24.12.2006 | 00:05
Einn dagur til jóla...
Þorláksmessan er hér og sömuleiðis er heimþráin. Ég er búin að reyna að vera sterk allan mánuðinn og er búin að þvílíkt vera upptekin, eða passa mig á að vera upptekin svo að heimþráin myndi kannski gleyma mér þetta árið
En ég var ekki svo heppin. Ég var að tala við vinkonu mína í Boston sem að allt í einu fattaði það að Þorláksmessan var komin, og fór á þvílíkan bömmer. Ég var bara að tala við hana og sagði einmitt við hana að ég væri enn að bíða eftir að ég færi á bömmer, og kannski myndi það bara ekki gerast hjá mér í ár, en bömmerinn er kominn. Þannig að ég ákváð að setjast við tölvuna og reyna að skrifa eitthvað sem ætti eftir að rífa mig upp úr þessu, en hvað skal skrifa...
Fimm mínútum síðar og ég veit ekki enn hvað skal skrifa. Ég ætla að fara að reyna að finna mér eitthvað að gera, þá verð ég kannski skárri í heimþránni. Skrifa aftur á morgun, vonandi verða tárin hætt að streyma þá
Núna dansaði maðurinn minn fyrir mig KJÚKLINGADANSINN sinn og núna er ég farin að hlæja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.