Færsluflokkur: Bloggar

Einn dagur þangað til...

... nýju húsgögnin koma heimW00t Ég vona að þeim eigi eftir að líka við nýja heimilið. Hér þurfa þau ekki að berjast fyrir athygli, eru ekki að keppast við önnur húsgögn, og þurfa ekki að gráta þegar vinir þeirra eru ættleiddir í staðinn fyrir þau. Ég er búin að gera allt tilbúið fyrir þau á nýja heimilinu þeirra. Er búin að taka til í herberginu þeirra, er búin að kaupa myndir fyrir þau til þess að horfa á, og er búin að ákveða hvar þau eiga að vera. Allt er klappað og klárt, ég vona að þau séu eins spennt og við...

Hér er bara skýjað í dag, sem er gott mál í mínum augum. Við erum búin að færa tölvuna, þannig að núna sit ég við gluggann og skrifa. Núna heyri ég í fuglunum tala saman, ætli þeir séu að ákveða hvað verði í morgunmat, ormar eða laufblöð? Svo sé ég falleg tré sem eru byrjuð að blómstra, sem betur fer, því ég hef ekki mikinn áhuga á að sjá kallinn á móti mér drekka kaffið sitt í nærbuxunumUndecided

Við erum komin með nýja mús, hún er grá og svört, og hún er ekki með neinn hala. Hún situr bara róleg ofan á músadömubindinu (bara að þýða beint, ekki vera fúl útí migBlush), og bíður eftir að ég strjúki henni. Svo horfa börnin á imbann, El Tigre, sem er mexíkanskt tígrísdýr, eða drengur, ég skil þetta ekki alveg. Hvað þá SpongeBob, er hann sýndur heima? Ég hata SpongeBob, ég er að nota orðið HATA, mér finnst hann svo ruglaður og leiðinlegur, en þetta er þvílíkt uppáhald hjá krökkunum. Af því að mamma HATAR SpongeBob, þá fá þau kannski að horfa á hann tvisvar í viku, og þá kemur þessi þvílíka hamingja yfir þau...

Ég tók FYRIR myndir af heimilinu á Föstudaginn, og svo á morgun eftir að nýju börnin mín koma heim, þá skal ég taka EFTIR myndir. Síðan set ég þær hér inn svo að þið getið séð hvað ég er búin að vera að tala um. Mér líður eins og að ég sé í Home Improvement þætti, hér í sjónvarpinu eru örugglega tuttugu mismunandi þættir þar sem einhver kall/kona útí bæ þykist vera Master home improver. Svo kemur þetta fólk, rekur þig út, og umturnar heimilinu þínu á einum degi, eða hálfum degi, eða kannski bara klukkutímaShocking Svo standa eigendurnir og segja VÁ, en flott, en eru virkilega að hugsa, hvað gerðirðu við allar myndirnar mínar af langalangaafa, eða listaverkinu sem ég keypti í Mexíkó, þegar ég var nítján ára og nýútskrifuð... Já, ekki er öll vitleysan eins, en ég tel mig sko eins góða, ef ekki betri MASTER þegar kemur að því að umturna mínu eigin heimili! Og hananú sagði hænan og lagðist á bakiðSideways

Jæja, ég ætlaði bara að skrifa tvær línur, ekki tvöhundruð, en ég hef víst þvílíkt mikið að segja. Kannski er það útaf þremur diet kókunum sem ég er búin að drekka, drekk ekki kaffi, bara diet kók, en ég fer kannski að slaka aðeins á, áður en ég skrifa aðrar tvöhundruð línur. Ókei, núna er ég virkilega farin, þarf að fara og gefa krílunum diet kók, nei, Guð minn góður, ég meina Cheerios. Bæ í bíl, nei, í biliUndecided


Hollywood gleymdi okkur...

...ég skil þetta bara ekkiFrown Enginn búinn að hafa fyrir því að bjóða krökkunum mínum til Hollywood, allaveganna ekki í þetta skiptið!!! Annars er ég bara sátt við það, bjóst nú ekki við því að einhver myndi hringja í okkur í fyrsta skiptið sem að við prufuðum eitthvað svona.

Í staðinn var bara vorhreingerning. Ég pantaði kall til þess að koma og þrífa teppið hjá okkur, sem var frekar skítugt því það er svo mikið ryk hérna á þriðju hæð. Teppaþrífarinn (bein þýðing, haha) stóð sig svona vel, og teppið lítur út eins og við séum nýflutt hérna inn. Síðan tókum við til á svölunum, í herbergi stelpnanna, og svo í herberginu okkar.

Ég þreif allt rykið, sem var búið að gera sér heimili í öllum krókum og kimum, sprautaði og pússaði alla glugga (núna geta Peeping Tom´s virkilega kíkt á okkur), færði mublur til og frá, kastaði rusli sem var fullmikið eftir þessu blessuðu börn, og gekk svo frá öllu sem ég var búin að færa til.

Maðurinn minn er búinn að splæsa í nýjar mublur fyrir okkur, nýtt sófasett og nýtt eldhúsborð með þessum flottu stólum, og þetta verður afhent á Mánudaginn. Þannig að við ætluðum að nota helgina í þessi vorþrif, en Bertha brjálæðingur var sko ekki að nota þrjá daga í eitthvað sem hún gat gert á einum degiWink 

Ég er líka að borga fyrir það í dagFrown Krakkarnir vita ekki að við séum að fá ný húsgögn á Mánudaginn, þannig að þegar þau koma heim úr skólanum þá verða þau ekkert smá hissa. Ég færði eldhúsborðið inní herbergið hjá stelpunum, þær geta notað það sem skrifborð. Svo settum við tölvuna mína á borðið, og ég setti hillu við hliðina svo að skóladótið geti farið þar. Þær voru svo ánægðar með að hafa borð inni hjá sér, en ég var þvílíkt að plata þær, sagði að við getum leyft borðinu að vera inni hjá þeim yfir helgina, en ég mun taka það út á Mánudaginn, því að okkur bráðvantar eldhúsborð, ekki satt????

Svo færði ég bókahilluna inní herbergið hjá Kalla, og svo var ég líka með hillur inní eldhúsi fyrir ávexti og kokkabækur og svoleiðis, ég færði hana líka inní herbergið hans Kalla mínum (sem er líka okkar Tim´s herbergi, þannig að við erum öll að deila herbergi). Þegar allir gluggar voru gljáandi, teppið mjúkt og hreint, húsgögn komin á sitt nýja heimili, rykið farið til rykahimnaríkis, og búið að stynga skemmtunartækjunum í samband, þá var loksins sest niður og slakað á.

Eftir sturtuna var spilaður Veiðimaður við þá yngstu og við lásum tvær bækur saman. Svo horfði ég á imbann í tíu mínútur og svo rotaðist ég útaf. Ég og maðurinn minn vorum að frá sólkomu til sólseturs, gjörsamlega. En, ég get sagt ykkur það að vakna í dag og labba um glænýju, hreinu íbúðina mína er GEÐVEIKTW00t

Þá er helgin komin með sínar vanaskyldur. Núna á eftir er það Jazzballet með Mikaelu. Síðan erum við tvær að fara að versla smá, og síðan ætlum við að hitta kennarann hennar og fara útí lunch. Kennarinn hennar er æðisleg, hef ég nokkuð minnst á það áður (hahaha), og hún ætlar að sýna mér einn stað í dag þar sem að systir hennar gifti sig. Þetta er mjög flottur staður ef hægt er að dæma frá netinu, þannig að ég hlakka mjög mikið til að sjá hann.

Þetta er æðisleg tilfinning að vera að plana brúðkaup. Á meðan ég var ein, eftir að fara frá fyrrverandi manninum mínum, þá hugsaði ég oft til þess hvort að ég myndi einhverntímann finna ást aftur. Og viti menn, ég fann hana, eða ástin fann mig. Ég er búin að vera trúlofuð núna í tvær vikur, og ég get sagt ykkur það, að ég trúi því ekki ennþá. Þetta er svona svipuð tilfinning og þegar ég horfi á börnin mín, þá hugsa ég oft með mér, hvenær varð ég mamma? Það er oft ótrúlegt að horfa á lífið sitt og sjá hversu ótrúlega yndislegt það er. Að eiga börn er kraftaverki líkast, þau eru besti hluturinn af manni sjálfum, og ástin sem að fylgir þeim er ólýsanleg. Sem bónus þá hef ég ást frá yndislegum manni. Ef að ég gæti gefið öllum 1% af þeirri ást sem að ríkir hér á mínu heimili, þá mynduð þið springaGasp 

Ég hef upplifað svarta ást, þar sem að marblettir og ljót orð voru í fyrirrúmi. Ég hef upplifað afbrýðissama ást og ást sem hélt framhjá. Ég hef upplifað lygaást, og ást sem segir mér að ég sé of feit. Eftir allar þessar ástir, þá hef ég loksins fundið góða ást, trygga ást, ást sem er hreinskilin og lygalaus. Rauða ást, sem kveikir í mér svo heitan eld að mér hitnar í framan. Ást sem er svo sterk að enginn og ekkert getur brotið hana.

Ég er virkilega þreytt í dag eftir öll þrifin í gær, en ástin sem ríkir í þessu húsi styrkir mig. Vonandi þýðir það þá að ég hafi næga orku til þess að gera það sem gera þarfErrm Njótið helgarinnar, kæru vinir, og njótið ástarinnar sem ríkir á ykkar heimili, þó svo að kannski sé það bara ástin fyrir ykkur sjálfum. Ég veit það eftir slæmar reynslur, að ef ég elska ekki sjálfa mig útaf lífinu, þá get ég ekki ætlast til þess að einvher annar elski mig útaf lífinu.KissingKnúsKissing


Í fríi frá hitanum...

...loksins komin rigning. Þá fá blessuðu blómin og trén að drekka og við mannblómin fáum að anda. Þvílíkur munur á hitastiginu, breytist alveg um 20 gráður Fahrenheit. Þá fara börnin sæl í stígvélum í skólann og með regnhlífarnar með sér, svaka kát. Ég og maðurinn minn fórum saman í lunch í dag og kíktum svo á nýja sófa, því að hann er að fara að kaupa svoleiðis fyrir okkur. Hann keypti líka fyrir mig Friends Season 2, af því ég er byrjuð að safna þeimHeart

Ég er mikið búin að vera að spá í hvað það þýðir að vera sterk/sterkur? Dagurinn í gær var mjög erfiður fyrir mig, verkirnir að gera útaf við mig, tilfinningunum skrúfað í botn, þolinmæðin engin, og tárin streymandi. Mér fannst ég ekki sterk í gær, heldur frekar aumingjaleg. Spurningin sem glaumar í hausnum á mér er, af hverju er ég ekki nógu sterk?

Ég er að mestu leyti komin á sáttarstigið, ég sætti mig við það að það sem eftir er lífsins mun ég lifa með MS sjúkdóminn, en auðvitað er von að einn veðurdaginn verði lækning fundin fyrir honum. Inná milli kemur samt reiðin, vonbrigðin, kvíðinn, og sársaukinn. Veruleikinn er stundum fullmikill, sérstaklega á hverjum morgni þegar ég vakna með þessa hrikalegu verki, og á daginn þegar ég sprauta mig með lyfjunum. Sá veruleiki að á hverjum degi það sem eftir er á ég eftir að upplifa þessa verki og þessar sprautur er stundum fullmikill. Af hverju er ég ekki nógu sterk?

Styrkleiki kemur í mörgum myndum, ekki satt? Stundum í mynd barna, mynd maka, eð mynd vina. Stundum í mynd foreldra, mynd ættingja, eða mynd ókunnugra. Við sækjum okkar styrk til okkar nánustu. Þegar ég segi að styrkleikur kemur í mörgum myndum, þá meina ég aðallega að okkar persónulegur styrkleiki er oft miðaður við fólkið í kringum okkur.

Í gær gat enginn styrkt mig, ég var gjörsamlega búin á því. Minn eiginn styrkleiki, eins lítill og mér fannst hann vera, hjálpaði mér samt í gegnum daginn án þess að draga makann og börnin niður með mér. Hann hjálpaði mér með að aðstoða börnin með heimalærdóminn, að elda, að koma börnunum í rúmið. Minn eiginn styrkleiki leyfði mér ekki að setjast inn á einhvern bar og drekka allann daginn, hann leyfði mér ekki að grenja allann daginn, hann leyfði mér ekki að öskra og blóta allann daginn.

Gerir það mig sterka að komast í gegnum daginn þó svo að mér líði eins og aumingja? Er ég sterk ef ég held áfram með mína ábyrgð þó svo að ég sé drulluþreytt að sinna ábyrgðinni? Er ég sterk ef ég kem mér framúr rúmi, þó svo að mig langi til þess að liggja í rúminu allan daginn? Get ég verið sterk án þess að gera mér grein fyrir því?

Sumir eru sterkir líkamlega, á fullu í líkamsræktinni, hraðir á hlaupum, sterkir að lyfta. Aðrir eru sterkir andlega, sjaldan niðurdregnir, oftast nær hamingjusamir, daglega með bros á vörum sér. Enn fleiri eru bæði líkamlega og andlega sterkir. Enn, enn fleiri eru að þykjast vera sterkir, skiptir ekki máli hvort þeir eru að reyna að sýnast líkamlega eða andlega sterkir. Við flest tilheyrum sennilega þykjustu hópnum, við eigum flest okkar slæmu daga.

Mitt álit er að svo lengi sem að við komust í gegnum slæmu dagana, án þess að ýta okkar nánustu í burtu frá okkur, án þess að leggjast í algjört volæði, og án þess að gefast upp, þá eigum við skilið þann titill að vera sterkW00t Eða þann titill að vera mest þrjóskJoyful 

Á meðan ég geng í gegnum slæman dag, þá er erfitt að sjá sjálfa mig í sterku ljósi. Þegar sjálfsvorkunin steypist yfir mig, þá er erfitt að sjá í gegnum tárin. Þegar verkirnir dúndra á mér eins og haglél, þá er erfitt að verja sig. Þegar líkaminn er tilbúinn að gefast upp, þá er erfitt berjast ekki á móti. Þegar litið er tilbaka næsta dag, þá er auðvelt að sjá að ég gafst ekki upp. Ég sá í gegnum tárin, haglið, og þreytuna. Ég sá ljósið í lok ganganna, þó að það var niðamyrkur í göngunum.

Kannski er ég nógu sterk? Eða ein af þeim þrjóskustu í veröldinni?

 


Ballett, heimsóknir, og auglýsingaherferð!!!!

Helgin mín in a nutshellCool Laugardagurinn var brjálaður. Ég fór með Mikaelu í jazzballett um morguninn, og hún er orðin svo fín ballerína að það hálfa væri nóg. Síðan fórum við tvær stöllurnar útí búð og þar var kona sem kom upp að mér alveg óð, og spurði mig hvort að þetta væri dóttir mín. Ég játaði því nú, og þá biður hún mig um að koma með hana næsta dag í módelprufu fyrir fyrirtækið hennar. Hmmmmmmmm...

Ég verð nú að segja sem satt er, að ég hef oft spáð í það að setja börnin mín útí auglýsingar og svoleiðis, sérstaklega af því að þau myndast svo vel, en hef aldrei gert neitt í því áður. Þannig að ég og Tim töluðum um þetta og ákváðum að prufa að fara með öll börnin á Sunnudeginum. Allaveganna, eftir búðarferðina, þá var kennarinn hennar Mikaelu búin að bjóða henni og Kalla í heimsókn til sín.

Kennarinn hennar heitir Ms. Duong og er hún æðislega fín. Hún var kennarinn hans Kalla þegar hann var í fyrsta bekk, og hún var svo góð við hann og hugsaði svo vel um hann. Hann átti soldið erfitt í Kindergarten, og svo í byrjun 1. bekks vegna skilnaðarins. Hann sýnir verri hegðun þegar hann er í kringum pabba sinn, og er það aðallega vegna óöryggisins sem hann finnur fyrir þegar pabbi hans kemur aftur inní lífið hansAngry (Helv.... aumingi.......)

Ójá, kennarinn, hún er GEÐVEIK. Ég og hún erum orðnar ágætis vinkonur, og er hún eini kennarinn sem ég þekki sem að bíður nemendum sínum heim til sín í hádegismat. Síðasta sumar bauð hún líka krökkunum mínum með sér tvisvar, einu sinni útí park, og í annað skipti í vatnsgarð með rennibrautum og allskonar fjöri. Semsagt, yndisleg. Krakkarnir voru hjá henni í nokkra tíma, og svo eyddum við afganginum af Laugardeginum í afslöppun.

Á Sunnudagsmorgninum gerðum við okkur öll tilbúin, og verð ég að segja sjálf að krakkarnir mínir voru öll svo sæt. Mikaela var í rauðum kjól með tíkó, Kalli var í gallabuxum og rauðum póló bol, og tvíburarnir í gallabuxum og sætum stuttermabolum með mynd og glitri framan á. Ég gleymdi alveg að taka mynd af þeim, geri það bara næst. Síðan héldum við afstað til HollywoodWink...

...í huganum, því að við keyrðum bara til San Mateo, sem er rétt fyrir neðan San Fran. Svo finnum við þennan stað, og við sjáum bara foreldra eftir foreldra streyma innum dyr vonarinnar! Þarna voru samankomin börn á öllum aldri, öllum kynþáttum, og öllum fríðleikaPouty Ég verð nú bara að segja sem satt er, að auðvitað voru börnin mín fjögur langfallegustTounge

Svo er mér gefin form til þess að fylla út, og við bíðum bara í röð. Börnunum er öllum gefnar línur til þess að lesa, og þau gátu valið milli þriggja möguleika. Mikaela fór fyrst. Hún tekur við míkrófóninum (rétt íslenska, er það ekki...) og brosir sætt og les svo auglýsinguna. Þegar hún var búin klöppuðu allir og hún brosti pent. Síðan kom hún hlaupandi til mín og hún var svo stolt af sjálfri sér. Svo var komið að Kalla, hann las línurnar sínar bara og brosti svo fínt. Hann var meira feiminn en Mikaela, eins og venjan er. Hann var samt mjög stoltur af sjálfum sér. Síðan var það Jasmine, hún var mjög góð og fyndin líka. Síðan var hún beðin um að bíða á meðan Janae las sínar línur. Janae umturnaðist í þennan brjálaða táning með þessa þvílíku stæla, og hún var ekkert smá fyndin. Svo voru þær báðar beðnar um að segja We love McDonalds, saman fyrir framan myndavélina.

Svo fórum við í aðra röð og töluðum við konu sem tók við umsókninni og myndunum af börnunum. Það fyrsta sem að hún spurði krakkana var hvernig þeim gengur í skólanumGrinFrábært segi ég nú bara, ég var sko mjög ánægð að heyra það. Síðan talaði hún við krakkana aðeins og svo við mig, og hún hafði ekkert nema gott um börnin mín að segja. Hún tók eftir sjálfstraustinu, sagði mér að þau öll litu beint inní augun á henni, og voru með traust handtak. Þetta fór allt saman mjög vel, og núna bíðum við bara frammá Miðvikudag til þess að heyra frá þeim.

Ég býst nú ekki við að það verði hringt í okkur, af því að börnin mín eru ekki með neina reynslu, og það voru svo margir krakkar þarna. Ég var búin að tala við krakkana um að þetta væri allt bara uppá gamanið að gera. Ef að einn krakki kæmist áfram, þá verða allir að vera ánægðir fyrir þeirra hönd. Við töluðum um að hafa enga afbrýðissemi, og að vera ánægð með frammistöðuna, sérstaklega að hafa prufað eitthvað nýtt.

Þau svifu öll út á stóra sjálfsálitisskýinu sínu, og ég flaug stoltaþotunni minni í gegnum skýin þeirra. Þetta var mjög jákvæð reynsla fyrir okkur öll, og alveg þess virði að reyna. Það getur vel verið að ég leyfi þeim að prufa svona aftur, það er aldrei að vita hvort að þau gætu þénað pening fyrir háskóla með því að leika í auglýsingum. Eftir alla ánægjuna, þá fórum við og úðuðum í okkur ís og héldum svo heim á leið. Maðurinn minn var búinn að taka fínt til í húsinu hjá okkur, þrífa eldhúsið og baðherbergið og svo eldaði hann sitt fræga spaghetti!!!!

Overall, (þýðir bæði yfirhöfuð og smekkbuxur haha) þá var helgin mjög góð. Ég stoppaði ekki alla vikuna, hvað þá alla helgina, þannig að það er gott að geta loksins á Mánudagsmorgni sest niður fyrir framan tölvuna til þess að láta umheiminn vita af okkur. Ég er að vonast til þess að geta slakað á í dag, kannski æft smá og hvílt mig. Við sjáum bara til, kannski plata ég manninn minn til þess að fara með mig í bíó seinnaWink 

Njótið vikunnar og verið góð við hvort annaðKissing

 


Lögfræðings hatturinn

er tekinn til í dag. Svona í framhaldi frá því í gær, þá er ég búin að setja á mig lögfræðings hattinn í dag. Tvíburarnir mínir komu heim og því miður lentu ekki í þremur efstu sætunum. Ég sagði bara við þær að þær ættu að vera rosalega stoltar að hafa komist eins langt áfram og þær komust.

Fyrir tveimur mánuðum síðan gerðum við munnlegan samning um einkunnirnar þeirra. Samningurinn hljómaði þannig að í lok skólaársins yrðu þær að hafa meðaleinkunn uppá 3.2 (hæsta einkuninn er 4.0) Þær eru með 2 A, 3 B, og 1 C núna, sem er um það bil 3.2. Eftir að ég fæ einkunnirnar þeirra eins og þær standa núna, þá mun ég mjög sennilega hækka lokaárangurinn uppí 3.4.

Í dag er ég svo að vélrita samninginn og ætlum við allar að skrifa undir hann. Hann mun hljóma þannig að ef að þær fá meðaleinkunn uppá 3.4, eru með góða hegðun, og fá A í einkunn frá mér fyrir heimilisstörf, ásamt að passa sig á stælum (yeah right, þær eru táningar), þá er ég búin að semja við þær að ég muni borga þeim $200.00 í lok skólaársins.

Já, ég sagði sko $200.00, til beggjaGasp Ég sé það sko núna að ég þarf að fara að safna... Allir krakkarnir fá nú þegar vasapening, og svo gefum við þeim auka pening hér og þar og auðvitað fer ég með þau öll í Kringluna og leyfi þeim að versla sér eitthvað. En, 200.00 er mikill peningur hér, og þá sérstaklega fyrir 12 ára stelpur. Þær eiga eftir að getað keypt sér Ipod fyrir þann pening ef þær vilja, en við sjáum nú til.

Þannig að í dag er ég að semja samning, vélrita samning, og fá undirskriftir á samning. Lögfræðings hattinum er skartað í dagWink


Mömmu hattar

Já þeir eru margir, mömmu hattarnir. Bílstjóra hattur, kokka hattur, læknis hattur, tískuhannaðar hattur, dómara hattur, reglulaga hattur, kennara hattur, hreingerningar hattur, þvotta hattur, School Projects 002 bankastjóra hattur, og svo mætti endalaust upp telja.

Í gær var það listahatturinn sem var í fararbroddi. Hér má sjá listaverk númer 1. Þetta er Búálfa gildra. Ég og Mikaela bjuggum hana til saman og var það svaka fjör. Við lituðum, klipptum, límdum, og notuðum ímyndunaraflið á fullu til þess að búa til þessa flottu gildru. Tilefnið er írski dagurinn St. Patricks Day, sem er núna á laugardaginn kemur. Allir í 1. bekk þurftu að búa til svona gildru. Ég hélt að við ættum ekki að skila henni fyrr en á Föstudaginn, þannig að við þurftum að nota það sem var fyrir hendi hér á heimilinu, ekki hafði ég tíma til þess að hoppa útí búð eina ferðina enn, en hér sést lokaárangurinnWoundering Mikaela var ánægð, og það er það eina sem skiptir máli. (Gildran er undir pappanum og grasinu...)

School Projects 003

Svo var það hann Kalli minn. Hann þurfti að semja ljóð um vorið og gekk það bara vel. Hann skrifaði...

In the spring the flowers bloom. I can hear the birds from my room. No more rain, but plenty of sun. The spring season is so much fun.

Hann er ekkert smá skáld hann Kalli minn. Svo skrifaði hann ljóðið á blað og svo skreytti hann það. Síðan bjuggum við til þennan flotta windsock, vindsokk? Ég veit ekki alveg hvað þetta á að vera nema að þetta á að blása í vindinum. Allaveganna, þetta var verkefnið í 2. bekk og því var líka skilað í dagGasp

School Projects 006

Síðast, en ekki síst, þá voru það tvíburarnir mínir. Á Föstudaginn var komumst við að því að þær myndu taka þátt í vísindakeppninni sem fer fram í dag. Þær voru beðnar af kennaranum sínum að vélrita alla minnispunkta sem þær voru með í stílabók. Þannig að ég var að vélrita í tvo tíma fyrir þær í gær. Síðan þurftum við að laga pappaspjaldið (hér til hliðar) og þurfti allt að vera vélritað á því líka. Síðan hjálpaði ég þeim með ræðuna, og í hvaða fötum þær ætluðu að vera í o.s.fr. Þetta er mjög flott hjá þeim og ég er núna að senda þeim alla mína jákvæðu orku, ég vil endilega að þær fái einhver verðlaun fyrir árangurinn, þær eru búnar að vera rosalega duglegar að vinna í þessu verkefniSmile

Já, hattarnir eru margir sem við mömmur berum á höfði okkar. Ég er enn heima við vegna veikinda, en ég get sagt ykkur það að vinnan mín hér heima við er miklu erfiðari en nokkur vinna sem ég hef haft í gegnum árin. Í gær var ég að nonstop frá 15-23. Að hjálpa til með verkefni, elda mat, rjúka af stað með Kalla í leikfimi, koma heim og hjálpa meira til með verkefni, setja ný lök á rúmin, gefa Mikaelu bað, koma öllum verkefnum ofan í bakpoka, ganga frá öllu ruslinu sem var úti um allt gólf eftir öll þessi verkefni, koma öllum uppí rúm, og svo loksins gat ég sest niðurSideways

Já, þessir hattar eru ekki auðveldir viðkomu, en þeir eru rosalega flottir á höfði okkarWink


Svíf á skýi..

... ennþá. Ég vissi ekki að það væri hægt að verða enn ástfangnari af manninum mínum, en ég veit núna að það er sko hægt. Ég er enn í sæluvímu eftir trúlofunina, ég horfi enn á hringinn minn á fimm mínútna fresti og horfi svo á manninn minn og brosi. Ég er að deyja úr hamingjuInLove

Golden State Warriors 008Ég og unnusti minn héldum á leið til Oakland að sjá uppáhaldsliðið hans spila á Föstudagskvöldið. Þá voru Golden State Warriors að spila á móti Los Angeles Clippers og var þetta hörku leikur. Ég var búin að segja við Tim að það væri sko ekki möguleiki að þeir myndu tapa af því að dagurinn var búinn að vera svo yndislegur að ekkert slæmt myndi gerast. Og viti menn, Warriors unnu með 10 stiga mun, ekkert smá geðveikur leikur.

Fyrir utan að við trúlofuðum okkur, þá komust tvíburarnir áfram í vísindakeppninni í skólanum. Það eru bara 10 lið sem fá að sýna og keppa í  keppninni sem fer fram á morgun. Þar hafa þær möguleika á að vinna allskyns verðlaun, og er Ipod fyrir efsta sætið. Þannig að við þurfum að æfa ræðuna þeirra aftur í dag svo að þeim eigi nú eftir að ganga vel á morgun. Við erum að rifna úr stolti yfir árangri þeirra.

Helgin var svo bara fín, á Laugardaginn fór ég með Mikaelu í Jazzballett, og svo fór ég með alla krakkana upp í fjöllin í þennan flotta park. Þar voru samankomin fullorðnir með börnin sín frá skóla krakkana og var lesið úr biblíunni og labbað um og grillað og bara talað saman. Þetta var mjög yndislegt og fannst krökkunum rosalega gaman. Mikaela lærði loksins að róla ein, við erum búin að vera að ýta henni og ýta, og ég sagði bara, nóg komið. Þú ert sex ára gömul og getur alveg rólað sjálf, og hananú. Og viti menn, hún rólaði og rólaði og ég gat varla dregið hana frá rólunni þegar tími var til kominn að fara heim.

Á Sunnudaginn slökuðum við bara á, ég svaf mestallan daginn, leið ekki of vel þann dag. Í gær var svo frí í skólanum hjá krökkunum, og ég fór í blóðprufu og að versla í matinn. Það var svo heitt að ég sat bara fyrir framan viftu og reyndi að kæla sjálfa mig. Þegar það fer að hitna, þá fer heilsunni hrakandi hjá mér, verkirnir verða því meiri þegar hitinn fer hækkandi. Þannig að ég reyndi bara að slaka á í gær. Börnin farin aftur í skólann í dag, þannig að það er smá friður.

Ég vildi þakka ykkur öllum kærlega fyrir heillaóskirnar, bæði hér á blogginu og líka í síma eða tölvupóst. Það er yndislegt að sjá hversu margir eru hamingjusamir fyrir okkur, og æðislegt að lesa allar heillaóskirnar. Ég er rosalega hamingjusöm, ég vona að þið öll hafið fólk í ykkar lífi sem að veitir ykkur hamingju, það þarf ekki að vera maki, getur verið börnin ykkar, vinir ykkar, ættingjar ykkar, eða einhver ókunnugur sem brosir til ykkar og veitir ykkur hamingju með brosi sínu. Hamingjan er oft lengi að koma, hún var það í mínu tilfelli, en hún er hér. Ég ætla að njóta unnusta míns, barnanna minna, og vina og ættingja, því að hamingjan er langsótt. Ekki sleppa henni þegar þið finnið hana, hún betrumbætir líf mannsGrin


ÉG ER TRÚLOFUÐ...

Trúlofuð 003Hér er mynd af flotta hringnum mínum. Maðurinn minn var að biðja mín fyrir svona klukkutíma síðan, og ég er enn gráti nær. Hann gaf mér akkúrat hring eins og ég hefði valið sjálf ef ég hafði farið með honum. Ég er ekki ein af þeim sem að finnst þessir risa stóru steinar flottir. Minn hringur er GULLFALLEGURInLove

Hann er úr hvítagulli og er með ellefu demanta, ég er að rifna úr hamingju. Ég og unnusti minn (Guð minn góður, ég get kallað hann unnusta minn...) erum að fara á körfuboltaleik í kvöld. Hann bað mig um að giftast sér núna áðan, en sagði svo að hann ætlaði upphaflega að biðja mín á körfuboltaleiknum í kvöld, en hann gat bara ekki beðið!!! Ef það er ekki rómantískt þá veit ég ekki hvað er.

Ég get ekki beðið eftir að segja krökkunum okkur frá þessu, þau eiga eftir að vera himinlifandi. Ég hringdi fyrst í mömmu og pabba, svo Veru, Írisi, Rose Perry, og Rose Hunter. Mig langar til þess að hringja í alla sem ég þekki, en er að reyna að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Það er ótrúleg tilfinning að vera beðin um að giftast manninum sem maður elskar útaf lífinu.

Þó svo að ég hafi verið gift einu sinni áður, þá var mér aldrei beðið, og gifti mig bara hjá sýslumanni. Það er æðislegt að hafa verið gefið tækifæri á að upplifa sambandið mitt þróast og þroskast. Það er æðislegt að vera með manni, sem að skilur að ég vildi fá marriage proposal. Að vera með manni sem vissi akkúrat hvernig hring ég óskaði mér. Að vera með manni sem að keypti hring sem að smellpassar, ég þarf ekki að láta stækka hann né minnka, hann passar fullkomnlega. Að vera með manni sem að elskar mig fyrir mig, með mín tvö börn úr fyrra hjónabandi, með mín veikindi, með mína galla og kosti.Kissing

Það er æðislegt að vera trúlofuð, núna þarf ég að fara að plana brúðkaupiðHeart


Síðust að frétta allt

Já, ég er það, alltaf síðust að frétta allt. Mér líður eins og Phoebe í Friends þáttunum þegar hún er síðust að frétta allt og er orðin frekar pissed off about it.

Í dag er ég Phoebe hlaðborð, og ég er pissed off. Í dag frétti ég að mamma mín lífbeinsbrotnaði fyrir tveimur vikum síðan þegar hún var í skíðaferð á Ítalíu til þess að halda uppá afmælið sitt. Ég fæ tölvupóst frá henni í dag, var búin að senda henni nokkra sjálf, ætlaði mér svo að hringja í hana um helgina, en kemst svo af því að hún er hoppandi á hækjum og bara búin að vera rúmliggjandi síðustu vikur.

Ekki datt neinum í hug að hringja í mig, eða kannski bara senda mér tölvupóst, eða senda skilaboð með fljúgandi dúfum, eða eitthvaðAngry Ég er ekki eins náin mömmu og ég vildi vera, er að reyna að bæta það, en það gengur oft erfiðlega, og mætti lengi telja upp ástæðurnar, en það er á milli mín og hennar. Auðvitað þykir mér rosalega vænt um hana, og þó svo að sambandið okkar gæti verið betra, þá er það ekki slæmt.

Ég á pabba, ekki lét hann mig vita, ég á bróðir, ekki lét hann mig vita, ég myndi nú helst stóla á þá tvo til þess að láta mig vita þegar mamma mín slasast. Auðvitað á ég líka ömmu og afa, frændfólk og vini, en auðvitað hafa allir haldið að pabbi eða bróðir minn væru búnir að segja mér fréttirnar.

Síðan ég flutti til Bandaríkjanna, þá hefur þetta alltaf verið svona. Ég frétti að frænka mín sé ólétt eftir að hún er búin að fæða barnið. Ég frétti að afi sé með krabbamein, eftir að hann er búinn að fara í uppskurð. Ég frétti að langamma fékk heilablóðfall og var búin að vera á sjúkrahúsi í 4 mánuði þremur dögum áður en að hún dó. Ókei, allt í lagi með það, en enginn hefur fyrir því að láta mig vita  að mamma mín lífbeinsbrotnaði fyrir tveimur vikum síðanW00t ARE YOU F...... KIDDING ME?

Það eru alltaf allir að reyna að hlífa mér af því að ég er svo viðkvæm, so what. Ókei, ég er rosalega viðkvæm, en ég er nú ekki eitthvað smábarn sem að þarf að hlífa frá raunveruleikanum. Ég er sjálf búin að ganga í gegnum ýmislegt, og hef verið nógu sterk til þess að takast á við það sem lífið hefur boðið mér uppá.

Ég meina, ég flutti að heiman 19. ára af því að mamma og pabbi voru á móti því að ég var með svörtum manni ofan af velli. Ég fékk mér fulla vinnu og hélt samt áfram í MH og útskrifaðist á réttum tíma. Ég flutti til Bandaríkjanna um tvítugt, er búin að sjá fyrir mér sjálf, borga fyrir mína eigin menntun og þéna tvær gráður. Ég giftist þegar ég var 26 ára, og eignaðist tvö börn á 14 mánaða fresti. Því miður var eiginmaðurinn minn skrímsli, lamdi mig, hélt framhjá mér, kallaði mig öllum þeim verstu nöfnum sem við öll kunnum og öðrum sem að enginn ætti að heyra í lífinu. Ég fór frá honum tvisvar áður en ég loksins fór frá honum fyrir fullt og allt. Hann var og er enn algjör aumingi, en því miður eru ofbeldishneigðir menn ekki svoleiðis þegar maður fyrst kemst í kynni við þá, þeir eru góðir við mann, virðingarfullir, og elskulegir. Svo yfir nótt, liggur við, breytast þeir í aðra menn.

Það tók mig þrjú ár að berjast við hann um forræði, og fékk loksins skilnaðinn í gegn í Desember í fyrra. Fékk 100% forræði yfir börnunum mínum og var það ekki auðvelt. Stuttu áður en að skilnaðurinn gengur í gegn, þá er ég skilgreind með MS sjúkdóminn. Er búin að vera veik í tvö ár, og heilsunni hefur farið síversnandi og er búin að vera frá vinnu í ár núna. Er búin að kynnast kónginum mínum, og við búin að búa saman í ár núna. Er yfir mig ástfangin, bæði af Tim og börnunum okkar fjórum, sem ég hugsa um 24/7. Er búin að hjálpa tvíburunum mínum í skólanum, þær voru í sérkennslu þegar ég kynntist þeim, en eru núna með þeim hæstu í bekkjum sínum.

Ég er langt frá því að vera aumingi, og ég er svo þreytt á því að það sé komið fram við mig eins og ég sé einn. Mér finnst allt í lagi að vera viðkvæmur og vera tilfinninganæmur. Ég græt oft, og stundum yfir engu, en hef fundið það að tárin hjálpa mér og styrkja mig. Líf mitt hefur aldrei verið dans á rósum, og ég er sátt við það. Ég veit að Guð hefur sín plön fyrir mig og stundum finnst mér Guð treysta mér of mikið.

Ég get bara haldið áfram að biðja fjölskylduna mína um að láta mig vita þegar einhver meiðist, eða veikist. Það er nógu erfitt fyrir mig að vera hérna hinum megin á hnettinum og sakna allra, og ofan á það að fá ekki að vita þegar fólkið sem ég elska slasast og veikist. Í Guðanna bænum, hættið að koma fram við mig eins og smábarn, hættið að hugsa um hversu viðkvæm ég er, og látið mig vita þegar mamma mín slasast... Ég er þreytt á að vera sú síðasta til þess að vita allt, það gerir mig bara reiða og sára. Ég er miklu sterkari en allir halda, kannski þarf ég bara að segja fjölskyldunni minni frá öllu því vonda sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu tíu-tólf árin?????


MS, ekki MS, MS, ekki MS...

...ARGHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

Ég er að tapa vitinu. Í dag fer ég loksins til sérfræðings fyrir aðra skoðun á mínum veikindum, og er ég búin að bíða eftir þessum tíma í sex mánuði. Ekki nóg með það, en sérfræðingurinn er uppi í Stanford, sem er auðvitað þvílíkur skóli, og frábær spítali hefur mér verið sagt, því þar vinna þeir bestu með þeim bestu, og þeir sem eru ekki bestir ennþá eru að læra að vera bestir!!!

Eftir klukkutíma eða svo í traffík, finna spítalann, þurfa að labba upp þrjár hæðir af því að lyftan á þessu góða sjúkrahúsi er of góð til þess að virka, þreytt og spennt labba ég inn á læknisstofuna og bíð með spenning í maganum eftir að hitta þennan BESTA læknir.

Fyrst kemur best wannabe læknir inn og skrifar fullt af nótum um mig, spyr mig allskyns spurningar, í sambandi við líðan mína, og fullt af persónulegum spurningum???? Svo fer hann og talar við besta læknirinn og hann kemur svo inn hálftíma síðar ásamt tveimur best wannabe læknum (Stanford er nefnilega kennarasjúkrahús, þannig að það er verið að þjálfa fullt af liði). Dr. Dorfman labbar inn, gamall kall, sem byrjar svo að spyrja mig um börnin mín, og hvað ég vinn við, og af hverju ég sé nú ekki að vinna núna, og hann sér að ég sé skilin og hvort að það sé nú gleðiefni eða ekki???????

Svo skoðar hann augun á mér og nuddar á mér hendurnar. Svo segir hann að þetta sé eflaust ekki MS sem að ég sé með!!!! Ég spyr hann hvað sé þá í gangi með mig, og hann lítur bara á mig eins og ég ætti að vita svarið við því. Sorry, eyddi ekki milljónum í að verða besti læknir með læknisgráðu frá StanfordAngryAngryAngry

Eftir að keyra, bíða, og tala við næstum því læknir, þá sit ég hér inni hjá þessum lækni, og hann hefur því miður ekkert að segja við mig. Hann segir þó að öll mín einkenni hafa ekkert með MS að gera. Ég bendi honum vingjarnlega á að ég er búin að afla mér upplýsinga frá mörgum mismunandi stöðum, og öll mín einkenni eru einkenni MS sjúkdómarins. Þá segir hann að einkennin geti líka verið einkenni annarra sjúkdóma. HVERRA????????? Værirðu kannski til í að svara því, besti læknir?

Þá segir hann bara að ég sé ráðgáta og að hann ætli, ásamt næstum því bestu læknunum sínum tveimur, að setja á sig hugsunarhattinn. Svo ætli hann að láta mig vita þegar hann leysir ráðgátuna, semsagt þegar hann leysir mig því ég er ráðgátaSideways What a f....... waste of my time!

Ef að ég var ekki á báðum áttum fyrir, þá er ég það núna. Ef að mínir tveir læknar, heimilislæknirinn sem er búinn að vera læknirinn minn í tvö ár, og taugasérfræðingurinn sem er búinn að vera læknirinn minn í eitt ár, eru að segja mér að öll mín einkenni benda á MS, á ég ekki að trúa þeim? Á ég frekar að trúa besta lækninum, af því að hann vinnur fyrir eitt af bestu sjúkrahúsum í Ameríku? Trúi ég og treysti þeim sem eru búnir að vera að hugsa um mig í tvö ár og hjálpa mér að finna lausn á mínum veikindum , eða trúi ég og treysti lækni sem borgaði meira fyrir sín læknisréttindi en læknirinn minn?

.......ARGHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

Ég er að missa vitið, ég þarf enga lækna til þess að skilgreina þaðShocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband