31.10.2006 | 19:30
Happy Halloween
Þá er komin Hrekkjarvakan hér í dag. Á laugardaginn var þá héldum við okkar fyrsta árslega Hrekkjarvöku partý og var það rosalega vel heppnað. Fullt af krökkum mættu á svæðið ásamt fullorðnum, og skemmtu sér allir rosalega vel. Við vorum með fullt af leikjum í gangi, tónlist og dans í gangi, og ógeðslegan mat í matinn. Ég bjó til drauga, drauga skít, blóðuga augasteina, pítsu með blóðormum, og teppasvín (pigs in a blanket)
Ég á eftir að framkalla myndir, en um leið og ég geri það þá set ég þær inná myndaalbúmin mín. Svo í gær var blokkin mín með Hrekkjarvöku partý og fóru krakkarnir í það, svo í dag er skrúðganga í tilefni Hrekkjarvökunar í skólanum og svo í kvöld förum við TRICK OR TREATING. Þannig að blessuðu börnin eru á fullu þessa vikuna að safna og borða nammi.
Í dag var góður dagur fyrir mig því að ég fór fyrir framan dómara til þess að reyna að ganga frá þessum skilnaði, og dómarinn heldur því fram að áður en árið er liðið verð ég orðin skilin kona. Ég er ekkert smá ánægð með það, get ég sagt ykkur. Þessi blessaði skilnaður er búinn að taka meira en ár, þegar hann verður loksins endanlegur í Desember þegar ég fer aftur fyrir framan dómara, þá er þetta búið að taka allt í allt eitt og hálft ár. Ég get sko sagt ykkur það að ef að ég væri Jessica Simpson, eða einhver önnur Hollywood stjarna, þá væri ég nú þegar búin að vera skilin í eitt ár, en hér í Ameríku ef að maður er ekki frægur og á ekki mikinn pening, þá taka þessir hlutir þrisvar sinnum lengri tíma...
Svo eru nú blessuðu jólin að koma og ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér, ég er nú þegar byrjuð að kaupa jólagjafir. Þar sem ég er enn frá vinnu og ekki að þéna eins mikinn pening og ég er vön, þá er ég að reyna að kaupa litla hluti hér og þar alltaf þegar ég fer út í búð. Við erum auðvitað stór fjölskylda þannig að mér veitir ekki af að byrja að versla tveimur mánuðum fyrir tímann. Mig langar til þess að börnin mín fái eins góð jól og þau eru vön þó svo að ég sé fátækari en á síðustu árum. Ég er líka að láta mig dreyma um að koma heim með alla fjölskylduna næsta sumar og ég og Tim erum byrjuð að safna fyrir því. Þannig að það er aldrei að vita nema að ég fái að sjá ykkur öll, vinir og vandamenn, eftir nokkra mánuði.
Þá læt ég þetta gott heita í bili, þarf að fara að horfa á skrúðgönguna í skólanum hjá litlu dúllunum mínum, Happy Halloween once again...
Athugasemdir
Fann þig þegar ég googalði hrekkjavökutónlist - er með afmæli um helgina og vantar uppskriftir, leiki etc. Hvernig býr maður til draugaskít? En blóðuga augasteina? Þúsund þakkir, Kristín.
Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 13:48
Sæl Kristín
Ég bjó til blóðuga augasteina með því að ég fann nammi augasteina. Ég tróð þeim ofan í ísklaka og hellti svo rauðu jello yfir og setti inní ískáp, ógeðslegt. Ég bjó til draugaskít með því að bræða súkkulaði, smá smjör og svo setti ég Kornflakes útí og blandaði saman. Svo bjó ég til litlar kúlur með skeið og setti á disk og inní ískáp til þess að leyfa því að harðna...draugaskítur
Ég var með allskonar leiki, settu vörtuna á galdranornina, hengdi upp mynd af galdranorn, gaf krökkunum tyggjó og þau þurftu að setja tyggjóið eins nálægt vörtunni og þau gátu. Líka með leikinn Wrap the mummy, notaði klósettpappír til þess að vefja utan um krakkana og gera þau að mummy. Ég vona að þetta hjálpi....
Bertha Sigmundsdóttir, 3.11.2006 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.