Færsluflokkur: Bloggar

Komin með tréð okkar

Í dag fórum við Tim og náðum í hvíta jólatréð okkar og þegar krakkarnir komu heim úr skólanum þá fengu þau að skreyta það. Við hlustuðum á jólatónlist, ég kveikti á kertum og var þetta svakalega huggulegt og rólegt. Svo settumst við öll inn í stofu, krakkarnir gerðu heimalærdóminn og þetta var allt svo notalegt eitthvað.

Eru ekki jólin einmitt um þetta, fjölskylduna og að njóta hvers annarsInLove Ég er bara róleg yfir jólunum þetta árið, kannski af því að ég byrjaði að versla í Október, því að ég er enn frá vinnu þannig að ég vildi geta gert það sama og vanalega fyrir krakkana, þannig að ég er búin að kaupa smá hér og þar. Við erum líka búin að vera í jólabakstrinum og verð ég að fara að baka meira á morgun því að ég er búin með nokkrar tegundir nú þegarBlush

Annars er ég að fara fyrir framan dómara á morgun að ganga frá þessum blessaða skilnaði, ég vona að þetta eigi allt eftir að fara vel, ég læt ykkur öll vita á morgun. Ég set hérna inn myndir af okkur í bakstrinum og af trénu okkar fræga, það hvíta þið vitið...


Smá gaman í hversdaginu

Hér er smá glaðningur fyrir þá sem nenna og hafa gaman af svona, sá þetta hjá Ragnhildi frænku og fannst bara mjög gaman að svara þessu öllu. Ef þið nennið þessu ekki þá verð ég ekkert reiðAngryhahahaha

1. Miðnafnið þitt?
2. Aldur?
3. Á lausu eða frátekin?
4. Uppáhalds bíómynd?
5. Uppáhalds lag?
6. Uppáhalds hljómsveit?
7. "Dirty or Clean"?
8. Tattoo eða göt?
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
12. Besta minning þín um okkur?
13. Segðu mér eitthvað skrýtið um þig:
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
15. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
16. Finnst þér ég góð manneskja?
17. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
18. Finnst þér ég aðlaðandi?
19. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
20. Í hverju sefur þú?
21. Kæmir þú í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
22. Efst á jólagjafaóskalistanum í ár?
23. Ætlar þú að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?


Hér ilmar allt...

Núna er ég búin að standa í jólabakstrinum í allan dag. Er búin að búa til fjórar tegundir af íslenskum smákökum. Súkkulaðibitakökur, hnetusmjörkökur, krapkúlur, og kornflextoppar. Nammi namm, get ég sagt ykkur, krakkarnir búnir að hjálpa mér að rúlla saman litlum kúlum og deifa þeim í sykur og svo sleikja þau bara puttana, ekkert smá gott.

Á morgun legg ég leið hérna útí búð sem heitir Trader Joe´s til þess að finna íslenskt, eða enskt sýróp til þess að nota í smjörkökur og mömmukökur, sem ég vonast til þess að geta bakað á morgun. Annars erum við líka að fara að búa til piparkökuhús hérna þegar ég er búin að slaka aðeins á. Ég fann piparkökuhús sem þarf bara að líma saman hliðarnar og setja svo þakið á, og svo skreyta með glassúr og auðvitað fullt af nammi, það verður eflaust svaka stuð að búa þau til, við ætlum að búa til tvö, og svo brjótum við þau niður og borðum yfir hátíðarnar.

Annars erum við sennilega að fara að ná okkur í jólatréð okkar í dag, það er hætt að rigna í bili þannig að það er góður tími til þess að ná í tréð. Við ætlum að fá okkur hvítt tré aftur, semsagt alvöru tré sem er búið að sprauta með hvítum snjó. Það er eini snjórinn sem við fáum hér í San Jose, falskurPouty En það er rosalega hátíðlegt að vera með svona hvítt tré inni hjá sér,  við skreytum það með rauðum og gull kúlum og marglita ljósum og ég get ekki beðið eftir að sitja hér á kvöldin fyrir framan tréð okkar með kveikt á kertum og bara vera í faðmi fjölskyldunnar.

Ég er með rosalega mikla heimþrá þessa dagana, en reyni að laga hana með því að hlusta hér á FM95.7 og búa til íslenskar smákökur og hugsa vel til allra heima á Íslandi og útum alla Evrópu, það eru margir vinir og vandamenn sem búa erlendis eins og ég og hugsa ég hlýlega til ykkar allra. Þessi heimþrá tekur oft fastan sess í manni, sérstaklega yfir jólin, og þá líka þegar maður er ekki búinn að sjá fólkið sitt í nokkur ár, komin meira en tvö ár núna síðan ég var síðast heima á Fróni. Það er þá alltaf næsta ár, og er ég að plana að koma heim næsta sumar þannig að þá kannski læknast heimþráin aðeinsErrm Fer núna í piparkökuhúsin, hér ilmar allt eins og jólin...


Heimilisföng og fleira

Þá er ég komin í jólakortin og vantar að fá heimilisföngin hjá ykkur öllum vinum og vandamönnum. Ég ákváð að fara hröðu leiðina þetta árið og bjó bara til mitt eigið kort á netinu og er það bara vel lukkað, ég vona að ykkur öllum eigi eftir að líka vel við það. Endilega sendið mér heimilisföngin ykkar eins fljótt og þið getið, á www.berjamo@hotmail.com, eða www.kallimimi@yahoo.com.  Ég ætla að reyna að senda öll kortin fyrir helgi þannig að ég bíð spennt eftir að fá heimilisföngin.

Heimilisfangið hjá mér er 1034 Wayne Ave apt 35  San Jose, CA 95131  USA

Annars fór ég til læknis í dag og fékk þannig séð 99% staðfestingu á því að ég er með MS, takk fyrir, heila og mænusigg semsagt á íslenskuSick  Ég er nú ekki ánægð með þessar fréttir, en góðu fréttirnar í sambandi við þetta allt saman er að ég er loksins að fara að taka meðal við þessu. Ég er að bíða eftir að tryggingarfélagið mitt samþykki meðalið sem eru sprautur. Ég mun fá þjálfun frá hjúkrunarkonu svo að ég geti séð um að sprauta mig með meðalinu daglega. Þetta meðal á að hægja á sjúkdómnum svo að ég geti lifað sem mest eðlilegu lífi. Ég er ekki alveg viss um hvort að meðalið mun minnka verkina, en það kemur allt í ljós. Allaveganna hef ég þann möguleika núna að prufa þessar sprautur og ef að meðalið gerir hlutina verri þá get ég hætt að sprauta mig.

Lífið er fyndið, ég hef alltaf verið á móti því að taka meðal, hvaða meðal sem er, og aldrei hef ég notið neinna eiturlyfja, og núna er ég komin með einhvern blessaðan sjúkdóm og geri ekki annað en að taka verkjartöflur og er svo núna að fara að sprauta sjálfa mig...Undecided Þannig að ég enda bara á löglegum eiturlyfjum, svaka spennandi!

Ég er enn að melta þetta allt saman, ég var nú alveg 90% á því að ég væri með þennan sjúkdóm, en hélt nú í þá von að þetta væri eitthvað annað en sjúkdómur sem ég á eftir að lifa með allt mitt líf. Ég er nú að reyna að vera eins róleg og ég get yfir þessu, en þetta er soldið erfiður dagur. Ég er bara búin að hugsa í allan dag um þetta og hvernig þetta á eftir að vera hluti af mínu lífi og ég þarf að melta þetta í nokkra daga. Ég veit að það er eitthvað jákvætt í þessu öllu, ég veit að þetta er ekki neinn dauðadómur, en þetta eru frekar þungar fréttirFrown Mér líður eins og þegar ég vissi af afa mínum á sjúkrahúsinu að deyja úr krabbameini, það var rosalega erfitt að vita af því og fara og heimsækja hann, en maður vissi að síminn myndi hringja og fréttirnar yrðu að hann væri dáinn. Maður vissi að þetta var að fara að gerast, en maður er aldrei undirbúinn, maður veit ekki hvernig maður á eftir að bregðast við, gráta, verða hræddur, reiður, maður veit aldrei, það er ekki hægt að spá fyrir svoleiðis.

Mér finnst ég svaka heppin að eiga að stuðningsfullan mann sem er ekki á leiðinni neitt. Hann stendur við hlið mér og hlustar á mig tala og tala um þetta, sér mig með þessa verki, sér um börnin svo að ég geti lagt mig, eldar þegar þess þarf, nuddar á mér fæturna, bakið, hvað sem er. Ég veit ekki hvernig ég myndi höndla þetta allt saman án Tims. Margir karlmenn myndu í fyrsta lagi ekki hafa áhuga á einstæðum kvenmanni með tvö ung börn, hvað þá einstæðum kvenmanni sem er með sjúkdóm sem mun lifa með henni allt hennar líf. Guð gaf mér Tim til þess að hjálpa mér í gegnum þetta erfiða tímabil og til þess að lífga upp mína daga og láta mér líða að ég get gert hvað sem er, því stundum hef ég efast um mína hæfileika síðasta árið, það er búið að vera svo mikið í gangi.

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ykkar hlýju orð í gegnum bloggið mitt, email, eða í gegnum síma. Ég veit að ég hef vini og vandamenn sem biðja fyrir mér og minni fjölskyldu og það er oft sem að einhver hefur sent mér email sem hefur verið akkúrat meðalið sem ég þurfti til þess að ganga í gegnum þann dag. Það eru  dagar sem ég kemst varla á lappir, en börnin mín hjálpa mér að gangast í augu við hvern dag, og njóta hvers dags eins og hann er sá síðasti. Ég veit að það eru margir í miklu erfiðari aðstæðum en ég, og ég verð að muna það daglega.

Þá er ég aðeins búin að létta af mér, þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og ekki gleyma að senda mér heimilisföngin ykkar svo að ég geti sent ykkur jólakortWink

 


Nýtt myndaalbúm

Ókei, þá er ég líka búin að setja Disneyland myndir inná mynda albúmin mín á blogg síðunni, þannig að kíkið á myndirnar, þó svo að þær séu bara nokkrar, það var rosalega gaman hjá okkur í Disneyland...

Verð að þjóta í heimalærdóminnPinch

 


Myndir

Jæja, ég er búin að setja myndir af Disneyland deginum okkar inná www.kodakgallery.com

Þið getið bara sett inn berjamo@hotmail.com, og svo er lykilorðið mitt 9131120. Endilega kíkið á myndirnar mínar og ég ætla líka að setja myndir hér inná, þannig að núna þegar ég er orðin high tech, þá verð ég nú að leyfa ykkur öllum að fylgjast með okkur hérna í gegnum myndirnar okkar.

Njótið vel og lengiSmileWinkCoolJoyfulTounge


Lífið er fyndið

Þetta er svo fyndið þegar maður á börn og er komin með sína rútínu með þau. Ég er vöknuð hérna klukkan hálfsjö á Laugardagsmorgni og get sko ekki sofið lengur, af því að ég er vön að vera að vekja upp börn, og pakka bakpokum, finna heimalærdóminn og öskra á allt liðið að DRÍFA SIG. Litlu börnin mín eru hjá aumingjanum yfir helgina, en ég get sko ekki sofið út þó svo að það sé engin þörf á því að ég sé vöknuð svona snemma, ég get sko svarið fyrir það...

Þetta verður bara róleg helgi hjá okkur, bara að gera þvottinn og taka til í húsinu mínu. Tvíburarnir fara sennilega til frænku sinnar í dag svo að ég og maðurinn minn getum haft smá alone timeInLove. Við skreppum sennilega í bíó og kannski út í hádegismat og ætlum bara að njóta þess að hafa þögn í íbúðinni. En, eftir að við erum búin að hafa þögn í klukkutíma þá er maður sko kominn með nóg af því og er tilbúinn að fá allt liðið heim aftur, maður er aldrei ánægður.

Á morgun þegar dúllurnar mínar koma heim þá ætlum við að fara og kaupa jólatré. Hér er hefðin sú að fá sér jólatré í byrjun Desember og ætlum við að fá okkur hvítt tré eins og í fyrra. Svo getum við öll skreytt tréð saman og kveikt svo á fyrsta aðventukertinu okkar. Ég ætla að búa mér til minn eiginn aðventukrans, ég var ekki með svoleiðis í fyrra, svo brjálað að gera að ég gaf mér ekki tíma í það, en ætla sko útí búð í dag og kaupa mér það sem mig vantar í kransinn minn. 

Ég er svo stolt af sjálfri mér,Wink er að mestu leyti búin með jólakaupin, vantar kannski tíu gjafir í viðbót. Búin að kaupa það sem ég þarf að senda og sendi það í næstu viku. Svo er ég bara að bíða eftir jólakortunum mínum, er ekki búin að ákveða hvort ég panti þau eða skrifi þau sjálf, finnst nú miklu skemmtilegra að skrifa þau sjálf, svona persónulegra, en hendurnar á mér eru alltaf í hassi þannig að ég get ekki skrifað meira en fimm í einu. Ég sé nú bara til með það. Svo er ég búin að kaupa í tvö piparköku hús og ætlum við að búa þau til saman á næstu helgi og baka smákökur. Þá er ekkert eftir nema njóta árstíðarinnar og njóta fjölskyldunnar, maður veit aldrei hvenær maður á sín síðustu jól og ég get sagt ykkur að ég reyni mitt besta til þess að njóta hvers og eins dags, sérstaklega eftir að þessi sjúkdómur er búinn að reyna að taka yfir, en ég held áfram að berjast við hann....Bandit

Ég vona að allir njóti fyrstu aðventunnar og njótið barnanna ykkar og mannsins eða konunnar. Lífið er stutt, sérstaklega eftir að börnin koma í spilið þá flýgur tíminn hjá manni. Passið ykkur á því að láta fólkið í lífi ykkar vita hversu vænt ykkur þyki um það og farið aldrei reið að sofa. Jæja, þá er ég hætt að skipa fyrir, vantaði að skipa aðeins fyrir núna fyrst að ég get ekki rifið börnin á lappir og skipað þeim fyrir að DRÍFA SIG....Ætli ég reyni ekki bara að fara eftir mínum eigin ráðum og sest bara niður og nýt þess að ég er með þögn í mínu húsi, aldrei þessu vantSleeping


Komin heim

Við erum komin heim!!!! Mikið var nú gaman hjá okkur, get ég sagt ykkur. Við fórum á Mánudaginn var og náðum í börnin snemma í skólann. Þau höfðu ekki hugmynd að við vorum að leggja í hann þann dag. Það tók okkur um það bil sjö tíma að keyra og við lentum ekki í neinni traffík fyrr en að við komum til Los Angeles, þar er sko alltaf brjáluð traffík.

Ég var þvílík leikkona og sagði við krakkana að ég væri svo þreytt að við yrðum að fara og finna hótel herbergi. Við fengum þetta fína herbergi og sáum Disneyland hinum megin við götuna. Krakkarnir héldu því fram að þetta væri sko Disneyland og ég hélt áfram að segja þeim að þetta væri sko ekki Disneyland, þetta væri einhver annar skemmtigarður. Við fengum okkur kvöldmat og þjónninn söng fyrir hana Mikaelu og var hún mjög kát. Svo sáum við flugeldasýninguna áður en við fórum að sofa og Mikaela opnaði alla pakkana sína. Ég sagði við hana að ég hafði pantað flugeldasýninguna fyrir afmælið hennar og var hún mjög ánægð með það.

Á þriðjudagsmorgninum vakti ég allt liðið eldsnemma og þóttist vera að fara með þau í morgunmat. Við löbbuðum aðeins upp götuna og þau byrja að tala aftur um Disneyland. Við fórum svo yfir götuna og þar sjáum við þetta stóra skilti sem segir Disneyland Resort. Þau byrja að segja við mig, we told you it was Disneyland. Ég dreg svo upp miða fyrir þau öll og segi þeim svo að ég sé að bjóða þeim í skemmtigarðinn í dag.

Hvað er hægt að segja um Disneyland nema að án gríns, þetta er THE HAPPIEST PLACE IN THE WORLD. Það var geðveikt í garðinum, við löbbuðum útum allt og fórum í fullt af rides. Við fórum í Peter Pan, Gosa, Dumbo, Pirates of the Caribbean, Jungle Cruise, klifruðum tréð hans Tarsans, Winnie the Pooh, Star Wars, Space mountain, sem var geðveikasti rússíbani sem að ég hef á ævinni farið í, hann var í almyrkri þannig að maður vissi aldrei í hvaða átt maður var að fara, svo sá maður geiminn með milljón stjörnum, og ég get sagt ykkur GEÐVEIKASTI RÚSSÍBANI EVER..........

Við skoðuðum húsið hans Mikka, Goofy og Minnie, og svo hittum við Mikka mús. Ég get sagt ykkur það að ég fann bara hamingjuna fljóta í gegnum mig þegar ég sá Mikka, ég vissi aldrei að mér þótti svona mikið vænt um Mikka mús, og allir krakkarnir hlupu til hans og knúsuðu hann og hann gaf mér knús og tvo kossa!!!!!!! Þetta var sko það besta við Disneyland að sjá hann Mikka mús, ég get svarið fyrir það. Svo sáum við prinsessu kastalann, við horfðum á rosalega flotta skrúðgöngu hjá þeim og þetta var bara frábær dagur. Kalli minn hélt áfram að segja aftur og aftur, þetta er uppáhaldsdagurinn minn í öllu mínu lífi, hann er svo frábær. Stelpurnar voru líka allar mjög hamingjusamar og þetta var vel lukkað hjá okkur.

Á Miðvikudeginum héldum við svo á leið til systur hans Tim í Temecula sem er mitt á milli L.A. og San Diego. Það tók okkur um það bil klukkutíma að komast þangað og svo var ég barasta í eldhúsinu frá þeim tíma þangað til Föstudags. Við kokkuðum kalkún, hamborgarahrygg, kartöflusalat, greens, sem er í uppáhaldi hjá mörgum svertingjum hér í Ameríku og er bara mjög bragðgott, en tekur langan tíma að elda. Það er hefð hjá fjölskyldunni hans Tim´s að allir fari með ræðu á Þakkargjörðarhátíðinni um hvað hver og ein manneskja er þakklát fyrir. Krakkarnir voru öll búin að skrifa sínar ræður og æfa sig og voru ræðurnar hjá þeim mjög vel hugsaðar og fallegar. Við náðum þessu öllu á vídeói og erum þegar búin að horfa á þetta og mér var gráti nær að heyra alla hlutina og fólkið sem að börnin eru þakklát fyrir, það er greinilegt að öll börnin kunna að meta það sem er gert fyrir þau og er það æðislegt að sjá og heyra.

Á Föstudeginum var svo slakað á og fór ég með systur Tim í nokkrar búðir því allt er á útsölu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina. Ég keypti náttsloppi fyrir tvíburana, er búin að vera að leita að fallegum náttsloppum fyrir þær fyrir jólin, og Sharon keypti löng náttföt með skóm fyrir alla krakkana, og eru þau ekkert smá hlý og góð fyrir börnin á köldum kvöldum. Svo tók ég öll börnin út á leikvöll og svo í bíó að sjá Happy Feet, og var sú mynd ekkert smá sæt. Svo var bara byrjað að pakka og eldsnemma á Laugardagsmorgunin héldum við heim á leið. Það tók okkur aðeins meira en sjö tíma að keyra heim og er það mjög góður tími, því að við lentum ekki í neinni traffík á leiðinni heim. Við keyrðum upp meðfram ströndinni og keyrðum í gegnum Santa Barbara meðal annars og er sá strandarbær ekkert smá fallegur, að keyra meðfram sjónum og í gegnum alla strandabæina var æðislegt, því mig er búið að langa svo lengi að sjá Santa Barbara og get núna strokað það af listanum mínum yfir þá hluti og staði sem ég vil gera og sjá..

Mikið var nú gott að koma heim. Það er alltaf gaman að geta komist í burtu og upplifa nýja staði og sjá fólkið sitt, en það er alltaf best að koma heim og hafa hlýjar minningar og margar myndir til þess að geta skoðað og hugsað tilbaka. Í dag erum við öll bara búin að vera að slaka á, krakkarnir að lita, gera heimalærdóm og hlusta á tónlist, ég í tölvunni og maðurinn minn að horfa á amerískan fótbolta. Það er ekkert betra en að koma heim til sín... Í kvöld ætlum við svo að borða afmæliskökuna hennar Mikaelu og syngja fyrir hana almennilega, þar sem að hún varð sex ára í hótelherbergi á móti Disneyland skemmtigarðinum, þó svo að þetta var eflaust besti afmælisdagurinn hennar hingað til þá verð ég samt að syngja fyrir hana heima hjá mér og gefa henni sína eigin köku, það er sko mín hefð....

Ég set svo myndir hérna inná í dag eða á morgun og ætla líka að opna kodakgallery account til þess að setja myndir þar inn reglulega. Læt ykkur vita um leið og það gerist. Núna ætla ég að fara að finna mér eitthvað að borða og slaka á aðeins meira áður en að skólinn byrjar aftur á fullu á morgun. Bestu kveðjur í bili...


Að verða tilbúin...

Núna er ég á fullu í undirbúningi fyrir reisuna okkar. Ég get sagt ykkur að það erfiðasta er að halda þessu frá blessuðum börnunum. Mikaela á nefnilega afmæli á morgun og halda tvíburarnir áfram að spyrja mig um daginn, og hvernig við ætlum nú að halda uppá afmælið hennar og getum við boðið þessum og hinum krökkum.

Þau eru öll vön því að það sé partý hérna allan daginn þegar einhver á afmæli, þannig að það er spenningur hér fyrir morgundeginum. En, við höldum á stað svona um hádegið á morgun og verðum komin til Disneyland um kvöldmatarleytið. Þá tékkum við okkur inn á hótelið og förum svo út að borða með afmælisstelpuna. Síðan ætlum við bara að opna gjafir á hótelinu og fara svo að sofa og vakna eldsnemma á Þriðjudagsmorguninn til þess að fara í DISNEYLAND.........

Ég get sko ekki beðið eftir að sjá framan í öll börnin þegar við förum inn í skemmtigarðinn. Ég er að deyja úr spenning sjálf, ég lofa að taka geðveikar myndir og set svo hér inn á næstu helgi, ef ég á eftir að hafa einhverja orku eftir!!!

Ætli ég verði ekki að fara að drífa mig í þrifin og fara að skrifa alla þessa blessuðu lista sem tilheyra ellinni, því annars myndi ég örugglega gleyma hárburstanum og tannburstanum og Guð veit hverju öðru.

HAPPY THANKSGIVING mitt kæra fólk, ég skal borða fullt af kalkún fyrir ykkur...


Á leiðinni til Suður Kaliforníu

Á mánudaginn kemur höldum við á leið suður eftir að heimsækja systur hans Tim fyrir Þakkargjörðarhátíðina. Þetta er svona á milli sex til sjö tíma akstur og ætlum við að leigja okkur hérna þennan flotta van til þess að ferðast í. Ekki vita litlu englarnir okkar að við ætlum að stoppa einn dag í Disneyland!!!

Þau halda að við séum að leggja í hann á Þriðjudagskvöld eða Miðvikudagsmorgun, en nei og aftur nei. Við ætlum sko að ná í þau um hádegið á Mánudaginn í skólann og vera með bílinn pakkaðan. Svo ætlum við ekkert að segja þeim að við séum að fara til Disneyland, en bara leyfa þeim að halda að þau séu á leiðinni til frænku sinnar snemma en þau gerðu ráð fyrir.

Mikið hlakka ég nú til þess að sjá framan í þau þegar þau fatta að við séum að fara að gista á hóteli beint á móti Disneyland og erum svo að fara að hitta Mikka mús. Mikaela og Kalli eru aldrei búin að fara að heimsækja Mikka mús og eru búin að tala um það lengi að vilja fara í heimsókn. Mikaela á afmæli á mánudaginn, en þetta er ekki afmælisgjöfin hennar, en ég veit að hún mun pottþétt aldrei gleyma þegar hún varð sex ára og fékk að fara í Disneyland, henni mun örugglega alltaf finnast að þetta var besti afmælisdagurinn sinn.

Tvíburarnir hafa farið áður þannig að þetta er ekki eins spennandi kannski fyrir þeim, en ég veit að þær verða alveg óðar þegar þær komast að þessu. Ég sjálf get sko ekki beðið, er alveg farin að fá fiðrildi í magann af spenningi, ég vil sko fá að knúsa Mikka mús sjálf. Þetta verður eflaust ekkert smá MAGICAL...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband