Hitabylgjan mikla...

Takk fyrir, hér er sko búinn að vera 37-42 stiga hiti síðastliðna viku, og þessi blessaði hiti fer líka svona illa í mig. Ég er búin að vera í algjöru blogg fríi, án þess að fatta það að heill mánuður er síðan ég bloggaði síðast. Er samt búin að tékka bloggin hjá ykkur, kæru vinir, en biðst afsökunar á að hafa ekki skrifað athugasemdir.

Hér gengur allt áfram eins og vanalega, skólinn hjá börnunum, hugsa um börnin og manninn, taka til og þrífa, og reyna að lifa þennan blessaða hita af. Fyrir utan þetta allt saman, þá er ég orðin að algjörum CNN fíkli... Ég held að þið hafið eflaust CNN heima, en ef ekki, kíkið þá bara á www.cnn.com, þessi stöð er með fréttir allan sólarhringinn, ekki bara um Bandaríkin heldur allan heiminn. Ég varð að fíkli af því að ég er búin að vera að fylgjast svo mikið með forsetakosningunum, þannig að ég varð að fíkli vegna stjórnmála...

Krakkarnir mínir eiga eftir fjórar vikur í skólanum, og eru andlega nú þegar komin í sumarfrí. Ég verð að finna útúr hvað ég vil gera með þeim í sumar, þar sem peningarnir eru litlir þá höfum við ekki efni á að borga fyrir þau í svokallaðan summer camp. Þannig að ég er að undirbúa stundarskrá handa okkur fyrir sumarið, þar sem við fimm verðum saman allan daginn, ég verð að hafa reglu á þeim svo að við drepum ekki hvort annað í þessari litlu íbúð okkar. Við erum ennþá að vinna að því að komast inní hús þetta árið, en tíminn leiðir það allt í ljós.

Jæja, ég ætla að láta þetta vera stutt og laggott í þetta skiptið, en lofa að annar mánuður mun ekki líða þangað til að ég skrifa næst... Farið vel með ykkur, ég vona að allir hafi það gott, ég hef saknað ykkar... Kossar og knús úr hitanumHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! það er svo sannarlega heitt hjá þér. Eins og það er ljúft að vera í svona hita í smátíma þá getur það orðið of mikið til lengri tíma. Eigðu góða daga Bertha mín og vonandi fer eitthvað að slakna á hitanum hjá þér

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 07:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skynsöm kona ertu Bertha mín.  Að skipuleggja dagskrá fyrir ykkur meðan þið eyðið sumarleyfinu saman.  Flott.  Hér er smátips, týna lauf og þurrka, setja þau inn í dagblöð og fergja, svo má búa til listaverk úr laufunum þegar þau eru orðin þurr.  Þetta gefur alveg heilmikið, og er gott að geta gripið til ef til dæmis veðrið er ekki gott, þrumur og slíkt.  Það er svo mikið til af fallegum laufgerðum í útlandinu, margar tegundir, svo má líka taka blómknúppana og þurrka, tekur aðeins lengri tíma.  En virkilega fallegt.

Knús á þig elskuleg mín.  Og gangi þér allt í haginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Mikið var gott að heyra í þér um daginn!  Svo er bara að muna eftir Júróvisjon partíinu okkar online!!  Fyrsti hluti er á morgun og annar hlutinn á fimmtudag en aðalkeppnin er svo á laugardaginn og þá setjum við okkur í gírinn!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:56

4 identicon

Ohh búin að hugsa svo mikið til þín  Gott að "heyra" frá þér aftur :c)

Þú ert allataf svo dugleg með krakkana.....mátt alveg gefa mér smá tips *blikkblikk* 

Væri alveg til í eitthvað af hitanum frá þér esskan...mátt senda smá hingað

Knús og kossar xx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:25

5 identicon

Gott að heyra af þér og þinni fjölskyldu. Ég ætla að hella mér beint í það sem ég vil gera: knús og kossar og kærustu (efsta stig af kærar!!!) kveðjur!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæru vinir, frábært að heyra frá ykkur, þið eruð alltaf svo yndisleg...

Kæra Huld - ég skal reyna að senda eitthvað af hitanum til þín, þú mátt sko alveg fá allan hitann, ég hefði ekkert á móti því...

Elsku Áslaug, frábærar uppástungur, við höfum einmitt gert svona verkefni með laufin áður, en ég hef ekki gert þetta eins og þú stakkst uppá, ég ætla sko að hella mér í eitthvað svona í sumar, er þegar komin með saumamennskuna af stað, stelpurnar mínar verða að læra að sauma (og Kalli minn líka) þar sem engin handavinna er í skólanum hjá þeim...

Kæra Heiða, ég er þér svo sammála, það var æðislegt að tala við þig, líka. Ég er alveg heit fyrir Júrovisjoninu, ætla að tékka á þessu eftir að ég fer með börnin í skólann, svaka spennt yfir þessu.... Kossar og knús, og segðu Rebekku að stelpurnar sendu henni tölvupóst, þeirra email er twin.city@live.com

Elsku Mel, takk, takk, takk Ég veit alveg hvernig þér líður að vera allt í einu komin með fjögur börn, þetta eru miklar umbreytingar... Ég er alveg viss um að þú átt eftir að standa þig vel í þessu hlutverki, þú ert svo yndisleg mamma. Ég vona að Victoríu líði betur, það er ekki gaman þegar börnin manns eru veik... Hafðu það gott, ég skal sko gefa þér tips, hvenær sem þú vilt, ekkert mál, annars veit ég ekki stundum hvað ég á að gera með öll þessi börn Knús í bæinn

Elsku besti Doddi minn, þú ert alltaf jafn yndislegur, frábær, og góður vinur, mér þykir svo vænt um þig... Ég er búin að fylgjast með þér, þó að ég sé búin að vera löt að kvitta... Farðu vel með þig, kæri vinur, og takk eins og alltaf fyrir væntumþykjuna, þú ert yndislegastur (þú og Tim)  Kossar og knús til þín, ásamt mínum kærustu kveðjum, love ya´

Bertha Sigmundsdóttir, 20.5.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband