Jólin komin?

Hér komu sko jólin snemma til mín, kannski er ég bara búin að vera góð stelpa. Hann Tim 14. Jólasveinninn ákváð að ég átti skilið að fá fyrstu jólagjöfina mína í byrjun Nóvember. Hann gaf mér þessa þvílíku flottu digital myndavél, takk fyrir!!!!

Þannig að hann tilkynnti mér að núna gæti ég sko farið að taka fullt af myndum, eins og mér finnst ekkert smá gaman nú þegar, og svo sagði hann að ég verði að vera dugleg að setja myndir inná bloggið hjá mér og senda myndir heim til vina og vandamanna svo allir geti nú séð hversu vel börnunum dafnar...

Ég get sko sagt ykkur það að fjórtándi jólasveinninn er sko uppáhalds jólasveinninn minn. Þar sem að jólalagið talar nú um hvort að börnin séu búin að vera naughty or nice, þá er greinilegt að ég er búin að vera NICE til þess að fá jólagjöf svona snemma. Ætli ég þurfi ekki að verða soldið NAUGHTY núna til þess að þakka jólasveininum fyrir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband