Ég er skilin

SmileWinkGrinWhistlingJIBBÍ JEI JIBBÍ JEI JIBBÍ JEI

Hvað annað get ég sagt nema þvílíkur léttir. Ég er miklu hamingjusamari að skilja við þennan aumingja frekar en ég var að giftast honum, hvað segir það nú mikið. Ég er semsagt aftur orðin Bertha Sigmundsdóttir, og verð það þangað til að ég kannski hef þá ánægju að giftast prinsinum mínum honum Tim.

Ég fór fyrir framan dómara og var þetta trial short cause, semsagt vorum við þau einu sem að vorum að sjá dómarann þann daginn. Ég beið og beið og ekkert kom hann einu sinni til að ganga frá sínum málum, coward... Þannig að ég fór bara ein fyrir framan dómarann og fékk allt sem ég vildi. Skilnaðinn, og svo var tekinn allur heimsóknartími frá honum af því að hann er ekki búinn að gera það sem að dómarinn var búinn að skipa honum að gera í Júní. Hann átti að taka foreldratíma, svo átti hann að mæta í eiturlyfjaneyslu tíma, og svo átti hann að fara í eiturlyfjaprufu vikulega til þess að við gætum verið viss um að hann væri ekki að reykja gras eða eitthvað verra en það. Hann gerði aldrei neitt af því sem var búið að skipa honum fyrir og svo voru alltaf einhver vandamál í hvert skipti sem að börnin fóru í heimsókn.

Hann átti að hafa þau yfir jólin, á Aðfangadag frá 10 um morguninn til 6 á Jóladag. Þannig að ég átti ekki að hafa þau á Aðfangadag og við höldum alltaf uppá íslensk jól á Aðfangadag og opnum pakka frá Íslandi og borðum hamborgarahrygg og brúnaðar kartöflur og svo leitum við af möndlunni í grautnum, þannig að þetta er alltaf rosa gaman hjá okkur og ég er búin að hafa þetta svona síðan Kalli fæddist. Þannig að börnin voru sko ekkert ánægð með að þurfa að fara til pabba síns, þó svo að þau myndu vera með ömmu sinni líka, en auðvitað eru þau vön að vera hjá mömmu sinni.

Í fyrra voru fyrstu jólin sem að ég var með Tim þannig að það var í fyrsta skipti sem okkur börnunum leið eins og alvöru fjölskyldu. Ég var vön að eyða jólunum með mínum fyrrverandi og mömmu hans og var það alltaf mjög kósý, en það var alltaf hjá mömmu hans, ekki heima hjá mér og gert á minn hátt eins og ég vil hafa það. Þannig að í fyrra byrjuðum við okkar eigin hefð sem fjölskylda og ég var ekki ánægð með það að ég myndi ekki hafa börnin mín þessi jól til þess að halda hefðinni gangandi. Þannig að ég er gjörsamlega í himnaríki yfir þessu öllu saman, jólin eru nú þegar erfið af því að ég er alltaf með mikla heimþrá, þannig að hugsa til þess að ég myndi vera án barna minna var eins og að slíta úr mér hjartað...

Ég er himinlifandi yfir þessu öllu saman. Það er búið að taka mig eitt og hálft ár að skilja við hann, og ég var búin að vera slitin frá honum í eitt og hálft ár áður en við byrjuðum á skilnaðinum þannig að þetta er allt í allt búið að taka þrjú ár. Í millitíðinni er ég búin að kynnast þessum yndislega manni sem er búinn að standa við hlið mér í gegnum þetta allt saman. Þannig að lífið er gott þegar það viðkemur ástinni. Ég er ástfangin upp yfir haus, á fjögur yndisleg og góð börn, og fæ að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Lífið verður varla betra en það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.12.2006 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband