Þrír dagar til jóla...

Hér er niðurtalningin byrjuð, að vísu búin að vera í gangi síðan 1. Desember eins og ég býst við að sé búið að vera hjá ykkur öllum sem eiga börn. Hér er að vísu talið niður til 25. Desember því að á Jóladagsmorgun eru jólin tæknilega byrjuð hér.

Kaninn er fyndinn á jólunum. Ég er nú búin að vera búsett hér í meira en tíu ár, en kemst enn ekki yfir hvernig þetta er allt saman hér. Hér eru allir á síðasta snúningi, að kaupa allt sem hægt er að kaupa, að leita að hverri og einustu útsölu sem hægt er að finna, og svo er öskrað á hvort annað þegar er verið að leita að bílastæði í Kringlunni. Talandi um JólaandannSideways Og allt þetta er útaf einum blessaða degi, því hér er sko bara haldið uppá jólin á Jóladag, og svo eru jólin barasta búin.

Ástæðan fyrir því er auðvitað sú að hér eru mörg mismunandi trúarbrögð ræktuð, þannig að það er mikið af fólki sem að heldur ekki upp á Jól, en samt sem áður, þá furða ég mig enn á því hvað jólin eru eitthvað hversdagsleg hjá Kananum. Það er barasta vaknað á Jóladag og hlaupið fram í stofu og byrjað að rífa uppúr pökkum, án þess að þvo sér í framan eða bursta í sér tennurnar, allir enn með úfið hár og í náttfötum. Svo þegar er búið að rífa og tæta og öll stofan full af jólapappír þá hverfa allir inní sitt eigið horn til þess að leika sér með það sem að var fengið frá Jólasveininum.

Það er annað sem ég fatta ekki, foreldrarnir eru búnir að vera úti öskrandi á aðra foreldra yfir bílastæði, að eyða leigupeningnum í flottustu og dýrustu tækninýjungarnar fyrir börnin sín svo að þau geti nú lokað sig inní herbergi þangað til á næstu jólum, og svo fær Jólasveininn allar þakkirnar... Er ekki ennþá farin að skilja það logicFootinMouth Kannski er ég eitthvað SLOW...

Mér finnst ég svo heppin að hafa alist upp á Íslandi með mínar sterku hefðir og trúarbrögð, þó svo að mér fannst við ekkert sérlega trúuð þegar ég var að alast upp. En, ég sé núna að trúin á Jólunum sjálfum, og ástæðan fyrir Jólunum situr föst í manni sem fullorðnum. Að vita það að við höldum uppá fæðingu Jesús, að við njótum þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og að vera í kringum fólk sem við elskum, og að Jólin eru um kærleika og sterkleika fjölskyldu, það er það besta við Jólin. Ef ég get unnið í því að börnin mín haldi þeirri hefð áfram með sínum börnum, þá hef ég sinnt mínu hlutverki sem móðir.

Svo bíð ég bara eftir að þau opni pakkana frá Jólasveininum, öskri af ánægju yfir tækninýjungunum sem að ég öskraði á fimm manns til þess að komast yfir, og svo vona ég bara að ávísunin mín fyrir rafmagnsreikningnum sé enn gildW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband