Enn önnur vika

Þá er enn önnur vika byrjuð, tíminn líður ekkert smá hratt þessa dagana. Helgin hjá mér var erfið þar sem að litlu börnin mín þurftu að fara að heimsækja pabba sinn þannig að ég var hálf ónýt án þeirra, þetta er svona, maður hugsar ekki um það að maður þarf að díla við aðra manneskju í mörg ár eftir að maður hættir með þeim þegar maður átti börn með þeim, en þetta er bara svona.

Dóttir mín hringir í mig á Laugardagskvöldinu og tilkynnir mér það að hún sé tilbúin að koma heim og að hún hafi sko engan áhuga á að vera hjá pabba sínum lengur. Hún var gráti nær og auðvitað tekur það á mann að hlusta á barnið sitt sorgmætt, og að geta ekki farið og náð í hana þegar hún þarfnast mín er ÖMURLEGT... En, ég náði að hressa hana við og hún fór að sofa. Svo hringir hún aftur í mig á Sunnudeginum klukkan eitt og tilkynnir mér að hún sé tilbúin að koma heim, og ég þarf að útskýra fyrir henni enn og aftur að hún eigi að vera hjá pabba sínum til klukkan sex. Hún getur sko ekki skilið það og segir mér svo að hún ætli að vera í símanum og tala við mig þangað til að hún sé komin heim til mín. Litla prinsessan mín, þetta er rosalega erfitt að vera án barnanna sinna, sérstaklega þegar það er ekki mikið traust sem ég ber til pabba þeirra. Lífið er oft erfitt.

Þau eru alltaf svo hamingjusöm að koma heim, og ég veit að það er mikilvægt fyrir öll börn að eiga tvo foreldra, en þegar pabbinn er eins og pabbi þeirra er, þá vil ég helst ekki hafa hann í lífi þeirra, en í Ameríku þá sjá lögin til þess að báðir foreldrar hafa aðgang að börnunum, sama hversu lengi þeir eru búnir að vera frá lífi barnanna, og er það barasta fáránlegt. Þau eiga miklu betri pabba í Tim manninum mínum, og er hann æðislegur faðir. Það er sko mikill munur á að vera faðir og pabbi, og Tim er faðir barna minna og minn fyrrverandi er pabbi þeirra, við köllum hann Drive by Dad.

Nóg með það, hér er loksins farið að kólna aðeins, en núna í vikunni fer hitinn aftur hækkandi, og er Indíána sumar hér í lok Október þetta árið, vanalega gerist það í September, en útaf öllum loftslagsbreytingunum í heiminum, þá er þetta allt öfugt eitthvað þegar viðkemur veðrinu. Núna er Hrekkjarvakan alveg að koma og verður Hrekkjarvöku partýið okkar núna á Laugardaginn kemur. Ég er á fullu í undirbúning, og hlakka bara til þess að skreyta og elda og baka, er búin að vera að undirbúa hægt og rólega svo að ég ofgeri mér ekki, eins og vill gerast þessa dagana. Ég er að plana að taka fullt af myndum og set þær svo hér inná, er á leiðinni að setja fleiri myndir inná af krökkunum og manninum mínum.

HAPPY HALLOWEEN

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband