14.12.2006 | 06:33
Komin með tréð okkar
Í dag fórum við Tim og náðum í hvíta jólatréð okkar og þegar krakkarnir komu heim úr skólanum þá fengu þau að skreyta það. Við hlustuðum á jólatónlist, ég kveikti á kertum og var þetta svakalega huggulegt og rólegt. Svo settumst við öll inn í stofu, krakkarnir gerðu heimalærdóminn og þetta var allt svo notalegt eitthvað.
Eru ekki jólin einmitt um þetta, fjölskylduna og að njóta hvers annars Ég er bara róleg yfir jólunum þetta árið, kannski af því að ég byrjaði að versla í Október, því að ég er enn frá vinnu þannig að ég vildi geta gert það sama og vanalega fyrir krakkana, þannig að ég er búin að kaupa smá hér og þar. Við erum líka búin að vera í jólabakstrinum og verð ég að fara að baka meira á morgun því að ég er búin með nokkrar tegundir nú þegar
Annars er ég að fara fyrir framan dómara á morgun að ganga frá þessum blessaða skilnaði, ég vona að þetta eigi allt eftir að fara vel, ég læt ykkur öll vita á morgun. Ég set hérna inn myndir af okkur í bakstrinum og af trénu okkar fræga, það hvíta þið vitið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.