13.12.2008 | 19:36
Fékk vinnu, byrja í dag...
Jæja, kæru bloggvinir, þá fer ykkar kæra Bertha loksins út á vinnumarkaðinn í dag, takk fyrir. Ég fór í viðtal á fimmtudaginn var, og það gekk svo vel, að í gær fékk ég fyrsta verkefnið mitt, eða fyrstu veisluna mína. Ég fékk vinnu í gegnum veisluþjónustu fyrirtæki, og kaupið er ágætt miðað við hvað veisluþjónustur borga vanalega, þannig að ég er barasta mjög ánægð með þetta allt saman. Það verður yndislegt að komast útúr húsi og vera í kringum fólk og sérstaklega að vera í kringum veislur og fólk að skemmta sér, þannig að ég er mjög ánægð með þetta allt saman.
Svo í dag vöknuðum við og það var búið að slökkva á sjónvarpinu okkar, af því að ég gat ekki borgað fyrir kapalinn þá slökktu þeir bara á hjá okkur, og maðurinn minn er frekar fúll útí mig, en það er nú ekki mikið sem ég get gert, það er bara búið að vera eitt á eftir öðru uppá síðkastið, og ég er alltaf að reyna ad borga smá hér og smá þar, ekki eins og peningarnir séu nógu miklir til þess að borga fyrir allt, en ég var ekki búin að vera 100% hreinskilin við hann í sambandi við reikningana, og þessvegna get ég alveg skilið að hann sé soldið fúll. Þegar maður er búinn að vera einstæður foreldri í eins langan tíma og ég var, og er alltaf vanur að gera allt sjálfur, þá er erfitt allt í einu að þurfa að segja unnusta sínum allt í sambandi við fjármálin, og í sambandi við hvað maður er að eyða og hvað ekki. Hann er miklu agaðri en ég þegar kemur að fjármálunum, en þar sem hann missti vinnuna sína, þá er ég búin að reyna að borga allt, og það er barasta ekki hægt, þannig að auðvitað beið ég bara eftir að það yrði slökkt á einhverju, en hefði auðvitað átt að vera hreinskilin við hann, og mun vera það í framtíðinni, en það er svo erfitt fyrir mig að játa á mig ef ég geri einhverja vitleysu, sérstaklega af því að hann er eldri en ég, og mér líður alltaf eins og litlu barni þegar hann byrjar að tala við mig um ákveðin fjármál og svoleiðis. Ekki beint honum að kenna, hann er bara eins og hann er, og ég er eins og ég er, þannig að við þurfum að finna betri leið til þess að ræða fjármálin okkar, án þess að hann tali við mig eins og ég sé lítið barn, og án þess að ég taki öllu eins og ég sé einhver aumingi.
Við erum bara mjög ólík þegar kemur að ákveðnum hlutum, hann reiðist þegar eitthvað svona gerist, en ef að hann hefði gert einhverja gloríu þá myndi ég ekki vera hundfúl og með eitthvað skítkast, en það er bara ég. Ég er bara soldið sár, af því að ég er virkilega alltaf að reyna að gera mitt besta, og geri mitt besta, en það virðist aldrei vera nógu gott, hvorki í hans augum eða mínum. Í hans augum þá er ég ekki eins öguð og hann, og það er alveg satt, en ég hef alltaf getað haldið mér og mínum á floti, en uppá síðkastið, sérstaklega þetta árið, þá hefur eiginlega allt farið til fjandans hjá mér, og ég er búin að vera eftirá, eftirá, eftirá, og er alltaf að reyna að ná mér aftur á strik, og það gerist bara ekki, af því að ég er ekki búin að vera að þéna neinn pening. Ég veit bara ekki hvernig þetta fer allt saman, vonandi rennur af honum reiðin, en þangað til ætla ég bara að undirbúa mig fyrir vinnuna mína í dag, því að allaveganna veit ég að það er einhver peningur á leiðinni til mín, og þá kannski get ég komist aftur á strik, við skulum vona það.
Farið vel með ykkur, kæru vinir og vandamenn, og takk fyrir að leyfa mér að létta á mér, mér líður aðeins betur, en vonandi á maðurinn minn eftir að fyrirgefa mér fyrir mistök mín, hann verður bara að gera það, annað er ekki hægt...
Athugasemdir
Ég skil þig ofboðslega vel, dúllan mín. Sjálfur er ég væntanlega líkur Tim hvað varðar fjármálin, því stundum hef ég staðið mig að því að tala við Veigu um nauðsyn þess og hins - en ég hef passað mig að tala ekki barnalega við hana. Frekar verð ég pirraður og kem mínum sjónarmiðum áleiðis, besta lausnin er gott samtal þar sem báðir aðilar skilja nauðsyn þess að hafa aðhald. En maður má ekki leyna sínum betri helming um neitt hvað þetta varðar. Það getur varla verið gott.
Frábært að þú sért komin með vinnu, ég vona bara að þetta verði gott og að þú megnir þetta starf. Ég held áfram að hugsa hlýlega til ykkar og óska ykkur alls hins besta. Segðu líka við Tim, að ef hann tali svona niður til þín, þá sé hann að gera lítið úr þér og að þú eigir ekki að þurfa að líða það. Ekki frekar en hann fengi sömu komment frá þér. Vona að sannsögli og góðar samræður eigi sér stað hjá ykkur.
Kossar, kveðjur og knús elsku dúlla
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:54
Jeiiii til hamingju með vinnuna :cD Vonandi mun það bara ganga rosa vel :c)
Æjj leiðinlegt ða heyra með ykkur Tim. En svona er þetta stundum, hann verður fínn eftir 1-2 daga hehe....eða vona það :c/
Knús til þín x
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.