Heimilisföng og fleira

Þá er ég komin í jólakortin og vantar að fá heimilisföngin hjá ykkur öllum vinum og vandamönnum. Ég ákváð að fara hröðu leiðina þetta árið og bjó bara til mitt eigið kort á netinu og er það bara vel lukkað, ég vona að ykkur öllum eigi eftir að líka vel við það. Endilega sendið mér heimilisföngin ykkar eins fljótt og þið getið, á www.berjamo@hotmail.com, eða www.kallimimi@yahoo.com.  Ég ætla að reyna að senda öll kortin fyrir helgi þannig að ég bíð spennt eftir að fá heimilisföngin.

Heimilisfangið hjá mér er 1034 Wayne Ave apt 35  San Jose, CA 95131  USA

Annars fór ég til læknis í dag og fékk þannig séð 99% staðfestingu á því að ég er með MS, takk fyrir, heila og mænusigg semsagt á íslenskuSick  Ég er nú ekki ánægð með þessar fréttir, en góðu fréttirnar í sambandi við þetta allt saman er að ég er loksins að fara að taka meðal við þessu. Ég er að bíða eftir að tryggingarfélagið mitt samþykki meðalið sem eru sprautur. Ég mun fá þjálfun frá hjúkrunarkonu svo að ég geti séð um að sprauta mig með meðalinu daglega. Þetta meðal á að hægja á sjúkdómnum svo að ég geti lifað sem mest eðlilegu lífi. Ég er ekki alveg viss um hvort að meðalið mun minnka verkina, en það kemur allt í ljós. Allaveganna hef ég þann möguleika núna að prufa þessar sprautur og ef að meðalið gerir hlutina verri þá get ég hætt að sprauta mig.

Lífið er fyndið, ég hef alltaf verið á móti því að taka meðal, hvaða meðal sem er, og aldrei hef ég notið neinna eiturlyfja, og núna er ég komin með einhvern blessaðan sjúkdóm og geri ekki annað en að taka verkjartöflur og er svo núna að fara að sprauta sjálfa mig...Undecided Þannig að ég enda bara á löglegum eiturlyfjum, svaka spennandi!

Ég er enn að melta þetta allt saman, ég var nú alveg 90% á því að ég væri með þennan sjúkdóm, en hélt nú í þá von að þetta væri eitthvað annað en sjúkdómur sem ég á eftir að lifa með allt mitt líf. Ég er nú að reyna að vera eins róleg og ég get yfir þessu, en þetta er soldið erfiður dagur. Ég er bara búin að hugsa í allan dag um þetta og hvernig þetta á eftir að vera hluti af mínu lífi og ég þarf að melta þetta í nokkra daga. Ég veit að það er eitthvað jákvætt í þessu öllu, ég veit að þetta er ekki neinn dauðadómur, en þetta eru frekar þungar fréttirFrown Mér líður eins og þegar ég vissi af afa mínum á sjúkrahúsinu að deyja úr krabbameini, það var rosalega erfitt að vita af því og fara og heimsækja hann, en maður vissi að síminn myndi hringja og fréttirnar yrðu að hann væri dáinn. Maður vissi að þetta var að fara að gerast, en maður er aldrei undirbúinn, maður veit ekki hvernig maður á eftir að bregðast við, gráta, verða hræddur, reiður, maður veit aldrei, það er ekki hægt að spá fyrir svoleiðis.

Mér finnst ég svaka heppin að eiga að stuðningsfullan mann sem er ekki á leiðinni neitt. Hann stendur við hlið mér og hlustar á mig tala og tala um þetta, sér mig með þessa verki, sér um börnin svo að ég geti lagt mig, eldar þegar þess þarf, nuddar á mér fæturna, bakið, hvað sem er. Ég veit ekki hvernig ég myndi höndla þetta allt saman án Tims. Margir karlmenn myndu í fyrsta lagi ekki hafa áhuga á einstæðum kvenmanni með tvö ung börn, hvað þá einstæðum kvenmanni sem er með sjúkdóm sem mun lifa með henni allt hennar líf. Guð gaf mér Tim til þess að hjálpa mér í gegnum þetta erfiða tímabil og til þess að lífga upp mína daga og láta mér líða að ég get gert hvað sem er, því stundum hef ég efast um mína hæfileika síðasta árið, það er búið að vera svo mikið í gangi.

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ykkar hlýju orð í gegnum bloggið mitt, email, eða í gegnum síma. Ég veit að ég hef vini og vandamenn sem biðja fyrir mér og minni fjölskyldu og það er oft sem að einhver hefur sent mér email sem hefur verið akkúrat meðalið sem ég þurfti til þess að ganga í gegnum þann dag. Það eru  dagar sem ég kemst varla á lappir, en börnin mín hjálpa mér að gangast í augu við hvern dag, og njóta hvers dags eins og hann er sá síðasti. Ég veit að það eru margir í miklu erfiðari aðstæðum en ég, og ég verð að muna það daglega.

Þá er ég aðeins búin að létta af mér, þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og ekki gleyma að senda mér heimilisföngin ykkar svo að ég geti sent ykkur jólakortWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hæ, elsku Bertha.  Ég hef ekki kíkt á bloggið þitt í nokkra daga svo að ég var að sjá þetta núna fyrst.  Þetta eru auðvitað hræðilegar fréttir en nú þegar þú ert búin að fá þessa niðurstöðu getur þú vonandi loksins fengið læknishjálp sem bætir líðanina og léttir þér lífið.  Þú ert alltaf svo jákvæð og sterk og það er auðvitað búið að koma þér í gegnum þessa erfiðu tíma - ásamt auðvitað Tim og krökkunum - en ég er viss um að nú, þegar þú veist hvað þú þarft að glíma við, munir þú taka á þessu með jákvæðu hugarfari, ákveðni og skynsemi - því að þannig ert þú.  Og á erfiðustu stundunum veit ég að þú munt alltaf brosa í gegnum tárin!  Hugur okkar er hjá þér, elsku dúllan okkar, við sendum þér hlýja strauma yfir hafið!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.12.2006 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband