Kaldur Sunnudagur

Hér er sko orðið kalt, miðað við Norður Kaliforníu. Í gær og í dag er búið að vera um 12-15 stiga hiti, þannig að það er frekar kalt hér hjá okkur, I love it!!!! Ég er mjög hamingjusöm með kuldann og sömuleiðis er maðurinn minn, hann er sko ekki týpískur amerískur karlmaður á neinn hátt, en hann elskar kuldann eins og ég. Þannig að ég er búin að vera á fullu að hlaupa úti búð og kaupa þykkar peysur á börnin og langerma boli. Í dag erum við svo að fara að kaupa nýja skó þannig að það verður þvílíkt stuð.

Í gær var sko gaman hjá okkur því að Hrekkjarvakan er að koma, þannig að í gær fórum við í partý búðina og keyptum búninga fyrir 31. Október. Janae ætlar að vera Skeleton Bride, Kalli ætlar að  vera Scorpion Ninja, og Mikaela ætlar að vera Bloom, í bláum princessu kjól með vængi og svo getur hún flogið út um allt. Jasmine fékk ekki að fara í gær því að hún var óþekk, þannig að núna er hún eins góð og mögulegt er svo að hún fái nú búning (auðvitað fær hún búning, hún veit það bara ekki ennþá)

Við ætlum að hafa Hrekkjarvöku partý fyrir krakkana eftir tvær vikur, það er salur hér í blokkini hjá okkur sem að við erum búin að leigja (ókeypis) þannig að þetta ætti að vera skemmtilegt fyrir krakkana, allir vinirnir í búningum, svo ætla ég að láta alla kjósa bestu búningana, þannig að þá verða verðlaun í boði þannig að okkur er sko farið að hlakka til. Ég og Tim erum ekki ennþá búin að ákveða hvað við ætlum að vera, en það verður gaman fyrir okkur að hræða alla krakkana (haha)

Annars segi ég svosem allt gott, fór í magaskoðun á Miðvikudaginn var og haldiði ekki að ég sé barasta með magasár og magakvef. Þannig að ég þarf að fara aftur í magaskoðun eftir þrjá mánuði til þess að athuga hvort að magasárið hafi minnkað. Þetta er í fyrsta skipti í átján mánuði að eitthvað hafi komið úr einhverri skoðun hjá mér, og er það léttir, en ekkert sérstaklega gaman að vita af einhverju magasári, en svona er nú lífið. Ég er að fara til sérfræðings í taugasjúkdómum núna í næsta mánuði í Stanford, sem er nú besta sjúkrahús í Ameríku, eða eitt af þeim bestu, þannig að þá vonandi fer eitthvað að koma út úr þessu öllu, hver veit...

Hér er bara rólegt heima hjá okkur í dag, krakkarnir að teikna og skrifa bréf, ég á tölvunni og maðurinn minn að horfa á amerískan fótbolta, allir ánægðir og rólegir, æðislegur dagur. Mínar heitustu kveðjur til ykkar allra, ég læt heyra frá mér bráðlega. Kossar og knús!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Það á nú ekki af þér að ganga! Vonandi á þér nú eftir að batna í mallanum og við óskum ykkur öllum góðrar skemmtunar á hrekkjavökunni! Aldrei að vita nema við fáum einhvern nasaþef af henni hér í Sverige. Svo hlökkum við bara til að hitta ykkur aftur á netinu!

Bestu kveðjur héðan frá Växjö, Heiða og co.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 23.10.2006 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband