Jólin komin

GLEÐILEG JÓL KÆRU LANDAR, VINIR OG VANDAMENN

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir allt gamalt og gott og ég vona að ykkur öllum líði vel í faðmi fjölskyldunnar yfir þessi helgu jól.

Við höldum okkar íslensku hefð gangandi í kvöld með hamborgarahrygg, brúnuðum kartöflum, og möndlugjöf. Svo verða blessuðu pakkarnir loksins opnaðir og þá verða nú börnin rólega í smá stund, þangað til að tíminn er kominn til þess að fara að sofa og bíða eftir Ameríska Jólasveininum sem kemur með alla pakkana. Þeir verða svo opnaðir hér í fyrramálið. Ég set inn myndir svo yfir jólin.

Ástar-, Saknaðar- og hinar innstu Jólakveðjur frá okkur til ykkarKissingHeartKissingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg Jól!!

Knúz Dagmar og co

Dagmar Íris (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 23:44

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Gleðileg jól og takk fyrir allar gjafirnar.  Þær vöktu allar mikla lukku!!  Þetta var einmitt Bratz-dúkkan sem Sesselju langaði í og hún hefur varla farið úr herðaslánni.  Rebekka er alsæl með alla sokkana - hún elskar sokka - og nú getur Diljá aldeilis farið að elda mat!!  Kossar og knús.  Heiða og co.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.12.2006 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband