11.4.2007 | 04:21
Betri
Takk kærlega fyrir mig. Ég er gjörsamlega yfir mig þakklát fyrir ykkur öll, vini, vandamenn, bloggvini. Þið eruð öll búin að veita mér þvílíkan stuðning síðasta sólarhring, og hann er búinn að hjálpa mér mikið, trúið mér þegar ég segi að ef ég gæti kysst ykkur öll og knúsað, þá myndi ég gera það, bara til þess að sýna ykkur þakklætið sem ég ber í ykkar garð.
Margir eru búnir að biðja um emailið mitt og hér kemur það, berjamo@hotmail.com Endilega sendið mér línu þegar þið viljið, ég les það oftast nær á hverjum degi. Ég vil segja ykkur að mér líður betur, hjúkk, voruð þið að búast við fleiri tárum.... nei, ég er hætt að gráta, í bili
Ég er búin að tala við lögfræðinginn, búin að fá betri skilning á hvað er í gangi, búin að semja um mánaðargreiðslur þangað til að ég finn einhverja leið til þess að fá þetta fellt niður, eða þangað til að ég vinn í lottói og borga öllum allt Slæmir dagar koma og fara, en ég er búin að taka þá ákvörðun að rækta þau sambönd í mínu lífi sem eru ræktuð af báðum aðilum, ekki bara einum. Ég er búin að ákveða að hugsa um mig og þær fimm manneskjur sem búa með mér, og sem þurfa mest á mér að halda, með allri orku sem ég hef. Ég er búin að ákveða að fólk sem hefur þekkt mig allt mitt líf, en þekkir mig samt minna en bloggvinirnir mínir, á ekki skilið mín tár, hvað þá mína orku.
Ég hef það svo miklu betra en svo margir aðrir, og er þakklát fyrir hvern einasta dag, þó svo að sumir séu erfiðir, hræðilegir, sárir, daprir, það skiptir ekki máli, því að það er einn dagur í viðbót sem ég hef hér á jörðu. Ég lifi fyrir daginn í dag, ekki í gær, það sem gerðist á Sunnudaginn er fyrirgefið en ekki gleymt. Ég skil að ég get ekki mótað fólk að eigin þörf, annað fólk mótar mig ekki samkvæmt þeirra þörfum lengur.
Ég er stolt af sjálfri mér, þó svo að ég vildi óska að foreldrum mínum liði eins, þá sætti ég mig við þá staðreynd að það mun eflaust aldrei gerast. Ég get bara lifað mínu lífi eins og ég kann að lifa því. Þessvegna tek ég slæmu dagana með þeim góðu, og leita til ykkar allra fyrir stuðning, kærleik, og vináttu. Milljón þakkir enn og aftur, ég gæti skrifað takk milljón sinnum, en það yrði samt ekki nóg til þess að sýna ykkur hversu mikið þið hjálpuðuð mér síðasta sólarhring. Knús til ykkar allra
Athugasemdir
knús
Ólafur fannberg, 11.4.2007 kl. 08:07
Eins og Dionne Warwick söng með Gladys Knight, Elton John og Stevie Wonder (minnir mig): "That's what friends are for".
Kærleikur er svo sterkt afl, og mér finnst frábært hversu vel þú ert að meðhöndla þín mál. Auðvitað er það eðlilegt að fólk brotni niður, eigi slæma daga, en það eru virkilega fallegar sálir, sem kunna að meta hið góða svo mikið umfram hið slæma.
Það er gott að vita af því að lögfræðingurinn sýni aukinn skilning ... og hver veit - kannski vinnurðu í lottói! (mundu bara að spila með ...
)
Mundu eftir að líta upp ... stundum .... og hugsa. Og mundu einnig eftir því að kíkja í spegil reglulega og segja manneskjunni sem birtist þér þar hversu yndisleg hún er.
Takk fyrir þín fallegu orð! Knús og kossar til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:43
Gott að þér líður betur, hunangssnúllan mín
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 14:28
Æjj frábært að þér líður betur sæta
Ef þú vilt einhv. tíman spjalla þá veistu hvar að finna mig 
Stórt knús til þín
Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:26
Hæ hæ Bertha,ég er frá Ísafirði og ég man eftir þér,ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér,en mér finnst þú mjög sterk að takast á við þetta á þennan hátt,þetta er örugglega mjög erfitt,afi minn var með ms sjúkdóminn og hann er ekki léttur,en hægt er að lifa lengi með hann,ef maður passar sig vel,þú átt fallega fjölskyldu,njóttu lífsins vel og gott að þér er farið að líða betur,kv. Dóra M.
Dóra Maggý, 12.4.2007 kl. 22:39
Sæl Dóra, jú, ég kannast alveg við þig, ertu ekki einu eða tveimur árum eldri en ég, ég er 73 árgangurinn. Takk fyrir hlýju orðin, og ef þér er sama að ég spyr, hvað lifði afi þinn lengi? Þessi sjúkdómur er erfiður, sérstaklega af því að maður veit aldrei hvernig dagarnir hjá manni verða... Ég ætla að kíkja á þig núna, takk fyrir að skrifa hjá mér, það er mér mikils virði
Bertha Sigmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 02:45
Ég er "72 árgangurinn,afi varð held ég milli sextíu og sjötíu ára,en ég þekkti hann aldrei neitt,hann er afi minn í föðurætt þannig að hann var dáinn áður en ég kynntist föðurfólkinum mínu,en endilega kíktu á mig og farðu vel með þig :)
Dóra Maggý, 14.4.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.