Æðisleg Jól

Takk kæru vinir og vandamenn fyrir jólakortin, símtölin, og jólagjafir. Mikið eru þetta búin að vera yndisleg jól, ég verð nú bara að segja það. Á aðfangadag vaknaði ég eldsnemma og rauk útí búð til þess að kaupa aðeins meira, alltaf að kaupa aðeins meira. Kláraði að kaupa í matinn og svo hélt ég heim á leið og byrjaði í undirbúningnum. Hér voru börnin og maðurinn tilbúin klukkan sex, en ekki ég og ekki jólasteikin, þannig að við borðuðum um sjöleytið. Ég minnti sjálfa mig á mömmu, sem var alltaf að hoppa í sturtu þegar jólin byrjuðu, þannig að núna er ég bara alveg eins.

Möndlugjöfina fékk hún Mikaela mín þetta árið og var svaka montin, hún er nefnilega stundum tapsár þegar kemur að svoleiðis hlutum. Síðan voru pakkarnir frá Íslandi og núna Svíþjóð opnaðir og var mikil lukka hér á bæ. Takk kærlega Bríet, Breki, Arney, Rebekka, Sesselja, og Diljá, við vonum að ykkur líkaði vel við ykkar gjafir líka. Siðan lögðumst við öll fyrir framan imbann og horfðum á It´s að Wonderful Life, og var það mjög hátíðlegt að horfa á hana. Kalli og Jasmine sofnuðu í miðri mynd, en Mikaela og Janae voru algjörar hetjur og voru vakandi til ellefu.

Jólasveinninn var sko ekkert smá upptekinn að setja alla pakkana undir tréð og gera allt tilbúið fyrir Jóladag, og svo var hann líka svo spenntur að hann gat voða lítið sofið þannig að í morgun þegar Mikaela vaknaði eldsnemma þá var hann þreyttur. Hér var svaka stuð að rífa upp allar gjafirnar, og svo mikið af gjöfum að það tók alveg tvo tíma að opna. Síðan var gætt sér á Beikon, Osta, og Egg Croissants og svo farið að leika sér með allt nýja dótið, spila nýju leikina, og horft á nýju bíómyndirnar. Síðan fékk ég mér smá blund og er ekki bara búið að taka til í húsinu mínu, búið að setja saman kappekstur brautina hans Kalla og Mikaela búin að leyfa Ariel hafmeyjunni að synda í baðinu okkar. Þannig að hér er búið að vera þvílíkt fjör í dag.

Núna ætla ég að fara í kappekstur við Kalla, í Bratz leik við Mikaelu og gefa nýja barninu hennar að borða, hlusta á geisladiska með tvíburunum, og kannski horfa á bíómynd með manninum mínum, þó svo að það verði eflaust ekki í bráð. Ó, já, kannksi skell ég Nýja Sjálenska lambalærinu mínu inní ofn, svo að allir geti nú borðað eitthvað í öllum spenningnum, set hér inn myndir þegar ég er búin í öllum mínum hlutverkum, jólin eru sko komin, og þau eru yndislegSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband