Færsluflokkur: Bloggar

Nekt er normal...

ekki satt? En að vera nakinn og hjóla og lyfta og hlaupa og æfa á líkamsræktarstöð er aðeins of mikið af normal fyrir migBlush 

Nekt er normal, allt í lagi með það, auðvitað er æðislegt að bjóða uppá svona þjónustu fyrir fólk sem elskar að vera nakið, nakið fólk er normal, ekki satt?

Ég er nú ein af þeim sem er alltaf að reyna að betrumbæta líkamann með því að hjóla, labba og æfa. Ég er ekki feimin, en mér myndi nú ekki líða vel innan um nakið fólk að æfa, mér finnst þetta frekar subbulegt, þó svo að það er setið á handklæði þá er rassafar eftir og ég hef bara engan áhuga á að setjast ofan á annara manna rassafar.

Ég held að ég sleppi því að æfa á þessari líkamsræktarstöð þegar ég skelli mér til Hollands, ég held mig bara við Heineken og löglega grasið á einhverju flottu kaffihúsi. Ég vona bara að fólk verði í fötum þarGrin


mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að reyna...

gerðu það... Ekki veit ég hversu oft ég hef þurft að segja þessi orð við börn mín í vikunni. Þau byrjuðu öll í íþróttum eða dans (sem er íþrótt eða list eða bæðiUndecided) í vikunni og er það búið að ganga misjafnlega. Ég fór fyrst með þá yngstu, Mikaelu, í jazzballett á Laugardaginn var. Hún var þvílíkt spennt, búin að velja sér bleik ballet föt, svaka sæt. Svo komum við í dans stúdeóið og hún var sko staðráðin í því að prufa þetta ekki. Þá var reynt á sannfæringa kraftana mína, og í lokin unnu þeir. Hver er þá þrjóskari? Ætli það sé ekki bara mamman, þó svo að dóttirin lætur ekki standa á sér í sinni þrjósku. Við fylgdumst með í 35 mínútur á meðan 10 sætar stelpur reyndu sitt besta að gera ballett hreyfingar, og um leið og kennarinn sagði að núna ætluðu þær að spila leiki, stekkur ekki Mikaela á fætur, hleypur inn og byrjar að gera það sem að kennarinn segir henni. Aðrar mömmur sem þarna voru litu á mig og voru að hrósa mér fyrir þolinmæði mína. Ég var að hugsa um hversu mikið þessir tímar og fötin kostuðuCrying

Nei, nei, án gríns. Mér finnst að maður eigi að þekkja börnin sín, sérstaklega þegar kemur að því að prufa eitthvað nýtt. Mikaela er ekki feimin, hún er fljót að eignast vini, er alltaf að búa til leiki og er með öflugt ímyndunarafl. Ég var sko alveg á því að hún átti eftir að fíla jazzballett í tætlur, og viti menn. Um leið og hún hætti þrjóskunni, þá var hún svaka kát, hoppandi og skoppandi og hlæjandi. Strax búin að eignast 3 nýjar vinkonur á einni mínútu.

Á Miðvikudaginn var fór ég svo með tvíburana í Hip Hop dans. Þær voru soldið feimnar fyrst og stóðu hlið við hlið, eins og þær voru Siamese tvíburar, límdar saman við mjöðmina. Svo byrjaði kennarinn þeirra að hita upp, og svo var byrjað á breakdance kennslu. Þær áttu í smá erfiðleikum með sporin, en svo kom þetta allt saman. Þegar klukkutíminn var að verða búinn þá voru þær lengst í burtu frá hvor annari, sveittar og hamingjusamar. Þegar við komum heim þá var byrjað að æfa öll sporin og allar hreyfingarnar. Svo í Maí verður vor sýning og þá dansar hópurinn þeirra á henni. Ég get ekki beðið eftir að sjá þær, það verður ekkert smá flott.

Svo kemur Föstudagurinn og með honum kemur sonur minn og leikfimin. Hann Kalli minn er alltaf að gera handahlaup, standa á höndum, kollhnísa, name it he does it. Þannig að við ákváðum, ég og hann, að leikfimi yrði skemmtileg fyrir hann. Á leiðinni í leikfimina er hann þvílíkt spenntur. Þegar við mætum á staðinn fer allt loftið úr honum, alveg eins og þegar maður sprengir blöðru. Ástæðan? Ekkert nema stelpur í bekknum... Hann var sko ekki allt og ánægður með það og situr á gólfinu allan tímann og horfir á stelpurnar, með þvílíkan svip á sér. Hjartað í mér var í molum að horfa á hann, því að hann var svo sár og vonsvikinn. Eftir að allar stelpurnar voru farnar, leyfði kennarinn honum að hoppa á trampólíninu, hlaupa um, gera handahlaup o.s.fr. Eftir að hann loksins fékk fíling fyrir þessu þá var hann hamingjusamur. Kennarinn bauð mér að koma með hann á Þriðjudögum í staðinn, því að í þeim bekk eru fjórir strákar, þannig að þá á honum eflaust eftir að líða betur. Ég var sko alveg á því að hann átti eftir að fíla leikfimina, og viti menn...

Bara að reyna, gerðu það er eflaust sagt á hverju heimili á hverjum degi, á hverjum klukkutíma, hvað þá hverri mínútu, ef ekki á sekúndar fresti. Að þekkja börnin sín, þeirra skap, hvað þau vilja og vilja ekki, er ekki auðvelt. En, þegar maður kemst í gegnum þrjóskuna, í gegnum varnarvegginn, í gegnum skapið, þá skapar maður lítla dansara, fótboltagæja, söngvara, listamenn. Að skapa áhuga barna sinna á öðru en sjónvarpi, leikvöllum, og vídeóleikjum í nútíma þjóðfélagi er erfitt, en svo gefandi, sérstaklega gefandi fyrir börnin. Bara að reyna, gerðu það... prufið að segja þessi orð, þau eru lífsbreytandiHappy


Því miður er þetta ekki satt!!!

Ég tók upp þáttinn hennar Oprah um Óskarinn og verð bara hérmeð að láta ykkur öll vita að þessi frétt er ekki sönn. Helen Mirren talar um kjólinn sinn og sýnir Oprah hann, en svo talar hún um það að kjóllinn var þannig hannaður að hún þurfti ekki að vera í nærfötum. Svo tekur hún það fram, þó svo að það hafa kannski ekki allir heyrt það, að auðvitað var hún samt í nærbuxum, en ekki í brjóstahaldara vegna þess að það var brjóstahaldari hannaður inní kjólinn til þess að passa akkúrat utan um brjóstin hennar. Þá segir hún einmitt að það hafi verið eins og englar hafi haldið brjóstunum hennar uppiWink

Mér finnst sko frábært að heyra að eldri konu sé skítsama um nærbuxur á svona fínni verðlaunaathöfn, en ef að betur er að gáð, þá tekur drottningin það skýrt fram að auðvitað var hún í nærbuxum. Það er bara fyndið að sjá að það sé verið að búa til fréttir núna í staðinn fyrir að birta staðreyndir. Er mogginn semsagt orðið nýjasta slúðurblaðið?

Ég spyr bara!!


mbl.is Nærhaldið fjarri á Óskarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikan búin...

og Guði sé lof. Ég elska börnin mín útaf lífinu, en að þurfa að hafa ofan af fjórum krökkum í heila viku er sko ekki auðvelt. Við erum búin að gera mjög mikið í síðustu viku á meðan börnin voru í forsetafríi, en núna er skólinn byrjaður aftur, JIBBÍWizard

Það er fyndið hversu hljótt allt er í íbúiðinni hjá mér núna, er orðin vön að heyra hláturinn, rifreldin, tónlistina, sjónvarpið, lætin bara yfirhöfuð. Ég trúi því að það er Guðs hlátur sem kemur útúr börnunum mínum þegar þau hlæja af lyst. Það er eitthvað svo hreint við hlátur barna, svo saklaust og ljúft að ég trúi ekki öðru en að það sé Guðs hlátur sem þar er kominn.

Ég er búin að vera frá vinnu núna eins og þið öll vitið í meira en ár vegna veikinda, og það er búið að vera erfitt fyrir mig að sætta mig við þann veruleika. Ég sakna þess að fara og vinna dags daglega, ég sakna þess að fá útborgað og sjá árangur harðar vinnu minnar á peningamælikvarðanum. Ég kom til Bandaríkjanna til þess að mennta mig, er með AA gráðu og BS gráðu. Núna puða ég í því að borga skólalánin mín tilbaka, sem er nú ekkert grín, sérstaklega þar sem að ég er á einhverjum skítnum sjúkrapening. Það leiðinlegasta er að ég mun sennilega ekki vinna við það sem að ég fór í skóla fyrir, hótel og veitingarekstur.

Ég verð að vera hreinskilin við sjálfa mig, ég er það við alla aðra í lífi mínu, en það er kominn tími til þess að vera hreinskilin við mig sjálfa, og horfast í augu við það að mín menntun mun ekki koma til með að vera mitt framtíðarstarf. Úff, ég sagði þetta upphátt, erfiður biti að kyngja. Fæ mér einn góðan Heineken sopa með bitanum, ókeiUndecided Þetta fór nú ekki vel í magann, verð að segja það sem satt er, en ég kom bitanum niður!!

Að vinna allt sitt líf í átt að draumavinnunni, að vera á góðri leið að áfangastað, og svo lenda í árekstri lífsins og þurfa að sætta sig við þá staðreynd að lífið er enginn draumur í dós. Lífið er erfitt, það sendir mann upp allskonar einstefnur og krókaleiðir áður en maður finnur götuna sem maður á að vera á. Maður lærir að þó svo að maður sé í beinni leið á götunni, þá getur alltaf hreindýr hlaupið fyrir framan bílinn, þá verður maður að bremsa hratt og ekki klessa á greyið hreindýrið. Svo byrjar maður bara aftur í fyrsta gírWink

Ég er komin aftur í fyrsta gír og er að fara að leggja í hann eina ferðina enn. Hversu mörg hreindýr eiga eftir að hlaupa fyrir framan bílinn minn veit ég ekki, en ég bremsa með þeim bestu. Er búin að fara upp margar einstefnur og enn fleiri krókaleiðir til þess að komast aftur á götuna mína, Berthuveg... Ég stíg hægt á bensíngjöfina og byrja að keyra, passið ykkur á mér, ég á það til að keyra of hratt þegar ég kemst af staðGrin


Frelsi eða ekki?

Mikið er ég nú búin að vera að fylgjast með fréttunum heima á Íslandi í sambandi við klámráðstefnuna sem átti að halda á Íslandi í Mars. Núna er búið að hætta við hana semsagt vegna þrýstings mótmælenda. Ég verð nú að segja alveg eins og er að mín skoðun á þessu máli er tvíeggja.

Á einn veginn get ég vel skilið að hóteleigendur hafa þurft að láta undan þrýstingi, vegna þess að þeir hafa þurft að líta á sinn rekstur á meðan og ég tala nú ekki um, á eftir að þessi hópur átti að gista á hótelinu. Allir rekstrareigendur verða að líta á sinn rekstur frá hagnaðarmiði, og ég get rétt semsvo ímyndað mér að þegar þeir gerðu það, þá sáu þeir að hýsa þennan hóp var ekki þess virði fyrir framtíðarviðhorf hótelsins. Mér finnst mjög áhugavert að hópurinn skuli ekki hafa bara gefið skít í þetta hótel og fundið sér eitthvað annað hótel. Frelsi eða ekki?

Að vísu er búið að láta þessu fólki líða mjög illa með þá ákvörðun að hittast á Íslandi, þessvegna er búið að fresta ráðstefnunni. Mér finnst nú hálfhlægilegt að banna fólki að koma til landsins í skemmtiferð án þess að hafa sönnunargögn fyrir því að þeirra megin tilgangur var að búa til klámmyndir uppá jökli eða undir fossi einhversstaðar úti í sveit. Sérstaklega þegar verið er að banna fólki inngöngu vegna valkosts þeirra að þéna pening með því að fá sér á gogginn fyrir framan myndavél. Frelsi eða ekki?

Ég hef nú horft á einstaka klámmynd í mínu lífi, án þess þó að njóta hennar eitthvað mikið. Það var nú aðallega horft á svona mynd af því að einhverjum kærastanum fannst þetta svaka rómóSideways Ég fæ aldrei þessa miklu þörf til þess að leigja mér klámmynd, vil frekar horfa á drama mynd, kannski með einhverju kynlífi inná milli táranna. Það er mitt frelsi að horfa ekki á og líka ekki við svona myndir. Jafnt og það er þitt frelsi og ykkar frelsi að horfa á þær ef þið viljið. Ég er ekki ykkar dómari. Mér finnst ekkert að því þannig séð að fólk horfir á klámmyndir. Það sem að mér finnst fúlt í nútímaþjóðfélagi, að vegna tækninnar, þá sit ég hér við mína tölvu, og uppúr þurru birtast berir rassar og brjóst í pop up glugga hjá mér. Talvan mín er inní stofu, börnin mín labba hér milljón sinnum framhjá, og ég get ekki verið í friði inní minni eigin stofu. Frelsi eða ekki?

Það er mitt frelsi að horfa ekki á klámmyndir alveg eins og það er klámstjarnanna frelsi að vinna við myndirnar. Alveg eins og það er mitt frelsi að fara ekki inná þessar klámsíður á netinu, fólkið sem rekur þær síður eru að njóta síns frelsis líka. Börnin mín hafa rétt á því að labba um í sínu sakleysi án þess að upplifa hversu ljótur heimurinn getur verið í gegnum tölvuskjáinn í stofunni sinni. Nei, nei, slakið nú á, ég er ekki að segja að klám sé ljótt, ég er að segja að það getur verið mjög ljótt fyrir 6 ára stúlku, eða 7 ára strák, og enn ljótara fyrir 12 ára táninga. Og ég hef sko ekki mikið að gera við tippastækkun, en mér er boðið uppá það á hverjum einasta degi í póstkassanum mínum á netinu. Frelsi eða ekki?

Niðurstaða mín er sú að þó svo að ég búi í landi frelsis, þó svo að Ísland hefur alltaf litið út fyrir að vera frjálst land, þá virðist frelsiskortinu spilað þegar það hentar ríkinu, ekki einstaklingnum. Ég stend hvorki með né á móti þeirri ákvörðun hótelsins að banna hópnum gistingu, hótelið er að spila sínu frelsiskorti. Eigendur hótelsins hafa sína skoðun og hafa látið hana í ljós í fjölmiðlum jafnt og hópurinn sjálfur sem var neitað gistingu hefur tjáð sig um þeirra skoðun á þeirra vefsíðu www.snowgatherings.com Fyndið á meðan ég var að rita mín orð poppaði hér upp síða, þar sem ungt fólk er að leita sér að kynlífsvinum og swingers, frelsið í fyrirrúmi... Allaveganna, frelsi er state of mind. Okkur líður sem frjálsu fólki, okkur finnst landið sem við búum í frjálst, við trúum á frelsi einstaklinga í kringum okkur, en svo kemur sá dagur þegar við uppgvötvum að við erum frjáls í huga okkar, en það er löng leið í að við séum frjálsir borgarar landsins sem við búum í, hvort sem að það sé Ísland eða Ameríka.

 


Lífstími harðra orða

Mun ég einhvern tíma gleyma því þegar ég var kölluð tík? Eða þegar ég var kölluð hóra? Eða þegar foreldrar mínir sögðust skammast sín svo mikið fyrir mig? Ég veit ekki svarið. Fyrirgefa en ekki gleyma, það er mjög góður frasi, því að það eru margir hlutir sem hægt er að fyrirgefa án þess að gleyma.

Ég fyrirgaf vinkonu minni fyrir að kyssa strák sem ég var skotin í þegar við vorum tólf ára, ekki búin að gleyma sársaukanum sem að því fylgdi. Ég er búin að fyrirgefa bróður mínum fyrir að krota í landafræðisbókina mína, ekki búin að gleyma hvað ég var reið. Ég er búin að fyrirgefa kærastanum sem að hélt framhjá mér, ekki búin að gleyma skömmini sem að fylgdi að fá kynsjúkdóm frá honum. Ég er búin að fyrirgefa mömmu og pabba fyrir að skammast sín fyrir mig þegar ég var með strák ofan af velli, ekki búin að gleyma einmanaleikanum sem að fylgdi skömminni. Ég fyrirgef fyrrverandi eiginmanninum fyrir að öskra á mig, kalla mig öllum ljótum orðum sem til eru í orðabókinni og þar fyrir utan, lemja mig, hrækja á mig, sparka í mig, ýta mér, loka mig inní skáp, reyna að nauðga mér, hóta mér með hnífi, reyna að kyrkja mig, halda fram hjá mér aftur og aftur og aftur, ég er ekki búin að gleyma neinu...

Þegar fólk er barið með hörðum orðum, þá er fólk aldrei eins. Ég veit það manna best. Hvað gerir fólk þegar orðin glimra í hausnum á þeim og það slökknar aldrei á þeim? Orð hafa völd. Völd yfir skapi fólks, líðan fólks, hegðun fólks, lífi fólks. Orð fara aldrei í sumarfrí, jólafrí, haust né vetrarfrí. Þau eru stöðugt til staðar. Fólk reynir allskyns hluti til þess að lækka í glimrinu, lækka í orðunum. Fólk vinnur eins og þræll, drekkur eins og svín, tekur eiturlyf, æfir líkamsrækt á fullu, fer útá lífið hvenær sem það getur, já það er margur hluturinn sem að fólk reynir til þess að kæfa hávaðann í hausnum.Undecided

Hörð orð hverfa aldrei. Hugsið ykkur um áður en þið látið þau falla. Hvort sem að það sé við börnin ykkar, maka, foreldra, systkyni, vini og vandamenn. Veljið orð ykkar vandlega, því að lífstími harðra orða endar seint, kannski aldrei. Væn orð kosta engan neitt, þau eru ókeypis og geta gert gæfumun. Hlýleg orð eru líka ævilöng, fólk þarf að heyra fleiri hlýleg orð en hörð. Það getur verið spurning uppá líf og dauða með margt fólk hvort að það hafi heyrt fleiri hlýleg orð á móti þeim hörðu, því að fallin orð um okkur og til okkar hverfa okkur seint úr minni. Þessvegna er það lífs nauðsynlegt að muna eftir að segja eitthvað fallegt og upplífgandi við fólkið okkar, við vitum aldrei hvenær það gerir gæfumun.

Í gær og í dag gerðu hlýleg orð gæfumun fyrir mig því að glimrið í gömlum hörðum orðum glimdi í höfði mér og munu seint úr minni mínu hverfa. Ég þakka mínum Skapara fyrir það yndislega fólk sem að vinnur í því að bæta fyrir þau hörðu orð úr minni fortíð. Ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar daglega stuðning og væntumþykju þið sýnið mér með því að lesa það sem ég hef uppá að bjóða. Ég mun halda áfram að skrifa eins mörg væn og góð orð og ég mögulega get, því að ég vil gera mitt besta til að bæta fyrir þau hörðu orð sem að glimra í hausnum hjá ykkur.Smile


Blablabla

Ég hef barasta enga fyrirsögn í dag, vil bara blaðra. Héðan er allt ágætt að frétta. Valentínusardagurinn búinn, vikan búin, og krakkarnir komnir í viku frí úr skólanum. Það er forsetadagur hér á morgun, og í tilefni þess fá krakkarnir vikufrí, ekki amalegt. Þannig að ég og Tim erum búin að gera plön fyrir vikuna svo að við verðum ekki geðveik á að hafa þau heimafyrir.

Á mánudaginn slökum við bara á, förum í park og gefum öndunum að borða. Á þriðjudaginn ætlum við að fara að sjá nýju myndina í bíó, Bridge to Tarabythia, ný mynd í anda Narnia. Á miðvikudaginn fara tvíburarnir að láta flétta sig, og Mikaela er með playdate með besta vini sínum, honum Vincent. Þau eru búin að vera bestu vinir síðan í Kindergarten, og hún talar um hann stanslaust. Á fimmtudaginn ætlum við svo að skella okkur í keilu. Á föstudaginn verðum við með movie night hér heima, við erum oft með svoleiðis kvöldstundir og er það ekkert smá gaman.Grin

Síðan erum við Tim að reyna að komast í burtu yfir nótt á næstu helgi. Ætlum að leigja okkur hótel, kannski í Monterey við sjóinn, og bara slaka á í einn dag án barna. Frænka hans Tim ætlar að passa fyrir okkur þannig að við getum andað róleg yfir börnunum. Kannski getum við labbað hönd í hönd meðfram sjónum, fengið okkur góðan kvöldmat á fínum sjávarréttar veitingastað, og svo skroppið á jazz klúbb og hlustað á góða tónlistWhistling. Við sjáum nú bara til, ég er enn að reyna að finna einhvern góðan díl svo að við getum komist í burtu eina nótt.

Í dag er ég búin að vera á sprautunum í eina viku, og það gengur bara vel. Ég er farin að kunna vel á þetta sprautudæmi, og fæ ekki stóra marbletti lengur. Að vísu þarf ég að sprauta mig í magann í dag, og var það versti staðurinn fyrir mig. Því miður gera þessar sprautur ekkert fyrir einkennin sem að eru til staðar nú þegar. Þannig að verkirnir eru eins, sjónin er eins, jafnvægið er eins. Svona er nú lífið, ég tel mig heppna að vera ekki blind, eða þurfa ekki að vera á sterum eins og margir aðrir með MS þurfa að vera. Auðvitað er ég nú ekkert sérstaklega sátt við að þurfa að sprauta mig á hverjum degi það sem eftir er, en það er betra en margt annað!!!!!!

Njótið vikunnar og hvers annarsWink


HAPPY VALENTINE´S DAY

ELSKU VINIR OG VANDAMENN

ÉG ELSKA YKKUR ÖLL OG SAKNA YKKAR ALLRA OG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KYSSA OG KNÚSA YKKUR Í SUMARKissing

Dagurinn í dag er búinn að vera prýddur sól og blíðu. Í morgun fengu allir krakkarnir að opna Valentínusar pakka, og fengu þau öll ný föt fyrir skólann í dag. Stelpurnar í bleikum bolum með hjörtum á og í nýjum gallabuxum, Kalli minn í rauðum póló bol og nýjum gallabuxum. Svo fengu þau öll kort frá mér og Tim og svo nammi auðvitað. Svo tóku þau með sér í skólann smákökur, sem að ég bakaði ekki, keypti þær sko bara, og svo litlu krakkarnir gáfu kennurunum sínum súkkulaði rós. Svo voru Kalli og Mikaela búin að skrifa lítil kort til allra bekkjarfélagana. Þau eru eflaust að halda uppá daginn núna á meðan ég skrifa þessi orð.

Kennarinn hennar Mikaelu ætlaði að búa til bleikar pönnukökur, og bleikt lemonaði, Kalli og hans bekkur ætla að skiptast á Valentínusar smákökum og tvíburarnir eru með snakk og kökur í sínum bekk. SVAKA STUÐGrin  Maðurinn minn fær nú ekki sína gjöf fyrr en í kvöld. Ég er búin að kaupa fína steik og við ætlum að hafa date heima í kvöld. Hér er alltaf svo mikið að gera á öllum veitingastöðum, tveggja tíma bið oft, þannig að ég bauð honum á date inní borðstofu hjá okkur í kvöld.

Ég er búin að kaupa þessa fínu steik, ætla að hafa salat með rækjum í forrétt, steik, bakaða kartöflu og Aspas í aðalrétt, og svo var ég að baka súkkulaðiköku, og ætla að skera út litlar hjartarkökur handa okkur í eftirrétt. Svo fá börnin auðvitað hjartarköku í eftirrétt líka, ásamt vanillu ís. Þannig að þetta ætti að vera mjög rómó hjá okkur í kvöldInLove

Ég vona að þið öll séuð að muna rómantíkina í dag, ég veit að við flest þurfum engan einn dag til þess að lýsa ást okkar á þeim sem við elskum, en það er yndislegt að tileinka degi til þess. Við erum öll svo upptekin með heimili, vinnur, og fjármál, og ég tala nú ekki um börnin, þannig að notið daginn í dag til þess að virkilega horfa inní augun á maka ykkar og láta hann/hana vita hversu heitt þið elskið hann/hana, og skellið svo einum blautum á makann ykkar í leiðinni. Ég veit að það ætla ég sko að gera eftir hjartarkökuna mína, þá fæ ég mér virkilega eftirréttWink

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart


Dagur 3

í sprautunum mínum. Á sunnudaginn kom hjúkkan til mín. Hún er sjálf búin að vera með MS í 30 ár og er búin að vera á meðalinu sem ég er byrjuð að sprauta í 3 ár. Henni líður svo vel núna að í dag fór hún í sex vikna draumaferðalagið sitt til Nýja Sjálands og Ástralíu. Hún gaf mér mikið af upplýsingum um MS sjúkdóminn sjálfan ásamt að þjálfa mig í sprautunum. Hún er mjög vel að sér í upplýsingunum, ekki að ástæðulausu eftir að vera með þennan sjúkdóm í 30 ár.

Hún gaf mér heilan lista af bókum og öðru sem að ég get fengið ókeypis frá Shared Solutions, sem er fyrirtækið sem að selur Copaxone sem er meðalið mitt. Þannig að ég ætla að fara að biðja um það sem er á listanum hjá henni smátt og smátt, þeir mega nefnilega ekki vita að hún gefur viðskiptavinum sínum þennann lista, af því að fyrirtækið sjálft er sko ekkert að auglýsa að það er að gefa ókeypis bækur og svoleiðis, kaninn alltaf samur við sig.

Þannig að á Sunnudaginn var sprautaði ég mig í magann og fann barasta ekkert fyrir nálinni. Ég nota svona autoject, þar sem að ég set sprautuna í og þetta virkar eiginlega eins og byssa. Ég set sprautuna í, svo skrúfa ég tækið í sundur, set það saman aftur, tek rauða lokið af sem að tekur lokið af sprautunni af, svo held ég í bláa hlutann og ýti á takka, búmm. Þá fer nálin inní líkamann, svo sleppi ég gráa hlutanum og tel upp að fimm, og þá er meðalið komið inní mig og svo bara búið. Ekkert smá þægilegt, allaveganna fyrstu mínútuna.

Þá kemur brunaverkur og þessi mikli sársauki. Alveg eins og að vera stunginn af býflugu, þó svo að ég hafi aldrei verið stungin, þá sagði hjúkkan það allaveganna. Svo er sviði og verkur í um það bil 15 mínútur og svo bólgnar allt í kringum stunguna. Nokkrum klukkutímum síðar kemur svo marblettur og það er allt og sumt. Ég var búin að hafa rosalegar áhyggjur af þessu, en með þennan autoject þá er þetta bara ekkert mál.

Það er samt erfitt að hugsa til þess að ég þarf að gera þetta á hverjum degi þangað til að einhver betri lyf koma á markaðinn, en svona er þetta bara. Þessi lyf eiga að hægja á sjúkdómnum og auðvitað er það mjög mikilvægt. Hjúkkan sem að kom á Sunnudaginn er með 85 skellur á heilanum á sér og er ekki búin að fá neinar fleiri skellur á heilann síðan hún byrjaði á Copaxone. Þannig að hennar saga lofar góðu. Hún er búin að missa sjónina á báðum augum og fékk sjónina að mestu tilbaka með sterameðferð.

Það er eitt af því erfiðasta við þennan sjúkdóm, margir missa sjónina, en fá hluta af henni aftur. Ég bið til Guðs að það gerist ekki fyrir mig, allaveganna ekki á meðan börnin eru ung. Margir lifa með þennan sjúkdóm í tugi ára áður en að þeir missa sjónina eða enda í hjólastól. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og reyna ekki of mikið á, og passa mig á stressi, það er algjört no no fyrir mig, því að verkirnir tvö ef ekki þrefaldast þegar það er mikið stress hjá mér.

Fyrir utan þetta þá erum við að gera okkur tilbúin fyrir Valentínusardag á morgun. Búin að skrifa lítil kort fyrir bekkjarfélagana, kaupa súkkulaðirósir fyrir kennarana, og ég er búin að kaupa gjafir og kort fyrir alla fjölskylduna. Ég er nú þegar búin að fá eina gjöf frá mínum manni, Alias Season 5, ekkert smá ánægð, núna á ég alla þættina. Núna ætla ég að drífa mig í rúmið svo að ég verði nú sæt fyrir manninn minn á morgun. Ég ætla að elda rómó kvöldmat fyrir okkur tvö, og senda börnin inní herbergi, þau geta borðað pítsu picnic style, set bara á bíómynd fyrir þau og matinn á handklæði og þá verður þetta bara inside movie picnic, svaka stuð...


Ísland fagra land...

Iceland in the winterhvað ég sakna þín. Ég fann þessa gullfallegu mynd tekna af okkar fallega landi ofan úr geim og gat ekki staðist að setja hana hér inn. Þó svo að snjór var ekki yfir öllu landinu, þá var nýfallinn snjór til þess að landið virðist þakið snjó. Hversu fallegt okkar land er, og dularfullt. Það virðist óbyggjanlegt, ofan úr geimi allaveganna, þannig að vonandi láta geimverurnar okkar land í friði þegar þær koma í heimsókn...

Elsku Ísland, ég get ekki beðið eftir að sjá þig í senn, eftir aðeins 5-6 mánuði kem ég til þín og verð hjá þér í 10-14 daga, sem er alltof stutt, en betra en ekkert. Farðu vel með alla mína ættingja og vini, ásamt öllu mínu landsfólki. Þú ert stolt mitt og söknuður til þín fylgir mér daglega í öllum mínum gjörðum og hugsunum.

Þá fer stuðið að byrja hjá mér. Lyfin mín komin og þegar ég tók þau uppúr þessum risa kassa sem að þau voru í, þá fékk ég þetta þvílíka kvíðakast. Þetta var kassi með 30 sprautum fyrir allan mánuðinn, ásamt rauða ruslakassanum litla, þar sem ég mun losa mig við notaðar sprautur. Kvíðakastið byrjar aftur þegar ég fer að tala um þetta. Eins og ég hef sagt áður þá er ég nú ekkert hrædd við sprautur, en að horfa uppá þær ásamt gúrkunum og mjólkinni minni inní ísskáp, er nú ekkert sérlega upplífgandiShocking

Á morgun kemur svo hjúkkan til mín til þess að kenna mér á þetta allt saman og ætlar maðurinn minn að láta sig hverfa á meðan með öll börnin. Þetta verður áhugaverður Sunnudagur og byrjunin á vonandi betri heilsu... Það má alltaf láta sig vona. Læknirinn minn er búinn að láta mig fá sterkari verkjalyf, þannig að ég byrjaði á þeim í gær. Ég vona að þetta fari allt að koma og að öll þessi meðul eigi ekki eftir að fita mig enn meir.

Við erum nefnilega að fara að byrja aftur í Biggest Loser keppni í kvöld. Ég veit að ég er sko búin að leggja á mig síðustu tvo mánuði, er ekki búin að vera mjög aktív, þessi þreyta dregur mig nú ekki beint út að labba, dregur mig frekar uppí rúm, en allaveganna, ég ætla að reyna mitt besta til þess að tilheyra klukkustund á dag í æfingar, hvernig sem að þær eru, yoga, labba, hjóla, eða bara að teygja á mér. Við erum með On Demand í sjónvarpinu og þar er hægt að fara í heilsurækt, yoga, pilates, magaæfingar heima á stofugólfinu, you name it, they got it!!!!

Áður en ég fer og huga að minni stóru fjölskyldu þá mæli ég eindregið með myndinni NORBIT.norbit Eddie Murphy er Norbit og Rasputia og Asíski faðir Norbits. Þessi mynd er ekkert smá fyndin og Eddie Murphy is BACKGrin Mér finnst hann enn betri í þessari mynd en hann var í The Nutty Professor og The Klumps, þó svo að hann var auðvitað geðveikur í þeim myndum líka. Hann skrifaði ásamt bróður sínum kvikmyndahandritið að Norbit á aðeins 21 dögum, ásamt að vera framleiðandi.

Eddie Murphy er líka geðveikur í Dreamgirls, sem að er mjög góð mynd, þó svo að hún sé meira sungin en töluð. Mér fannst að allir sem að áttu leik að í Dreamgirls stóðu sig mjög vel og Eddie Murphy á eflaust eftir að hljóta Óskarinn þann 25. Feb fyrir leik sinn í Dreamgirls. Það er vonandi í framtíðinni að gamanleikarar fari að hljóta viðurkenningar fyrir sitt takmark til kvikmynda, því að Guð einn veit, að það er ekki auðvelt að fá fólk til þess að hlæja, sérstaklega þegar fjölmiðlarnir sjá um að mata okkur með fréttum um stríð, barnanauðganir og ofbeldi, og hækkandi hitastig. Gamanleikarar eiga oftar meiri heiður skilinn en aðrir leikarar því að húmor er priceless, í dögum svartsýnar er húmor besta meðal. Ég var öll léttari á mér í gær eftir að sjá NORBIT og þó svo að verkirnir væru slæmir, fréttirnar slæmar og veðrið slæmt, þá var Eddie Murphy fyndnari en fyrr og dagurinn minn léttari fyrir vikið. Hann á Óskar skilinn fyrir að létta á fólki, kannski að ég stofni mína eigin verðlaunaafhendingu og í staðinn fyrir að gefa leikurum Óskar, þá gef ég þeim JOKERTounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband