Færsluflokkur: Bloggar

Páskarnir komnir og farnir

Páskarnir gengnir í garð. Ég sit hér gjörsamlega uppgefin, hendurnar í rusli, líkaminn þreyttur, en skemmtilegar minningar hlaupa um hugann. Dagurinn var mjög yndislegur, fyrir utan eitt, sem ég tala um eftir smá...

Ég var komin á fætur eldsnemma, og gerði það mikilvægasta fyrst...bloggaðiWink Síðan var morgunmaturinn búinn til, börnin vakin, páskakörfurnar uppgvötvaðar, hamingjan flæddi og magarnir urðu pakksaddir af beikoni, eggjum, og bandarískum pönnukökum. Allir gerðu sig svo fína og leiðin var lögð í kirkju. Við fundum kirkju tvær mínútur upp götuna, ekkert smá þægilegt, og bjuggumst svo sem ekki við miklu. Viti menn, við urðum öll mjög hrifin af kirkjunni, allir svo vingjarnlegir, presturinn tilfinningaríkur, og kórinn-Oh, my God, geðveikur. Við vorum næstum því grátandi allar stelpurnar, kórinn söng svo fallega.

Svo var haldið heim á leið, þar sem að gestirnir biðu eftir okkur, bróðir hans Tim, konan hans, og yngsta dóttirin, Kimberly. Ég fór beint af stað í eldhúsið, og byrjaði á að elda... Ég get sagt ykkur það, að ég var í eldhúsinu frá 11 um morgun til 18. Ég þurfti auðvitað að gefa krökkunum að borða fyrst, gaf þeim hádegismat. Elsta dóttir hans Jim mætti líka, með unnusta sinn og tvær dætur, Serenity og Saniah. Þannig að ég var að elda allan daginn, og baka kökur... Þetta er alltaf svona þegar við fáum fólk í heimsókn, mér finnst svo gaman að gefa öllum gott að borða, og núna er þetta bara orðið þannig að fólk býst við því að ég töfri fram eitthvað gott... Bróðir hans Tim, Jim segir alltaf við mig þegar hann kemur að ég verð að fara að opna minn eiginn veitingastaðSmile Hver vill fjárfesta í mér?????

Páskar 026

Svo fórum ég og Jeanette út að fela páskaeggin... Við földum þau úti hjá leikvellinum og var mikið stuð hjá okkur... Svo náðum við í krakkana og þau byrjuðu að leita útum allt. Þau voru sjö allt í allt, þannig að við vorum búnar að fela mikið af eggjum. Hér til hliðar sést Kimberly, Jasmine, og Kalli, þau eru á fullu að rústa runnunum. Við vorum búnar að fylla eggin með nammi, þannig að eggin voru fundin, hristuð, sett í körfuna, og svo voru þau opnuð við mikil fagnaðarlætiWizard 

Ef að eins mikil orka og áhugi væri settur í heimalærdóminn, þá væru börnin öll sénar... Ég held að öll börnin hafi fundið svipað mörg egg, og þau voru voða góð að hjálpa þeim minnstu. Páskar 031

Hérna eru þau svo öll í lok veiðarinnar, og öll búin að finna þvílíkt af eggjum. Svo var auðvitað hlupið uppí herbergi og eggin opnuð og sælgætinu dreift útum allt. Síðan voru mallakútarnir sprengdir af öll átinu.

Þegar fór að dimma og kaffið var búið og leifarnar af eftirréttunum á borðinu, var haldið út aftur, en í þetta skiptið voru það eldri börnin (við). Tim var ólmur í að sýna öllum Saturn og Venus í kíkinum, en ekki sýndi tunglið sig...

Ég verð að segja að þessir páskar voru mjög ánægjulegir. Það er rosalega notalegt fyrir mig að vera í kringum ættingja, þó að mínir ættingjar eru rosalangt í burtu, þá er gaman að tilheyra fjölskyldu hér í San Jose. Gott að vera í kringum fólk sem líkar vel við mann, sem maður getur talað við um lífið og tilveruna, bara að vera umkringdur fólki sem maður fílar og sem fílar mann.

Ég talaði við mömmu aðeins, hún mátti ekkert vera að því að tala við mig (hún var með gesti eins og ég...), og svo er hún líka hundfúl útí mig og vill víst ekkert mikið við mig tala. Svo talaði ég við ömmu mína (afi var sofnaður) og eftir að ég talaði við ömmu leið mér aðeins betur.

Ég vona að ykkar páskar hafi verið ánægjulegir, maturinn góður, páskaeggin bragðgóð, og tíminn með fjölskyldunni yndislegurGrin


GLEÐILEGA PÁSKA

Vikan 015Gleðilega Páska kæru vinir og vandamenn!!!!

Hér eru páskarnir rétt svo gengnir í garð, hér eru allir enn sofandi á mínu heimili, ég er sú eina sem er komin á lappir og ég veit ekki af hverju ég er vöknuð svona snemma, klukkan er bara korter í sex.

Við erum að fara í kirkju núna klukkan 9, síðan komum við heim og ég byrja að elda. Stóri bróðir hans Tim er að koma í heimsókn með konu sína og yngstu dóttur, svo er elsta dóttir hans líka að koma með tvær dætur sínar (afadætrurnar semsagt), þannig að hér verður fámennt en góðmennt.

Páskar 004

Í gær máluðum við og lituðum páskaegg, því hefðin er nú sú hér í Ameríkunni, að krakkarnir fái að sulla í málningu (sem næst varla af höndunum í nokkra daga) og svo eru máluðu eggin falin útí garði handa börnunum að finna. Þetta er voða stuð á hverju ári hjá þeim, og ekki var minna stuðið í gær.

Tvíburarnir fengu glitur fyrir sín egg, Kalli fékk CARS kassa, með límmiðum og allskonar stússeríi, og Mikaela fékk, hvað annað, en prinsessu kassa, sem innihélt líka límmiða og svoleiðis. Svo þegar við erum búin að fara í kirkju, komin heim, og gestirnir komnir, þá förum við mömmurnar útí þennan risastóra garð sem við höfum hér fyrir utan, og hömumst við að fela öll eggin áður en að krakkarnir taki eftir að við séum horfnar.

Páskar 010

Það er ekki nóg heldur að fela bara soðnu, lituðu, máluðu eggin, ó, nei. Við fyllum líka plastík egg með nammi, smápeningi, eða engu (til þess að hrekkja, það er aðalstuðið hjá okkur foreldrunum, að hrekkja börnin okkar). Krakkarnir labba nefnilega um, lyfta eggjunum, hrista þau, og ef ekkert heyrist, þá eru eggin sett niður aftur, greyin, rejects semsagt. Síðustu ár er ég sko búin að plata börnin, ég kaupi nammi sem festist inní egginu, eða set dollara inní, þá heyrist auðvitað ekki neitt, en eggin eru samt verðmæt, eða sælgætismæt...

Fyrir utan þessar eggjaveiðar, þá gef ég líka krökkunum mínum körfur. Það er hægt útí búð að kaupa tilbúnar körfur, þær eru vanalega bara fullar af sælgæti og einhverju rusli, ussumsvei...... Í staðinn bý ég til mínar eigin körfur, eins og þið sjáið hér fyrir ofan. Þetta er karfan hennar Mikaelu, allar körfurnar sitja á eldhúsborðinu, þannig að þegar ég vek börnin til þess að koma í morgunmat, þá sjá þau körfurnar sínar. Þetta er ég búin að gera í mörg ár, síðan Kalli og Mikaela voru smábörn. Í körfunum hjá stelpunum er nákvæmlega það sama, buxur, bolur, tvennir skór, sundbolur, bíómynd, og fimm stykki nammi (Barbie kanínan er þarna efst, og svo er nammi slipper...), og tveir páskablýantar. Karfan hans Kalla míns er aðeins öðruvísi. Hann fær stuttbuxur í sundið, þrjár bíómyndir, tvo Gamecube leiki, og svo sama nammi og stelpurnar (nema strákanammi auðvitað, nammibíl og hotwheels kanínu), og svo auðvitað nokkra blýanta.

Ég hlakka sko til að sjá framan í þau þegar þau sjá körfurnar... Mér finnst svo gaman að koma þeim á óvart, það gleðir mömmur ekkert smá, eruð þið ekki sammála? Ég reyni alltaf að koma þeim á óvart, en því eldri sem þau verða, því klóknari verð ég að vera. Stelpurnar eiga eftir að geta skipt um föt eftir kirkju, og eggjaveiðarnar. Þá eiga þær eftir að geta klæðst nýju fötunum, sem eru sömu buxur og bolir, bara í mismunandi litum. Hann Kalli minn á bara eftir að fá að vera í tölvuleik í allan dag, greyið, hann er oftast nær eini strákurinn, ekkert nema einhverjar stelpur í heimsókn. En, hann fær tvo bestu vini sína (sem eru bræður) til þess að gista í næstu viku þannig að þá fær hann smá útrás, vonandi.

Jæja, kæru vinir, eins gott að ég fari að byrja á deginum, þarf að baka beikonið, hræra eggin saman, og búa til pönnukökurnar (american, of course). Svo er það að lita ræturnar, fara í sturtu, blása og slétta hárið, mála sig, og klæða. Þá get ég ræst liðið, byrjað að taka myndir, og byrjað að mata liðið. Gera alla krakkana tilbúna, smella af nokkrum fleiri páskamyndum (þið sáuð páskafötin þeirra efst, eru þau ekki sæt?), og svo er það að drífa sig í kirkjuna. Koma svo heim og byrja að búa til forréttina, baka kartöflur, og gera steikina tilbúna fyrir grillið. Leyfa krökkunum að veiða eggin, gefa þeim að borða, koma þeim fyrir, og svo boða þá fullorðnu til borðs (eða áts...). Svo er það bara að setja krem á tertuna, taka út ísinn, gefa börnunum ís, og svo setjast niður loksins og fá mér eftirrétt. Guð minn góður, ef að allt þetta tæki bara þessar tvær mínútur sem að það tekur að pikka orðin inn, þá væri ég í góðum málum.

ÉG VONA AÐ ÞIÐ NJÓTIÐ PÁSKANNA Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA.

