ætla ég að láta alla kjósa bestu búningana, þannig að þá verða verðlaun í boði þannig að okkur er sko farið að hlakka til. Ég og Tim erum ekki ennþá búin að ákveða hvað við ætlum að vera, en það verður gaman fyrir okkur að hræða alla krakkana (haha)
Annars segi ég svosem allt gott, fór í magaskoðun á Miðvikudaginn var og haldiði ekki að ég sé barasta með magasár og magakvef. Þannig að ég þarf að fara aftur í magaskoðun eftir þrjá mánuði til þess að athuga hvort að magasárið hafi minnkað. Þetta er í fyrsta skipti í átján mánuði að eitthvað hafi komið úr einhverri skoðun hjá mér, og er það léttir, en ekkert sérstaklega gaman að vita af einhverju magasári, en svona er nú lífið. Ég er að fara til sérfræðings í taugasjúkdómum núna í næsta mánuði í Stanford, sem er nú besta sjúkrahús í Ameríku, eða eitt af þeim bestu, þannig að þá vonandi fer eitthvað að koma út úr þessu öllu, hver veit...
Hér er bara rólegt heima hjá okkur í dag, krakkarnir að teikna og skrifa bréf, ég á tölvunni og maðurinn minn að horfa á amerískan fótbolta, allir ánægðir og rólegir, æðislegur dagur. Mínar heitustu kveðjur til ykkar allra, ég læt heyra frá mér bráðlega. Kossar og knús!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2006 | 19:39
Rólgur Sunnudagur
Hér er bara búin að vera rólegur dagur í dag. Í gær fór ég í jarðarför, langamma krakkana minna dó fyrir viku síðan, amma pabba þeirra semsagt. Ég var beðin af fjölskyldunni að hjálpa til með að plana kaffið eftir á. Ég og Mikaela fórum snemma af stað og lögðum dúka á borð og undirbjuggum rosa flott hlaðborð, og svo fjölskyldu borð og settum svo kerti og vasa á borðin, og var þetta allt mjög fallegt þegar við vorum búnar.
Þar sem að ég og faðir barna minna erum nú ekkert sérlega kammó þá fannst mér smá óþægilegt að vita að hann myndi vera til staðar þegar maturinn byrjaði, en hann gat ekki einu sinni verið virðingarfullur í jarðarför, og gat ekki einu sinni yrt á mig þó að ég sagði HÆ. Svona er þetta nú, hann hefur ekkert ljótt um mig að segja, ekki hef ég gert honum neitt, en hann yrðir ekki á mig!!
Fjölskyldunni fannst allt sem að ég gerði mjög flott, og ég get sagt ykkur eftir að hafa verið frá vinnu í marga mánuði, og frá verslunarþjónustu í nokkur ár, þá leið mér ekkert smá vel að vera aftur komin í veisluplön. Mér leið eins og áður en ég varð veik, full af orku, full af hugsunum um hvernig ég ætti að gera allt flott, og mér leið eins og alvöru veisluplanara.
Svo í dag líður mér því miður eins og að ég er greinilega með einhvern helvítis sjúkdóm, því að hendurnar á mér eru alveg ónýtar, ég er með verki útum allt og rosa þreytt. Þannig að greinilega þarf ég að vera róleg í dag og slaka á, og kannski ekki ana útí veisluþjónustuna aftur þó svo að hugurinn vill fara þá leið.
Ég og maðurinn minn erum búin að vera með smá tilraun yfir helgina. Síðan á Föstudagskvöld erum við ekki búin að ganga frá neinu eða týna upp neitt eftir öll fjögur börnin. Við erum bara búin að taka til eftir okkur tvö, ganga frá eftir okkur tvö, vaska upp eftir okkur tvö. Ég get sagt ykkur að húsið hjá okkur, eftir einn og hálfan dag er í rúst. Ég sit hér og það situr enn Cherios á borðinu, ásamt sykri og mjólk. Þannig að mjólkin er bara orðin ónýt. Það eru sokkar á gólfinu, rusl inní eldhúsi frá því í gærkveldi, herbergi stelpnanna er með liti á gólfinu, peysur sem að þær voru í í gær, skápurinn þeirra er þakin fötum út um allt, húsið mitt er barasta í rúst.
Við ætluðum að bíða þangað til í kvöld að tala við öll börnin, en við erum bæði orðin gráhærð að horfa upp á þetta rusl. Þannig að við erum nýbúin að tala við þau um þetta allt og Mikaela var sú eina sem að giskaði rétt þegar ég spurði hvort að þau tóku eftir einhverju í sambandi við íbúðina. Hún sagði, OUR HOUSE IS DIRTY!!! Það er sko eitt sem er víst... Þannig að ég gaf þeim einn klukkutíma til þess að gera eitthvað í því, ég sagði þeim að ég ætlaði sko ekki að segja þeim hvað þau þurfa að gera, en þau hafa einn klukkutíma til þess að breyta ástandi íbúðirinnar. Það verður gaman að sjá hvað þau gera. Þetta er ekkert smá fyndið því að við erum með tvær tólf ára stelpur, sjö ára strák, og fimm ára stelpu, og við þurfum ennþá að segja þeim til með allt. Það er alveg eðlilegt með Mikaelu, stundum með Kalla, en ekki með stóru stelpurnar. Svona er nú lífið...
Þannig að ég ætla að skreppa útí búð og kaupa mér vefmyndavél svo að ég geti nú byrjað að láta sjá framan í mig þegar ég hoppa á netið, og vonandi þegar ég kem heim, þá verður íbúðin mín sem ný!!!!!! Það má alltaf láta sig dreyma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 21:26
Brjálað stuð eins og alltaf...
Núna er sko brjálað stuð í skólanum hjá öllum krökkunum, fullt af heimalærdómi, stafsetningarprófum, og verkefnum. Núna á Fimmtudaginn er Back to school night. Þá förum við og hittum alla kennarana, skoðum skólastofurnar, og spjöllum við kennarana um skólaárið. Svo er BBQ eftir á í matsalnum. Þetta er mjög fínt alltaf hjá þeim á hverju ári, þetta er núna þriðja skiptið sem að ég fer, tíminn líður bara eins og alltaf.
Á Miðvikudaginn var varð hann Kalli minn sjö ára. Algjör gæi!!! Hann er alveg á fullu að pússla alltaf núna og er með þvílíkan áhuga á risaeðlum. Ég gaf honum stóra bók um risaeðlur, og var hann svo ánægður að hann fór með hana í skólann til þess að sýna kennaranum sínum. Alltaf á morgnana áður en að bekkurinn hans byrjar þá eru allir krakkarnir úti á leikvelli og teygja úr sér og hoppa og sveifla sér með kennurunum. Smá líkamsrækt áður en að heilaræktin byrjar. Hann Kalli minn er algjör heilsufrík og passar sig á að borða heilsusamlega. Hann fær sér bara kókómjólk tvisvar í viku í skólanum, annars alltaf venjulega mjólk. Hann vill sko engar kartöfluflögur í nesti, heldur bara ávexti og vatn. Hann er fyndinn líka, hann les aftan á allan mat til þess að sjá hversu mikill sykur er í honum og fita, og svo fussar hann bara og sveiar yfir öllu magninu og segir sko bara Nei Takk!! Hann fékk sko að velja sér sinn kvöldmat á afmælisdeginum og valdi hann gulann maís og Potstickers, sem eru kínverskar bollur með kjúkling inní sem að ég sýð og steiki svo aðeins á pönnu. Hann vildi sko ekki neina pítsu, eða hamborgara, heldur eitthvað hollt. En, hann getur sko borðað súkkulaði köku og súkkulaði ís eins og hann fái borgað fyrir það. Svo er hann með rosalegann áhuga á amerískum fótbolta og körfubolta og fótbolta og hafnarbolta. Hann er líka rosalega duglegur að synda, er alveg flugsyndur. Hann er á góðri leið með að verða vísindafræðingur og íþróttamaður.
Þá eru það nú stelpurnar mínar. Um daginn vildu þær allar fara í Kringluna, og dressuðu sig allar þvílíkt upp og tóku svo litlu töskurnar sínar með buddunum í. Þær ætluðu sko að versla fyrir sína eigin peninga. Þannig að við fjórar löbbuðum út um allt og ég veit sko ekki hversu margar búðir við fórum í, en þær pössuðu sig sko á að eyða öllum peningnum sem var í buddunum þeirra. Þannig að ég þurfti sko að borga fyrir hádegismatinn og fékk mér svona gott salat. Svo í eftirrétt fengu þær sér bráðnað súkkulaði með ávöxtum og kökum og kexi til þess að dýfa í súkkulaðið. Þetta var þvílíkt fjör. Svo fór ég með tvíburastelpurnar mínar á sína fyrstu alvöru tónleika. Við gáfum þeim miða í afmælisgjöf á American Idol tónleikana og var þetta þvílíkt píkupopp og svaka stuð. Þær sungu af hjartans list og stóðu upp og dönsuðu og var þetta geðveikt stuð!!! Hún Mikaela mín er alltaf söm við sig, fúl á morgnana af því hún vill ekki fara að sofa á kvöldin, en um leið og hún er vöknuð þá er hún syngjandi glöð allan daginn. Hún er alveg að verða sex ára, og sagði við mig um daginn að hún vill fara aftur í tímann og verða lítið barn aftur af því að hún vill fá að sofa uppí rúmi hjá mér. Í nótt kom hún og vakti mig og ég og hún lögðumst á sófann saman og kúrðum, hún er alltaf jafn elskuleg og góð. Hún stækkar bara og stækkar og verður örugglega orðin jafn stór og ég þegar hún verður átta ára...
Jæja, ég skrifa meira síðar, þarf víst núna að reyna að rífa mig af stað að ná í krílin í skólann og byrja á heimalærdómnum, ég skrifa meira í vikunni. Bestu kveðjur, kæru vinir og vandamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2006 | 05:15
Skólinn byrjaður
Núna er skólinn loksins byrjaður hjá öllum krökkunum mínum. Tvíburarnir í sjötta bekk, Kalli minn í öðrum bekk og hún litla stelpan mín er komin í fyrsta bekk... Þetta er rosalegt að sjá hversu hratt börnin stækka, þau eru orðin svo fullorðinsleg og stór eitthvað og þykjast auðvitað vita allt...
Ég er nú fegin að þau séu byrjuð í skólanum, en vinnan hjá mér eykst auðvitað við það að hann sé byrjaður, þarf að vakna snemma og undirbúa morgunmat, búa til hádegismat fyrir þau, pakka skólatöskunum og svo auðvitað labba með þau í skólann. Hér í Kaliforníu er skólarnir flestir allir úti, skólastofan sjálf er auðvitað inni, en kaffiterían er úti og leikvöllurinn auðvitað og flest börnin eru í leikfimi úti. Skólinn er bara tíu mínúta gangur í burtu frá íbúðinni okkar, þannig að það er æðislegt að hann sé svona nálægt.
Ég fæ loksins að slaka aðeins á núna eftir að þau eru byrjuð í skólanum, fer í göngutúr eftir að ég fer með þau í skólann og fæ mér svo morgunmat í friði og ró, horfi smá á sjónvarpið eða les góða bók, og fæ mér svo lúr. Þau eru búin í skólanum um hálfþrjú leytið, þannig að ég get gert flest sem ég þarf að gera, verslað í matinn, farið til læknis, fari í bíó ef ég vil. Þannig að þetta er bara fínt. Brjálaður heimalærdómur nú þegar, Kalli er með stærðfræði á hverjum degi, tvíburarnir með margar blaðsíður á dag, þannig að það er sko ekkert grín hér í skólanum...
Ég vona að fyrst að skólinn er byrjaður að ég geti slakað á og virkilega farið að hugsa vel um mig. Þetta er búið að vera rosalega erfitt sumar þegar kemur að heilsunni minni og ég vona að þetta fari að fara batnandi. Það er ekki ennþá búið að skilgreina mig 100%, en eins og ég hef sagt áður er allt sem að bendir til þess að ég sé með MS. Ég er á fullu að sjá lækna, sérfræðinga, og er búin að gefa upp drykkjuna að mestu leyti (já, ég veit að þið eruð hissa, örugglega gapandi núna) og borða rosalega heilsusamlega, salat og fisk og kjúkling að mestu leyti og fullt af grænmeti (haha, nei, mér er alvara)
Þetta er svona þegar maður er ungur og allt í einu er heilsan í hættu hjá manni, það er rosalega erfitt, sérstaklega þegar heilsunni fer hrakandi hratt. En, það er alltaf tilgangur með öllu, þannig að ég er að reyna að finna það jákvæða í þessari reynslu, ég reyni bara mitt besta við að halda heilsunni eins góðri og ég get með því að lifa heilsusamlega, lyfjum, og líkamsrækt. Restin er undir Guði komnum, þannig að ég bið bara til hans.
Jæja, nóg af þessu rugli í mér. Ég vildi bara skrifa og láta ykkur öll vita að hér er allt fínt að frétta, ég er ennþá mjög hamingjusöm með mínum manni og er bara að bíða eftir að skilnaðurinn gangi í gegn svo að ég verði ekki lengur gift aumingjanum!!!!!!!! Ég læt vita af mér oftar núna, ég hef meiri tíma til þess að gera hluti sem að mér finnst skemmtilegir... Bestu kveðjur í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 04:43
Afmælisdagur!!!
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli ég sjálf, ég á afmæli í dag.
Hvert fór tíminn, ég er barasta orðin 33 ára gömul, eða ung!! Ég man þegar ég var sex, sjö ára gömul og mamma var 25 ára. Ég hugsaði með mér að þegar ég verð 25 ára þá verð ég gömul kona. Mikið er ég nú ánægð að ég hafði ekki rétt fyrir mér. Mér líður sko ekki eins og gamallri konu, mér líður bara vel að vera orðin 33 ára gömul.
Þegar ég varð þrítug þá fríkaði ég út, mér leist nú ekkert á að verða orðin þrítug. Það tók mig nokkur ár að jafna mig á því, en núna finnst mér bara fínt að vera þrjátíu og þriggja. Krakkarnir að stækka, búin að finna mér góðan og yndislegan mann, skilnaðurinn minn að ganga í gegn eftir nokkra mánuði, þetta er barasta allt að koma. Ég trúi því að lífið haldi áfram að fara batnandi, vegna þess að ég er búin að gera allt rétt í lífinu, og það hlýtur að verða verðlaunað einhvern daginn, er það ekki?
Ég mun njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar í rólegheitum. Bjóða nokkrum vinkonum í heimsókn og kannski drekka nokkra Heineken. Ég bý kannski bara til íslenskar pönnukökur og horfi á bíó með krökkunum, bara rólegt. Þetta er svona þegar maður er orðin gömul kona, þá situr maður nú bara í ruggustólnum og reynir að njóta dagsins Vonandi verður hitinn ekki of mikill
Ég vildi óska þess að ég gæti eytt deginum með ykkur kæru vinir og ættingjar, en það er alltaf næsta ár Þið eruð öll með mér í huga og hjarta, hlakka til þess að sjá ykkur öll um leið og tíminn og fjármálin leyfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)