5.11.2006 | 15:21
And the WINNER is.....
ROSE PERRY, vinkona mín og barnapía, takk fyrir. Hún er 44 ára gömul og losaði sig allt í allt um 17 pund, um 7 kíló á tíu vikum, ekkert smá flott hjá henni. Hún vann $320 sem að kemur sér vel því að hún er á leiðinni til Las Vegas eftir tvær vikur yfir Thanksgiving. Ég var ekkert smá ánægð fyrir hennar hönd, hún átti þetta sko skilið, hún losaði sig um 4% af líkamsfitu sem er sko ekkert smá flott.
Ég var líka mjög ánægð með minn eigin árangur, losaði mig við 3 og hálft kíló og 1.5% af líkamsfitu, þannig að ég var bara happy með það. Allt í allt á þessu ári, eða síðan í Mars er ég búin að losa mig við 18 pund, um það bil 8 kíló, þannig að það er sko fínt. Þannig að ég á eftir um það bil tíu kíló í viðbót áður en að ég kem til landsins næsta sumar. Ég get sko sagt ykkur það að ég passa núna í föt sem eru búin að hanga uppí skáp hjá mér síðan ég veit ekki hvenær, allaveganna ár, og þarf ekki að kaupa mér neitt nýtt því að ég á heilan skáp fullan af fötum sem ég hef ekki passað í í langan tíma, núna á ég líka fullt af fötum sem eru alltof stór, sérstaklega gallabuxur. Ég var alltaf að kaupa mér boli sem voru XL og núna passa ég í M, eða L, þannig að ég er svona ÁNÆGÐ...
Ég læt ykkur vita hvernig þetta allt heldur áfram hjá mér, það er sko aldrei að vita hvernig þessi blessuðu jól eiga eftir að fara með mann, en ég ætla sko að borða það sem ég vil, og kannski fá mér bara í glas, svei mér þá...
Börnin mín koma heim í dag, ég get ekki beðið, ég þurfti að múta Mikaelu til þess að fara til hans um helgina, þarf að gefa henni gjöf þegar hún kemur heim í dag, þetta er alltaf sama sagan, henni þykir sko alveg vænt um pabba sinn, en hún elskar Tim og vill helst ekki fara frá okkur yfir helgar, því að hún veit að við höfum alltaf eitthvað skemmtilegt planað yfir helgar, en pabbi hennar planar oftast nær ekki neitt, svona er þetta blessaða líf, maður þarf að díla við fólk það sem eftir er útaf og fyrir börnin sín...
Athugasemdir
Til hamingju með árangurinn - hlakka til að sjá granna og (alltaf) sæta Berthu næsta sumar á Íslandi. Nú verð ég að passa mig sjálf að hætta ekki að hreyfa mig þó að við séum búin að kaupa bíl. Innikötturinn ég er núna eiginlega alveg friðlaus ef hann kemst ekki eitthvað út að labba á hverjum degi. Svo ætla ég að fylgja fordæmi þínu með magaæfingarnar - - - bráðum! Svo á ég einvhersstaðar rykfallna videóspólu með Ágústu Johnson - best að fara að leita að henni....
Heiða (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.