26.11.2006 | 22:27
Komin heim
Við erum komin heim!!!! Mikið var nú gaman hjá okkur, get ég sagt ykkur. Við fórum á Mánudaginn var og náðum í börnin snemma í skólann. Þau höfðu ekki hugmynd að við vorum að leggja í hann þann dag. Það tók okkur um það bil sjö tíma að keyra og við lentum ekki í neinni traffík fyrr en að við komum til Los Angeles, þar er sko alltaf brjáluð traffík.
Ég var þvílík leikkona og sagði við krakkana að ég væri svo þreytt að við yrðum að fara og finna hótel herbergi. Við fengum þetta fína herbergi og sáum Disneyland hinum megin við götuna. Krakkarnir héldu því fram að þetta væri sko Disneyland og ég hélt áfram að segja þeim að þetta væri sko ekki Disneyland, þetta væri einhver annar skemmtigarður. Við fengum okkur kvöldmat og þjónninn söng fyrir hana Mikaelu og var hún mjög kát. Svo sáum við flugeldasýninguna áður en við fórum að sofa og Mikaela opnaði alla pakkana sína. Ég sagði við hana að ég hafði pantað flugeldasýninguna fyrir afmælið hennar og var hún mjög ánægð með það.
Á þriðjudagsmorgninum vakti ég allt liðið eldsnemma og þóttist vera að fara með þau í morgunmat. Við löbbuðum aðeins upp götuna og þau byrja að tala aftur um Disneyland. Við fórum svo yfir götuna og þar sjáum við þetta stóra skilti sem segir Disneyland Resort. Þau byrja að segja við mig, we told you it was Disneyland. Ég dreg svo upp miða fyrir þau öll og segi þeim svo að ég sé að bjóða þeim í skemmtigarðinn í dag.
Hvað er hægt að segja um Disneyland nema að án gríns, þetta er THE HAPPIEST PLACE IN THE WORLD. Það var geðveikt í garðinum, við löbbuðum útum allt og fórum í fullt af rides. Við fórum í Peter Pan, Gosa, Dumbo, Pirates of the Caribbean, Jungle Cruise, klifruðum tréð hans Tarsans, Winnie the Pooh, Star Wars, Space mountain, sem var geðveikasti rússíbani sem að ég hef á ævinni farið í, hann var í almyrkri þannig að maður vissi aldrei í hvaða átt maður var að fara, svo sá maður geiminn með milljón stjörnum, og ég get sagt ykkur GEÐVEIKASTI RÚSSÍBANI EVER..........
Við skoðuðum húsið hans Mikka, Goofy og Minnie, og svo hittum við Mikka mús. Ég get sagt ykkur það að ég fann bara hamingjuna fljóta í gegnum mig þegar ég sá Mikka, ég vissi aldrei að mér þótti svona mikið vænt um Mikka mús, og allir krakkarnir hlupu til hans og knúsuðu hann og hann gaf mér knús og tvo kossa!!!!!!! Þetta var sko það besta við Disneyland að sjá hann Mikka mús, ég get svarið fyrir það. Svo sáum við prinsessu kastalann, við horfðum á rosalega flotta skrúðgöngu hjá þeim og þetta var bara frábær dagur. Kalli minn hélt áfram að segja aftur og aftur, þetta er uppáhaldsdagurinn minn í öllu mínu lífi, hann er svo frábær. Stelpurnar voru líka allar mjög hamingjusamar og þetta var vel lukkað hjá okkur.
Á Miðvikudeginum héldum við svo á leið til systur hans Tim í Temecula sem er mitt á milli L.A. og San Diego. Það tók okkur um það bil klukkutíma að komast þangað og svo var ég barasta í eldhúsinu frá þeim tíma þangað til Föstudags. Við kokkuðum kalkún, hamborgarahrygg, kartöflusalat, greens, sem er í uppáhaldi hjá mörgum svertingjum hér í Ameríku og er bara mjög bragðgott, en tekur langan tíma að elda. Það er hefð hjá fjölskyldunni hans Tim´s að allir fari með ræðu á Þakkargjörðarhátíðinni um hvað hver og ein manneskja er þakklát fyrir. Krakkarnir voru öll búin að skrifa sínar ræður og æfa sig og voru ræðurnar hjá þeim mjög vel hugsaðar og fallegar. Við náðum þessu öllu á vídeói og erum þegar búin að horfa á þetta og mér var gráti nær að heyra alla hlutina og fólkið sem að börnin eru þakklát fyrir, það er greinilegt að öll börnin kunna að meta það sem er gert fyrir þau og er það æðislegt að sjá og heyra.
Á Föstudeginum var svo slakað á og fór ég með systur Tim í nokkrar búðir því allt er á útsölu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina. Ég keypti náttsloppi fyrir tvíburana, er búin að vera að leita að fallegum náttsloppum fyrir þær fyrir jólin, og Sharon keypti löng náttföt með skóm fyrir alla krakkana, og eru þau ekkert smá hlý og góð fyrir börnin á köldum kvöldum. Svo tók ég öll börnin út á leikvöll og svo í bíó að sjá Happy Feet, og var sú mynd ekkert smá sæt. Svo var bara byrjað að pakka og eldsnemma á Laugardagsmorgunin héldum við heim á leið. Það tók okkur aðeins meira en sjö tíma að keyra heim og er það mjög góður tími, því að við lentum ekki í neinni traffík á leiðinni heim. Við keyrðum upp meðfram ströndinni og keyrðum í gegnum Santa Barbara meðal annars og er sá strandarbær ekkert smá fallegur, að keyra meðfram sjónum og í gegnum alla strandabæina var æðislegt, því mig er búið að langa svo lengi að sjá Santa Barbara og get núna strokað það af listanum mínum yfir þá hluti og staði sem ég vil gera og sjá..
Mikið var nú gott að koma heim. Það er alltaf gaman að geta komist í burtu og upplifa nýja staði og sjá fólkið sitt, en það er alltaf best að koma heim og hafa hlýjar minningar og margar myndir til þess að geta skoðað og hugsað tilbaka. Í dag erum við öll bara búin að vera að slaka á, krakkarnir að lita, gera heimalærdóm og hlusta á tónlist, ég í tölvunni og maðurinn minn að horfa á amerískan fótbolta. Það er ekkert betra en að koma heim til sín... Í kvöld ætlum við svo að borða afmæliskökuna hennar Mikaelu og syngja fyrir hana almennilega, þar sem að hún varð sex ára í hótelherbergi á móti Disneyland skemmtigarðinum, þó svo að þetta var eflaust besti afmælisdagurinn hennar hingað til þá verð ég samt að syngja fyrir hana heima hjá mér og gefa henni sína eigin köku, það er sko mín hefð....
Ég set svo myndir hérna inná í dag eða á morgun og ætla líka að opna kodakgallery account til þess að setja myndir þar inn reglulega. Læt ykkur vita um leið og það gerist. Núna ætla ég að fara að finna mér eitthvað að borða og slaka á aðeins meira áður en að skólinn byrjar aftur á fullu á morgun. Bestu kveðjur í bili...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.