Páskarnir komnir og farnir

Páskarnir gengnir í garð. Ég sit hér gjörsamlega uppgefin, hendurnar í rusli, líkaminn þreyttur, en skemmtilegar minningar hlaupa um hugann. Dagurinn var mjög yndislegur, fyrir utan eitt, sem ég tala um eftir smá...

Ég var komin á fætur eldsnemma, og gerði það mikilvægasta fyrst...bloggaðiWink Síðan var morgunmaturinn búinn til, börnin vakin, páskakörfurnar uppgvötvaðar, hamingjan flæddi og magarnir urðu pakksaddir af beikoni, eggjum, og bandarískum pönnukökum. Allir gerðu sig svo fína og leiðin var lögð í kirkju. Við fundum kirkju tvær mínútur upp götuna, ekkert smá þægilegt, og bjuggumst svo sem ekki við miklu. Viti menn, við urðum öll mjög hrifin af kirkjunni, allir svo vingjarnlegir, presturinn tilfinningaríkur, og kórinn-Oh, my God, geðveikur. Við vorum næstum því grátandi allar stelpurnar, kórinn söng svo fallega.

Svo var haldið heim á leið, þar sem að gestirnir biðu eftir okkur, bróðir hans Tim, konan hans, og yngsta dóttirin, Kimberly. Ég fór beint af stað í eldhúsið, og byrjaði á að elda... Ég get sagt ykkur það, að ég var í eldhúsinu frá 11 um morgun til 18. Ég þurfti auðvitað að gefa krökkunum að borða fyrst, gaf þeim hádegismat. Elsta dóttir hans Jim mætti líka, með unnusta sinn og tvær dætur, Serenity og Saniah. Þannig að ég var að elda allan daginn, og baka kökur... Þetta er alltaf svona þegar við fáum fólk í heimsókn, mér finnst svo gaman að gefa öllum gott að borða, og núna er þetta bara orðið þannig að fólk býst við því að ég töfri fram eitthvað gott... Bróðir hans Tim, Jim segir alltaf við mig þegar hann kemur að ég verð að fara að opna minn eiginn veitingastaðSmile Hver vill fjárfesta í mér?????

Páskar 026

Svo fórum ég og Jeanette út að fela páskaeggin... Við földum þau úti hjá leikvellinum og var mikið stuð hjá okkur... Svo náðum við í krakkana og þau byrjuðu að leita útum allt. Þau voru sjö allt í allt, þannig að við vorum búnar að fela mikið af eggjum. Hér til hliðar sést Kimberly, Jasmine, og Kalli, þau eru á fullu að rústa runnunum. Við vorum búnar að fylla eggin með nammi, þannig að eggin voru fundin, hristuð, sett í körfuna, og svo voru þau opnuð við mikil fagnaðarlætiWizard 

Ef að eins mikil orka og áhugi væri settur í heimalærdóminn, þá væru börnin öll sénar... Ég held að öll börnin hafi fundið svipað mörg egg, og þau voru voða góð að hjálpa þeim minnstu. Páskar 031

Hérna eru þau svo öll í lok veiðarinnar, og öll búin að finna þvílíkt af eggjum. Svo var auðvitað hlupið uppí herbergi og eggin opnuð og sælgætinu dreift útum allt. Síðan voru mallakútarnir sprengdir af öll átinu.

Þegar fór að dimma og kaffið var búið og leifarnar af eftirréttunum á borðinu, var haldið út aftur, en í þetta skiptið voru það eldri börnin (við). Tim var ólmur í að sýna öllum Saturn og Venus í kíkinum, en ekki sýndi tunglið sig...

Ég verð að segja að þessir páskar voru mjög ánægjulegir. Það er rosalega notalegt fyrir mig að vera í kringum ættingja, þó að mínir ættingjar eru rosalangt í burtu, þá er gaman að tilheyra fjölskyldu hér í San Jose. Gott að vera í kringum fólk sem líkar vel við mann, sem maður getur talað við um lífið og tilveruna, bara að vera umkringdur fólki sem maður fílar og sem fílar mann.

Ég talaði við mömmu aðeins, hún mátti ekkert vera að því að tala við mig (hún var með gesti eins og ég...), og svo er hún líka hundfúl útí mig og vill víst ekkert mikið við mig tala. Svo talaði ég við ömmu mína (afi var sofnaður) og eftir að ég talaði við ömmu leið mér aðeins betur.

Ég vona að ykkar páskar hafi verið ánægjulegir, maturinn góður, páskaeggin bragðgóð, og tíminn með fjölskyldunni yndislegurGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið held ég að það sé gaman að vera í kringum þig um páskana ... eða bara alltaf. Gaman að lesa lýsingarnar þínar á þessu öllu. Heppin börnin þín að eiga svona mömmu og ekki er Tim síður heppinn með kærustuna ...

Innilegar pásarestarkveðjur úr roki og rigningu á Fróni! Hafðu það guðdómlega, æðislega og frábærlega gott, elskan mín! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:21

2 identicon

Þú ert ótrúlega dugleg og yndisleg alltaf. Tek undir með Gurrí að það hlýtur að vera gaman í kringum þig um páskana ... 

það er jú yndislegt að tilheyra fjölskyldu, og ég samgleðst þér yfir því. En vonandi er nú mamma þín ekki hundfúl lengi við þig ... hvernig er annars hægt að vera hundfúll út í jafn yndislega manneskju eins og þig???

Ég bar Mörthu kveðju í gærkvöldi í matarboðinu og hún varð dálítið hissa ... og sagði ekkert meir ... en þetta var yndisleg kvöldstund. Ef þú hefur tækifæri á næstunni ... spurðu þá út í það af hverju "glóðarauga" varð svona vinsælt umræðuefni í gærkvöldi hjá okkur (I'm not saying anything more except in private!)

Knús og kossar til þín sæta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband