Gamla árið...

að renna út. Mikið er nú gaman að horfa tilbaka yfir næstum því liðið 2006 og sjá hvað er búið að gerast í heiminum, hjá vinum og vandamönnum, hjá sjálfum sér. Ég var alltaf vön að setja mér þvílík markmið þegar ég var yngri áður en að ég eignaðist börn. Markmiðin voru alltaf þau sömu, spara pening, og grennast. Alveg sama hversu mikinn pening ég átti eða átti ekki, eða hversu grönn ég var eða var ekki, þá voru þetta alltaf þau áramótaheit sem voru efst á mínum lista.

Mikið er búið að vera um stríð í heiminum árið 2006, og við erum búin að finna mikið fyrir því hér í AmeríkuSideways. Bensínverðin eru búin að fara upp og niður eins og róla á leikvellinum, pólítikín alveg að fara með mann því að það er það eina sem er talað um í fréttunum, það eða hversu margir hafa nú dáið í dag í Írak, þetta er allt mjög upplífgandi eins og hægt er að ímynda sér. Svo erum við auðvitað með Arnold sem stjórnar okkar Kaliforníufylki, og er ekkert smá gaman að horfa á hann gefa ræður og eina sem að maður heyrir er I´LL BE BACK, alveg sama hvað hann er að tala um. Ekki má nú gleyma okkar frábæra forseta, sem er búinn að svindla allt sitt líf til þess að hafa það líf í stjórnmálum sem hann er búinn að hafa, og þetta er okkar nútíma Jesús sem við eigum að fylgja með augun opin og lokuð.Cool

Það fyndnasta við pólítíkina hér í Ameríku finnst mér nú samt að hér eru þvílíkar umræður yfir tveimur manneskjum sem sækjast kannski eftir forsetastarfinu 2008, ein manneskjan er Barak Obama, sem er svartur maður (Guð minn góður, sagði ég svartur), og hin manneskjan er Hilary Clinton, sem er hvít kona (Guð minn góður, sagði ég kona). Bandaríkin eru ennþá í Flintstone tímabilinu, því þetta er allt víst voða snemmt að vera að tala um svartan mann eða konu í framboði fyrir forsetasætið. FLINTSTONES TÍMINN, þið skiljið. Við höldum nú samt að allir hvítu mennirnir sem eru með öll völdin hér í Ameríku eigi nú pottþétt eftir að sjá til þess að hvít kona verði forseti áður en að svartur maður verði forseti, þó svo að Barak Obama eigi nú hvíta mömmu og svartan pabba frá Kenya, en í Ameríku ef þú ert með dropa af svertingjablóði í þér þá er litið á þig sem svertingja.

Annað áhugavert í heiminum í dag er hversu hitastigið hefur breyst, hér er bara heitara og heitara með hverju árinu sem líðurShocking. Ég er alltaf að reyna að finna mér kaldan stað til þess að slaka á, en get varla komið heim til Íslands í kuldann, því að á Íslandi er bara 7-10 stiga hiti yfir jólin núna. Eina sem að ég get gert er að sitja inní bílnum mínum og kveikja á ACinu. En þá eyði ég öllu bensíninu mínu og þá get ég ekki sparað neinn pening eins og nýársheitið mitt er alltaf. Hjá fjölskyldu og vinum er lífið búið að ganga sinn vanagang. Börn fæðast, börn stækka, hús eru byggð, íbúðir eru keyptar, bílar bila, fólk eldist, fólk deyr, lífið hefur í för með sér hlátur og tár, góða og slæma daga, hamingju og sorg, orku og orkuleysi, svo lengi mætti telja. Þegar litið er tilbaka í lok árs, þá er hægt að sjá marga góða og slæma hluti. Mér finnst alltaf ef að góðu hlutirnir eru fleiri en þeir slæmu, þá er árið vel heppnað.

Ég fékk loksins græna kortið mitt í ár, er núna með mitt tíu ára kort og ekki hægt að kasta mér útúr landinu, þó svo að það var reynt... Undecided Skilnaðurinn minn gekk í gegn eftir eitt og hálft ár af stressi, reiði, orkuleysi, óhamingju, og reiði... var ég búin að nefna reiði? Það sem að ég hef lært af þeirri reynslu er að ekki giftast eða eignast börn með manni sem að þú ert ekki tilbúin að vera skilin frá, það er rosalega mikill sannleikur í þessum orðum. Ég komst af því eftir eitt og hálft ár að ég er með MS sjúkdóminn, og hann er ekkert á leiðinni neitt, sá sjúkdómur mun fylgja mér það sem eftir er.

Börnin mín stækkuðu og stækkuðu, bæði í centimetrum og orðaforða og óþekktAngry Sem betur fer stækkuðu eyrun þeirra líka og rassarnir svo að ég get skammað þau meira og rasskellt beturWink Án gríns, þau ná mér uppá brjóstkassa, ég veit að ég er nú enginn risi, en common þau eru bara sex og sjö ára. Þau eru líka rosalega góð öll fjögur, og ég tel mig mjög heppna með hvað þau eru góðhjörtuð og gáfuð og skemmtileg bara. Ég er búin að vera heppin að geta verið frá vinnu á sjúkrapening án þess að þurfa að flytja eða losa mig við bílinn minn og við getum ennþá keypt í matinn, þannig að það er allt mjög gott mál. Ég sakna þess að fara að vinna á hverjum degi, en þakka Guði fyrir að ég hef getað hvílt mig og einbeitt mér að því sem ég þurfti að klára árið 2006. Ég er frekar stressuð yfir framtíðaráhorfum í sambandi við vinnumál, og peninga, en verð að treysta því að það mun allt fara vel.

Ekki má gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að ég er með yndislegan mann í mínu lífi sem að styður mig 110%. Hann er gáfaður, góður, og gamaldags á góðan hátt, hann trúir á sitt hlutverk sem faðir og eiginmaður, og hann hugsar svo vel um okkur öll. Ég er loksins á þeim stað í mínu lífi þar sem að ég trúi að ég sé búin að finna minn maka að eilífu. Ég veit að hann er minn Óli Kalli, eða minn Ómar, eða minn Bragi, eða minn Simbi. Nema það að hann er minn TimSmile

Það má segja þetta mikið um árið 2006, það er búið að vera áhugavert. Að mestu leyti var það erfitt, en á góðan hátt, því að ég náði að klára marga kafla í minni lífsbók. Ég er gáfaðri fyrir vikið, reynslunni ríkari fyrir vikið, og ríkari á andlegan veg fyrir vikið. Nú líður að 2007 og ég hef eins og þið öll vonir um gott ár. Ég hef vonir fyrir ykkur öll að 2007 gefi ykkur allt sem ykkur vantar, sumt af því sem ykkur langar í, og ekkert af því sem þurfið ekki á að halda. Þó svo að ég er hætt í áramótaheitunum, þá er eitt víst, mitt plan er að spara pening (svo ég komist í heimsókn til Íslands), og að grennast (svo ég sé nú sæt fyrir ykkur þegar ég kem í heimsókn), en mitt heitasta áramótaheit er að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldu og vina daglega. Dagurinn í dag gæti verið besti dagur í lífi okkar, bara ef við notum hann rétt.Wink

GLEÐILEGT ÁR

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband