Smá gaman í hversdaginu

Hér er smá glaðningur fyrir þá sem nenna og hafa gaman af svona, sá þetta hjá Ragnhildi frænku og fannst bara mjög gaman að svara þessu öllu. Ef þið nennið þessu ekki þá verð ég ekkert reiðAngryhahahaha

1. Miðnafnið þitt?
2. Aldur?
3. Á lausu eða frátekin?
4. Uppáhalds bíómynd?
5. Uppáhalds lag?
6. Uppáhalds hljómsveit?
7. "Dirty or Clean"?
8. Tattoo eða göt?
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
12. Besta minning þín um okkur?
13. Segðu mér eitthvað skrýtið um þig:
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
15. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
16. Finnst þér ég góð manneskja?
17. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
18. Finnst þér ég aðlaðandi?
19. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
20. Í hverju sefur þú?
21. Kæmir þú í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
22. Efst á jólagjafaóskalistanum í ár?
23. Ætlar þú að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

1. Miðnafnið þitt? - Þyrí
2. Aldur? - 38 (úbbs, er að nálgast fertugt!)
3. Á lausu eða frátekin? - Frátekin fyrir lífstíð
4. Uppáhalds bíómynd? - Hmmm, erfitt að nefna einhverja eina.  Ég fæ algjört nostalgíukast og verð aftur 13 þegar ég horfi á Grease en bestu myndir síðustu ára eru eflaust As good as it gets, Finding Forrester og Beautiful Mind.
5. Uppáhalds lag? - Þar get ég alls ekki nefnt bara eitt lag!  Ég er algjör fíkill í ballöður en til að listinn verði ekki endalaus ætla ég að nefna hér uppáhalds ABBA lagið mitt:  My love, my life (svo gæti ég talið upp lög með Sting, Elton John, Eric Clapton, Jethro Tull o.fl. o.fl. o.fl.....)
6. Uppáhalds hljómsveit? - ABBA og Todmobile.
7. "Dirty or Clean"? - Ég hlýt að vera voðalega clean því að ég fatta þetta eiginlega ekki
8. Tattoo eða göt? - Göt, en bara í eyrunum.
9. Þekkjumst við persónulega? - Það hefði ég nú haldið!
10. Hver er tilgangurinn með lífinu? - Sá augljósi:  að vera góð manneskja og koma börnunum sínum til manns.  Sá æðri:  að reyna að öðlast fyrirfram ákveðinn þroska í þessari jarðvist.
11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli? - Auðvitað, út yfir gröf og dauða.
12. Besta minning þín um okkur? - Að spjalla, hlæja og éta popp langt fram eftir nóttu í Stífluselinu.
13. Segðu mér eitthvað skrýtið um þig: - Ég trúi á allskonar líf - alls staðar!
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik? - Ef það væri ekki svona langt á milli okkar - ekki spurning.
15. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega? - Neibb.
16. Finnst þér ég góð manneskja? - Já, auðvitað - ekkert nema gæðin!
17. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið? - Já, já, tvo hringi þess vegna.
18. Finnst þér ég aðlaðandi? - Hvurs lags spurning er þetta?  Manneskja sem lýsir upp herbergið með brosinu hlýtur að vera aðlaðandi.
19. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari? - Engu.
20. Í hverju sefur þú? - Misjafnt, núna bol af Óla.
21. Kæmir þú í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla? - Jebb.
22. Efst á jólagjafaóskalistanum í ár? - Todmobile og Arnaldur.
23. Ætlar þú að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út? - Veit ekki, en það má alltaf senda tölvupóst.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.12.2006 kl. 22:03

2 identicon

 1. Hef ekkert, en þegar ég var yngri og bjó í Noregi þá laug ég því að miðnafnið mitt væri Annika... til að vera meira norsk:P

2. 23 ára

3. Á kærasta/sambýlismann

4. Hef ekki átt uppáhaldsmynd síðan ég var 16 og þá horfði ég á 10 Things I Hate About You nokkrum sinnum í mánuði.

5. Er mikið fyrir 80s og lagið Come on Eileen hefur verið í uppáhaldi í MÖRG ár.

6. þær eru alltof margar en t.d. Pink Floyd, Modist Mouse, Jeff Buckley ...

7. Yfirleitt er ég frekar clean en svo verður allt eitthvað svo durty í síðdegisþunganum

8. Göt

9. Nei get því miður ekki sagt það...:( en þú gafst mér samt einu sinni barbíbílinn þinn, fannst það MJÖG persónulegt:)

10. Enginn við verðum að búa hann til

11. Já

12. Það er ábyggilega þegar þú gafst mér barbibílinn en líka þegar ég var í heimsókn hjá ykkur í DK og þú fórst með mig í sund og ég kunni ekki að synda og reyndi að standa á tánum til að drukkna ekki og ég skyldi ekki hvað fólkið í kringum mig sagði þegar það hjálpaði mér aftur upp á grynnið. Svo eftir sundið kauptiru handa mér nammi og ég "kunni" ekkert á nammið og borða það með álpappírnum sem var utan um það... ég mun aldrei gleyma hvernig álpappír smakkast.

13. Það er svo margt... mér hefur aldrei gengið jafn vel í skóla og eftir að ég eignaðist barn... það finnst mér skrítið og frábært:)

14. Ég myndi gera mitt besta:)

15. Nei - aldrei

16. Já það hefur mér alltaf fundist

17. Ég væri alveg til í það:)

18. Já það hefur mér alltaf fundist. Ég held að það geri aðallega brosið og líka freknurnar og svo margt fleira:)

19. Hm ekki hugmynd

20.  Oft náttbuxum kærasta míns og hlýrarbol en oft verður mér heitt og fækka þeim í svefni.

21. Nei

22. Er búin að velja hana sjálf:) Leðurjakka... Annars er óskin núna sú að kærasti minn verði ekki veðurtepptur fyrir norðan og komist á leiðarenda hingað í Kópavoginn:)

23. Nei og er ekki með síðu einsog er...

Valgerður Húnbogadóttir 

Valgerður (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband