Lífið er fyndið

Þetta er svo fyndið þegar maður á börn og er komin með sína rútínu með þau. Ég er vöknuð hérna klukkan hálfsjö á Laugardagsmorgni og get sko ekki sofið lengur, af því að ég er vön að vera að vekja upp börn, og pakka bakpokum, finna heimalærdóminn og öskra á allt liðið að DRÍFA SIG. Litlu börnin mín eru hjá aumingjanum yfir helgina, en ég get sko ekki sofið út þó svo að það sé engin þörf á því að ég sé vöknuð svona snemma, ég get sko svarið fyrir það...

Þetta verður bara róleg helgi hjá okkur, bara að gera þvottinn og taka til í húsinu mínu. Tvíburarnir fara sennilega til frænku sinnar í dag svo að ég og maðurinn minn getum haft smá alone timeInLove. Við skreppum sennilega í bíó og kannski út í hádegismat og ætlum bara að njóta þess að hafa þögn í íbúðinni. En, eftir að við erum búin að hafa þögn í klukkutíma þá er maður sko kominn með nóg af því og er tilbúinn að fá allt liðið heim aftur, maður er aldrei ánægður.

Á morgun þegar dúllurnar mínar koma heim þá ætlum við að fara og kaupa jólatré. Hér er hefðin sú að fá sér jólatré í byrjun Desember og ætlum við að fá okkur hvítt tré eins og í fyrra. Svo getum við öll skreytt tréð saman og kveikt svo á fyrsta aðventukertinu okkar. Ég ætla að búa mér til minn eiginn aðventukrans, ég var ekki með svoleiðis í fyrra, svo brjálað að gera að ég gaf mér ekki tíma í það, en ætla sko útí búð í dag og kaupa mér það sem mig vantar í kransinn minn. 

Ég er svo stolt af sjálfri mér,Wink er að mestu leyti búin með jólakaupin, vantar kannski tíu gjafir í viðbót. Búin að kaupa það sem ég þarf að senda og sendi það í næstu viku. Svo er ég bara að bíða eftir jólakortunum mínum, er ekki búin að ákveða hvort ég panti þau eða skrifi þau sjálf, finnst nú miklu skemmtilegra að skrifa þau sjálf, svona persónulegra, en hendurnar á mér eru alltaf í hassi þannig að ég get ekki skrifað meira en fimm í einu. Ég sé nú bara til með það. Svo er ég búin að kaupa í tvö piparköku hús og ætlum við að búa þau til saman á næstu helgi og baka smákökur. Þá er ekkert eftir nema njóta árstíðarinnar og njóta fjölskyldunnar, maður veit aldrei hvenær maður á sín síðustu jól og ég get sagt ykkur að ég reyni mitt besta til þess að njóta hvers og eins dags, sérstaklega eftir að þessi sjúkdómur er búinn að reyna að taka yfir, en ég held áfram að berjast við hann....Bandit

Ég vona að allir njóti fyrstu aðventunnar og njótið barnanna ykkar og mannsins eða konunnar. Lífið er stutt, sérstaklega eftir að börnin koma í spilið þá flýgur tíminn hjá manni. Passið ykkur á því að láta fólkið í lífi ykkar vita hversu vænt ykkur þyki um það og farið aldrei reið að sofa. Jæja, þá er ég hætt að skipa fyrir, vantaði að skipa aðeins fyrir núna fyrst að ég get ekki rifið börnin á lappir og skipað þeim fyrir að DRÍFA SIG....Ætli ég reyni ekki bara að fara eftir mínum eigin ráðum og sest bara niður og nýt þess að ég er með þögn í mínu húsi, aldrei þessu vantSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband