Nýja árið...

Þá eru tvær vikur liðnar af nýja árinu, og loksins, loksins, er mér farið að líða betur. Ef ég fæ að ráða, þá vil ég ALDREI ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum síðustu tíu dagaCrying Mér finnst fyndið hversu vanur maður verður því sem að maður þarf að eiga við dagsdaglega, eins og með mig, MS verkirnir og bara MS yfirhöfuð, ég er orðin vön að eiga við það, ekki alltaf 100% sátt, en vön. Að þurfa ofan á það að eiga við auka heilsuvandamál, auka andlega vanlíðan, og pirringinn sem kemur með því, það var bara HRÆÐILEGT!!!

Þið sem þekkið mig, vitið að ég reyni ekki að kvarta mikið, eða vera neikvæð, því að það hjálpar ekki til, en eins og ég segi, ef ég fæ að ráða, þá vil ég ekki upplifa aftur það sem ég gekk í gegnum síðustu tíu daga. Og þarmeð er ég búin og hætt að tala um, og hugsa um þettaUndecided 

Hvað segið þið nú gott, kæru vinir og vandamenn????? Ég vona, og mér heyrist á ykkur öllum, að hátíðirnar voru yndislegar, afslappandi, og eytt í faðmi fjölskyldna, sama hér!!! Jólin eru uppáhalds tími ársins fyrir mig, og mér finnst alltaf svo sorglegt þegar þau eru búin, allt verður svo autt og tómt inni hjá manni þegar maður tekur ljósin og skreytingarnar niður... En, þá er bara að huga að öðrum hátíðum, eins og brúðkaupinu mínu.......

Já, takk fyrir, núna er árið 2008 komið, og ég er að fara að gifta mig. Ég vildi bara láta alla vita, við erum búin að breyta dagsetningunni, við ætlum að gifta okkur þann 8. Ágúst 2008 (8.8.8.) Okkur finnst að þessi dagsetning eigi betur við okkur, og hún gefur okkur sex vikur í viðbót til þess að undirbúa og safnaW00t Ég vona að þið sem hafið ráð á að koma, eigið ennþá eftir að geta komist þó svo að dagsetningin hafi breyst. Þetta er semsagt föstudagur, og ég er að vinna í boðskortunum núna, endilega sendið mér heimilisföngin ykkar, þó svo að ég held að ég sé með þau flest, en mig langar til þess að senda sem flestum boðskort, þó svo að ég viti að allir eigi ekki eftir að komast, þá vil ég samt að þið vitið að ykkur sé boðið....

Spenningurinn er ekki farinn að sjá sig enn sem komið er, en ég veit að þetta verður yndislegur dagur. Ég er með mynd í huganum, hvernig ég vil hafa alltsaman, þannig að núna þarf ég bara að mála myndina inní veruleikann, ef þið skiljið... Börnin eru rosalega spennt, þannig að ég býst við að ég fari að kaupa kjólana á stelpurnar fljótlega. Þar sem að við erum að reyna að safna pening til að komast inní stærra húsnæði, þá vil ég ekki eyða alltof miklum pening í einn dag. Mig langar til þess að hafa brúðkaupsdaginn einfaldann, en glæsilegann, hátíðlegann, en skemmtilegann, minnistæðann og fjörugann. Ég býst ekki við að það verði nema um 60-70 manns sem mæta, og það er fullkomið, smámennt, en góðmennt.

Bara að tala um þetta við ykkur gerir mig smá spennta, þannig að ég verð að fara að plana þetta allt samanWink Annars er allt gott að frétta af okkur öllum. Maðurinn minn er að vísu veikur í dag, með flensu, þannig að ég er heima að hugsa um hann (er í hjúkku fötunum mínumHalo). Krakkarnir hafa það gott, skólinn byrjaður, og þau eiga ennþá erfitt með að fara á fætur á morgnana, tekur allt sinn tímann. Tvíburarnir eru í söngleikatíma í skólanum, og erum við að fara að sjá Little Shop of Horror á mánudaginn, það verður skemmtilegt. Svo fer ég að skrá allt liðið í áhugamálin, ætli tvíburarnir fari ekki aftur í hip hop dans, Mikaela sennilega í ballet eða leikfimi, og Kalli minn er að æfa amerískan fótbolta og hafnarbolta með Tim þessa dagana, en hann fer kannski í fótbolta (soccer) núna, þangað til að hann er tilbúinn að spila með liðum. Tim er rosalega duglegur að kenna honum íþróttir, hann spilaði sjálfur körfubolta og amerískan fótbolta, þannig að hann veit mikið um allar íþróttir, hann er alvöru íþróttaálfurLoL 

Kalla og Mikaelu gengur vel í skólanum, en tvíburarnir eru latir þessa dagana, og þarf ég að sitja yfir þeim með heimalærdóminn og minna þær á hversu mikilvægur skólinn er. Ég er að vona að ég fari að ná til þeirra, því að þær eru ekki alveg að skilja hversu mikilvægt það er að hafa góðar einkunnir, né hversu mikilvægt það er að hafa góðar einkunnir svo að þær geti komist inní háskóla síðar meir. Þær virkilega reyna, oftast nær, en uppá síðkastið þá er letin búin að vera í fyrirrúmi, og ég er ekki ánægð með það, þannig að ég er algjör gribba þessa dagana, og er stolt gribba!!!

Svo er ég búin að vera í sambandi við Örn pabba, hann er búinn að skrifa mér bréf, og senda mér myndir, og ég er búin að heyra frá Glenn Tore, sem er norskur bróðir minn, 18. ára gamall á þessu ári. Svo á ég líka systur í Noregi, Hanne Lise, hún verður tvítug núna í Febrúar, ég er ekki ennþá búin að heyra frá henni, en af myndum að sjá, þá erum við rosalega líkar. Ekkert smá fyndið að sjá allt í einu myndir af systkynum sínum, sem að maður vissi ekki að maður átti. Ég á tvo bræður á Íslandi, þannig að ég á sex systkyni núna, að vísu sjö, en Örn pabbi er ekki í sambandi við systur mína á Íslandi, sem er fædd sama ár og ég. Þannig að ég á stóra fjölskyldu núna, því að ég á fjölskyldu mína fyrir vestan frá Simba pabba, fjölskyldu mína fyrir austan frá mömmu, og svo núna á ég fjölskyldu útum allt Ísland, Noreg, og Svíþjóð frá Erni pabba.

Það eru margir búnir að spyrja mig hvort að ég sé ekki reið útí Örn pabba, eða sár, og sannleikurinn er NEI. Það sem gerðist á milli hans og mömmu minnar var fyrir 34-35 árum síðan, og ég ólst upp með pabba, sem gerði allt fyrir mig sem að pabbar gera. Ég ólst upp með mömmu og pabba sem að sáu fyrir mér, kenndu mér, hugsuðu um mig, þannig að ég tel mig heppna. Auðvitað var ég oft sár þegar ég var að alast upp, því að mér fannst leiðinlegt að vita til þess að blóðfaðir minn vildi mig ekki, það er ákveðin höfnun sem fylgir manni í lífinu þegar maður þekkir ekki blóðfaðir sinn. Ég skildi ekki af hverju hann vildi mig ekki, en núna sem fullorðin manneskja og móðir, þá skil ég betur hvað getur gerst á milli fólks, þó svo að það eignist barn saman. Örn pabbi er ekki búinn að reyna að ljúga að mér, eða vernda mig frá sannleikanum, hann er búinn að vera mjög hreinskilinn við mig, og ég kann vel að meta það. Þegar ég var að alast upp, þá var hausinn minn fullur af allskonar spurningum í sambandi við Örn pabba, Bjössa bróðir, Kalla bróðir sem dó, en ég fékk aldrei nein svör, því að mamma og pabbi vildu aldrei tala um hlutina. Auðvitað héldu þau að þau voru að vernda mig, og gera rétt, en ég varð bara reiðari og sárari, því að ég fékk aldrei nein svör við öllum mínum spurningum. Núna, 34. ára gömul, núna er ég loksins farin að fá svör, og þó svo að ég skilji ekki ákvarðanir fullorðna fólksins í lífi mínu þegar ég var barn, þá er ég ekki reið.

Ég trúi því og veit líka sjálf, að við gerum okkar besta sem foreldrar. Okkar besta er ekki alltaf rétt, stundum særum við börnin okkar, stundum brjótum við hjörtu þeirra, en mér finnst mikilvægt að skilja það að foreldrar gera alltaf sitt besta, þó svo að stundum er þeirra besta ekki nógCrying Það er sannleikurinn, sumir eiga erfitt með að kyngja sannleikanum, en ég reyni að lifa með sannleikanum, með því að vera sönn í mínum hugsunum, gjörðum, og orðunum sem ég tala. Börn skynja og vita miklu meira en foreldrar halda, ég veit að þegar ég var lítil þá vissi ég að Simbi var ekki blóðfaðir minn, ég vissi að Bjössi bróðir var hjá mér einn daginn og þann næsta ekki, ég vissi að Kalli bróðir var veikur og að einn daginn hvarf hann, kom aldrei aftur heim. Ég hafði svo margar spurningar þegar ég var að vaxa úr grasi, en því miður fékk ég ekki svör frá mömmu og pabba. Núna, loksins, er ég að kynnast Erni pabba, og þó svo að hann mun aldrei taka stöðuna sem Simbi pabbi hefur, þá er ég þakklát að ég fái að kynnast honum, og fái að kynnast þeim hluta af fjölskyldu minni sem að ég tapaði tíma með síðustu 34. árin. Það er gjöf frá Guði, ég virkilega trúi því, ég er svo heppin að ég tilheyri þremur fjölskyldum, geri aðrir beturSmile

Hafið það gott í bili, kæru vinir og vandamenn, ég verð duglegari að blogga á þessu ári, ég lofaGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúlla. Gott að sjá þig á róli aftur. Alltaf slæmt að heyra um þig í veikindum þínum og þeirri baráttu, að ekki bætist við eitthvað annað. En hlýjar hugsanir streyma stöðugt til þín frá Íslandi. Þú ert gull. Ég er sjálfur nýkominn ásamt familíunni frá Kanarí og þar var sko gaman í vikudvöl. 888 hljómar vel. Addressan mín:

Doddi Jonsson
Akurgerði 3f
IS-600 Akureyri
Iceland

Dúllan mín ... ég hreinlega efast um að ég komist ... en maður trúir því alltaf að eitthvað gott og óvænt geti komið upp á. Kannski kæmist ég með Veigu, kannski ekki ... ég vil aldrei útiloka neitt, ég bara efast þangað til annað kemur í ljós.

Mér finnst líka yndislegt að lesa um þig og Örn pabba þinn ... 

 Hjartans hlýjar kveðjur til þín !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

En æðislegt að þú skulir vera búin að heyra í bróður þínum sem þú vissir ekki einu sinni að væri til!   Og bara 18 ára!  Og tvítug litlasystir!!  Hugsaðu þér bara hvað þið eigið eftir að þekkjast lengi  Ég er svo spennt yfir þessu og næst þegar við heyrumst vil ég fá að heyra alla sólarsöguna!  Og sjá myndirnar - gegnum vefmyndavélina!

Svo vona ég að þér líði orðið betur eftir veikindin og áfallið um daginn og það sé bara bjart framundan hjá þér!

Kossar og knús!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 17.1.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knúskveðja til þín, elsku krútt. Gott að þú ert komin á stjá aftur. Spennandi að eignast systkini svona allt í einu. Æði!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:43

4 identicon

Sæl Bertha.

Ég ákvað að skilja eftir mig kveðju fyrst ég er að lesa síðuna þína.

Ég er systir hennar Kristínar Bjargar sem er kærasta Annasar bróður þíns.

Gaman að lesa um fund þinn við blóðföður þinn, hlýtur að vera gaman fyrir þig að kynnast honum og systkinum þínum þar.

 Hafðu það gott.

Kveðja Sibba. 

Sibba (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að heyra að þér líður betur Bertha mín.  Gott að þú ert að kynnast föðurfjölskyldunni þinni.  Og til hamingju með að vera búin að velja endanlega giftingardaginn.  8.8.8. er flott dagsetning. Og auðvitað verður það fallegur dagur, þegar þið sameinis í hjónabandi þú og þinn elskulegi unnusti og barnsfaðir.  Knús á þið ljúfust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband