Biggest Loser

Hér er ég sko búin að vera í Biggest Loser keppni síðustu tíu vikur, ég veit ekki hvort að þeir þættir eru sýndir heima á klakanum, en þetta er þvílíkt vinsælt hér í Ameríku. Þá fá valdnir einstaklingar tækifæri á að losa sig við aukakílóin með aðstoð þjálfara og tipp topp líkamsræktarstöð.

Við erum búnar að vera hérna um 18 konur í svoleiðis samkeppni síðustu tíu vikur og lögðum allar $20 í púkk. Síðan fer ég í kvöld og við verðum allar vigtaðar aftur og svo er fituprósentan mæld, og sú kona sem að lagði af mestu fituprósentu mun vinna peningapottinn. Þannig að þetta er búið að vera mjög áhugavert, og ég veit nú alveg að ég mun ekki vinna pottinn, en þetta er búið að vera mjög gaman og verður gaman að sjá hversu mikið ég hef lagt af.

Ég er að vísu ekki búin að vera dugleg síðustu tvær vikur, verkirnir búnir að taka yfir smá á síðustu vikum, en ég er samt á góðri leið með að losa mig við aukakílóin. Ég hef nú aldrei haft neinar áhyggjur af þyngdinni minni, hefur liðið bara ágætlega með sjálfri mér þó svo að ég sé búin að vera of þung núna í sex ár. Hef aldrei náð mér aftur niður í þyndgina sem ég var áður en ég átti börnin mín, og er það kannski ekki það mikilvægasta fyrir mig, en ég vil endilega komast aftur niður í 50 og eitthvað kíló.

Þetta er fyndið að þegar maður er við góða heilsu þá er maður ekkert að spá í heilsuna þannig lagað séð. Þegar heilsan fer versnandi þá er þetta allt sem að maður hugsar um. Ég get sagt ykkur frá minni eigin reynslu að reyna allaveganna að borða heilsusamlega og drekka í hófi og endilega endilega æfa.

Ég er mjög stolt af mér, ég er ekki búin að drekka bjór eða annað áfengi núna í þrjá mánuði (nei, ég er ekki ólétt...), borða að mestu leyti mikið af ávöxtum, grænmeti, og fisk og kjúkling, og á hverjum degi eftir að ég labba með liðið í skólann þá fer ég í göngutúr. Svo geri ég magaæfingar, og hjóla á æfingarhjólinu mínu úti á svölum. Ég hef aldrei á ævinni verið eins aktív, NEVER EVER!!!!!!! Ég held að ef ég væri ekki svona aktív, þá svei mér þá, ef ég væri bara ekki rúmliggjandi flesta daga útaf þessum helv... veikindum.

Þannig að kæru vinir og vandamenn, ég er að reyna að vera komin í kjörþyngd þegar ég kem heim næsta sumar, það er allaveganna draumurinn og pottþétt eitthvað að stefna að. Ef ekki, þá held ég bara áfram að gera mitt besta að hugsa vel um sjálfa mig, því ég er ekki að reyna að verða rúmliggjandi ung kona á næstunni, og hananú sagði hænan og lagðist á bakið!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband