2.1.2007 | 19:58
Árið 2007 er runnið í garð
GLEÐILEGT ÁR
kæru vinir og vandamenn. Takk fyrir öll þau gömlu og góðu og ég hlakka til að sjá og eyða tíma með ykkur öllum á þessu ári.
Hér hjá okkur sex í San Jose voru áramótin róleg og góð. Þann 30. Desember fengum við bræður hans Tim í heimsókn (þeir eru tveir) og konur þeirra og börn. Hér voru 10 börn hlaupandi um og átta fullorðnir og ég var á fullu í eldhúsinu að töfra fram allsskonar góðgæti. Við spiluðum Scene it leikinn og kallarnir unnu konurnar tvisvar... bara heppni ef þú spyrð mig.
Svo á gamlaársdag þá horfði ég á RÚV og fylgdist með skaupinu og skildi nú sumt af því af því að ég fylgist nú með fréttum frá Fróni, en fannst þetta svona misfyndið eitthvað, kannski er ég bara ekki alveg inní þessum húmor, ég veit ekki. Svo gæddum við okkur hér bara á forréttum og eftirréttum, og settum á okkur hatta og fylgdumst með Time Square í New York þegar silfurkúlan er færð niður og niðurtalningin er þvílíkt spennandi.
Svo var ég og maðurinn minn bara lognuð hér útaf rétt fyrir eitt á meðan Mikaela mín var enn að horfa á bíómynd í imbanum, alltaf síðust að fara að sofa sú. Mikill er nú munurinn á mér núna og fyrir svona sjö-átta árum, þegar djammið var sko minn besti vinur á gamlárskvöld. Já, og ekki bara á gamlaárskvöld heldur bara á hverri helgi var djammið minn fylgifiskur. Hvað börnin manns gera mikinn mun á því sem að manni finnst skemmtilegt. Núna finnst mér best að vera í faðmi fjölskyldunnar, leika leiki með þeim, tala við þau, hlæja með þeim, allt er þetta betri drykkur en nokkur barþjónn getur mixað fyrir mig svo að ég skemmti mér nú vel.
Nú lít ég með vonaraugum til nýja ársins og er vongóð með að árið muni bera góða hluti í för sér. Ég held í jákvæðina og efst á mínum lista er að laga heilsuna og borga nógu mikið af mínum skuldum til þess að geta komið heim í sumar. Þannig að ég óska ykkur öllum aftur Gleðilegs árs og takk fyrir þau gömlu og hlakka til þess að sjá ykkur vonandi í sumar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.