GLEÐILEGA PÁSKA


Egg og egg og fleiri egg

Ég var að koma heim, ég var nefnilega að hjálpa til í bekknum hennar Mikaelu. Ég geri það alltaf á Fimmtudagsmorgnum, ef heilsan leyfir. Í dag var svaka stuð hjá okkur. Af því að páskarnir eru að koma, þá ákváð ég að leyfa krökkunum að lita egg. Í staðinn fyrir að mála þau, eða setja límmiða á þau, þá lituðum við þau bara með litum.

Gymnastics-1st grade art 041Ég var búin að sjóða og sjóða egg hérna síðustu tvo daga. Það eru tuttugu krakkar í bekknum hennar og ég vildi gefa hverjum nemanda fimm egg til þess að lita. Auðvitað brotnuðu nokkur egg, og sum þeirra voru með gat á sér, eða sprungu, og þá vildu börnin ekki lita þau.

Þannig að ég kallaði þau egg REJECTS, og litaði þau bara sjálf. Krökkunum fannst það þvílíkt fyndið að ég kallaði þau rejects, en common, greyið eggin, enginn vildi lita þau nema hænan ég. Krökkunum finnst svo gaman þegar ég kem, og mér finnst það skemmtilegra en þeim, ég get svarið fyrir það. Það er gaman að komast út úr húsi, og að vera í kringum krakka, þau gefa manni orku, láta mann hlæja og gera mann brjálaðan, allt á einnri mínútu. Þetta var mjög góður morgunn, takk 1. bekkurKissing

Gymnastics-1st grade art 034Hann Kalli minn var að klára leikfimi kennsluna sína. Hann er búinn að fara síðustu sex vikur, og á Þriðjudaginn var, þá sýndi bekkurinn okkur foreldrunum hvað þau voru búin að læra síðustu vikur. Hér er ein góð mynd af honum að fara í afturábak kollhnís. Honum fannst geðveikt stuð, og hann er flinkur. Alltaf að gera handahlaup, kollhnísa, og að standa á höndum. Hann kann næstum því að gera svona flipp... Svo á morgun byrjar hann í fótbolta, íslenskum fótbolta, ekki amerískum. Fótboltinn mun endast í átta vikur. Þetta er mjög gaman, að sjá börnin prufa mismunandi áhugamál. Verst hvað þetta er dýrt hérna úti. Heima borgar maður voða lítið, stundum ekki neitt, er það ekki ennþá svoleiðis?

Mikaela heldur áfram í ballett, verður ekki búin fyrr en um miðjan Maí. Tvíburarnir verða með sýningu um miðjan Maí, þær eru að læra hip hop dans, og eru að dansa við Fergie lagið, London Bridge, the clean version, án blótsins(hehe). Mig hlakkar ekkert smá til þess að sjá þær, og ég vona að Mikaela verði með einhvers konar sýningu líka. Manni langar til þess að sjá það sem krakkarnir eru búin að læra, það er gott að vita að þeim líkar vel við það sem foreldrarnir eru búnir að borga fyrir.

Og svo styttist í ChicagoWizard Var ég búin að segja ykkur frá Chicago???? Ég og tvær vinkonur mínar sem búa í Boston, og ein sem býr í New York, við erum búnar að hafa stelpuhelgi núna síðustu tvö árin. Árið 2005 hittumst við í Boston, og fórum svo til Foxwoods í Connecticut. Þar gistum við á sætu hóteli, fórum í nudd, fórum út að borða, duttum í það, og fórum út að dansa. Þessi ferð var svo geðveik, að við ákváðum þá að við ætluðum að hafa stelpuhelgi á hverju ári. Í fyrra buðu tvær vinkonur mínar mér til New York (ég átti engan pening), og þar eyddum við helginni hjá Hörpu, sem býr í Brooklyn. Við fórum út að borða, duttum í það, löbbuðum um downtown New York, og enduðum á að fara á 40/40, næturklúbbinn hans Jay ZW00t Því miður var hann ekki við til þess að djamma með okkur, en kannski næst. Hann er uppáhalds rapparinn minn!!

Þannig að við ákváðum að hittast í Chicago þetta árið. Ég flýg þangað 17. Maí og kem aftur heim þann 20. Maí. Þetta verður geðveikt, ég er farin að telja niður dagana, ég er svo spennt. Þetta er virkilega nauðsynlegt fyrir mig að hitta vinkonur mínar á hverju ári, ég hef ekki margar vinkonur hér í San Jose, svona þrjár sem ég virkilega tala við, en geri ekki mikið með þeim, því miður. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, það hafa allir mikið að gera. Ég er mjög náin Veru og Írisi, er búin að þekkja þær síðan 1994, við vorum allar au-pairs í Boston. Við erum eins og systur. Þannig að þessi ferð er mjög mikilvæg fyrir mig, ég er að deyja úr spenning, get varla beðið.

Það leiðinlegasta við það að fara og hitta þær er að tíminn líður allt of hratt þegar við loksins höfum eina helgi saman. Það er erfitt fyrir mig að segja bless, en svoleiðis er lífið. Ég er heppin því að ég fæ að sjá þær aftur í Júlí, ég flýg í gegnum Boston þegar ég kem heim til Íslands. Þannig að eftir að ég kveð þær í Chicago, þá veit ég að ég mun sjá þær aftur eftir tvo mánuði, þannig að sorgin verður ekki eins þung fyrir mig að bera. En, mikið hlakkar mig til að sjá þær í Maí, við eigum eftir að sjá til þess að Chicago muni aldrei gleyma okkur fjórumLoL


Að fá nóg!!

Það tekur mismikið fyrir okkur öll að fá nóg. Suma tekur það varla neitt, aðra heilmikið. Sumir eru viðkvæmari en aðrir, eru aðrir þá ekki neitt viðkvæmir? Eða sterkari? Færð þú oft nóg?

Ég er mjög viðkvæm, hef alla tíð verið það. Veit ekki hvort að það er vegna ljónamerkisins, vegna næmra tilfinninga, eða af því að ég er ekki eins sterk og aðrir. Samt tel ég sjálfa mig mjög sterka manneskju, eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt reglulega þá hefur lífið ekki verið einhver dans á rósum hjá mér. Ég held samt að flest okkar gangi í gegnum erfiðleika, og erfiðleikarnir móta okkur að því fólki sem við erum og verðum.  

Ég trúi því að ef við gætum gengið í skónum hjá hverjum sem væri, þá myndum við virkilega skilja þá persónu, þeirra kvalir, þeirra líf, þeirra hamingju. Ég hef alltaf verið sátt við að vera viðkvæm. Samt sem áður lærði ég mjög snemma að fela tárin, en lét þau alltaf flakka þegar ég var ein, eða þegar ég var í kringum fólk sem ég treysti. Mér fannst erfiðast að fela tárin fyrir foreldrum mínum, fannst ykkur það líka? Ástæðan var sú að mér var látið líða illa yfir því að ég var viðkvæm. Ég man að pabbi sagði oft þegar ég grét, æi, er lífið svona sorglegt...

Þegar ég heyrði það þá skammaðist ég mín fyrir að vera viðkvæm, fyrir að sýna einhverskonar tilfinningar. Það er sagt hér í Bandaríkjunum, you wear your feelings on your sleeve! Halló, þessi málsháttur var skrifaður með mig í hugaUndecided Sem fullorðin kona, fjagra barna móðir, þá veit ég og skil betur að pabbi var ekkert að reyna að særa mig. Hann kunni bara ekkert á mig, vissi ekkert hvað hann átti að segja við mig. Sú er sagan enn þann dag í dag, ástæðan er sú að hann þekkir mig ekkert allt of vel.

Er það honum að kenna? Nei. Er það mér að kenna? Nei. Okkur báðum? Já... Ekki gerir fjarlægðin hlutina auðveldari, það er erfitt að rækta sambönd við ættingja þegar fjarlægðin er svona mikil. Samt sem áður finnst mér aldrei of seint að endurnýja sambönd við fólk. Samt fæ ég nóg þegar ég er sú eina að reyna að endurnýja samband við aðra manneskju. Ég er búin að reyna að endurnýja sambandið við eina manneskju, og það er alveg sama hversu oft ég reyni, ég fæ ekkert tilbaka. Ég segi manneskjunni að það væri yndislegt ef við værum nánari, læt manneskjuna vita að ég sakni og elski hana, læt manneskjuna vita að við gætum styrkt samband okkar með því að tala meira saman, getum gert það í gegnum tölvupóst, eða síma.

Ég fæ nóg þegar ég gef og gef, en mér er ekkert gefið tilbaka. Ég get gefið endalaust, en ég er búin að læra að þegar ég gef of mikið, þá er ég notuðGetLost Ekki vil ég að fólk haldi að gjafmildi mín sé veikleiki. Þó svo að ég sé viðkvæm, þá fellur viðkvæmnin undir sterkleika mína. Mér finnst gott að gráta, suma daga verð ég að gráta. Ég fékk nóg í dag og ég grét. Og það hjálpaði mér. Gaf mér styrk. Með meiri styrk því sterkari verð ég.

Að fá nóg er eðlilegt, það gerist fyrir okkur öll. Skiptir ekki máli hvort að við erum viðkvæm eða sterk, við komumst öll í kynni við fólk, eða kringumstæður sem verða til þess að við fáum nóg!!! Stundum er það eitthvað mikilvægt, stundum eitthvað fáránlegt. Við skulum bara vona að þegar við fáum nóg, þá verðum við sterkari.


Pissulæknirinn, svefn og góðir nágrannar

Af pissulækninum er það helst að frétta að hann gaf mér meðal, meira meðal bara, það á ekki að verða neinn endir á þeim. En, eins og staðan er í dag, þá er ekki hægt að gera neitt annað en að dæla í mig meðulum. Því miður er ég búin að þyngjast af sprautunum, og er ekkert allt of ánægð með það. Ég var búin að losa mig við tólf kíló og þau eru öll komin aftur utan á mig. Ég hef aldrei verið ein af þessum grönnu stelpum, en ég hef aldrei verið eins þung og ég er núna, er frekar fúl yfir framvindu mála.

Ég verð bara að fara að æfa á fullu, en suma daga er það erfitt. Eins og í gær og líka í dag, báða daga tók ég mér smá lúr. Ég vildi að ég gæti sagt að ég vakna full af orku, en oftast nær vakna ég þreyttari en áður en ég fékk mér lúrinnSleeping Þá tekur það mig smá tíma að komast af stað, og er það eins og þegar ég vakna á morgnana. Það má segja að ég byrji daginn minn þá tvisvar... sem er stundum soldið skrítið!!!

Í gær gerðist soldið skemmtilegt. Á móti mér býr asísk fjöldskylda, og dóttir þeirra var í 1. bekk með Kalla. Þau eru mjög vinaleg og leggja við hliðina á mér niðri í bílageymslu. Í gær bönkuðu þau uppá hjá mér og sögðu mér að þau væru læst útúr íbúðinni sinni. Þau sögðu á bjagaðri ensku að þau reyndu að hringja á skrifstofuna, en fengu ekkert svar. Ég var ennþá í náttfötunum, nývöknuð af lúrnum mínum, þannig að ég bað þau um að bíða og fór og náði í símann minn. Svo hringdi ég á skrifstofuna og eftir að reyna þrisvar, þá svaraði kona. Ég sagði henni hvað væri í gangi og hún sagði að hún myndi senda vinnumanninn sem var á helgarvakt til þess að hleypa þeim inn.

Ég sagði þeim að maður væri á leiðinni til þess að hleypa þeim inn, og bauð þeim að bíða inni hjá mér, konunni og barninu semsagt, á meðan eiginmaðurinn myndi bíða. Þau afþökkuðu það, og þökkuðu mér svo fyrir að hjálpa þeim. Ég sagði, ekkert mál, og fór inn til mín. Svona 45 mínútum síðar var bankað hjá okkur aftur. Þar voru nágrannarnir mínir mættir aftur á svæðið og afhentu mér kassa með köku í. Ég sagði þúsund þakkir, og sagði við þau að þau hefðu ekki þurft að gefa mér neitt. Þau sögðu, jú, víst, og njóttu vel. Þegar ég opnaði kassann blasir við mér þessi flotta ferkantaða terta með rjóma ofan á, ávöxtum, og sköfuðu súkkulaði á hliðunum. Ekkert smá flott, og svo var rauð slaufa bundin utan um kökuna.

Ég og Tim sátum hér í vellystingum í gærkveldi og gæddum okkur á þessari geðveikislega góðu köku, nammi namm. Þá höfðu nágrannar mínir farið í asískt bakarí hérna 20 mínútur í burtu og keypt handa okkur köku, bara af því að ég hringdi á skrifstofuna til þess að hjálpa þeim að komast inn. Mér finnst þetta allt of mikið, en asískt fólk er mjög gjafmilt. Og asísk bakarí eru geðveik, það eru seldar hörku kökur í asískum bakaríum. Það er aldrei að vita, ég kaupi kannski brúðkaupstertuna frá þessu bakaríi, kakan sem við fengum er geðveik.

Við erum mjög heppin með nágrannana okkar, bara á minni hæð búa 3 asískar fjölskyldur, 3 mexíkanskar fjölskyldur, ein fjölskylda er frá Eþíópu, og svo er ein fjölskyldan svört. Svo erum það við, blandaða evrópska og svarta fjölskyldan. Allir eru kurteisir og virðingarfullir. Flestir halda sig útaf fyrir sig, og eru hljóðlátir. Í allri byggingunni er fólk frekar hljóðlátt, ekki mikið af unglingum sem spila tónlistina hátt og eru að halda partý. Mér fannst bara æðislegt af nágrönnum mínum að gefa okkur köku, ég er mjög þakklátWizard

Jæja, þá er kominn tími til þess að koma börnunum í rúmið, þarf að fara að lesa fyrir Mikaelu, eða leyfa henni að lesa fyrir mig. Kannski tek ég mér þriðja lúrinn uppí koju hjá henni...


Hætt við að hætta við!!!!!

Auðvitað var þetta bara gabb hjá mér, ég vona að ég hafi ekki hrætt neinn of mikið með þessum fíflalátum í mér. Ég varð að koma upp með eitthvað flott fyrir 1. Apríls gabb, þannig að núna get ég sagt ykkur að auðvitað er ég ekki hætt við, og er ekkert að hætta við, maðurinn þinn þarf sko að gera mikið rangt áður en ég hætti við trúlofunina.

Annars var bara létt grín í gangi hjá okkur öllum í gær, ekkert sem að særði neinn, þannig að þetta var bara allt í léttara kantinum. Ég var soldið lasin í gær og svaf bara og svaf. Svo kom maðurinn minn og sagði mér að klukkan væri orðin sex að kvöldi til, og ég reif mig á lappir, sá þá að klukkan var bara hálf fjögur...

Ég geng í gegnum þetta allaveganna einu sinni í viku þar sem ég verð að sofa mest allan daginn. Það er allt í lagi svosem, en stundum fer það soldið í mig því ég þarf að sinna mörgu á daginn meðan krakkarnir eru í skólanum, þannig að sumt endar með að sitja á hakanum, en það er allt í lagi. Í dag er ég að fara til pissu læknisGasp Já, þið heyrðuð rétt, það ætti að vera svaka gaman. Það þarf bara að tékka á af hverju ég pissa svona oft, það er eitt af þessu skemmtilega sem fylgir MS, pissuvandamál.

Mér líður eins og ég sé komin átta mánuði á leið, er alltaf að hlaupa á klóið, er alveg eins ólétt kona án þess að eiga von á mér... Þetta er allt mjög fyndið bara, hvað annað er hægt að gera en hlæja af þessu öllu, líkaminn á manni er bara farinn að gera það sem hann vill gera, ég reyni bara að keep up!!!

Jæja, verð að fara að taka mig til fyrir pissulæknirinnBlush Tala við ykkur síðar, vonandi seinna í dag...


Hætt við!!!

Mér finnst rosalega leiðinlegt að þurfa að skrifa það sem ég er að fara að skrifa. Ég er búin að slíta trúlofuninniWoundering

Eftir langa umhugsun og langt samtal við manninn minn, þá er ég búin að gefa honum hringinn sinn tilbaka. Við erum ekki hætt saman, alls ekki, við erum bara ekki trúlofuð lengur. Við elskum hvort annað, og ætlum að halda áfram að búa saman, en ég er bara ekki tilbúin í að plana brúðkaup.

Mér finnst leiðinlegt að börnin séu svona svekkt, þau voru hálfgrátandi hérna í dag, greyin. Þau eru of ung til þess að skilja að þetta breytir eiginlega ekki neinu. Svona er bara lífið, ég verð að fylgja hjartanu mínu, er ég nokkuð ljót?

Jæja, þetta er svo sorglegt eitthvað að skrifa, ég er bara hætt núna. Ég vona að ykkar dagur sé betri en minnUndecided

 


Af verkjunum er það helst...

...að þeir eru ekkert á leiðinni neitt, helvískir... Núna er vorið komið í allri sinni mynd, og með því hærra hitastig, og með því verri verkir. Þetta helst allt saman í hendur, einhvernveginn. Þessvegna er ég ekki búin að skrifa mikið hér, því að hendurnar mínar neita að vinna með mér í skrifunum. Er farin að þjálfa tærnar bara, ég verð sko að fá að skrifa, þannig geri ég andlegri heilsunni greiða...

Það er búið að vera nóg að gera samt hér í San Jose. Á fimmtudeginum lá leið mín í bekkinn hennar Mikaelu, ég mæti þar vikulega og geri listaverk með krökkunum. Við máluðum myndir með Jello... já, þið lásuð það rétt, Jello. Ég bjó til fjórar mismunandi gerðir af Jello, rautt, blátt, grænt, og appelsínugult og mætti með skálarnar mínar. Ég var umkringd af sex ára hrægömmum þegar það fattaðist hvað var í skálunum. Þau urðu enn spenntari þegar ég tók upp rjóma, hann var í dós með sprautu efst, er svoleiðis ekki til heima? Svo byrjuðum við að sulla, við blönduðum Jello með rjóma, og úr því varð málning. Svo máluðu krakkarnir með þessu á blöðin sín, og var þetta þvílíkt sull og skemmtilegheit. Ég mæli bara með því að nota hvítt blað í staðinn fyrir svart, því að þegar þetta þornaði þá sást varla hvað krakkarnir höfðu málað. En, það skipti nú ekki miklu máli, því að það var mjög góð lykt af listaverkunum. Sem betur fer var nóg Jello eftir þannig að krakkarnir fengu að borða málninguna, og var það ekkert smá fyndið fyrir þau og voru margir brandarar látnir flakkaTounge

Það er sko mjög erfitt að vorkenna sjálfum sér þegar maður er umkringdur tuttugu sex ára börnum. Lífið er svo spennandi og skemmtilegt, og við getum öll lært lexíu frá þessum litlu krílum. Í gær var svo þvílíkt spennandi því að litlu börnin mín fengu far heim úr skólanum í limmósínu (flott þýðing...). Stelpa í bekknum hans Kalla á afmæli í dag, og í gær var náð í hana og vini hennar í skólann með stæl. Þetta var í fyrsta skipti sem að litlu krakkarnir fóru í limmó, og var þetta þvílíkt ævintýri, þó svo að það tók bara heilar fimm mínútur að skutla þeim heimSideways

Annars fór ég ein í bíó í gær, síðan ég veit bara ekki hvenær. Ég fer alltaf með manninum mínum, eða þá öllum krökkunum, þannig að þetta var þvílíkt næs. Ég sá myndina Reign over me, og var hún allt í lagi, soldið slow, og maður kynntist ekki aðalpersónunum vel, það var ekki farið nógu djúpt í hvert fólkið var. Ég fór oft ein í bíó þegar ég var einstæð, og hef gert það síðan ég var rétt yfir tvítugt. Ég man að vinkonur mínar skildu sko aldrei hvernig ég þorði að fara ein í bíó, því að fólk starir á mann og hver veit hvað það er að hugsa. Mér hefur bara alltaf verið sama hvað fólk hugsar, ég hef gert margt ein í gegnum dagana (hóst, hóst, tölum ekkert um það hér, þetta er family show...), þannig að fara ein í bíó er nú ekkert til þess að kippa sér upp við. Svo fattaði ég það þegar ég leit í kringum mig að ég var umkrindg eldri borgurum, og eldri konum sem að voru líka einar í bíóFrownPoutyFootinMouth

Þá er helgin komin með alla sína glóríu, og í dag er það jazzballett, og svo er afmælispartý seinnipartinn á rúlluskautavelli, og krakkarnir eru þvílíkt spennt. Litlu krakkarnir vilja alltaf að ég skauti með þeim, en ég er að vonast til þess að í dag geti þau skautað ein, er ekki í stuði til þess að brjóta neitt í dagUndecided Tek einhverjar myndir í dag og set hér inn seinna, ég er í kjaftastuði í dag, þannig að ég á örugglega eftir að mæta aftur á svæðið í kvöldGrin

Njótið Laugardagsins og hvors annarsKissing


Stuttur dagur

hjá krökkunum í skólanum í dag. Það er alltaf svoleiðis á Miðvikudögum, sem er mjög fínt því að þessir skóladagar eru langir. Miðvikudagar eru í uppáhaldi hjá þeim, fyrir utan Föstudaga, af því að Miðvikudagar eru ísdagar. Þá leyfi ég þeim að fá sér ís þegar þau eru búin með heimalærdóminn.

Ég man að þegar ég var að alast upp þá var alltaf nammidagur á Laugardögum, þá var þvílíkt stuð að fá að fara útí sjoppu og velja sér nammi. Hér í Ameríku eru engar sjoppur, það er ekki hægt að keyra í gegnum lúgu og kaupa sér pylsu og bland í poka. Auðvitað eru lúgur í öllum McDonalds, Burger King, Taco Bell, Carl´s Jr., Wienershnitzel, og svo mætti lengi telja, því að fastamata búllur eru hér á hverju götuhorni (af hverju eru Ameríkanar feitir aftur?), hvergi er verið að bjóða uppá salat lúgur eða samloku lúgur, en allaveganna, ég var að tala um nammidaga.

Í okkar þjóðfélagi í dag eru nammihillur við hvern búðarkassa í hverri einustu matarbúð. Það er boðið uppá pítsur og hamborgara og pylsur í hádegismat í flestum amerískum skólum, en svo er líka boðið uppá salat með fullt af salatsósu með, eða pínulítil epli eða mandarínur til þess að fylgja risastóru pítsu sneiðinni. Hér eru McDonalds auglýsingar sýndar inná milli teiknimyndanna, og súkkulaði auglýst meira en nokkuð annað. Er nema von að krakkar nútildags heyra í manni þegar maður er að bjóða uppá ís, í staðinn fyrir ávexti? Já, ég spyr bara.

Ég er svo heppin að eiga börn sem að eru ekki matvönd. Ég man sko þegar ég var fimm ára, mamma var nýbúin að steikja fiskibollur og ég læsti mig inní herbergi svo að ég þurfti ekki að borða þær. Mamma kippti sér sko ekkert upp við það, sagði bara í gegnum hurðina að ég myndi sko koma fram þegar mallakúturinn færi að kvarta. Og viti menn, eftir það sem mér fannst að væru fimm klukkutímar, þá opnaði ég loksins hurðina mín, labbaði út með skottið á milli lappanna og settist við borðið, þar sem að fiskibollurnar biðu mín þolinmóðar. Ekki fannst munninum mínum þær góðar, en maginn var ánægður.

Börnin mín borða það sem ég elda. Ég hef aldrei þurft að elda eitthvað spes fyrir þau. Ég er með eina reglu og hún er, smakkaðu. Þú verður að smakka, ef þér finnst það ekki gott, þá þarftu ekki að borða það, en þú verður að smakka einn bita. Þar sem að þau borða að mestu leyti allt (get ekki sagt til um Þorramat, hef aldrei haft svoleiðis á borðum hér, mér finnst hann ekki góður)(ég er víst Íslendingur) þá leyfi ég þeim oft að fá eftirrétt. Stunum eina karamellu, eitt lítið súkkulaðistykki, fimm M&M´s, eða eina kökusneið.

Mér finnst allt í lagi að þau fái eftirrétt á kvöldin, við þurfum öll eitthvað smá sætt á hverjum degi. Samt hef ég stundum áhyggjur. Mér er hugsað til War of the Roses, muniði eftir þeirri mynd, með Michael Douglas og Katherine... æi man ekki eftirnafnið, en þau eru gift og eiga tvö börn. Hún heldur áfram að gefa börnunum candy bar, og hann segir alltaf við hana að hún eigi nú ekki að vera að gefa þeim svona mikið nammi. Þá segir hún hafa lesið að ef að börnum er gefið pínu nammi á hverjum degi, þá eiga þau ekki eftir að fitna eins mikið og börn sem langar alltaf í nammi og svo fá þau nammi og háma alveg rosa mikið í sig. Svo er sýnt börnin tíu árum síðar og þá eru þau spikfeit, étandi tíu súkkulaðistykki á dag. Ég vona að þetta komi ekki fyrir börnin mín, þá eiga þau eftir að segja sálfræðingnum sínum eftir tuttugu ár, þetta er allt mömmu að kenna, hún var bara ekki með einn nammidag í viku...


Húsgögn og demantar!

Núna er íbúðin virkilega orðin að heimili. Ég man þegar ég fyrst flutti hingað inn, í Ágúst 2004. Ég var búin að vera fráskilin í ellefu mánuði, og losaði mig við allt sem að við áttum saman. Vildi gjörsamlega byrja alveg uppá nýtt. Ég og börnin mín tvö fluttum hérna inn, og ég bjó til matarborð fyrir þau úr pappakassa, og svo áttu þau tvo litla stóla sem þau sátu við og borðuðu kvöldmatinn sinn. Við vorum með eitt lítið sjónvarp, svo að þau gátu horft á teiknimyndirnar sínar.

Við sváfum á gólfinu í viku, áður en við gátum fengið hjálp til þess að ná í rúmið okkar. Svo sváfum við öll saman í rúminu mínu í heilt ár, þá átti ég nógu mikinn pening til þess að kaupa fyrir þau koju og gat loksins gert herbergið þeirra flott. Við höfum tvö svefnherbergi, og mitt svefnherbergi er með skáp sem ég get labbað inní. Þegar ég keypti kojuna fyrir þau, þá gaf ég þeim mitt svefnherbergi, og ég fékk litla herbergið. Þau eru búin að hafa gaman af því að leika sér í stóra herberginu, og sérstaklega í skápnum, sem er einst og lítið herbergi útaf fyrir sig.

Svo hitti ég manninn minn, og fjórum mánuðum síðar flutti hann inn með stelpunum sínum. Við sóttum um þriggja herbergja íbúð, og okkur var neitað af því að við þénuðum of mikinn pening samtals. Fyndið, því að við vorum bæði að þéna ágætis pening, en ekki það mikinn pening að hann var of mikillSideways Stundum virkar Ameríka afturábak, í staðinn fyrir að virka rétt.

Og núna erum við trúlofuð, búin að búa saman í meira en ár, og hann var að kaupa fyrir okkur ný húsgögn. Ég er búin að reyna núna síðasta hálftímann að setja inn myndir hér, svo að ég geti nú sýnt ykkur stofuna og eldhúsið mitt FYRIR og EFTIR, en því miður þá gengur það ekki neitt. Þannig að ég er bara búin að setja þær hér inn í myndaalbúm, og það kallast fyrir og eftirWink Einhverra hluta vegna gat ég fært myndirnar inní myndaalbúm hér á blogginu, en ekki sett þær inní sjálfa færsluna mínaAngry Þó svo að ég sé ein af þeim sem gefst ekki upp auðveldlega, þá verð ég að fara og ná í börnin mín núna í skólann, þannig að þið hafið vonandi ekkert á móti því að skoða myndirnar hér í myndaalbúminu mínu í staðinn.

Þar sem ég sit hér og horfi í kringum mig, þá er mér gráti nær hvernig lífið mitt hefur breyst mikið á jákvæðan hátt. Frá því að flytja hérna inn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og þangað til núna, þá hefur lífið mitt og barna minna breyst til hins betra. Við bjuggum með mínum fyrrverandi, sem var ofbeldishneigður, drykkfelldur, og skapstór. Við bjuggum við óöryggi, okkur leið aldrei sem fjölskyldu með honum, og við vissum aldrei við hverju væri að búast dags daglega. Eftir að við fluttum bara við þrjú þá fór okkur virkilega að líða vel, við vorum örugg, okkur fannst við ekki þurfa að passa okkur á hvað við myndum segja eða gera. Við vorum fjölskylda, bara við þrjú.

Svo bættist önnur fjölskylda í hópinn, þau voru líka vön að vera fjölskylda, bara þau þrjú. Einhvern veginn smellpössuðu þessar tvær fjölskyldur saman. Við vorum eins og tvö púsluspil, sem vantaði alltaf nokkur púsl til þess að hægt væri að ljúka þeim. Núna er púsluspilið púslað, og við erum búin að setja það inní ramma og hengja uppá vegg lífsins. Hér ríkir friður, ró, og ástin blómstrar. Hamingjan er auðsótt, en vegurinn til hennar er oftast nær erfiður. Vegurinn innifelur margar hraðahindranir, króka, og beygjur. Hamingjan felst í trausti, ást, og harðri vinnu, því að ekkert er auðvelt í lífinu. Sum okkar þurfa að ferðast lengur á veginum, en flest okkar komast á staðarenda einhvern tímann í lífinu.

Já, ég er gráti nær þegar ég horfi í kringum mig, en tárin eru ekki sorgmædd heldur hamingjusömSmile Kossar og knús til ykkar allra og megið þið sóla ykkur í hamingjunni sem ríkir í ykkar lífiKissing

P.S. Maðurinn minn færði mér demants eyrnalokka í gær, just because. Ekki nóg fyrir hann að kaupa fyrir okkur ný húsgögn, hann þarf líka að gjörspilla mér. Það er allt í lagi, ég get sko alveg vanist því að vera spilltInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband